Morgunblaðið - 09.05.1935, Side 2
MOlvGUNBLAÐIÐ
Fímtudaginn 9. maí 1936.
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar: J6n Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreiösla:
Austurstræti 8. — Sírai 1600.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg.
Auglýaingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Sími 3700.
Heimasímar:
Jón Kjartansson, nr. 3742.
yaltýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3045.
E. Hafberg, nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánutti.
Utanlands kr. 3.00 á mánutSi.
í lausasölu: 10 aura eintakib.
20 aura. meö Lesbók.
Fisksölusambandið.
Ekki er minsti vafi á því, að
meðal útgerðarmanna hjer á
landi hefir undanfarið ríkt mik
ill ótti og uggur um það, hver
verða mundu afdrif fisksölu-
málanna.
Svo sem kunnugt er, hafði
Fisksölusambandið ekki heim-
ild til þess að reka fisksölu,
eftir að lögin um fiskimála-
nefnd o. fl. gengu í gildi um
síðustu áramót.
Síðar var þó líf Fisksölusam-
bandsins framlengt um nokk-
urn tíma, því skömmu eftir ára-
mót voru gefin út bráðabirgða-
lög um að Fisksölusambandið
skyldi hafa heimld til að selja
fyrra árs fiskinn.
Nú er því verkefni um það
bil lokið. En fyrir dyrum stend-
ur salan á nýju framleiðslunni
og vitanlegt er, að það er vilji
langflestra útgerðarmanna, að
Fisksölusambandið annist einn-
ig sölu nýja fisksins.
jÞess vegna hófust þegar að
þingi loknu samningatilraunir
um að endurreisa Fisksölusam-
bandið. Meðal þeirra, er þátt
tóku í samningatilraunum þess-
um var Ólafur Thors, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins.
Nú er fenginn samkomulags-
grundvöllur og því líkur fyrir,
að takast megi að endurreisa
Fisksölusambandið. Með brjefi
atvinnumálaráðherra í gær, er
Fisksölusambandinu falið að
leita undirtekta útgerðarmanna
um málið.
Vonandi tekst að bjarga fisk-
sölumálinu úr því öngþveiti,
sem það var komið í.
Verði undirtektir útgerðar-
manna góðar, verður Fisksölu-
samdandið endurreist næstu
daga.
Verkfallið.
Samningatilraunir
aðilja í Sogsdeilunni
hafa nú strandað.
Sáttasemjari ríkisins
tekur við málinu.
Eins og skýrt var frá hjer í
blaðinu í gær, hafa síðustu
dagana farið fram samninga-
tilraunir í Sogsdeilunni, milli
Schröder Petersen verkfræðings
og fulltrúa verklýðsfjelaganna.
En í fyrrakvöld strönduðu
alveg þessar samningatilraunir.
Tekur því sáttasemjari nú
við málinu.
Fjármálamenn
krefjast þess að Roosevelt forseti hætti
fjármálabrölti sinu.
Atvinnuleysi fer vaxandi í Banda-
ríkjum og vöruverð fer lækkandi.
m
KAUPMANNAHÖFN I GÆR'
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
Símskeyti frá New York
hermir það, að nú sýnist alveg
óhjákvæmilegt að alt fari upp
í loft milli fjármálamannanna
í Wall Street og Roosevelts for- '
seta.
Fjármálamennirnir og við-
skiftarekendur krefjast þess
eindregið að Roosevelt forseti
hætti nú þegar öllum tilraun-
um sínum á f jármálasviðinu. |
Benda þeir á það, að atvinnu- ;
leysi sje stöðugt að aukast,
þrátt fyrir endurreisnarbaráttu
stjórnarinnar og hafi atvinnu-
leysingjar verið 366.000 fleiri
núna í marsmánuði, heldur en
á sama tíma í fyrra, og verð
á mörgum vörum sje fallandi.
Páll.
Roosevelt.
5tnö hEfst í DktöbEr milli
Itala og nbyssiníu.
Mussolini eykur lierinn
að mikluiti mun og liefir
nú rúma milfón manna
undir vopnum.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS
Mussolini kallaði 284.000
manna í herinn í gær, og er
jiú. talið að í ítalska hernum
sje samtals 710 þúsundir reglu-
legra hermanna og 383 þús-1
I
undir svartskyrtumanna.
Afríkuher ítala er nú, eftir
þennan liðsauka, sennilega 300 j
þúsundir manna. Vígbúnaður-
inn gegn Abyssiníu hefir fram
að þessu kostað ítali 600 mil-
jónir líra.
Það er talin ástæðan til hinn-
ar nýti hernaðaraukníngar. að
Abyssinía háfi fengíð miklár
birgðir af hergögnum frá Ev-
rópu og Japan, og þar sje nú
skorin uþp ‘herör um land alt.
Mælt er að kéíáárinn i Abyss-
iníu hafi haldið þrumandi hvatn
ingarræðu og hafi farið fram
á það, að konur væri æfðar
við vopnaburð.
Margir búast við því, að stríð
skelli á milli ítalíu og Abyss-
iníu í októbermánuði, þegar
rigningatímanum er lokið.
Páll.
1 1 .............
Frímerkjasýning
í sambandi við há-
tíðahöldin í Eng-
landi.
London, 8. maí. FÚ.
■r Konunglega frímerkjasafn-
aráfjelagið enska, opnaði í dag
sýningu í London, á frímerkj-
um frá Vijítoriu-tímabilinu, úr
hinum ýmsu löndum Bretaveld-
is. Var þetta gert í sambandi
við ríkisstjórnarafmæli kon-
ungs, þar sem hann var forseti
þessa fjelags í nokkur.ár, uns
hann tók við ríkjum, og hefir
sjálfur mikinn áhuga á frí-
merkjasöfnun. Frímerkin á
þessari sýningu birta með marg
víslegum hætti þá þróun sem
varð í nýlendunum, um daga
Viktoríu drotningar. Sjerstak-
lega gætir þ’pssa um Kanada,
bandanki Suðyr-Afríku og
f£
•'u..
LÖV
TSýtt innan-
landsskipolag
i Þýskalandi.
Berlín, 8. maí. FB.
Frick innanríkisráðherra hef-
ir boðað nýtt innanlandsskipu-
lag, þ. e. að í stað ríkjanna
komi um 20 fylki, er hvert hafi
3—4 miljónir íbúa. í boðskap
Fricks um þetta segir, að enn
hafi ekki verið ákveðið hvenær
þessi breyting verði gerð og taki
Hitler kanslari sjálfur fullnað-
arákvörðun um það. (United
Press).
Reykjavík — París,
ein dagleið.
* Hið kgl. kollenska flugffelag
heflr hug á að koma á flug-
ferðum til Kslands.
Björn Ölafsson stórkaupmaður segir frá.
Björn Ólafsson stórkaupm. er
nýkominn heim úr utanför sinni.
Hann fór m. a. til Hollands: For-
seti Hins kgl. hollenska flugfje-
lags hafði beðið hann að koma
til hans til skrafs og ráðagerða
um fyrirætlanir fjelagsins viðvíkj-
andi flugferðum til íslands.
Blaðið hefir haft tal af Birm
og segir ,hann svo frá:
—- Eins og getið hefiy verið nm
áður átti jeg tal við forseta Hins
kg. hollenska flugfjelags, hr.
plesmanns í utanför minni, sam-
kvæmt tilmælum hans, en áður en
jeg fór, liafði jeg safnað að mjer
ýmsum upplýsingum viðvíkjandi
flugskilyrðum hjer, lendingar-
stöðum o. þessh.
’ Flugfjelag þetta er, sem kunn-
ugt er, eitt stærsta í Evrópu. Það
lleldur uppi reglubundnum ferð-
um á lengstu flugleið heimsins,
Amsterdam til Batavia. Það á um
40 flugvjelar, sumar þær stærstu.
sem til eru, og hefir yfir 3 þús.
manns í þjónustu smni.
-— Hvers urðuð þjer áskynja
um fyrirætlanir flugfjelaga við-
•víkjandi flugferðum hingað til
lauds?
— Út af fregnum þeim sem-
hingað hafa borist undanfarið um
reglubundnar flugsamgöngur milli
íslands og Skotlands, er mjer
óhætt að fullyrða, að engar á-
kvarðanir hafa verið teknar í þá
átt.af K. L. M. Fjelagið hefir að-
eins leitað sjer upplýsinga um
ýmislegt viðkomandi leiðinni, án
])ess að hafa tekið nokkra afstöðu
hvort, úr framkvæmdum geti orð-
ið. Hygg jeg að fregnin frá Aber-
deen stafi frá því að fjelagið hef-
ir verið að leita sjer upplýsinga
um flugvelli norðarlega í Skot-
landi.
Hinsvegar er mjer óhætt að
fullyrða að fjelagic^ hefir mikinn
hug á að koma af stað reglubundn
um ferðum milli Reykjavíkur,
Skotlands og meginlands Evrópu
sumarmánuðina.
En slíkum framkvæmdum hlýt-
ur að fylgja talsvert fjárhagslegt
tap, að minsta kosti fyrst í stað.
Framkvæmdin er undir því kom-
in, hvérnig gengur að yfirstíga
þá örðugleika.
— Getur komið til mála að
slíkar flugferðir borgi sig?
— Flugferðir eru engi gróða-
vegur sem stendui-. og öll fjelög,
sem halda uppi reglubundnu
ferðum fá ríkisstyrk að meira eða
minna leyti. En öllum, sem til
þekkja, ber saman um að framtíð-
arskilyrði flugsamgangnanna sjeu
betri en menn alment grunar nú.
°g fjármagnið muni leita í þéssi
fyrirtæki í stórum stíl í náinni
framtíð.
— En ef úr reglubundnum ferð-
um verður, segir B. Ól. ennfremur,
er gert ráð fyrir að hægt sje að
fljúga frá Reykjavík til Skot-
Björn Ólafsson.
lands á 4 klukkustundum. Væri
þá hægt að drekka morgunkaffi
hjer og snæða kvöldverð í París.
— Hvað myndi fargjaldið
verða ?
— Hvað íarið myndi kosta er
ekki hægt að seg.ja ákveðið nú,
en eftir því sem jeg hefi komist
næst, mundi férðalag til útlanda
kosta jafnt með því að fljúga
báðar leiðir eins og að ferðast nú
með skipum og járnbraut, þegar
tekið er tillit til þess hVé ferði*
getur tekið skemmri tíma.
Nazisfi myrlur
i hefndarskyni.
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS
Austurrískt stjórnarblað,
„Neuigkeitweltblatt“, sem talið
er áreiðanlegt, segir frá því að
Sc-himpf, vinur Görings og ná-
inn káttíýerkamaður hafi fuftd-
ist skotinn fyrir utan Berlínf’1''
Schimþf stjórnaði njósnúm
Nazista gagnvart embættis-
mönnum og varð þess valdandi
að margir þeirra voru sendir í
fangabúðir.
Nýlega stal hann þýðirigar-
miklum skjölum frá ríkishérn-
um ,og krafðist Blomberg rík-
isvarnarráðherra þess þá, að
Schimpf yrði sviftur stöðu sinni,
og var það gert. Skömmu seinná
fanst hann myrtur og ætla
menn að morðið hafi verið
fiamið í hefndárskyni. Páll.
Rann5Óknarför
til Brcenlanös.
Bryde* Nielsen stórkaupmaður í
Kaupmannahöfn, hefir gefið ui»
i/t miljóri króna til nýrrar rann-
jsóknarferðar til Grænlands undir
j forystu dr. Lauge Koch. Leiðang-
urinn á að rannsaka jarðlögin í
Grænlandi, en annars er farið dult
með aðrar fyrirætlanir.
Undirbúningur leiðangursíris
tekur mikinn tíma 0g ekki er bÚ-
; ist, við að lagt verði á stað fyr
en að ári. Leiðangursmenn ætlá
að hafa vetursetu í Grænlandi.
(Sendiherrafriett').