Morgunblaðið - 09.05.1935, Síða 4

Morgunblaðið - 09.05.1935, Síða 4
4 MORGUN BLABIÐ Vestfirskar sagnir 1.-3. heftl. Helgi Guðmundsson hefir safnað. Útgef. Guðm. Gam- alíelsson. Reykjavík 1933 —34. Þjóðsagnasafn þetta er bundið við Yestfirði. 8ýna hefti þau, sem þeg-ar eru komin, að þar muni af nógu að taka, enda hefir léngi leikið orð á því, að á Vestfjörð- um væri um auðugan garð að gresja um þjóðsögur, og alkunn- ugt er, að galdramenn lifðu þar lengst, svo sem í Arnarfirðí og þar um slóðir. Safnandinn, Helgi Guðmunds- son, segir í formálsorðum, að í Vestfírskum sögnum eigi ekki að eins að koma sögur og sagnir, er hann sjálfur hefir safnað, heldur einnig eftir eldri safnanda, sem til eru í handritum, svo sem Gísla Konráðsson o. fl. Mun þetta því verða mikið rit, ef utgáfan getur haldið áfram, sjálfsagt nokkur bindi, 24—30 arkir að stærð hvert um sig. Efni þeirra þriggja hefta, seni út eru komin (samtals 288 bls.), er býsna'fjölbreytt og álitleg við- bót við íslenskar þjóðsögur. Með- al þess merkasta og einkennileg- asta má telja sögurnar af Jóhann- esi á Kirkjubóli í Arnarfirði, sem lifði fram yfir miðja 19. öld og frægastur er af galdramönnum Arnfirðinga í seinni tíð. Margar af sögunum um hann virðast studdar órækum vitnum, enda eklci svo gamlar, að þurft hafi að fara margra á milli. Sögurnar um Jóhannes eru í 3. hefti; þar eru einnig sagnir um Kópavík, álaga- stað gamlan, og margar sagnir um síra Jón Ásgeirsson -á Álfta- mýri’, einhvern mesta fræknleika- mann og merkan um margt. Af efni hinna fyrri hefta má nefna þátt um forfeður Briemanna, um síra Gísla Ólafsson í Sauðlauks- UÍBjsá morgunblaðslns 9. maí 1935 mataræði þ j □ ð a n n a. Eftir dr. 3ohanne ChristiansEn. Niðurl. Það er oft þannig, að um hið sanna og rjetta verður að taka til- lit til margs, því fylgja skilyrði og varkárni eins og Hippokrates var ljóst. Hið ranga og ósanna liggur aftur á móti oftast opi§ fyrir. Hippokrates segir t. d. um ost: „Það er óhæfa að segja blátt áfram að ostur sje slæm fæða, vegna þess að nokkrir fá maga- verk af honum, þegar þeir borða of mikið. Það verða ekki allir veikir af osti, sumir geta etið sig feadda af honum án þess að kenna minsta méins, og þeir styrkjast dásamlega af honum. Ef ostur væri skaðlegur heilsu manna, mundu allir sýkjast af honum“, Eftir þettu að dæma virðist svo sem á dögum Hippokrates hafi verið uppi menn, sem fordæmdu Fimtadaginn 9. maí 1935. BÓKMENTIR —— dal og Ðalla, Sagnir frá Hvallátr- um o. fl. í 2. hefti, en í 1. heft- inu eru ýmsar smásagnir, einkum af sunnanverðum Vestfjörðum. Sögurnar eru yfirleitt vel skráð-- ar og heimildarmenn tilgreindir fyrir hverri sögu. Ymsar sögu- legar upplýsingar fylgja með til skýringar, þar sem þurfa þykir. Vestfirskar sagnir eru hin eigu- legasta bók. G. J. Vordraumar. Ljóðmæli eftir Kjartan Ól- afsson brunavörð. Reykja- vík. Prentsmiðja Jóns Helgasonar 1935. Kjartan Ólafsson er löngu kunnur fyrir ljóð sín. Hann hefir birt mörg kva'ði í blöðunum ár- um »aman, ort við ýmis tækifteri, og gefið út ljóðabók fyrir þrem- ur árum (Dagdraumar 1932). Hjer er því enginn nýgræðingur á ferð, heldur maður, sem fengið hefir ákveðin, einkenni í kveðskap sínum og þann þroska og æfingu í list sinni, sem skipar honum á fullorðinna bekk í skáldahópnum. Sameiginlegt einkenni á ljóðum, Kjartans er það, að þau eru falleg. Hann yrkir yfirleitt ald- i-ei um það, sem Ijótt er, leiðir það hjá sjer, sem hann finnur ekkert fallegt eða gott við. Hann yrkir um náttúruna, en helst þegar hún er friðsæl og blíð; um hina1 hljóðu kyrð kvöldsins, um sólskins- morgna við stafandi sund, um blá f jöll, um blómin og ftiglana og skóginn. Hugur hans er full- ur af lotningu og tilbeiðslu til hans göfuga og fagra. Hann yrkir því einnig sálma og kirkjuleg ljóð. 1 öllu þessu líkist hann meira 19. aldar skáldum vor- um og hefir lært meira af þeim en samtíðinni með sínum real- isma. Hann minnir á Ben. Grön- dal í þessu erindi um fjóluna: Þú bjarta yndisblómið, þú blíða rósin kær, þín fegurð ljúfu ljóði mjer líður hjárta nær, þú ilmar ungu vori með augun bláu þín, hrein eins og himin-lilja, hjartkæra fjólan mín. Og á Steingrím í þessu erindi um skóginn: í skógarfylgsnum friður hlýr, þar fuglinn litli býr. Hann syngur frjáls á grænni grein sín gleðiljóðin hrein. Og sál vor hrifin hlustað fær, þá hörpu vorið slær. Og hjartans angur hverfur, fer, þar hvíld og friður er# Þetta eru handahófs-sýnishorn af þessari tegund. Stundum yrkir hann betur, stundum miður. — En Kjartan Ólafsson lifir ekki aðeins i natturudraumum. Hann yrkir um mörg efni úr samtíðinni. Hann yrkir gott kvæði um ljósastaurinn. Hann minnir menn á að lýsa öðr- um mönnum; Og hjer sem þú er ljúff úr leik að falla með ljós í hönd, sem kveikt er fyrir alla. Hann yrkir um sjóslys, gömlu sjómannsekkjuna, hafnarverka- manninn, sem verður að bíða eftir hinni ovi.ssu 'vúnnu fyrir daglegu brauði um flugmennina o. fl. Hann yrkir mörg tækifæriskvæði, öflug hvatningakvæði eins og Nú þarf, Vakna og Hvöt, til fríkirkj- unnar, til landskórsins, til fánans, til sundskálans á Akranesi o. fþ, erfiljóð. Skáldið er nútímamað- ur, áhugasamur um velferð þjóðar sinnar, jafnan til taks að hreifa strengi hörpu sinnar til þess að lofsyngja það og hvetja til þess, sem horfir til heilla og framfara eða 'horfir til meiri menningar í landi — og lærisveinn höfuðskálda fyrri aldar, sem best hafa kveðið um land vort og fegurð þess. Því miður er talsverður hluti af Sögnr úr bygð ojf borg. ar í kaupstað (Augnablik, Jóla- ' karfan og Kastali borgarinnar). j Um tilorðning sagna þessara fer Eftir Guðmund Friðjóns- höfundur sjálfur fáeinum orðum son. Reykjavík. Útgefandi í stuttum formála og get jeg ekki Prentsmiðja Jóns Helga- stilt mig um að taka hann hjer sonar. 1935. upp: Guðmundur Friðjónsson hefir fyrir löngu öðlast svo fastan sess og virðulegan með skáldum þess- arar þjóðar, að ein bók frá hon- um í viðbót við allar hinar getur litlu orkað um það, að auka skáldfrægð hans eða draga íir henni, á hyora sveifina sem dóm- urinn um bókina skyldi smiast- Það munu vera áhöld um það, hvort Guðmundur nýtur meiri frægðár fyrir sögur sínar eða ljóð, hvorttveggja er með þeim á- gætum, að þótt eigi væri nema öðru af því tvennu til að dreifa, mundi það nægja til varanlegrar skáldfrægðar. Þó hygg jeg, að þeir muni vera fleiri, sem þekkja sögur skáldsins betur en kvæoi hans. Eins og allir munu enn minnast, var gerð mjög hörð árás á skáldskap Guðmundar og lífs- skoðun skáldskapar hans iir vissri átt fyrir tveimur árum, en ekki verður sagt, að andstæðingar Guðmundar hafi riðið feitum hesti frá viðureigninni við hann. Virðist sú árás hafa orðið til þéss að festa hann enn betur í þeim virðingarsessi meðal slcálda lands- ins, sem honum ber með rjettu. í hinu nýja sögusafni Guð- mundar eru 10 sögur, allar held- ur stuttar, og gerast sumar þeirra í sveit (Aldurtili Amalts. Upp- risa, Þelsokkar Þórunnar, Fífu- kveikur, Rannsókn, Slysför og- sögur Gunnhildar gömlu), en hin- þessum kveðskap lítið annað en fallegt rím, en þó efast jeg ekki um, að margir lesi Ijóð Kjartans með ánægju, enda er margt, stór- vel gert hjá honum. G. J. „Sögukornin, sem birtast hjer, hafa þróast á sjöunda tug æfi minnar og eru vaxin upp úr sams konar jarðvegi og aðrar smásögur mínar. Þær eru fyrst og fremst þjóðlífslýsingar, það sem þær ná, og er undir niðri ætlast til, a5 þær á ókomnum tíma bregði skímu yfir það tímabil, sem sögu- kornin eiga rætur í. Flugufótur er fyrir sögunum, dagsannur, eins og gengur og gerist. Söguefnin eru þannig valin, að sneitt er hjá. andstygðarefnum, og þannig hald- ið á, að eigi er hirt um að lýsa neðri hluta fólks eða einstakling- um neðan við þind, — svo sem tíðkast í hinum nýju sögum þeirra höfunda, sém tekið hafa ástfóstri við mjaðmagrind og baksvip". Eins og höfundur tekur fram, eru sögurnar fyrst og fremst þjóðlífslýsingar og það svo mjög, að sumstaðar er lögð aðaláhersla á lýsingarnar, en minni áhersla á viðburðina, sem sögumar snúast um. Flestar sögurnar standa í raun og vem einhversstaðar á milli þess að vera sögur og þess að vera ritgerðir um íslenska þjóðarhætti. Þetta verða lesend- iurnir að hafa hugfast, éf þeir vilja lesa þessa síðustu bók Guð- mundar sjer til gagns og' ánægju. Þær sögur í bóldnni, sem mjer virðist sameina þetta tvent á best- an hátt, að vera þjóðlífslýsing og saga, eru Upprisa og' Sögnr Guim- hildar gömlu. Allskemtileg saga, sem jafnframt er þjóðlífslýsing frá síðustu árum bannsins, er Rannsókn, sag-a um landabruggara í sveit, sem ljek á sýslumann hjer- aðsins og tókst að koma þvi svo ost. En þegar Hippokrates talar um mataræði hefir hann oftast nær rjett fyrir sjer. Hinir gömlu læknar hafa oft vitað hið rjétta. en hvað eftir annáð hefir það glevmst, rifjast upp aftur, gleymst síðan o.s.frv. þangað til hin vís- indalega skýring á því yarð fund- -in. Hippokrates segir: „Kjarnmikil fæða, sem soðin er oft, missir kjarna sinn, og nýmeti veitir ætíð meiri styrk en önnur fæða“. Það hafa eflaust margir læknar á umliðnum öldum talið þetta bábylju, bygða á rangri eftirtekt, þrátt fyrir tilhlýðilega virðingu fyrir föður læknavísindanna. Það var ekki fyr en 20Ú0 árum seinna að dýrkeypt reynsla sýndi oss að hinn gamli læknir hafði rjett fyr- ir sjer, fæðan nnssir kraft sinn, vitamínin, ef hún er oft soðin. Hippokrates segir líka; „Mjöl má ekki sjóða nje steikja í hun- angi eða olíu, því að þá veldur það uppþembu og óþægindum“. Þessu heilræði hans hafa læri- sveinar hans eflaust fylgt um 1000 ár, án þess að þeir skildu það. I. C. Tode skildi það heldui' eigi til fullnustu, þótt hann segi: „Butt- érdejg“ er einhver ómeltanleg- asta fæða, sem nokkuru sinni hef- ir verið framleidd til þess að spilla heilsu manna. Það var ekki fyr en á 19. öld, þegar saltsýran og pepsin í mag- anum fanst, að mönnnm skildist það, að mjölkorn þakin feiti eru ill-meltanleg og fara því niður í garnirnar og valda þar gerjun. Það var danski heilsufræðingur- inn Chr. Jörgensen sem tók undir með Hippokrates og varaði fólk við að borða ,,uppbakaðar“ sós- ur, súpur, búðinga o. s. frv. Menn halda máske að það sje ný uppgötvun að klíð veiti mjúk- ar hægðir. Ónei, það hefir líklega enginn vitað meira um fæðuteg- undir en Hippokrates og hann er enn hinn fremsti ráðgjafi um mat- aíræði. Hann telur eftirfarandi meðul við hægðaleysi: bankabygg, hveitikorn, hunang, kál, púrrur, sýrur, salat, hvítlauk, drúur, rús- ínur, fíkjur, þroskaðar og mjúkar perur flestar eplategundir, nýtt vín, fisksúpu, hrogn, skelfisk, krabba. Við niðurgangi: afhýtt bygg og hveiti, sjerstakar tegund- ir af rófum, brúnar baunir, ert- ur, asparges, rauðlaukur, hnetur, reyniber, harðar perur, ostur, fiskur, ostrur, bauti, hjartarsteik, hjérasteik. Uppþembu valda: róf- ur, hvítlaukur, brúnar baunir, ert- ur, hnetur, epli, klíð,' mjöl soðið í olíu, egg, sætt og dökt vín. Nákvæmari lýsingu á áhrifum fæðutegundanna á þarmana getur ekki fyr en 1921 í hinni ágætu handbók þeirra v. Norden og Salomons. Jeg álít að það væri mjög nyt- samt fyrir læknaefni, að lesa læknisfræði Hippokrates. Það mætti vel sleppa öllu, sem nú er firelt eða einskis nýtt,. Hvergi er hægt að fá fróðleik um grund- vallarreglur heilsufræðinnar nema hjá Hippokrates. Hin dásamlega uppgötvun vitamínanna nú á dög- um og þar með þekking á því hverja þýðingu mataræðið hefir viðvíkjandi sjúkdómum, varð til þess að nú skiljum vjer Hippo- krates betur heldur en hann hefir áður verið skilinn. Það er því ekki að furða þótt menn gefi Hippo- krates meiri gaum nú en áður — þýskt bókaforlag hefir t. d. verið nefnt Hippokrates Verlag — og prófessor August Bier í Berlín segir að læknar verði fyrst og fremst að kynna sjer lækninga- bók Hippokrates, sem hann kallar „merkilega, sígilda, kenslubók, sem læltnar geti sótt í milda þekkingu fyrir daglegt starf sitt“. Hann Spgir: „Það eru til óhagganleg sann- indi, sem ekkert breytast með tíma eða mismunandi menningu. Þau eru sígild, en gleymast þó oft tímunum saman. Einangrun og heildarsamsteypa eru grundvellir allra vísinda, og hið almenna hefir miklu meiri þýðingu heldur en sjerfræðin. Hinir einhæfu lækna- sjerfræðingar nú á dögum koma sjer ekki að því að grannskoða grundvallarreglur heilbrigðinnar og „polypragmasien" hefir nú aft- ur gerst ískyggileg í læknisfræði- náminu". Það eru margir á sama máli og Aug. Bier. Skurðlæknirinn Liek og yfirlæknirinn Bergmaim segja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.