Morgunblaðið - 28.03.1935, Page 3

Morgunblaðið - 28.03.1935, Page 3
 Fimtudaginn 28. mars 1935. MORGUNBLAÐIÐ Jón Þorláksson borgarstjóri úvíws*.^ . Ekki finst mjer enn sje getið okkar fróða, sterka manns, eins og þjóðin þó hefur metið þakksamlega verkin hans, stundi í hljóði undiraldan, sem elskar bæði fátt og sjaldan. Sjaldgefinn þessi! Merkismaður merkið hressilega bar — þótt að hvesti hjelt hann glaður, hafði að nesti gáfurnar. Á íslandi er enginn staður að hann ei lengi minnist þar. Umburðarlyndið, styrk hins sterka, starsýnt varð mörgum hjá ’onum — grandvar til allra orða og verka aldrei hvarf vitskan frá ’onum. Vertu nú sæll! Nei, vaknaðu aftur, verkmaður! Þín er saknað, kraftur. Nú sje jeg þig í nýju ljósi: hið nauðsynlega var þjer fyrst. Nú skil jeg lávarðs Hafsteins hrósið, sem hann Ijet falla um þig, af list: „Mörg loforð, sem jeg ljet að arfi, hann lætur af hendi í efnd og starfi“. Iðjumannsins elska veittist óspör börnum þessa kyns — óvenjulega aldrei þreyttist, í önnum sínum á forsjá hins. Gjöfull á báða bóga varstu — úr býtum auð og þakkir barstu. Hvaðan hafð ’ann hildarleika, hugreifa brosið fína sótt? Til konunnar fögru, er var sú veika — en veitti ’onum bæði trú og þrótt. Sagan geymir þau saman bæði í sólhýrra, stærra og hærra kvæði. Jeg titra á hendi og hljóðan setur, er horfi jeg á minn snauða brag — jeg hefði átt að yrkja betur, en aðrir þetta dauða lag. En enginn betur gerir, en getur. Guð veri með þjer ár og dag. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. Foringi er fallinn, fylkingar drjúpa. Þögul er þjóð, þrumu lostin. Hylja hafblikur hamingjusól, varna vegijósi vors að skína. Foringi er fallinn, Fjallkonan hnípir. Svift þeim syni er síst hún mátti. Bölöldur brotna á brjóstum þín, mædda, marghrjáða móðurjörð. Borgin bjarta blikandi sunda, mist hefir rriann meiri en aðra. Forustu frábæra, iramsækinn vilja, leiðsögn Leiðtoga lýðum virta. Búinn bjartsýni brautryðjandi, hugprúður heill og hamingjuríkur; stjórnvitur, stórhuga, stefnufastur; unni umbótum, ættjarðarvinur. Áttir á Alþingi Stórmál studdir íslendinga, sterkum vilja, sæti með sæmd ríkur af ráðum og sigurvinning. og reynslu þekking; Vandur að virðing auðgaðist alþjóð og varnarorðum, fyrir áhrif þín, málsnjall, markviss, frumkvöðull farsælla og mikilhæfur. fyrirtækja. Þá var þingheimur Lofstír lifir, þögull, hlustandi, ljómar fagur, meitlað mannviti verk þín virðir • mál þú fluttir; víðsýnn andi; reistir á rökum síung saga, ræðu þína, sigurorðum, vopnaður visku mikilmenni og viljaþrótti. minning krýnir. Sjá mátti sæti Stríðið er strangt, svo best valin, stórt er höggvið, að þú ættir svíða sár þar öndvegi skipa; er síst má bæta. þá ei þjóðarheill Mædda, marghrjáða þrjóta mun, móðurjörð, mestu ef mega signi sólfaðmur mannkostir ráða. soninn þinn góða. Kjartan ólafsson. Þegar upp úr öldum hafsins rís. ár,sól fögur yfir land og voga. Þegar glóhærð stígur dagsins dís úr djúpi nætur, fram um himinboga, harmafregn þá heyra menn og konur: „Hann er dáinn, landsins besti sonur“. Hver skal vernda heiður þessa lands? Hver fær gátu vandamála leysta? Fáir verða er feta í sporin hans, foringjans, sem óhætt var að treysta. Drengskap, festu, djörfung, þrek til starfa dáin hetja gaf til landsins þarfa. Skarðið mikla skjótt ei verður bætt skýrt mun þjóðin lengi sjá þess merki. Enginn hefir eins vel hennar gætt af þeim sem hjer standa nú að verki. Líf og heilsu hvergi spara gerði, hlífðarlaust til dauða stóð á verði. Borgin syrgir besta manninn sinn, braut sem ruddi henni fram til dáða. Göfugmennið, frjálsi fullhuginn flestum vanda kunni fram úr ráða. Áhlaup stóðst, og stefnu aldrei breytti, stöðugt fram að sama marki þreytti. Autt er sæti látins merkismanns málum lands er stýrði best til sóma. Naprar tungur náðu samt til hans, níðingslega feldu ranga dóma. Verkin hans og vilji mátti betur, vansæmd engin blett á nafn hans setur. Land og þjóð mun lengi minnast þín, lífsstarf þitt um aldir Sagan geymir. Meðan sól á fögur fjöllin skín, foringjanum engin maður gleymir. Þökk og heiður, þjer sje jafnan yfir, þó sjert horfinn, samt þú hjá oss lifir. Ág. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.