Morgunblaðið - 09.04.1935, Blaðsíða 4
MORGUNBLA.ÐIÐ
Þriðjudaginn 9. apríl 1935.
Þrek og þrautseigja.
Skóli íþróttanna er harður.
Þessvegna falla margir við veginn.
JÞeir einir komast langt og ná
hinum glæsilega árangri, sem hæ{i
leikana hafa, æfa mikið, æfa vel og
æfa rjett. 1 keppninni verður í-
þróttamaðurinn að taka á öllu sem
liann hefir til- Þar verður hann til
viðbótar öðrum eiginleikum að
Jiafa til að bera keppniskunnáttu,
tækni, þrek og þrautsegju — og
v-kki síst þolinmæði. Samt getur
svo farið að annar beri af honum
í öllu þessu. Þá er að taka því
drengilega — o,g færa sjer í nyt
þann lærdóm, sem keppnin veitir.
Það er sagt að af ósigrunum læri
íþróttamaðurinn mest, þessvegna
gera ósigrarnir hann fullkomnari,
svo að í næstu keppni verður hadn
enn sltæðari keppinautunum en
áður. En um fram alt má íþrótta-
maðurinn ekki gefast upp. Sá, sem
með þrautsegju og þolinmæði held-
ur áfram að settu marki — sigrar
nð lokum.
1 keppninni um Danmerkur-
meistaratignina í grískri glímu
sigraði í þyngsta flokki, Aage
Abrahams. í ræðu sem hann helt
að ípótinu loknu sagði hann frá
því, að fyrir 21 ári hefði hann í
fyrsta sinn kept um þessa meist-
aratign og loksins nú, er hann
■væri 44 ára gamall hefði sjer tek-
ist að sigra. Og hann sagði : „Þetta
cr mesti gleði dagur í Jífi mínu“.
Jíann hafði náð takinarkinu. —
Slíkir menn setja öðrum íþrótta-
mönnum fagurt dæmi til eftir-
ibreytni.
K. Þ.
Skólafol&upið.
Iðnskólínn vann
K. R - bíkarínn
tíl eígnar.
Kl. rúmlega eitt hófst lilaupið
<og \roru keppendur sex, frá tveim
Ur skólum. Urslit hlaupsins urðu
þau að Iðnskólinn vann lilaupið
með 10 stigum. Mentaskólinn fekk
11 stig.
Fyrstur að marki var Einar S.
Guðmundsson (I.) á 8 mín. 53,2
sek. Annar varð Haraldur Matthí-
asson (M.) á 8 mín. 54,6 sek. og
þriðji Stefán Guðmundsson. (M.) á
9 mín. 04,7 sek. Bikarinn var af-
hentur í K. R.-húsinu af fimleika-
kennara K. R., Benedikt Jakobs-
syni. Hvatti hann skólana til að
keppa í fleiri íþróttum en hlaupi.
Iðnskólinn hlaut bikarinn til fullr-
ar eignar. Bened. G. Waage forseti
í. S. í. talaði nokkur orð um skóla
hlaupið og tilgang þess. Sagði að
það væri hrein skömm fyrir
skóla landsins að taka ekki þátt í
hlaupinu, þar sem þei rhefðu á að
skipa margir hverjir nemendum
sem skifti hundruðum. Sýndi slíkt
Ktinn íþróttaáhuga í skólum lands
ins. Vonaðist til að K. R. gæfi nýj
an bikar svo hlaupið legðist ekki
niður og gæfi skólunum tækifæri
ennþá einu sinni ti] að sýna hug
sinn til þessara íþrótta, Aleit
heppilegra að hafa hlaupið um
miðjan apríl mánuð.
1D R Ó TTIR
Orðsending
frá Aiþjóðaolympsnefnd.
„Alþjóða-Olympsnefndin samþykkir að fresta ákvörð-
uninni um það hvar Olympsleikarnir 1940 skulu háðir, þar
til á fundi nefndarinnar 1936. Sá fundur verður haldinn í
Berlín, en fundur nefndarinnar 1937 verður haldinn í
Warzawa og 1938 í Kairo.
Nefndin hefir orðið þess vör, að í nokkrum löndum
hafa íþróttamönnum verið veitt peningaverðlaun undir
ýmiskonar yfirskyni. Felur Alþjóða-Olympsnefnd Olymps-
nefndum þjóðanna að sjá um að slík verðlaun verði ekki
veitt framar. Bendir nefndin jafnframt á það, að þeir í-
þróttamennn, sem veita viðtöku slíkum verðlaunum missa
áhugamannsrjettindi sín“.
Fundur Alþjóðanefndarinnar var
að þessu sinni haldinn í Oslo og
hóf'st 25. febrúar. Hákon Noregs-
konungur setti fundinn. Viðstadd-
ir voru, auk fulltrúa íþróttamanna
flestra þjóða, sendiherrar erlendra
ríkja í Oslo, fulltrúar norsku rík-
isstjórnarinnar, þingsins o. s. frv.
Carl Diem ritari Olympsn. þýsku
gaf skýrslu um undirbúning leik-
anna í Berlín næsta ár, skipulagn-
ingu þeirra og tilhögun. Samþ.
nefndin síðan framkvæmdir
þýsku Olympsnefndarinnar. Er
undirbúningnum að mestu lokið
og alt útlit fyrir að leikarnir 1936
verði þeir vönduðustu og glæsi-
legustu sem haldnir hafa verið.
Aðaldeilumál fundarins var um
það, hvar næstu leikar (1940)
skildu fara fram. -Japan, Finnland
og Italía óskuðu öll eftir að fá að
halda leikana þetta ár. Japan á
2600 ára ríkisafmæli 1940 og hafðí
sendiherra þeirra í Róm náð sam-
komulagi við Mussolini um það,
að Japan fengi leikana 1940, gegn
því, að ítalía fengi þá 1944.
Nefndin svaraði því til að liún
gæti ekki bundið leikana svo langt
fram í tímann (9 ár) og að hún
telji sig ekki bundna við neitt
pólitískt samkomulag , -diplomat-
anna“. Alþjóðanefndin ein ræður
yfir leikunum og því hvaða þjóð
hxm felur að halda þá fyrir hönd
allra þeirra þjóða, sem hún er
fulltrúi fyrir.
Það er oft mikið keppikefli mdli
þjóðanna um það að fá að halda
Olympsleikana. Standa þar stóru
þjóðirnar auðvitað betur að vígi.
En þó gæti svo farið nú, vegna bar
áttu ítala og Japana að Finnar
sigruðu að lokum. Enda væru þeir
vel að því komnir. Þessi smáa þjóð
er einhver mesta íþróttaþjóð sem
til er. En margt kemur þarn.a til
athugunar, t. d. má búast við því
að Norðmenn fái vetrar-leikina ef
Japan fær sumarleikina (aðalleik-
ina). Er engin þjóð færari til þess
að halda vetrarleikina en Norð-
menn.
Samkvæmt tilkynningu þessari
a nu að taka hart a öllum „dulbun
um“ atvinnumönnum, banna þátt-
töku öllum þeim, sem hafa fengið
peninga-verðlaun og borgun fyrir
atvinnutap. Ilefir F. I. F. A. (al-
þjóða knattspyrnusamband), t. d.
bannað þátttöku . öllum knatt-
spyrnumönnum, sem fengið hafa
slíka greiðslu. Þetta þýðir það,
’ að allar stórþjóðirnar missa sína
bestu menn, sem eru að meira eða
. minna leiti atvinnumenn. Margar
, smærri þjóðjr verða einnig fyrir
þessu, t. d. Svíar mjög verulega.
Jafnvel Danir sleppa ekki alveg ef
jhart er að gengið. En þetta gefur
; smærri þjóðúnum miklu betri að-
stöðu til að keppa, og meiri líkur
til að ná sæmilegum árangri. —-
I Vonandi verður þessi ákvörðun tU
þess, að atvinnumenn keppi alger-
lega sjer, og áhugamenn sjer, enda
er það eina rjettláta lausnin á
málinu. Hefir þetta mál mjög
mikla þýðingu fyrir okkur íslend-
inga og veitir okkur aukin skilyrði
i til þátttöku í Olympsleilmm fram-
vegis. Fleira markvert frá fundum
nefndarinnar, s?m varðar ísland,
mun jeg núnnast á er fundargerð-
in berst hingað í heild.
Kappleikurinn
England « Skotland.
Sfcotar sígraða.
Kappleikurinn milli Skotlands
og Englands, sem þreyttur var í
Glasgow s.l. laugard. lauk svo að
Skotland sigraði með 2:0. —
Þegar í upphafi leiksins fengu
land sigraði með 2 mörkum gegn
0. Þegar í upphafi leiksins fengu
Englendingar þrjú ágæt tækifæri
á að skora mark, en þeim mistókst
það í öíl skiftin, Leikurinn var nú
nokkuð jafn, en, rjett fyrir hlje
tókst Duncan, hinum ágæta fram-
herja Skota, að skora mark, og
endaði fyrri hálfleikur svo að ekki
voru skoruð fleiri mörk. Snemma
í seinni hálfleik skoraði hinn sami
Duncan aftur mark fyrir Skota.
Eftir það gerðu Englendingar
mörk hættuleg „upphlaup" en ár-
angurslaus. Með þessum sigri hafa
Skotar sýna, að þeir standa Eng-
lendingum fullkomlega á sporði í
þessari þjóðaríþrótt þeirra.
Skíðaför K. R. Á sunnudaginn
fór K. R. í skíðaför og voru yfir
30 þátttakendur í henni. Var.far-
ið í bílum upp fyrir Kolviðarhól
og upp á heiðina og þaðan var
lagt upp í skíðaförina. Var geng-
ið inn Hengibnn og eftir 'langa
göngu komið við í Instadal og
þaðan niður á Kolviðarhól. Var
nægur snjór og veður hið ákjósan-
legasta og mikil ánægja yfir för-
inni.
1 þróttayf i rl it.
Knattspyrna.
ítalía hefir sigrað Austurríki
með 2:0, og Þýskaland Frakk-
land með 3 ínörkum g’gn 1.
Kappleikurinn milli Þjóðverja
og Frakka var vel og drengiiega
leikinn og óvíst um úrslitin þar til
á síðustu mínútunum. Áhorfendur
vorn um 50 þúsund, þar af um
5000 Þjóðverjar.
Þessi kappleikur muni lengi í
minnum hafður vegna þeirrar í-
þróttamenningar er leikmenn. og
áhorfendur sýndu,- og framkoma
þeirra mun gleðja hvern sannan
íþróttamann. Svo stóð á, að daginn
áður en kappleikurinn skyldi fara
fram, gáfu Þjóðverjar út tilkynn-
ingu sína um að herskylda væri
lögleidd og herinn skyldí aukinn
upp í 500 þúsund manns. Eins og
allir vita olli þetta hinni mestu
æsingu meðal annara þjóða og þá
ekki minst meðal Frakka. Þess-
vegna fóru ]>rír þingmenn, fransk-
ir fram á það við utanríkisráð-
herra Frakkaj Laval, að haim
skyldi banna þinnan kappleik,
því þeir töldu sv>> mikinn æsing
vera meðal þjóðarmnar, að þeir
voru hræddir um að hneyksli
myndi verða í sambandi við leikinn
Laval pieitaði og kvaðst bera fult
traust til franskra íþrótt.amanna
og áhorfenda.
Á undan leiltnum var leikinn
þjóðsögur beggja þjóðanna og
heilsuðu Þjóðverjar með upprjettri
hendi, en Frakkar með því að
standa upp og taka ofan er þjoð-
söngur Þýskalands var leikinn.
Eins og fyr er sagt fór leikurinn
liið besta fram og er Þjóðverjar
sigruðu að lokum klöppuðu áhorf-
endur mikið og þökkuðu þannig
góðan leik þe'irra og verðskuldað-
an sigur. — íþróttamenningin
Kafði sigrað yfir hatri og úlfúð
þeirri, sem hernaðarandinn skapar.
Mætti ávalt svo fara.
. K. Þ.
Nýlega keptu hin frægu Knatt-
spyrnufjelög Arsenal og Evertou
og sigraði Arsenal með 2 mörkum
gegn 0. Það skeði á kappleiknum
að Moss, markvörður Arsenal
meiddist og varð að fara úr mark-
inu og taka stöðu útherja, en Hap-
good bakvörður fór í markið og
varði það með prýði. En Moss l.jet
sjer ekki nægja að leika útherja
Og taka lífið með ró, heldur náði
hann mörgum upphlaupum og
skoraði sjálfur mark.
Skíðastökk.
Á risa-stökkbrautinni í Planica
(sem getið var um lijer í blaðinu
fyrir nokkru), stökk Norðmaðurinn
Reidar Andersen nýlega 93 metra,
;á skíðum. Og strax á eftir stökk
hann 98 og 99 metra. Hið síðasta
er heimsmet.
Þá hefir einnig verið kejipt í
skíðastökki á hinni nýju Itölsku
Stökkbraut í Ponte de Ligno, sem
vígð var fyrir skömmu, Þar var
það einnig Norðmaður, sem af öðr-
um bar að frænkleik. Var það Olaf
Ulland, og stökk hann fyrst 99
metra, en síðar 103,5 metra. í
síðara stökkinu stóð hann að vísu
en stakk við hendinni. Er hann
fyrsti maður í heiminum, sem
stekkur vfir 100 metra.
I háust skrifaði jeg hjer í blað-
ið um stökk bræðranna, Sigmund
og Birgir Ruud, sem allra stökk-
manna munu frægastir. Gat jeg
þess þá að þeir bræður teldu vel
mögulegt að stökkva yfir 100
metra á skíðum, og að það myndi
bráðlega verða gert. Hafa þeir
fljótlega reynst sannspáir.
Hnefaleikur.
Danir unnu Svía í hnefaleik
með 7 vinningum gegn 1. Er út-
koman í keppninni merkileg, því
Svíar unnu Norðmenn með 6 :2
og Norðmenn Dani með 7 :1.
Risarnir Carnera, fyrv. heims-
meistari og Lmpellettier börðust
nýlega. Hafði hinn síðartaldi bet-
ur í 5 fyrstu lotunum og lá við
að hann berði Camera rfiður hvað
eftir annað. I 6. lotu herti Carnera
sig þó og hafði yfirliöndina það
,sem 'eftir var leiksins, en hann
var stöðvaður í 9. lotu (Dempsey
var dómari). Gat þá Impellettier
ekki varist lengur. — Þykir mönn-
um Carnera hafa farið aftur, því
mótstöðumaður hans er enginn af-
burða hnefaleikari. En bardaga-
mennirnir voru engir smápeyjar.
Carnera, 120 kg. en Impellettier
117 kg.
K. Þ.
Enska
meistarakepnin.
1. Arsenal 36 49
2. Sunderland 35 46
3. Manchester C. 35 43
4. Sheffield W. 37 43
5. Derby Co. 37 40
6. Everton 37 40
7. Livefpool 36 39
8. Stoke City 36 v7
9. West Brom. Alb. 36 37
10. Grimsby T. 35 36
11. Aston Villá 35 36
Eins og taflan sýnir þá er
Arsenal ennþá efst (með 49 stig)-
Þrjú efstu fjelögin gerðu öll jafn-
tefli..
íþróttamál Rússa.
Fyrir 15—20 árum voru rúss-
neskir .skautahlauparar meðal
hiniía bestu í heimi, en lítið hefii’
heyrst af þeim á undanförnum
árum. Nú vírðist aftur vera að
glæðast áhugi fyrir þessari íþrótt.
í Rússlandi. Hafa Rússar fengið
til sín 3 bestu skautagarpa Norð-
manna til þess að kenna og keppa-
Þeir hafa að undanförnu tekið þátt
í mörgum skautamótum og altaf
sigrað, enda var við því að búast,
þar sem Norðmenn eru þj°®a
frémstir í þeirri íþrótt. En stöðugt
ná hinir rússnesku skautahlaup-
arar betri árangri og margir beirra
eru mjÖg efnilegir.