Morgunblaðið - 17.05.1935, Síða 4

Morgunblaðið - 17.05.1935, Síða 4
4 ¥ O R G U N B I A Ð I Ð Föstudaffinn 17. maí 1935. Fiskveiðar Englendinga. Miðin i Norðursjónum eru að tæmast. Nýjar veiðiaðferðir. Nýlega birti enska blaðið ,.The Sunday Express“ grein um fiskveiðar Englendinga og fiskneyslu þeirra. í greininni er það haft eftir sjerfróðum manni, að miðin í Norðursjónum sjeu að eyðast af fiski og að því þurfi að leita annara betri miða, til þess að hægt sje að full- nægja fiskneytendum, sem stöðugt fjölgar í Bretlandi. Grein þessi er að ýmsu leyti fróðleg fyrir íslendinga og birtist því útdráttur úr henni hjer: Bretar eru nú sú þjóð, sem neytir mest fisks af öllum þjóð- um, að Japönum einum undan- skildum. Á hverju ári koma 525,000 tonn af fi.ski til Bretlands. Um 20 þús. fiskbúðir sel.ja fisk víðsvegar um landið, og verðmæti fisksins nem- ur 19 mdjónum sterlingspunda á ári, (eða rúmlega 420 miljónum íslenskra króna). 1200 togarar. 250 þús. manns vinna beint eða óbeint að fiskveiðum, og þar af ,eru 150 þús. manns á sjónum. Þeir atvinnuvegir, sem eru sambæri- legir að fólksfjölda, til, eru land- búnaðurinn, kolagröftur, stáliðn- aður og bílaiðnaðurinn. Með samanburði er vel hægt að sýna hve Bretar standa öðrum þjóðum framar í fiskveiðum. í Bnglandi eru^ 1200 togarar á móti 57 í Ameríku allri, þar af .eru 3 í Kanada. Fiskur er einhver mest eftir- sótta fæðutegund í Bretlandi. Enda má glögt sjá af því, að vin- sæiustu fisktegundirnar, svo sem koli, heilagfiski og síld verður oft að sækja óravegu frá ströndum B retlands. Botnvörpurnar hafa tæmt miðin. Aflmiklir togarar hafa tæmt öll mið í Norðursjónum. Vörp- urnar hafa hreinsað botninn af öllu, sem hirðanlegt er, og fisk- urinn kemur ekki aftur eins og sakir standa. Þeir, sem kaupa dag lega fisk hjer í Englandi halda ef til vill að hann hafi verið veiddur daginn áður. Nei, svo auðveldlega næst ekki þessi dýr- mæta fæðutegund. Piskurinn hef- ir flúið frá ströndum Bretlands, og meiri hluti þess fisks, sem seld- ur er daglega hj.er í búðum er 12—14 daga gamall. Nýjan fisk er aðeins hægt að fá í hinum dýr- ari fiskbúðum. „Dower kolinn". Af þessum ástæðum verða fiski- mennirnir að leita nýrra miða ár- lega, og sækja hann æ lengra og lengra frá heimkynnum sínum. Síðustu tuttugu ár hefir enginn togari verið bygður til veiða í Norðursjónum. Hinn víðfrægi „Dower koli“ hefir heldur ekki verði á boðstólum síðustu 30 ár. Með hverju ári, sem líður leng- ist vegalengdin, sem fara þarf, til að finna ný mið, og gú lýtur jafnvel svo út sem þau sje öll að eyðast. Fyrstu miðin, sem Englending- ar leituðu til var Færeyjabanki, milli Skotlands og íslands. Síðar fóru þeir alla leið að íslands ströndum. Á fjarlægum miðum. Mestur hluti þess fisks, sem daglega kemur hjer á markað- inn, er frá miðuuum við Bjarnar- ey, við Spitsbergen og við strend- ur Siberiu. Togararnir eru sex daga á leiðinni á miðin, hvora leið. Á þessum miðum skín , dags- ljósið aðeins sex stundir á sólar- hring, að vetrinum ti]. Hull er mesta fiskihöfn í Bret- landi, þangað koma þau skip, sem sækja hin norðlægu mið. Næst er Grimsby, þar berst ekki eins mikið í land af fiski. En verðið er liærra þar, sökum þess að þangað koma þau fáu skip, sem enn veiða í Norðursjónum, og fisk- urinn, sem berst á land í Grimsby, er því nýrri. Fiskimenn, sem sækja á hin fjarlægu mið lifa gleðisnauðu lífi í kulda og myrkri, og þeir dvelja h.já fjölskyldu sinni til jafnaðar sex daga á ári. Verðlag og vinnulaun. Togaraskipstjórarnir ensku eru sjerstakir dugnaðarmenn, oft ó- heflaðir og mentunarlitlir, en að öðru leyti afburðamenn. Það er líkt og þeir hafi sex skilningar- vit, og noti auka skilningarvitið til að finna fiskinn. En þeir bera líka oftast mikil laun úr býtum fyrir þessar auka gáfur sínar. Góður togaraskipstjóri fær í kaup alt að 25—35 þúsund krónur á ári. Togaraeigendur rífast um bestu skipstjórana og yfirbjóða oft hvern annan td að ná í góðann skipstjóra. Ensku togaraskip- stjórarnir fara, eins og að líkum lætur, misjafnlega með það fje, sem þeir vinna sj>er inn. Flestir leggja þó peninga fyrir, annað- hvort til að geta keypt sjer skip sjálfir, eða til að lifa áhyggju- lausu lífi, er þeir hætta sjó- mensku. Helmingur alls þess fisks, sem seldur er í Bretlandi kemur til neytenda soðinn, í gegnum hinar óteljandi fisköslubúðir, sem al- staðar er að finna í Bretlandi. Vinsælustu fisktegundirnar eru þorskur —. 40% af öllum fiski sem selst er þorskur —, því næst kemur síld (25%) og ýmiskonar þorskfiskur (15%). Meira er beypt af fiski á Suð- ur-Englandi, heldur en á Norður- Englandi. Heilagfiski á 2 shillinga pundið. Þeir, sem greiða hæst verð fyr- ir fisk eru Gyðingar. Sama hvað það kostar, Gyðingarnir vilja fá það besta, sem fæst. Algengt er að Gyðingar í fátækrahverfinu Whitéchapel greiði 2 shillinga fyrir pundið af heilagfiski. Skata selst einungis í London, nema smávegis, sem vart tekur að nefna. Enskir fiskimenn eru nú mjög áliyggjufullir út af rauð- sprettuveiðinni. Hún veiðist ein- ungis í Norðursjónum og við Is- lant, en þverr nú óðum, svo til stórvandræða horfir. Fiskveiðar Englendinga munu breytast mikið næstu 10 ár. Farið er nú að nota stór gufuskip, 10 þúsund tonn að stærð, sem eru í förum milli Newfoundlands og Englands. Um borð í þessum skip- um eru smábátar, sem sendir eru út á daginn til veiða og koma á 'kvöldin að móðurskipinu með veið ina. Bátar þessir veiðá á hand færi. Harður sem steinn. Fiskurinn, sem er aðallega heil- agfiski, er hraðfrystur upp í 36 gráður og verður þá harður sem steinn. Móðurskipið er marga mánuði í ferðinni. En þegar það kemur heim aftur er fiskurinn samt sem nýveiddur. Fiskinn má síðan geyma mánuðum saman án þess að hann skemmist og hægt er að flytja hann um allan heim í sama ástandi. Að mestu er farið með hann sem frosið kjöt. Vegna þess að flytja þarf fisk- inn svo langt að er hann mjög dýr. Verðið er nú 100% hærra en fyrir stríð, þó aðrar matvörur hafi ekki hækkað nema um 35—40%. í náinni framtíð mun þó fiskverð hækka enn meir. Það er gaman að athuga fisk- salastjettina ensku. í margar ald- ir hafa það verið menn sem af >eig- in ramleik hafa unnið sig upp, sem haft hafa fisksöluna á hendi. Synir þessara manna halda sjald- an áfram fiskframleiðslu — þykir það ekki nógu fínt. Fiskkaupmenimir. Fiskkaupmennirnir ensku verða fæstir mjög ríkir. Maður, sem á frekar stóra fiskverslun ber varla mieira úr býtum vikulega en sem svarar 150—200 krónum. Stærsta fiskverslunarfyrirtæki Englands er Associated Fisheries, sem hefir nú um 600 manns í þjón ustu sinni. Fyrirtæki þetta er bygt upp af alþýðumanni, sem tók við versluninni af föður sínum er hún hafði aðeins 10 manns í þjónustu sinni. Ríkustu fiskframléiðendur Eng- lands eru Hellyer bræðumir tveir í Hull. Faðir þeirra var fátækur sjómaður frá Devon, sem flutti sig norður á bóginn, þegar byrj- að var að veiða með togurum. Fyrirtæki þeirra er nú að minsta kosti hálfrar miljóna sterlings- punda virði. Hættaícgar músaveíðar. Húsmóðir ein í Bordeaux komst í það að elta mús, sem hún sá í eldhúsinu hjá sjer, með gló- andi skörung. Músin hvarf undir eldhúsborðið og húsmóðirin sló á eftir henni með vopni sínu, en í því sprakk húsið í loft upp. Kon- an hafði gléymt því, að maður hennar geymdi púður og veiði- býssur undir borðinu. Butmundur ]. Eaö^sson símstjórí. Guðmundur Jóhannesson Eyj- ólfsson, en svo lijet hann fullu nafni, andaðist í Landakotssþí- tala 12, þ. m. Hann var fæddur 22. sept. 1889. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðný Aradótt- ir og Eyjólfur Ofeigsson trjesmið- ur í Reykjavík, og ólst hann upp hjá þeim. Á unga aldri gerðist hann verslunarmaður hjá Thomsen kaupm. í Reykjavík og stundaði jafnframt nám við Yerslunar- skólann. Árið 1908 fluttist Guðm. sál. ril Hafnarfjarðar og rjeðist verslun- armaður hjá Einari sál. kaupm. Þorgilssyni. Stundaði hann versl- unarstörf til ársins 1917, að hon- um var veitt símstjórastaðan í Hafnarfirði, sem hann síðan gegndi til dauðadags. Guðm. sál. var hár vexti og þrekinn, andlitið frítt, svipurinn hreinn og góðmannlegur og var maðurinn allur hinn glæsilegasti að vallarsýn. Innri maður hans var ekki síður. Hann var ljúf- mannlegur í allri framkomu, jafnt við háa og lága, hjartagóður og trygglyndur og trúr og sannur í öllu, sem hann tók sjer fyrir hendur. Skömmu eftir að hann fluttist til Hafnarf jarðar, byrjaði hann að gefa sig við leiklist, sem þá stóð með nokkrum blóma þar. Varð hann strax mikill styrkur þeirri starfsemi, máske ekki síst fyrir það, að hann var ágætur raddmaður. Það fylgdist þá líka dð, að hann var mjög söngelskur. Yar hann lengst af í söngfjelag- inu Þrestir í Hafnarfirði og einn af bestu kröftum þess fjelags. Árið 1915, hinn 20. nóv., kvæntist Guðm. sál. Ingibjörgu Ögmundsdóttur skólastjóra Sig- urðssonar í Hafnarfirði, hinn á- gætustu konu. Lifir hún mann sinn, ásamt tveimur mannvænleg- um börnum þeirra,Guðrúnu og Ögmundi Hauk. Harma þau nú ástríkan og umhyggjusaman maka og föður. Við alllr fjelag- ar hans og vinir, fornir og nýir, söknum hans einnig mjög og jeg veit, að þeir og allir, sem kynt- ust hinum látna, muni taka undir það, sem hjer hefir verið sagt hon um til ágæris, og þykja í engu ofmælt. Guðm. sál. verður jarðsettur í dag frá Hafnarfjarðarkirkju. Sannur drengur er tíl moldar borinn. S. H. Freðýsa og reyktur lax, best í itjötbúðiii Heiðuitreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575« Bívanar, dýnur og alls konar stoppuð húsgögn. Fjölbreytt ast úrval Vatnsst. 3. Husgagnaverslun Reykjavíkur. §kermar. Höfum mikið og fallegt úrval af leslömpum. Silki- og Perga- ment skermum. SKERMABÚÐIN. Laugavegi 15. Spikfeitt kjöt af fullorðnu fje á 55 aura % kg. í súpukjöti og 65 aura V2 kg. í lærum. Milnersbúð. Laugave,e: 48. Sími 1505. Gardínustengur. Patentstangir, messingrör. Hringir etc. fyrirliggjandi. REX-stangir væntanlegar næstu daga. Ludvig Slorr Laugaveg 15. Fegarðardrottníng á ferðalagí. Nýlega var fegurðardrotning valin í Vínarborg. Dómendumir voru alt vel þektir listamenn og þeir tilkyntu að stúlkan hefði alla þá eiginleika, sem nútímalistamenn gera til nútíma Venusar. Hin hamingjusama fegurðar- drotning heitir Herma de Hat- vany og er aðeins tvítug að aldri. Þegar mynd af henni birtist í blöðunum fór að streyma að hénni h.júskapartilboð og 16 þeirra voru frá Bandaríkjunum. Ungur Ameríkumaður, sem á heima í Lexington, skrifaði, að síðan hann hefði sjeð mynd henn- ar, keypti hann eingöngu vörar, sem á væri letrað: „Made in Austria". Herma de Hatvany hefir sagt austurrískum blaðamanni frá því að nú ætli hún að ferðast til Ame- ríku og ef ril vill — ef henni líst á einhvern af þessum 16 — gift- ast þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.