Morgunblaðið - 28.03.1935, Síða 7
Flmtudaginn 28. mars 1935
MORGUNBLAÐIÐ
/
KVENDJOÐIN OG HEIMILIM
Til lesenda
kvennasíðunnar.
Mgbl. er ánægja að sjá, með hve
miklum áhuga lesendur kvenna-
síðunnar hafa fylgt greinarstúf-
um þeiin, sem birst hafa undan-
farið- um, „varðveislu kvenlegrar
fegurðar“, og teknir eru úr hinum
svonefnda „Hoílywood-kur“.
Lesendur munu hafa tekið eftir
að í þessari fegrunaraðferð er
lögð áhersla á að nota hráefnin,
eins og þau koma fyrir frá nátt-
úrunnar hendi. En sá er hængur á,
að hjer heima eigum við ekki kosí
á að fá öll þau efni sem „stjörn-
urnar“ fyrirskipa, af þeirri ein-
földu ástæðu, að þau eru ekki
framleidd hjer.
Mgbl. hefir orðið þess vart (af
fýxirspurnum sem því hafa borist)
að stúlkurnar eru í nokkrum
.vanda út af þessu, þær hafa haft
hug á að færa sjer í nyt reynslu
„stjarnanna“, en skort efnin.
En úr þessu má bæta, með því
að nota önnur fáanleg efni, senx
gera sama gagn, í þeirra stað. í
„fegrunargrímu Kleopötru“, sem
lýst var fyrir skömmu mun þannig
illfáanlegt það efni, sem á að
hleypa grímunni saman (möndlu-
úrsældingur, „mandelklid“).
Mgbl. hefir leitað sjer upplýs-
inga hjá viðurkendum fegrunar-
sjerfræðing og fengið vitneskju
um að í stað þessa má nota eina
-eg’gjarauðu og dálítið hveiti. Því
er hrært saman í hæíilega þykkan
graut og síðan jafnað með ögn af
mjólk og sítrónusafa. Glycerín-
inu má sleppa, því það er ekki
jafn heppilegt fyrir alt hörund.
Bins er gott að fara varlega með
sítrónusaf'an, ef hörundið er mjog
vdðkvæmt. Þá er annað efni, sem
mætti minnast. á í þessu sambandi,
þurmjóllx (í eggjahvítugrímuna),
«n hún mun ekki fást h.jer í lyfja-
búðum. f stað hennar má eins
nota venjulega mjólk eða súr-
mjólk, en annars nægir hvítan ein.
Sjeu stúlkurnar í óvissu um
fleira. er þeim velkomið að senda
ivrirspumnir til Mgbl. (í lokuðu
umslagi merkt „Kvenþjóðin og
heimilin“), og mun þeirn þá vera
svarað í kvennasíðun ni, en þó því
aðeins að nafn og heimilisfang
f.vf^i.
T óbakslykt.
Þegar gestir eru, ng hver
reykir í kapp við annan, er stof
an oft orðin full af tóbaksreyk,
áður en varir.
Meðan gestirnir fá sjer hress
ingu í öðru herbergi er gott að
fá alla tóbakslykt til þess að
hverfa á skammri stundu. Það
má gera þannig:
Opnið gluggann, dreypið
nokkrum dropum af lavendel-
olíu í skál með sjóðandi heitu
vatni og berið skálina um her-
bergið. Eftir örlitla stuwd er
orðið hreint og gott loft í stof-
unni og reykurinn horfinn.
Hvað segir vigtin ?
ÍIÍ'W'IS'ÍS,
) »v '
jíg,’
Tímarnir breytast og mennirn-
ir með, það er gamla sagari. Stulk-
urnar breytast líka, ekki síst i
klæðaburði ár frá ári, og þó að
gömul tíska, sem við teljuni löngu
dána og grafna, stingi við og við
upp kollinum aftur, þá er nú-
tímastúlkan alt öðruvísi á að líta
en amma liennar var, þegar liún
var ung.
En í einu eiga allar stúlkur
sammerkt: þæp vilja líta vel út,
vilja ekki fyrir nokkurn mun vera
einu grammi þýngri en tískari híð-
ur í það og það sinnið.
Og því er vigtin ómissandi fyrir
stúlkurnar, jafnt nú og áður fyr,
bær leita til hennar með saina á-
buganum, og hún sýriir þeim það
á svörtu og. hvít.u,. »hve vel þæv
standa sig.
Íiím
Í1LU3JAÍ.
Skápur undir gluggakistunni.
Seljurótarrjettir.
Um þetta leyti árs er fátt og
lítið um grænmeti, en við get-
um fengið ágæta seljurót, sem
má matbúa á margan hátt. —
Hjer fylgja á eftir þrír selju-
rótarrjettir:
Seljurótar-súpa.
1 1. kjötsoð.
1 seljurót, 1 gulrót.
Salt, pipar.
10 gr. smjör.
•' ^5 gfcðl$§ítL
Glóðarbakað hyeitibrauð.
Seljurótin flysjuð og skorin
í bita og gulrótin hreinsuð.
Þegar kjötsoðið sýður, er gul-
rótin og seljurótin soðnar með
þar til gulrótin er meyr og
seljurótin soðin í mauk. Gul-
riótin síðan skorin í bita en selju
rótinni nuddað gegnum gata-
sigti með soðinu. Soðið hitað
aftur. Smjörið hrært lint í skál
og hveitið hrært þar út í. Þegar
súpan sýður, er smjördeigið sett
út í og hrært í þar til sýður
aftur. Þá er gulrótin sett út í,
og ef súpan á að vera sjer-
lega fín, er hún jöfnuð með
eggjarauðu. Borðað með hveiti
brauði, sem er bakað móbrúnt
á þurri pönnu e‘ða járni, sem
til þess er ætlað.
Steikt seljurót.
Soðin seljurót er skorin í
sneiðar. Snúið upp úr eggja-
hvítu og brauðmylsnu. Steikt
rinóbrúntj, raðað á fat <og borð-
að með gulróta jafningi.
Seljurót í jafningi.
1 seljurót.
Vatn, salt.
30 gr. smjörlíki.
30 gr. hveiti.
1 dl. rjómi.
Seljurótin hreinsuð og skor-
in í litlar ræmur, soðin í litlu
vatni með salti, þar til hún er
meir. Smjörið brætt, hveitið
hrært út í og þynt út með
seljurótar-soðinu. Seljurótin
síðan sett út í, þá er lítið af
sósunni hrært í rjóma, og því
helt í sósuna, salt eftir geð-
þótta. Þetta má ekki sjóða. —
Borðað með kjöthring og öðr-
um kjötrjettum.
Helga Sigurðardóttir.
Slái n.
Eitt vitum við þegar úneð
vissu, hvað snertir vor og sum-
artískuna. Hún býður: Slá og
aftur slá.
Náttblinda
af vöntun A-fjörvis.
Við innrjettingu nýtísku húsa
er lögð áhersla á það að nota
sjer hvert autt rúm í húsinu
fyrir skápa og hentuga geymslu
staði. Þetta er ekki til lítilla
þægindaauka fyrir húsmæðurn-
ar, sem með þessu móti fá næga
geymslustaði og geta haft viss-
an stað fyrir hvern hlut.
Þannig tíðkast það nú orðið .j
mjög í þýskum húsum að hafa
skáp í gluggaskotinu undir
gluggakistunni.
í barnaherþerginu er þa<ð fyr-
irtaks staður til þess að geyma
leikföngin í, eins og sjest á
myndinni, og í eldhúsinu er það
góður eldhússkápur fyrir bús-
áhöldin. Hver stoía hefi-r sinn
gluggaskáp, eða skrifstofa hús-
bóndans, ágætt rúm fyrir bóka-
hilíu; sem fer yel ,vjð önnur
V 'ji '1 h- ■ ’m
húsgögn í herberginu.
Grár kjóll með síðu slái, bryddað
gráum persianer.
Hjer sjest slá af nýrri gerð.
Klæðnaðurinn er grár kjóll,
mjög óbrotinn með sljettum
ermum og djúpri fellingu í pils-
inu. Sláið er óvenju sítt, brydd-
að með gráum persíaner.
Hatturinn og beltið er há-
rautt
Ingiríður prinsessa.
Ðanskur auglæknir, frú Helga
Frandsen, sem fengist hefir við
rannsóknir á náttblindu og or-
sökum hennar, heldur því fram
að hún stafi af skorti A-fjör-
efnis í fæðuna, þ. e. a. s. að
náttblint fólk borði of lítið af
smjöri, grænmeti, gulrætum,
eggjum, feitum fiski (t.d. síld),
lifur og drekki of lítið af mjólk.
Hjá náttblindu fólki verður
oft vart annara sjúkdómsein-
kenna, eins og t. d. þreytu og
höfuðverkjar, það er kvef-
gjarnt og á bágt með að lesa
í ljósi o. fl. o. fl.
Unnusta Friðriks ríkiserf-
ingja lætúr sjer ekki nægja að
vera fögur prinsessa, hún vill
líka kunna til húsverka. Hjer
á myndinni sjest hún við mat-
reiðslu í matreiðslu skóla.
M U N I Ð
--------- að það sparar Ijós að
liafa veggfóðrið ljóst í skápum,
göngum og’ smáherbergjum, því
að í dimmum herbergjum sýnist
ennþá dimmra sje veggfóðrið dökt.
---------að gott er að ná blelc-
klessum af fingrunum, með sítrónu
xáfa eða sítrónusýrn.