Morgunblaðið - 18.05.1935, Page 5

Morgunblaðið - 18.05.1935, Page 5
Laugardaginn 18. maí 1935. WORGUNBLAÐIÐ 5 Freðýsa og reyktur lax, best í HlSftaðHin Herðutareið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Gardínustengur. Patentstangir, messingrör. Hringir etc. fyrirliggjandi. REX-stangir væntanlegar næstu daga. Lndvig Storr Laugaveg 15. Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi liár við / íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goðafoss Langaveg 5. Sími 3436 hann mælir: .. Því ef Kristur segir, að sá sem lítur eina konu til að girnast hana, hann hafi alla reiðu drýgt hór með henni í sínu hjarta, þá er líklegt, að heiftin muni ekki hafa meira frelsi í himninum, heldur en óleyfileg elska, þótt hvorutveggja sje and- ístygð fyrir guði“. Nærri má geta, að þegar báðar þessar nornir Uggja einum manni á hálsi, þá muni hann verða all- undirleitur og bera höfuðið ekki hátt, eða höfðinglega. Meistari Jón hefir góð ráð á boðstólum handa þeim sem reiðir eru, þeim til yfirbótar. Hann seg- ir m. a.: „Þá vil jeg brúka ráð hins gamla Platonis, er liann bauð þeim, sem reiður væri, að hann skoði sig í spegli, á meðan hann væri hvað grimmastur og myndi hann hræðast sjálfan sig“. „Síra“ Sigurður byrjaði ræðu sína — þegar sólin var háttuð — bálreiður. En úr heiftinni dró áð- ur en langt leið. Þar í útvarps- kytrunni mun vera spegill og má ætla, að þessi sjálfumglaði maður hafi litið í hann, eða þá í vasa- spegil sinn, tU þess að dást að hrafnsaugunum í sjálfum sjer, en sjeð þá að hárin risu á höfðinu. Þá sljákkaði í honum reiðiraustin og dró úr hvæsi raddarinnar og mikilmenskuhvinurinn fell niður í það, sem útvarpstæki ríkisins, 10 þúsund talsins, þola. Ræðu sína hóf hann með því móti, að hann. teymdi hlustendur „upp á ofur- hátt fjall“, og ljet hann í veðri vaka, að þaðan sæi „öll ríki ver- aldar og þeirra dýrð“. Þá var þar komið hans ráði og framferði, að klerkurinn bar fyrir sig vængi freistarans og bauð hann hlust- endum þau til eignar og afnota, ef þeir veittu sjer lotningu og til- beiðslu. Frh. Guðmundur Friðjónsson. Drengirnir og dýrin. Jeg sá það í Lesbók Morgunbl. á dögunum, að Jón Pálsson, (fyrr- um gjaldkeri) hefði stofnað fje- lag með drengjum til þess að hlynna að fuglum hjer í bænum. Á þessu var eiigin vanþörf, því að of mikið kveður hjer að óknytt- um margra drengja og skemdar- verkum, m. a. gagnvart dýrunum. Að vísu mun mega géra ráð fyrir því, að þetta stafi einatt meira af óvitaskap en illkvitni, að minsta kosti í uppliafi; en ekki líður þó á löngu, áður en atlhæfi þetta er orðið ástríða, er að lokum gérir drengina að óknyttastrákum og misendismönnum eða leiðir þá í algerða glötun. Það er síst spar- að nú á dögum að ala á sjálfræði unglinganna og kveða hart að þeirri „þvingun“, er felst í að- haldi — svo sem boði og banni — á æskulýðnum. Unga fólkið þyk- ist þá líka geta farið allra sinna férða fyrir nöldri eldra fólksins. Það má vel vera, að aðhaldið sje einatt um of, en hitt mun þó sannara, að nú sje farið að brydda geigvænlega mikið á agaleysi, bæði á heimilunum og í skólun- um, og það reyndar svo mjög, að þar sje það í rauninni ungviðið, sem segi fyrir vérkum — að minsta kosti óbeinlínis, eða geri með öðrum orðum það eitt, er því gott þykir. En það sjá allir menn, að þá er í fullkomna ófæru stefnt, er svo er komið. Eða til hvérs eru blessuð börnin látin fara í skóla, ef þeim er ekki ætlað að læra af kennurum sínum, og þá fyrst og fremst að læra að hlýða? Jeg- ætlaði mjer annars með línum þessum að minnast á „dúfnarækt“ drengja hjer í bæ. Svo sem bæjarbúum er kunnugt, grípur sá „faraldur" drengina við og við að koma sjer upp kanínu- búi eða alifuglarækt. Nú sem stendur eru það víst dxvfurnar, sem mést kveður að í þessu efni. í sjálfu sjer er ekkert við það að athuga, þó að drengi langi til þess að hafa dúfur sjer til gam- ans, svo skynsama og skemtdega fug-Ia, ef þeir kunna með þær að fara og láta fara vel um þær. En þetta vill nú ganga misjafnlega, sem von er til. Þó er hitt verra, að góðum drengjum helst ekki á dúfum sínum fyrir yfirgangi ann- ara, sem að næturlagi hef ja hrein- ar ránsferðir þangað, sem þeir vita dvífna von. Þessir spellvirkj- ar hafa svo dúfurnar á brott méð sjer á stundum, af eggjum eða jafnvel frá nýútskriðnum ungum. Og fyrir hefir það komið, að ó- þokkamir hafa misþyrmt dýrun- um og limlest þau eins og guð- lausir skrælingjar — og náttúr- lega ekki gleymt að gerspilla vist- arverum þeirra. Yeslings dreng- irnir, sem fyrir þessu verða, leita svo á náðir lögreglunnar til þess að lvafa uppi á bófunum. Þetta tekst avvðvitað misjafnlega, þó að lögregluþjónarnir geri drengjun- um venjulega einhverja úrlavvsn, j)ótt auðvitað hafi þeir öðru að sinna. Ef í sökvvdólgana næst, meta lögregluþjónarnir skaðann og gera þeim að endurgreiða eig- öndum. En hjer er venjulega langt of slakt tekið í taumana, því að fyrst og fremst eiga þorpar- arnir alvarlegri ráðningu skilið en þá btlu fjársékt, sem á það er lögð; og- í annan stað vill inn- heimtan einatt fara allmjög út um þvvfur, ef spellvirkjarnir eiga sjálfir að annast greiðsluna án frekari íhlutunar lögreglunnar. Það mun ósjaldan hafa komið fyr- ir, að ránsmennirnir hafi svarað skömmnm og jafnvel beitt bar- smíðum, éf drengirnir, er dýrin áttu, hafa int þá eftir andvirðinu. Jeg hefi að eins drepið á þetta eina dæmi um óknytti sumra drengja hjer í bæ, en þessu lík géta og önnur verið. 1 sambandi við þetta langaði mig til þess að veja athygli manna á því, að ef lögreglan sjer sjer fært að skerast í leikinn á annað borð, þá dugir engan veginn að skiljast við mál- ið á þann veg sem að ofan getur. Það stælir að eins upp „strákinn" í bófunum, að þeim haldist þetta uppi bótalaust — nema á pappírn- um, og að þeir meira að segja hælist um af því, að þeim hafi „verið boðið upp á ókeypis akst- ui' í lögreglubílnunv — þeir hafi svo verið fyrir rjetti og verið sekt- aðir ,en borgi andvirðið aldrei“. Þetta nær náttúrlega engri átt, og eru þó „sektirnar“ lijer ekkert höfuðatriði. Hitt er alvarlégra, að unglingar temja sjer alls konar óknytti á bak við foreldra sína, eða forráðamenn og kæri sig koll- ótta um „sektirnar“, ef ekki er meira að gert. Hjer dvvga því eng- in vetlingatök, ef vel á að vera: Drengirnir verða fyrst og fremst að bæta það tjón, sem þeir hafa orðið valdir að; en þar næst, eða um leið, eiga aðstandendur þeirra að fá fulla vitneskju um framferði þeirra. Lögregluþjónar munu að vísu hafa þá ótrvvlegu sögu að seg-ja, að „aðstandendurnir“ kvvnni þeim einatt litlar þakkir fyrir af- skifti þeirra af þessum málum og beri vísvitandi eða í blindni á móti afbrotum dréngjanna. Borgari. Rfkomenöur Höpoleons III. Eftir að Cliarles Louis Napoleon Bonaparte mistókst að ná undir sig hásæti Frakklands 1840, var hann hafður í varðhaldi í Ham. Þar kyntist hann þjónustustúlku, sem hjet Eléonore Vergeot, og eignaðist með lienni tvo syni. Árið 1846 slapp íhann úr varðhaldinu og þá gifti hann Eléonore fóstbróður sínum, sem Jijet Bvvr, og gerðist hann fósturfaðir drengjanna. Annan drenginn, Evvgéne gerði faðir hans, sem þá var orð- inn Napoleon III., að greifa að Dorx 1870. Hann eignaðist þrjvv börn. Sonur hans á nú heima í Bordeaux og á hann tvær dætur. Onnur þeirra, Hélené, er nú 28 ára gömul og er hún þerna í veitingahúsi í París. Gestur nokk- ur, sem komst að því hverrar ætt- ar hún var, spurði hana hvernig á því stæði, að hún væri komin ,í þessa stöðu. Hún svaraði svo: „Jeg er liarðánægð með vistína, og hið eina sem jeg óska, er að fá að gegna starfi mínu í friði. Hvað væri jeg bættari méð því ef fólk fengi að vita að jeg er afkomandi keisara?“ Systir hennar, sem er yngri, vinnur í hattasaumastofu í Bor- deaux. Prjónasilki i peysuföt nýkomiO & Uerslun In^ibjQrgarJahnson Sími 3540. Slægjulönd til leigu. Áveitulönd ríkisins á Flóaáveitusvæðinu verða leigð til slægna á komandi sumri. — Upplýsingar á skrifstofu Flóaáveitunnar á Selfossi. — Viðtalstími á laugardögum. F.h. Ríkisstjórnarinnar. Búnaðarfjelag íslands. Borðstofuborð, Borðstofustólar og allskonar húsgögn. Mest úrval. Lægst verð. Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Vatnsstíg 3. TENNIS-spaðar frá GRAYS í Cambridge, — — þetta merki er selt í — SPORTVÖRUHÚSI REYKJAVÍKUR, Bankastræti 11. Óþarfur íburður. Fyrir ekki all-löngu hygðu húsa- meistarar í stórborginni Los Angeles í Baudaríkjunum mikið hús handa fjelagi sínu. Var boðið til samkeppni um uppdrátt húss- ins og vildi þá svo kynlega til að kona sem var húsameistari, hlaut fyrstu verðlaun, og var hús- ið bygt eftir uppdrætti hennar. Það var úr járnbentri steypu og var yfirborð steypunnar látið lialda sjer eins og það kom úr mótinu og voru þó borðaförin talsvert áberandi. Aftur var nokk- urt skraut utan um inngöngu- dyr og gluggaop. Þetta þótti þeim liúsameisturunum fara vel og vera auk þess traust og ódýrt. Húsið var óneitanlega einkennilegt og mun fléstum hafa þótt það fallegt. Þetta þótti húsameistarafjelag- inu í Los Angeles sæma skraut- hýsi í stórborg, en hjer á landi sljetta menn jafnvel hlöðuveggi. Alldýrt er þetta, en gagnið vafa- samt, viðbúið að sljettunarhúðin springi og verði því aðeins traust að hún sje máluð áður mörg ár líða. Og málningunni haldið við, en það er ekki lítíll kostnaðarauki. — Þú segist aldrei ætla að gift- ast? — Nei, það væri líka skrítinn náungi sem vildi giftast mjer — og je gvil ekki skrítinn náunga! Bardínustansir. Patent-stangir, gormar. Stangir, sem hægt er að lengja og stytta. BirgÖir takmarkaðar. Komið meðan nóg er til. Björn & Marino Laugaveg 44. Sími 4128. Grænmeti: Hvítkál, Gulrætur, Rauðrófur. Gulrófur. Tómatar. Til Stykkfsbólms fastar bílferðir alla mánndaga eg fimtudaga. Frá Stykkishólmi aila þriðjudaga og föstudaga. Blfrelðastððln Hekla. Sími 1515.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.