Morgunblaðið - 02.03.1935, Blaðsíða 5
Xiaugardaginn 2. mars 1935.
MORGUNBLAÐIÐ
I
Veslings Alþýðublaðið.
Eftir frú Guðrúnn Láru§dóttir
Óskiljanlegur er sá ótti og
sú heift sem Alþýðublaðið er
gagntekið af þessa dagan, ekki
.síst þegar þess er gætt, hve lít-
ið það gerir úr árangri af sam-
-iökum húsmæðranna um tak-
mörkun á mjólkurneyslu. Svo
mætti virðast að blaðinu væri
það næg huggun, og að það
setti ekki að eyða rúmi sínu til
þess að fjargviðrast út af öðru
eins smáræði og það telur
„mjólkurverkfall íhaldsfrúnna'.
En það er nú öðru nær en
Alþbl. taki því með ró, þvert
.á móti, blaðið hamast, þrútið af
ilsku, sem, líkt og vant er hjá
því blaði, lendir að mestu leyti
í persónulegri illkvitni og ó-
jhróðri um einstaklinga, í stað
þess að ræða málefnið sjálft.
Hefði Alþbl. tekið þann kost-
inn, þegar í upphafi þessa deilu
máls, að ræða jafn sanngjarn-
lega um málavexti sem fram
komu og fyrir lágu, eins og
það ræðir nú af ósann;girni um
«instaklinga, sem það bendlar
við málefnið, má vel vera að
tekist hefði að stýra fram hjá
vandræðum. Alþbl. á sinn
drjúga þátt í því hvemig komið
er. Með skrifum sinum og
skömmum hefir það ýtt undir
sundrung og beinlínis egnt neyt
endur út í mjólkurstríð.
Þetta er auðvitað ofur skilj-
anlegt, því hvaða blað hefir
blásið betur að ósamlyndi og
úlfúð manna á milli og stjetta
hjer á landi, heldur en Alþbl.?
ÞaS kemur því úr hörðustu
átt, er slíkt blað fer að vitna í
lög gegn „órjettmætum prent-
uðum ummælum, sem fallin eru
til þess að hnekkja atvinnu-
rekstri“ — o. s. frv. Jeg hygg
að það verði ekki hlaupið að
því fyrir liðsmenn Alþbl. að
sanna að húsmæður hafi borið
fram „órjettmæt ummæli“, um
starf mjólkursölunefndar og
framkomu hennar í garð hús-
mæðra í mjólkursölumálinu.
Er menn lesa slíkt í blaði
eins og Alþbl. hlýtur að rifjast
upp hversu þetta blað hefir fyr
'«g síðar ýtt undir, espað og
stutt opinberar deilur, og er
skemst að minnast hinnár sein-
ustu. Mig minnir ekki betur en
Alþbl. tæki töluvert upp í sig
,þá. —
Það er engu líkara en Alþbl.
ímyndi sjer að samtakarjettur-
inn sje einhverskonar sjereign
þess og samherja þess. Beiti
honum einhverjir aðrir en nán-
ustu fylgifiskar blaðsins, er hót
að málsókn. En þegar Alþbl.
hóar saman sínu liði og egnir
til alvarlegra verkfalla, sem
fyrirsjáanlega stefnir bjarg-
ræði heimilanna í voða, og eru
beinlínis til þess „fallin að
hnekkja atvinnurekstri“, þá er
„alt í lagi hjá blaðinu því!“
klíkur. En oft kemur það átak-
anlega í ljós að svo er eigi,
meðal annars í skrifum blaðs-
ins um mjólkurmálið. Þar koma
flokkadrættirnir skýrt fram.
Blaðið þykist bera hag bænda
fyrir brjósti, en kemur sjer vit-
anlega hjá því að tala nema
sem minst um þá kröfu hús-
mæðra í mjólkurmálinu, sem
liggur í augum uppi að snertir
fjárhag bænda öðru fremur
Sú ráðstöfun meirihluta
mjólkursölunefndar, að leyfa
engum öðrum brauðgerðarhús-
um en Alþýðubrauðgerðinni og
Kaupfjelagi Reykjavíkur, að
selja brauð sín í mjólkursölu-
búðunum, dregur sem sje drjúg
an skilding úr vösum bænd-
anna, og stingur þeim í aðra
vasa, sem óvíst er að allir bænd
ur hirði um að troða pening-
um í.
Krafa húsmœðra er: Jafn-
an rjett til brauðasölu í mjólk-
ursölubúðunum. — Húsmæðr-
um þykir gott til þess að vita,
að hjer fara saman þægindi
þeirra og hagsmunir bænda,
enda vonast þær fastlega eftir
því að slíkri hlutdrægni, sem
hjer á sjer stað öllum til tjóns
(nema þá Alþýðubrauðgerð-
inni) verði burtu kipt h*ð bráð'
asta, og að bændur, sem mest
eiga í húfi, beiti sjer fyrir því.
Alþbl. álítur að kröfum hús-
mæðra um nýmjólk handa ung
börnum sje fullnægt, — hún
sje úr sögunni.
„Flest er fullgott fátæk-
um“, segir gamalt máltæki.
Og ekki er að sjá að Reykja-
víkurbörnin eigi sjer málsvara
hjá Alþbl., ef það telur mjólk-
urþörf þeirra fullnægt með
mjólkursopanum frá Kleppi,
sem þar að auki fæst ekki nema
gegn ávísunum frá læknum,
eins og hjer væri um hættuleg
lyf að ræða. Það hefir margur
brosað að þessari ráðbreytni
samsölunnar, og er það að von-
um, en fremur tel jeg grátlegt
það ástand með þjóð vorri, er
forráðamenn í embættisnafni
ákveða aðra eins firru. Um
heyjaaflann á Kleppi hafa
margir rætt, og jafnvel sjálfur
landlæknirinn talið það „ó-
smekklega“ ráðstöfun að fram-
leiða barnamjólk í Kleppsfjós-
inu, jeg veit það og með vissu
að margar mæður hafa ógeð
á mjólkinni, af þeim sökum er
oftsinnis hefir verið minst á,
en jeg ætla engu við að bæta
að þessu sinni. En það sem öll-
um má vera Ijóst er að á með-
an mjólkursölunefnd sjer börn
um bæjarins ekki öðru vísi og
betur fyrir þessari lifsnauðsyn
þeirra, mjólkinni, munu hús-
mæður ekki slaka á kröfunni
um bamamjólk, og er hún þá
heldur engan veginn úr sög-
unni, eins og Alþbl. segir.
mjólk, reis upp fjöldi hús-
mæðra og heimtaði mjólkina
aðgreinda, sjermerkta, eins og
verðið hafði.
Af skiljanlegum ástæðum
komu þær eindregnu óskir
húsmæðra sjer illa hjá Alþbl.
„Byrgið hana, hún er of
björt —.“
En Alþbl. verður að sætta
sig við það, að húsmæður, sem
skiftu við Korpúlfsstaðabúið,
telja yfirleitt að mjólkin þaðan
sje einhver hin besta, sem völ
er á. En húsmæður hafa einn-
ig óskað eftir mjólk frá fleiri
stöðum, af sömu ástæðum, má
þar nefna mjólkurvörurnar frá
Hvanneyri, sem öllum ber sam-
an um að eru frábærar að gæð-
um. —
Það hefir verið stagast á því
að húsmæðurnar, sem báru
fram slíkar óskir, væru að
draga taum hlutaðeigandi, bú-
eiganda, t. d. Thor Jensens.
Þetta er hlægileg staðhæfing,
sem fellur um sjálfa sig, eða
rjettara sagt fellur um þá stað-
reynd, aS hver heilvita maSur
kýs sjer þau viSskifti, sem hon-
um falla best í geS og eru hon-
um hagkvæmust.
Thor Jensen er vitanlega
alls góðs verðugur, eins og
allir dugnaðarmenn, sem inna
af hendi góð og nýt störf í
þágu almennings, þetta játa
allir andlega heilbrigðir menn,
húsmæður engu síður en aðrir,
en þrátt fyrir það geng jeg að
því vísu að húsmæðurnar hugsi
þó enn meira um velferð barna
sinna og heimila, og þess vegna
báru þær fram hinar almennu
og ákveðnu óskir um Korpúlfs-
staðamjólkina. Svar við þeirri
ósk er oss húsmæðrum kunnugt
orðið.
Þá kemur loks að spásagn-
arlist Alþbl.
Blaðið talar mikið um þá,
sem „ættu að taka við“ mjólk-
ursölunni.
Jeg er í þeim hóp, og ætla
þess vegna að hugga blaðið með
því að láta það vita, að spá-
sagnarlist þess fatast hjer mjög.
Annars ber blaðið sjálfu sjer
vitni, með ummælum sínum,
hinni venjulegu ósvífni, í ann-
ara garð, sem enginn siðaður
maður tekur til greina.
En á öllu þessu rausi blaðs-
ins er það bersýnilegt að það
er lafhrætt.
Hrætt við samtök húsmæðr-
anna í Reykjavík.
Hrætt við að eitthvað kunni
að molna utan úr skjaldborg
rauða liðsins.
Hrætt við að bændurnir sjái
í gegn um grímuna, sjái hvert
stefnir ef Alþbl. og þess líkar
eru látnir ráða.
Hrætt við drauginn, sem það
vakti sjálft upp á s.l. hausti, er
það hjet almenningi ákveðinni
verðlækkun á mjólk.
Þannig er þá hugsunarhátt-
ur þessa blaðs, sem nefnir sig
Alþýðublað — þ. e. Alþjóðar-
blað. Af heiti þess mætti ráða
að blaðið hefði hið háleita hlut-
verk með höndum að vinna fyr-
ir alþjóð, en ekki flokka eða
Mikill fjöldi heimila hjer í
bænum hafa árum saman keypt
mjólk frá Korpúlfsstöðum. Þeg
ar samsalan hófst og það kvis-
aðist að Karpúlfsstaðamjólkin
yrði blönduð saman við aðra
Hrætt við staðfestu, þraut-
seigju og greind húsmæðranna,
sem vel sjá og skilja hvað að
þeim er rjett, og kunna góð ski
á viðeigandi svörum.
Og sá sem er hræddur sjálf-
UTSALAN
er í fullum
gangi.
Vöruhúsið.
Útboð
á lagningu Sogslínunnar.
Þeir, sem gera vilja tilboð í flutning efnis, gröft og
uppsetningu á háspennulínu austur að Ljósafossi í Spgi,
geta fengið útboðslýsingu og uppdrætti á skrifstofu Raf-
magnsveitunnar gegn 50 kr. skilatryggingu.
Reykjavík, I. mars 1935.
Ralmagn$st}órinn.
Áskorun.
Þeir útgerðarmenn, sem hafa í hyggju að gera út skip á síT-t-
veiðar til söltunar næsta sumar, eru beðnir að tilkynna síldarút
vegsnefnd tölu skipanna, tilgreina nafn skipsins, einkennistölu, stásrð
og hverskonar veiðarfæri skipin nota. Ef fleiri en eitt skip ætla áO
vera sama um eina herpinót, óskast það tekið fram sjerstaklega.
Tilkynningin sendist Síldarútvegsnefnd, Reykjavík, fyrir 10. þ.m.
Reykjavík, 1. mars 1935,
SUdarAtregsBefndiii.
r
ur, hræðir oft aðra, eða reynir
til þess.
En illa sverjum vjer oss í
ættina, konur, með norrænt
víkingablóð í æðum, ef vjer
látum hræðsluóp Alþbl. á oss
fá, eða önnur svipuð umyrðl
þeirra blaða og manna, sem
þykjast hafa ráð vor í hendi
sinni. Vjer munum þau að engu
hafa, en sameina kraftana um
málstað vorn, og svo sjáum vjer
hvað setur.
Guðrún Lárusdóttir.
5mösöluuerð
i Englanöi.
t Samkvæmt opinberum enskum
hagskýrslum er smásöluverð á
lífsnauðsynjum í Englandi nú að
eins 42% hærra lieldur en það
var fvrir stríð, og fer altaf lækk-
andi.
Hjer á Islandi lielst dýrtíðin
óbreytt og eykst þó fremur en
hitt.
Lítill órangur.
i Fyrir skömmu var tekin upp sú
tilhögun á neðanjarðarbrautar-
stöðvnm í Lundúnaborg, að setja
hjer og þar upp skilti með áletv-
uninni; „Varið ykkur á vasaþjók’-
unum!‘ *
| Ensk og frönsk blöð halda því
nú fram, að þessi varúðarráðstöf-
un hafi ekki komið að tilætluðum
notum, síður en svo_ Fólk sem h*s
skiltin þreifaði ósjálfrátt í vaSa
sinn til þess að gæta að hvert
peningapyngjan væri á símön
stað. Þetta varð td þess, að þjóf-
arnir, sem hjeldu sig í nánd við
skiltin, og höfðu augun með sjer,
voru nú vissir með að rata á rjett
an vasa.
Því munu þessi skilt.i smátt pg
smátt verða tekin niður aftur og
horfið frá því að nota þau, eins-
og ætlunin var.