Morgunblaðið - 05.05.1935, Page 3

Morgunblaðið - 05.05.1935, Page 3
Sunnudaginn 5. maí 1935. MORGUN BLA.Ð1Ð 3 Arásír rauðliða á fjárhagsafkomu sveitar- og bæjarfjelaga. Raddir úr sveit- unum. Sýslunefndarfundir hafa verið haldnir víðsvegar um land að mndanförnu. Af fregnum þeim, sem borist hafa af þessum fundum, er ljóst, að það er fjárhagsafkoma sýslu- sjÓðanna, sem nú er mesta á- hyg-gjuefni manna út um bygðir landsins. Sýslunefndir hafa verið að gera álýktanir um þessi mál og sent „hæstvirtri" ríkisstjórn. Yirðist það sameiginlegt álit sýslunefnda, að hreinn voði sje fyrir dyrum hjá sýslusjóðunum, ef ekki verði nú þegar gert annað tveggja: Að ljetta stórum útgjaldabyrð- im af sýslufjelögunum, svo sem berklavarnakostnaði eða öðru því- líku, eða að sýslusjóðum verði tafarlaust sjeð fyrir nýjum tekjustofnum, svo þeim verði kleift að rísa und- ir hinum þungu byrðum. Segja sýslunefndir ,að almenn- ingur í sveitum sje gersamlega að sligast undir hinum opinberu á- lögum og þeim hreppsfjelögum fjölgi með ári hverju, sem gefist hreinlega upp. Afleiðing skatta- brjálæðis rauð- liða. ’Ííönnum, sem einliver kynni hafa haft af fjármálastefnu síð- ustu þinga, getur ekki komið það á óvart, að slíkar raddir berist frá stjórnendum sýslufjelaganna, sem getið er hjer að framan. Þetta er bein afleiðing skatta- málastefnu rauðliða, sem hófst á haustþinginu og haldið var áfram á þinginu í vetur. Með skattafrumvarpi Eysteins Jónssonar ,sem samþykt var á haustþinginu, voru sveitar- og bæjarfjelög í raun og veru gerð ósjáJfbjarga fjárhagslega. Ríkið rjeðist svo freklega á þann eina skattstofn sveitar- og bæjarfje- laga, beina skattinn, að þar var bókstaflega ekkert eftir skilið handa hinum. En þar sem sveitar- og bæjar- fjelög hafa ekki önnur úrræði til þess að standast sín eigin út- gjöld, lögboðin og ólögboðin, var ekki nema um tvent að velja. fyrir þau: Annaðhvort að gefast upp g lýsa sig gjaldþrota, eða að pína gjölÚin út úr skatt- þegnunum, hinum .sörnu skattþegn- um, sem rauða stjórnin hafði rúið inn að skyrtunni Flest sveitar- og bæjarfjelög hafa valið síðari kostinn og er þeim það ekki láandi. Þau vilja eðlilega í lengstu lög vera sjálf- ráð um sín fjármál og ekki gefast upp fyr en í fulla hnefana. En það er blátt áfram hlægi- legt, að blöð rauðu stjórnarinnar, sem ber ábyrgðina á þessu skatta- brjálæði, skulu leyfa sjer að ásaka þau sveitar- og bæjarfjelög, sem eru að reyna að standa í skilum með sínar margvíslegu greiðslur. En slíkar ásakanir má nú dag- lega lesa í dagblaði Hriflunga hjer í bænum, þar sem verið er að skamma bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir það, að útsvörin eru hjer há. Auðvitað eru útsyörin há hjer í bænum, eins og hvarvetna annars- staðar og erfitt fyrir gjald- endur undir þeim að rísa. En hverjum er þetta að kenna? Eru það ekki skattaræningjarn- ir í ríkisstjórninni og handjárnalið þeirra á Alþingi, sem eiga sökina á þessu? Jú, vissulega er það svo. Þessir fjármálaóvitar hafa farið ránshendi um þann eina skatt- stofn, sem sveitar- og bæjarfjelög hafa yfir að ráða. Og það er engu líkara en að það sje beinlínis ásetningur vald- hafanna, að koma sveitar- og bæj- arfjelögum í greiðsluþrot. Minsta kosti virðist þetta vera eina takmarkið, að því er Reykja- vík snertir. Og þar eiga Reyk- víkingar vafalaust þess að gjalda, að þeir hafa ekki viljað lúta for- sjá rauðliða í stórn bæjarmálanna. En það getur svo farið, að böðlar Reykjavíkur falli hjer á eigin bragði — og þannig á það að verða. Reykvíkingar — hverrar stjórn- málaskoðunar sem þeir annars eru — fást aldreii.til að verða slíkir eigin böðlar og sjálfsníðingar, að þeir styðji þá menn til valda, sem stefna að því a$ leggja í rústir þeirra bæjarfjelag. Samtaka, sýslu- og bæjarfjelög! Stjórnarskráin gerir ráð fyrir, að svéitar- og bæjarfjelögin ráði sjálf málefnum sínum. Og það er áreiðanlega þjóðarheildinni fyrir bestu, að þessi rjettur sveitarfje- laganna haldist óskertur. En nú er fjárhagsástand sveit- ar- og bæjarfjelaga þannig orðið, að þeirra sjálfstæði er glatað, ef þau ekki hefjast handa nú þegar og verja sjálfstjóm sína. Það er því vissulega tími til kominn fyrir svéitar- óg bæjar- fjelög, að þau myndi allsherjar feamtök innbyrðis og vinni í sam- einingu að því, að bjarga sjálf- stjórn sinni frá glötun. Alþingi hefir nú tekið sjer frí til Iiaustsins og skildi þannig við, að sveitarfjelögin standa ráða- laus. Þenna tíma ættu sveitar- og bæjarstjórnir að nota til þess að undirbúa sín mál í sameiningu. Þær eiga að halda sameiginlegan landsfund, þar sem kjörnir full- trúar frá öllum sýslu- og bæjar- f jelögum á landinu koma saman og ræða þessi mál og gera sameigin- legar kröfur til Alþingis. Færi vel á því, að Reykjavík, höfuðstaður landsins, beitti sjer fyrir slíkum fundi og að hann yrði lialdinn hjer um líkt leyti og 'Alþingi kemur saman í haust. Reykjavíkurbrjef. 4. maí 1935. Vertíðin. Óvenjulegt aflaleysi hefir vefið á þessu ári hjer við land, og sama sagan er í Noregi. Hjer var ’ aflinn um síðustu mánaðamót 33.565 þús. tonn, en á sama tíriia í fyrra nál. 25% meiri, eða 43.441 tonn. Vestmannaeyjar og Sand- gerði eru einu verstöðvarnar er hafa í ár meirf afla en í fyrra. Hjer í Reykjavík var aflinn í fyrra orðinn 11.393 tonn 1. maí, en nú var hann 8780 tonn. Meiri munur er á afla línuveið- ara hjer og í fyrra, heldur en á veiði togaranna. En afla- leysið er ennþá tilfinnanlegra á Vestfjörðum. Þg.r var aflinn um síðustu mánaðamót % af því sem hann var 1. maí í fyrra. Á Austfjörðum nær aflinn ekki helming á við fyrra árs afla og á Norðurlandi er aflinn sára- lítill, 89 tonn á móti 372 í fyrra. n F iskver slunin. Af þessa árs afla hafa verið seld um 10 þús. tonn sem ó- verkaður saltfiskur. Og fiskur frá fyrra ári er sama og allur seldur. Fiskbirgðir eru því nú með minna móti í landinu. Þar eð það er sýnilegt, að aflinn í ár verður hjer með minna móti, liggur í augum uppi að mjög mikið veltur á því hvort tekst að fá sæmilegt verð fyrir aflann. En, sem kunnugt er, hefir við- leitni valdhafanna í fisksölu- málum snúist fyrst og fremst um það, að sundra og eyði- leggja þau frjálsu samtök út- gerðarmanna, er hafa haft fisk söluna aðallega með höndum undanfarin ár, og getað haldið öruggu verðlagi á fiskinum til ómetanlegs gagns fyrir útgerð- ina og þjóðina í heild sinni. Þessir menn, sem alt þykj- ast ætla að ,,skipuleggja“, hafa að því stefnt, að koma fisksöl- unni í það ólag sem á henni var, áður en Sölusamband ísl. fiskframleiðenda var stofnað. Það þárf mikið ábyrgðar- leysi til þess að fara þannig með mestu v^lferðarmál þjóð- arinnar, því hvernig fer um fjárhag landsmanna ef fisk- verslunin fer í vitleysu? Ítalía. Þeir Richard Thors og Jón Árnason fóru í vik-unni áleiðis til Ítalíu til þess að taka þátt í væntanlegri samningagerð við ítölsk stjórnarvöld um viðskifti milli ítalíu og íslands. Sveinn Björnsson sendiherra er þar fyrir. Og eins mun þar vera Hjeðinn Valdimarsson. Engum getum verður að því leitt hver árangur kann að verða af samningum þessum. En það mun víst að þunglega horfist á um árangur, því ítalir halda því mjög fram, að þeir kaupi ekki af öðrum þjóð- um meira en samsvai*ar sama vörumagni og viðskiftaþjóðirn- ar kaupa af þeim. En sem kunn ugt er, reynist okkur erfitt um að auka vörukaup frá Ítalíu í stórum stíl. -i,!?>',. Ábyrgðarleysi. Það gegnir furðu, að lands- stjórnin skuli gera sjer leik að því að gera þeim mönnum, sem með hin vandasömu viðskifta- mál okkar fara, erfiðara fyrir alveg að óþörfu. En svo hefir verið gert með stofnun hinnar nýju bílaeinka- sölu. Það er vitað, að viðskifta- þjóðir okkar við Miðjarðarhaf geta selt okkur bíla, og líta því mjög á þá vörutegund í samn- ingagerðum. En samkvæmt nýlegum samn ingi við Þjóðverja verðum við, úr því bílaeinkasala er komin á föt, að kaupa eins mikið af þeim af bílum eins og hverri annari þjóð. Með því að stofna þessa nýju einkasölu er því beinlínis verið að torvelda samninga við þær þjóðir, sem mest hafa keypt af afurðum okkar. En á þeim viðskiftum hafa bygst allar framfarir á landi hjer síðustu áratugina. Og hvað er það sem stjórnin sjer sjer í því að stofna þessa einkasölu? Hún vönast eftir að geta gert nokkrum Sjálfstæðismönn um bölvun, og bætt nokkrum pólitískum sjergæðingum á bitlingajötu sína. Til þess að koma slíku „hug sjónamáli“ í framkvæmd er fórnað dýrmætum þjóðarhags- munum! Togararnir. Togararnir eru nú flestir að veiðum djúpt vestur af Eldey, á hinum nýfundna Eldeyjar- banka. En þar er afli nú að verða tregur. Virðist fiskurinn vera þar að fjarlægjast landið. Spumingin er, hvort þarna sje fundin ,,útleið“ þorsksins frá landinu vestur til Græn- lands? Er von um að takast megi að finna þá þorskaleið og fylgja göngunni eftir, og með því lengja vertíðina? Fimtugur. Flokksmenn Jónasar Jónsson ar hafa haldið 50 ára afmæli hans hátíðlegt með miklu brauki og bramli. Um 40 menn, sem meira og minna verðskuld að, hafa þáð af J. J. em- bætti eða bitlinga, hafa ritað um hánn lofgreinar, eins og að þakka fyrir matinn. í gréinasæg þessum er hlað- ið lofi á lofi ofan og enginn blettur sýndur frekar en ef maðurinn væri gallalaus og alfullkominn. Með þessu móti verða greinar þessar saman- lagðar eins og sviplausar glans myndir eða sætsúpa af dánar- minningum. . Stingur í stúf. Þeir sem kynnu að taka þessa lofgerðarvellu í alvöru hljóta að standa þrumulostnir yfir því, hvernig Framsóknarflokkurinn hefir hagað sjer gagnvart þess um dýrlingi sínum. Var hann þá ekki þess verð- ur eftir alt saman að standa með tærnar þar sem þeir Hér- mann Jónasson og Eysteinn Jónsson hafa hælana? Því út- skúfar Framsóknarflokkurinn þessum manni frá því að mynda landsstjórn, eða taka þátt í stjórninni? Eru þeir flokks- ' menn hans Eysteinn og Her- piann í augum greinarhöfunda Jónasi fremri? Eða er hitt það rjetta, að bugað er að Jónasi Jónssyni 48; lofgreinum sem uppbót fyrir það að flokksmenn hans spörk- uðu honum úr landsstjórninni? Og þetta á sá fimtugi að gera sjer að góðu. Minni er hann gáfumaður en af er látið, ef hann „sjer ekki hvar fiskur liggur hjer undir steini. Kiljan. Misklíð er risin milli Hall- dórs Kiljan Laxness rithöfund- ar og sósíalistabroddanna. Til- efnið er sögukorn, sem Kiljan las upp á 1. maí hátíð sósíal- ista í Iðnó. Þeim þótti hann fara niðrandi orðum iim flokk- inn og einstaka foringja hans. Nýlega birti Alþýðublaðið langa greinargerð eftir Guð- mund Hagalín um nokkur at- riði úr sögum Kiljans, sem al- menningi mun hafa þótt óvið- feldin. Meðal annars var það, er Kiljan ljet eina af sögupersón- um sínum „klappa á lendina á Guði almáttugum“. Þetta þótti Guðmundi og Al- þýðublaðinu ekkert athugavert. — Þegar Kiljan talar um að dangla í Drottinn almáttugan, eykst ágæti hans í augum Al- þýðuflokks.manna. En ef Kilj- an vogar sjer að minnast á óróasegg innan Alþýðuflokks- ins og ofstopamann, sem notar brotna stólfætur til að berja á náunganum, þá er skáldið um leið gert útlægt úr herbúðum Alþýðuflokksins, og fær alls- konar svívirðingar í tilbót. Vflðskiltalif i Þýskalaadi. Samkvæmt nýjustu hagskýrsl um jókst útflutningur frá Þýskalandi í marsmánuði um 20% fram yfir febrúar-útflutn inginn. í febrúar voru fluttar út þýskar vörur fyrir 302 mil- jónir rijíismarka, en í mars fyr ir 365 miljónir. Innflutningur- inn aftur á móti lækkaði úr 359 miljónum niður í 353 mil- jónir ríkismarka. Hækkun út- flutningsins stafar að nokkru leyti af því að Saarhjeraðið var talið með í fyrsta skifti í marsmánuði. , Atvinnuleysingjum fækkaði um 415.000, þó að 50.000 at- vinnulausra manna í Saar hafi verið taldar með. Eins og undanfarin ár hafa þýskar skipasmíðastöðvar feng ið margar pantanir frá erlend- um skipafjelögum og hefir það orðið þýsku atvinnulífi að miklu gagni. Fyrir skömmu var hleypt af stokkunum tveimur mjög stórum olíuskipum; annað var keypt af Standard Vacuum Oil Co. og er það fimtánda skipið sem þetta fjelag lætur smíða í Þýskalandi, hitt var smíðað handa Angle-Saxon Petroleum Co. í London. Mjög mikil aukning fram- leiðslu og sölu hefir einnig átt sjer stað í bifreiðaiðnaði. 1 marsmánuði voru seldar 29.683 nýjar bifreiðar, þ. e. 69% fram yfir söluna í mars 1934. <m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.