Morgunblaðið - 12.05.1935, Blaðsíða 4
4
lf ORGtU'N BBAÐIÐ
Sunnudaginn 12. maí 1935,
Besta ¥or,
sem komið hefir yf-
ir Island langa
lengi.
Sumarblíða byrjaði
á sumardaginn fyrsta
og í maí hefir verið
eins hlýtt og vant er
að vera í júní.
Aprílmánuður var heldur kald-
ur, sjérstaklega á Norðurlandi og
Austurlandi. Olli því norðan og
norðaustan, loftstraumur frá ís-
hafinu. Snjóaði þá geisi mikið
austan lands, sjerstaklega á svæð-
inu frá Hjeraðsflóa til Reyðar-
fjarðar. Þar fyrir vestan skifti
nm og í Hornafirði kom lítill
snjór.
í útsveitum norðanlands var
mikill snjór. Gengu þar þrálátar
norðaustan hríðarrytjur, en ekki
náðu þær fram tU dala. Var þar
snjóljett, en kaldir næðingar og
þurviðrasamt.
Hjer í Reykjavík voru oft bjart
viðri og var sólskin í mánuðinum
215 klukkustundir, en meðaltal 11
síðustu ára er 160 klukkustundir.
í fyrra var þó meira sólskin, en
í meðallagi, eða 192 klst. Hitinn
hjer var 3.1° í apríl að meðaltali,
en meðalhiti þess mánaðar er tal-
inn 2.4°. 1 fyrra voru þau hlý-
indi meiri, eða 4° að meðaltali.
Á sumardaginn fyrsta breytti
algerlega um veðráttu um land
alt. Náðu þá hingað hlýir loft-
straumar sunnan úr Atlantshafi,
og olli því lægðarsvæði, sem fór
norður yfir Grænland. Síðan hef-
ir haldist sunnan og suðaustan
átt um alt land (stundum suð-
vestan á Austurlandi). Loftþrýst-
ing hefir verið óvenjulega há ,og
liæst í hafinu fyrir austan Island
og suður um Bretlandseyjar. —
Aldrei hefir komið frostnótt síð-
an tíðin breyttist og hiti hefir
oft verið 8—10 stig á daginn og
stundum 12—15 stig. Hefir verið
jerstaklega hlýtt á Norðurlandi
og Austurlandi seinustu dagana.
<)rísa er orðið fyrir löngu um
allar sveitir á Suður- og Vestur-
landi og eins í innsveitum norðan
lands. En í útsveitum eystra og
nyrðra eru skaflar enn. 1 Seyðis-
firði var talin flekkótt jörð í
gærmorgun, en Raufarhöfn taldi
alautt.
Mikill vorgróður er þegar kom-
inn í Húnavatnssýslu og víðar og
má segja að jörðin grænki uhdir
eins og hún kemur undan snjó.
Eru því allar horfur á, að hin
góða tíð bjargi bændum frá hey-
leysi og skepnumissi. Leit þó víða
illa út í apríl, því að fjöldi bænda
norðan og austan lands var þá að
komast í heyþrot og skepnur voru
illa undir það búnar að mæta
hörðu vori, végna þess hvað hey-
in voru hrakin. *Á undanförnum
áruln hefir meðalhiti í maí verið
talinn 6°, en það sem af er mán-
uðinum, hefir meðalhitinn verið
eins og þegar vel viðrar í júní.
Hefir nú síðan um sumarkomu
verið um land alt hið jafnasta og
hagstæðasta vorveður, sem menn
muna eftir.
Runóifur Runólfsson
bóndi í Norðtungu.
Kveðja flutt við gröf
hans.
Frjettir kom eins og elding
og enginn fyrirvari.
Virtist mjer lítill veigur
verða í mínu svari,
fann þó að undiralda
ólgaði mjer í barmi
þess, er stundum þokar
þurrum tárum að hvarmi.
Og svona kom sumarið, vinur!
En svanirnir efu að kvaka
þeir eru eins og þrárnar
þeirra, sem fá að vaka.
,,Á vængjum vildi jeg berast“
hvort var það ei söngurinn okk-
ar?
í öllu, sem heiðloftin ala
er eitthvað, sem hugann lokkar.
Og má jeg þá syngja með svön-
um
á sumri kringum þig látinn,
grípa þann gígjustrenginn,
þó gefið hafi á bátinn,
hylla þig hjartans máli,
hvað sem skilur á milli,
segja við sorg og trega
að sólin tindana gylli?
Sátum við saman í runni
— saga um liðnu árin.
Kvað jeg þjer lítinn kviðling:
„Kular í gömlu sárin“.
Upp af þeim fáu orðum
óx hin nánasta kynning.
Nú er þar ekkert eftir
annað en hljóðlát minning.
„Ástkæra, ylríka málið“
okkur varð tengiliður.
Tilfinning túlkuð í vinsemd
týnist ógjarnan niður.
Næmur er hugur á hlýju
helst þegar kular í sárin.
Samhugur gefur þá sælu,
er sættir augað við tárin.
Sögðum við báðir saman:
„Sumrinu fylgja skuggar.
En öllum þurfa að opnast
einhverjir lýsandi gluggar.
Mestu myndi þar orka
máttur í vináttunni“.
Þeir hafa á margt að minnast
sem mætast í grænum runni.
Hjer er það viðkvæma hliðin,
sem helst er um að tala,
íliðin, sem oft er hulin
ijá þeim, sem búa til dala;
örninn og yfirborðið
insta kjarnanum leyna,
en þegar kular í kaunin
temur hann oft til greina.
Hitt er svo hægt að sanna,
sem hjeraðið veit og sveitin,
að þú áttir manndóms merkið
og miklu fyrirheitin,
að þú varst í hópi þeirra,
er þrítuga hamarinn klifa
og á þjer brotnuðu öldur
af því þú kunnir að lifa.
Og margt hefir margur að
þakka
sem með þjer gönguna þreytti
í kuldum, í sumarsælu,
er sólbjarminn hlíðina skreytti.
En úr því að endastöðin
er opnuð við grafarbakka;
óá ljettir það huganum harminn
að hafa mikið að þakka.
BuðmundurOuðblSrnsson
skipstjórl.
Það eru engin þægindi að því að
láta kalla í eyru sín andlátsfregn
einhvers vinar síns, ekki síst þeg-
ar fregnin kemur öldungis óvænt
og boðar slysfaradauða hrausts
manns, á besta skeiði. Mjer varð
líka bylt við þégar útvarpið bar
mjer það í fyrra haust, að Guð-
mundur Guðbjörnsson skipstjóri
hefði í myrkri og ofsaveðri hrokk-
ið út af bryggju á Siglufirði og
druknað. — Jeg sat lengi hljóð-
ur og hugsaði — mig tók til hjart-
ans. —
í hugskoti mínu komu fram
myndirnar úr lífi þessa góða
manns. Fyrst varð fyrir mjer
endurminningin um það, þegar
hann kom 13 ára gamall, fótgang-
andi td Stykkishólms með pjönk-
urnar sínar á bakinu og fór til
sjós í fyrsta sinni. Þá var hann
ekki ihár í lofti, en hraustur og
knálegur. — Hjá sama útgerðar-
manni var Guðmundur svo óslitið
í 18 ár, til sameiginlegra hags-
muna fyrir báða. Það kom brátt
í ljós hversu óvanalega miklum
sjómenskuhæfileikum hann var
gæddur. Hann var aðeins 18 ára
garnall, þegar honum var trúað
fyrir skipi og skipshöfn, en hann
brást heldur ekki því trausti er
honum var sýnt og var skipstjóri
það sem eftir var æfinnar. —
Honum fylgdi heppni og aflasæld.
Alt það, sem góðan sjómann
prýðir átti Guðmundur hjá sjer,
því að hann var bæði þrekmikill
og kappsamur, áræðinn og djarf-
ur, en alt með forsjá. — Englend-
ingar segja það, að sjómannalífið
þroski drengskap og dygðir hjá
mönnum, og þessvegna er það, að
ef þeim finst til um hreinlyndi og
drengskap í fari manna, að þeir
segja að maðurinn hljóti að vera
„Sailor“ eða farmaður. — Mjer
dettur þetta oft í þug þegar jeg
renni huganum yfir hóp þeirra
bestu manna, sem jeg hefi kynnst,
því að þar eru svo margir sjó-
menn. — Á hinum mörgu hættu-
stundum þeirra hentar þeim líka
Jeg kveð þig í vináttu, vinur,
sem viðkvæma sólskins barnið.
Jeg kveð þig sem vetrarins vík-
ing,
er vissi að kalt er hjarnið.
Jeg kveð þig sem fullhugann
frjálsa
og foringja á búenda sviði.
Jeg flyt þjer með sumri og
svönum
sönginn: I drottins friði.
Halldór Helgason
frá Ásbjarnarstöðum.
betur einurð og hreinlyndi, en
flátt- og yfirdrepsskapur. —
Jeg þekti Guðmund lieit. af og
ti] í fjórðung aldar, þó að kynni
okkar væru minni síðustu árin,
eftir að hann fluttist suður á land
og byggi jeg orð mín um hann, á
reynslu. Hann var góðgjarn og
hreinn í huga, umtalsfrómur og
bruggaði aldrei öðrum vjelráð,
en slíkir menn standa oft ber-
skjaldaðir fyrir örfum þeirra ill-
gjörnu. — Honum var lífsnautn
í því að vinna, en var frábitinn
öllu þvargi og deilum. —
Þegar slíkum mönnum er kippt
í burtu frá okkur verður mörgum,
að eðlilegu, söknuður og sorg, en
þar standa næst konan og börnin,
og svo gamlir foreldrar. — Guð-
mundur var fæddur á Kolbeins-
stöðum í Hnappadalssýslu, 15. októ
ber 1895, og eru foreldrar hans
lifandi enn, bæði aldurhnígin.
Það eru hjónin á Svéinsstöðum
fyrir utan Enni á Snæfellsnesi,
þau Guðbjörn Bjarnason og Helga
Jónsdóttir, mestu sæmdarhjón,
enda bera öll börn þeirra þess
merki að til uppeldis þeirra hefir
verið vandað. — Kona Guðmund-
ar heitins var Guðrún Ásbjörns-
dóttir af Sandi og eiga þau 6 börn,
það elsta 15 ára, en það yngsta á
2. ári. Það er sárt fyrir hana að
missa svo góðan mann, og hörmu-
legt fyrir börnin að geta ekki
nötið kærleika föður síns og for-
dæmis hans, slíks ágætismanns,
— en þeim leggst eitthvað til og
góðir menn verða áreiðanlega
sendir þeim til umönnunar, þegar
á þarf að halda.
0. C.
Prófessor Kapitza,
sem var í skemtiferð
í Rússlandi, fær ekki
að fara úr landinu
aftur.
Rússneski prófessorinn Peter
Kaptizta, sem frægur er fyrir at-
om-rannsóknir sínar, var fyrir
skömmu á ferðalagi í Rússlandi.
Honum héfir nú verið bannað að
fai-a aftur úr landi.
Lord Rutherford og' Kapitza,
eru miklir vinir og samstarfsmenn
um langt skeið í Cambridge.
Búið var að veita próf. Kapitza
300 þús. krónur úr enskum sjóði
til að halda áfram vísindalegum
rannsóknum í Cambridge. Ensku
blöðin hafa því gert sjer tíðrætt
um þessa þvingun og telja hana í
alla staði óverjandi.
Rússneska sendiherraskrifstofan
í London, hefir tilkynnt, að stjórn
in í Moskva hafi ákveðið að starfs
kraftar próf. Kapitza, ætti að
nota í þágu rússneskra vísinda, og
þess vegna liafi honum verið bann
að að fara úr landi.
Stjórnin hefir látið hann íiafa
til umráða stóra „villu“, tvo bíla
og einkarannsóknastofu, en hann
fær ekki leyfi til að fara úr landi.
Kennarinn: Þú ert gleyminn,
Pjetur litli, að gleyma altaf penn
anum þínum heima. Hvað myndir
þú segja, ef hermaður færi í stríð,
án þess að hafa sverð?
Pjetur: Að hann væri herfor-
ingi!
Hápu- og kjóla-
TÖLUR
mikið úrval.
Nora - Magasío
POTTAR,
aluminium með loki 1.00
Bollapör, postulín 0,35
Matardiskar, blá rönd 0.45
Kaffistell, 6 m., postulín 10.00
Kaf'fistell, 12 m., postulín 16.00
Ávaxtastell, 6 m., .postulín 3.75
Ávaxtastell, 12 m., postulín 6,75
Vatnsglös, þykk 0.30
Borðhnífar, ryðfríir 0,75
Skeiðar og gafflar, ryðfrítt 0.75
Höfuðkambar, fílabein 1.25
Hárgreiður, stórar 0.75
Vasahnífar, ágætir 0.75
Matskeiðar og gafflar, alum. 0.20
Munum halda þessu lága verði
svo lengi sem byrgðir endast.
H. Elnarsson S Björnsson
Bankastræti 11.
PO
í góðu lagi til sölu.
Verð 1700 kr.
Uppl. í síma 4707.
Jafuframt því, að Skandia-
mótorar hafa fengið miklar
endurbætur eru þeir nú
lækkaðir í verði.
Aðaiumboðsmaður.
Carl Froppé
Sumarkápur,
Dragtir,
Fermingarkjólar,
Sumarkjólar.
llersi. Vlk.
Laugaveg 52. Sími 4485.
Ný veftðlilöog,
með hjóli og fleiru til sölú
á Njálsgötu 12.