Morgunblaðið - 09.04.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.04.1935, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Þrigjudaginn 9. apríl 1935. Ólöf Bjamaöóttir. Fædd 3. september 1910. Dáin 28. mars 1935. Þegar jeg frjetti andlát þitt, iftnst mjer erfitt að trúa því, að þú værir farin frá okkur um nokk- urt. skeið. Þótt jeg mætti reyndar ▼ita, að skjótt getur sól brugðið sumri. Ýmsar þær mirmmgar, sem snerta þig síðan við vorum vestur á Brimilsvöllum reika nú um hug miun glöggvari og skírari, en nokkru sinni áður. Jeg minnist þese, þegar við, sem unglingar ljekum okkur saman á Völlum, að altaf þótti fjörið og kætin deild brotum, ef þú varst ekki með. Við leiksystkini þín, vissum öll, að góðvild þín var nær takmarka- laue, og lund þín var kát og kress, og þess vegna þótti okkur vænt tim þíg. Bigi man jeg eftir því, að þú skiftir nokknrn tíma svo skjöld um í leikjum okkar, að éigi mætti vel við nna. Þegar við uxum npp, fluttumst ▼ið sitt í hverja áttina. Leikimir kættn, en eftir voru í hug okkar minningar fagrar og margar. Vel vissum við að allar þær vonir, sem tengdar voru við þig í æsku, rætt- ust fyilílega, jöfnum höndum, er þú ókst, og þroskaðist. Auðsýnt var á öllnm háttum þínum, að þú ▼arst óvenju næm, enda máttirðu ekki vita vangert við neitt það, sem einhvers þnrfti með. Þú ljest þjer jafn ant um, að deila góð- vild þinni til manna og málleys- ingjn, ef þú liugðir þá búa við skarðan hlut á einhver.ja lund- Meðan þú varst ung beima í föð- urhúsum á Brimilsvöllum, fór það ódult. hversu vel og hlýlega þú tókst á mót.i gestum sem irangandi, og í því efni brá ekki tij, þótt þú flyttir þaðan. Þú varst ung að árum, en eigi að síð- ur vissu allir, sem nokkur deili kunnu á þjer, að fórnfýsi þín, göígi og trygð stóð óskipt til allra góðra hluta. Nú ertu farin til fjarlægu strandarinnar, þar sem við hitt- umst öll, en eftir verðnr minning- ín um þig, b.jört og hlý. Jóhar.nes Nordal átti 85 ára af- mæli í gær. Hann er hress og kát- ur. sem ungur væri. Var gest- kvæmt Heima hjá honum í gær, því Jóhannes er maður vinsæll með afbrigðum. Aflaleysi er ót af Yestfjörðum sæmilegur afli undir Jökli — fn misjafn þó. Kolkrabba rak ný- lega í Bolungarvík en það er tal *ð pinsdæmi um þpfta leyti árs Dagbók. [xj Helgafeil 5935497 — VI. — 2. Veðrið (mánud. kí. 17): A- og NA-átt er enn ríkjandi hjer á landi, víða allhvöss, með snjókomu á A-landi en yfirleitt þurviðri nyrðra og alt að 1—2 st. frosti. Sunnanlands er veður þurt og víða bjart og hiti 1—5 st. Suður af íslandi og vestur af Bretlands- eyjum er allstór lægð, sem mun breytast A- eða NA-eftir. Háþrýsti svæði helst yfir Grænlandi, og mun A- og NA-átt haldast enn nokknr dægur hjer á landi. Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn- ingskaidi á NA. Úrkomulaust.. Eimskip. Gullfoss fór í gær- kvöld kl. 8 til Aberdeen, Leith og Kaupmannahafnar. Goðafoss var ú Akureyri í gærmorgun. Dettifoss fór frá Hamborg á laugardag á leið til Hull. Brúarfoss er í Rvík- Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss fór frá Leith á laugardags- kvöld á leið til Vestmannaeyja. 75 ára er í dag Kristján Egils- son, Njálsgötu 16. Eldur í granunófóni, Klukkan rúmlega tvö í gær var brunaliðið kvatt á Þórsgötu 5. Hafði kviknað í grammófón sem stóð í horni í stofu. Var að mestu búið að kæfa eldínn éður en brunaliðið kom á vettvang. Dálítið mnn hafa eyði- lagst af reyk og vatni í stofunni og þar á meðal grammófónninn og tilheyrandi plötnr. Enn er ekki upplýst hvernig eldurinn komst í grammófóninn. E.s. Esja var væntanleg til Siglnfjarðar í gærbvöldi. Radiumsjóður fslands. Aða) fundur sjóðsins verður haldinn næstk: laugardag á skrifstofu Eggerts Claessen í Oddfellowhús- inn. Meðal farþega með Gullfossi til Leit.h og Kaupmannahafnar í gær- kvöldi: Karl Magnússon laiknir og frú, Jóhanna Guðmundsd., Áslaug Einarsson, Ida Penger, Gunnar Bjarnasou, dr. Björn Þórólfsson, Helgi Zoega, Kristján Einarsson, Walter Amesen, Ragna Gísladótt- ir, Þuríðnr Elíasdóttir, Finnbogi Kjartansson, Guðjón Guðmunds- so n. Farfugiafundnr er í Kaupþings- salnnm í kvöld kl. 9, og er það síðasti fundurinn á vetrinum. Inflúensan. Barnaskólarnir voru opnaðir aftur í gærmorgnn, bar ekþi sjerstaklega á að börn vant- dði. Lítur helst út fyrir að veikin fari minkandi, en meira verður nú vart eftirkasta eftir veikina heldnr en áður, eftir því sem hjer- aðslæknir skýrði blaðinu frá í gær. Hans Egede, danskt Grænlands- far kom hingað á sunnudaginn til að sækja fólk það, sem lagt var á land af Gertmd Rask á dögunum. Grænlenska stúlkan er nú orðin frísk og einnig bamið, sem veikt- ist, en grænleneki maðurinn, sem einnig fekk misliuga er ekki orðinn frískur ennþá og fer því ekki með. Ekki er víst hvað af fólkinu fer með Hans Egede til Grænlands. Tveir menn, sem ekki hafa fengið mislinga, eru enn á Sóttvarnarhúsinu, og er beðið eftir skeyti, hvort taka skuli þá með. Grænlandsskipið mun fara hjeðan í dag . Meðal farþeg'a með Brúarfossi frá útlönduin á laugardagskvöld voru: Elísabet Göhlsdorf, Regína Methusalemsdóttir, Helga Methu- salemsdóttir, Þórður Edilonsson læknir og frú, Jóhs. Reykdal, YVilliam Schröder, Knud Jensen, Mrs. Hunter, Haraldur Árnason, Sveinn Sigurjónsson o. fl. Mannalát vestanhafs. Hinn 26. febr. andaðist í Winnipeg frú Hólmfríður Jónatansdóttir. Hún var dóttir Eirík.s bónda Eiríksson- ar að Kárastöðum í Árnesbygð og Guðlaugar Helgadóttur konu hans. Hólmfríður var gift Valde- mar Jónatanssyni bónda að Brú. 7. mars andaðist ekkjan Halldóra Goodman, að heimili sínu Glen- bro, Man. Hún var ekkja Hafliða Guðmundssonar, dáinn 1901. Hún var fædd að Kolugili í Víðidal. í Húnavatnssýslu 22. febr. 1859. Foreldrar hennar voru Stefán Sveinsson og Guðrún Guðmunds- dóttir. Þau komu til Ameríku 1883. Laugardaginn 2 .mars and- aðist Guðmundur Nordman að heimili sínu í Argylebygð, Man. Hann var fæddur 1. okt. 1847 að Sigurðarstöðum á Sljettu, sonur Guðm. Gottskálkssonar og seinni konu hans, Guðrúnar Skúladóttur. Guðmundnr íór til Ameríku 1874. Skíðafjelag Reykjavíkur fór s.l. sunnudag í skíðaferð upp á Hellis- heiði. Þátttakan í förinni var góð, tóku þátt í henni rnilli 60 og 70 manns. Skíðafæri var gott, en snjórinn þó helst til harður. Veð- ur var hið besta og kom skíðafólk- ið í bæinn sólbrent- og i besta skapi eftir ferðina. Stefán Guðmmuisson óperu söngvari heldur konsert annað kvöld kl. 7,15 í Garnla Bíó. Eins og kunnugt er, var Stefáni tekið með fádæma fögnuði á fvrsta kon- sertinum og seldust állir aðgöngu- miðarnir upp ;i skömiuum tíma. Er ekki að efa að svo verður og nú. Einar Ól. Sveinsson ritar í Víð- sjá blaðsins í dag mjög skemtilega og eftirtektárverða grein um rím- urnar, þar sem hann m. á. lýsir hinu mikla ritverki dr. Bjoins Þórólfssonar um rímur fram til 1600. En Einar kemxu* viða við í grein sinni, og lýsir m. a. hve víðtæka þýðingu bókmentarann- sóknir hafa. til þ«ss að varpa ljósi yfir sájarlíf og' menningu þjóðar- innar. ,, Samanburður . Einars á hinni sískrifandi islensku alþýðu, og samtíðarmenningu annara þjóða. gefur lesendum mikilvægt umhugsunarefni. Gufuskipið Hnkla liefir legið í Stykkishólmi undanfarná 3 daga og affermt um 500 smálestir salt. — Vjelbátarnir Snœbjörn og Æg- ir komu í úóft frá Önundarfirði, én þaðan háfa þpir gerigið til fisk- veiða í vetur. Afli -var tregur. Skipin stnnda veiðar frá Stykk- ishólíni það sem eftir er vertíðar. F. Ú. Knattspyrnufjelag' Akureyrar liafði fimleikasýningu undir st.jórn Hermanns St.efánssonar leikfimi- kennara, í samkomuhúsi Akureyr- ar síðastl. sunnudag. Aðsókn var góð og góður rómur gerður að sýningunni. Sýningin verður end Vönduð saumakona, sem getur tekið að sjer hverskonar kjóla- og kápusaum, ennfremur æskilegt að hún geti gegnt afgreiðslustörfum, getur fengið stöðu í vefnaðarvöruverslun í Vestmanna- eyjum strax. Laun eftir samkomulagi. — Tilhoð merkt: „Saumakona“, sendist A. S. í. hið bráðasta. Upplýsing-ar g-efur frú Helga Finnsdóttir, Laugaveg 11, Reykjavík. Tvö samliggiandi, sierstaklega góð skrifstofuherbergi, í húsi mínu, Lækjartorgi 1, til leigu 14. maí. P. Stefánsson. Svelnhetbergishúsgfign nokkur sett verða seld með sjerstaklega góðum greiðslu- skilmálum nú í nokkra daga. Lítil útborgun. Húsgagnaversltm Kristjáns Siggelrssonar. Laugaveg 13. Haglaskot — Gæsaskot — okkar þektu merki, nýkomin, t. d. „ATLANTIC“ 70 mm., „Geco-Special“ og „Geco-Extra“ SPORTV ÖRUHÚS REYKJAVlKUR, Sími 405 3. Aðalfundur Radíumsjóðs Islands verður haldinn í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10 í Reykjavík (Skrifstofu Eggert Claessens, hrm.), laugardaginn 13. apríl 1935, kl. 5 e. h. Dagskrá samkvæmt lögum fjelagsins. STJÖRNIN. urtekin margbreyttari næs-ta sunnu dag. F. Ú. Útvarpið: Þriðjudagur 9. apríl. 10*00 Veðurfregnir. 12*10 Hádegisútvarp. 12,45 Enskukensla. 13.10 Húsmæðrafræðsla (Helga Sigurðard. matreiðslukennari). 15,00 Véðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19.10 Y'eðurfregnir. 19.20 Þingfrjettir. 20,00 Klukkusláttur. Fpjettir. 20,30 Eríndi: Hvernig er íslaud til orðið? III (Jóhannes Áskels- son jarðfr.). 21,00 Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmun'dsson). 21.20 Upplestui' (frú Guðrún Ind- riðadóttir). 21,40 Tónleikar: a) íslenskar hljómplötur; b) Danslög. Svissneskur verkfræðingur er nýlega kominn til London með vjel, seni hann hefir fundið upp til þess að dreifa þoku. Fullyrðir hann það, að með 60 slíkum vjel- um geti hann dreift hinni svört- ustu Lundúnaþoku á stuttri stund;. Tillfigur stiúrnaiflokksins i Noregí cun her- œfingar feldar. Oslo 8. aprll. FB. Stórþingið lauk umræðum sínum um útgjöld til hervarna á laugardaginn var. Höfuðtillaga Verkalýðs- flokksins, en hún var þess efn- is, að engar heræfingar skyldi um hönd hafðar á yfirstand- andi ári, var feld með 77 at- kvæðum. — '• ' • rttT?* t'A' Varatillaga flokksins um 48 daga nýliðaæfingar var feld með sama atkvæðamagni. Tillögur landvarnamálanefnd arinnar um 72 daga æfingar fyrir nýliða í stað 60 nú voru samþyktar. 67 þingm. greiddu atkvæði á móti þeim. Einnig var samþykt tillaga um, að hermennirnir skyldi fá smjör, en ekki smjörlíki, eins og verið hefir, til viðbits, og greiddu 49 atkvæði á móti þeirri tilhögun. Aukin útgjöld af þessu nema 190.000 kr. — Hjónaskilnaðurinn er í lagi. Konan mín fær börnin og íbúðina. — En eignir ykkar. — Þær taka yfirvÖIdin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.