Morgunblaðið - 21.05.1935, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.05.1935, Qupperneq 4
 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 21. maí 1935« KVENDJOÐIM OQ NEIMILIN Tíska. Kvöld kjóll með löngum ermum. Þó sumarið sje komið, getur altaf verið þörf á verulega falleg- um og fínum kjól ~neð löngum ermum. Á tískusýningum stór bæjanna hefir það og komið í ]jós, að kvöldkjólarnir eru mjög oft með löngum ermum, þó þeir sjeu úr ljettum, rósóttum efnum. En þá eru ermamar víðar og íburð- armiklar eða með einhverju sjer- kennilegu sniði. Matreíðsla: Kvöldkjóll með löngum, íburðar- miklum ermum og hvítum piqué blómum í hálsinn. Á þessum kjól eru ermarnar að- alatriðið. Þær eru saumaðar við hálsmálið í djúpum fellingum, sem eru opnar frá öxl, en saumað- ar saman við hinar háu manehett- ur. Kjóllinn er alveg sljettur í hálsinn, en blómin, sem hylja háls- málið eru úr hvítu piqué. Smórfeffir á kvöldborðið. Söltuð síld. . Síldin er afvötnuð, hreinsuð og lögð í mjólk í nokkra tíma. Tekin UPP, þvegin og þurkuð og lögð : ská á fat. Öðrumegin er settur saxaður laukur og hinumegin kapers. Borðað með soðnum jarð- eplum og' hrærðu smjöri eða lauk- sósu. Lauksósa. 25 gr. smjörlíki. 25 gr. hveiti. 3,5 dl. mjólk. 1 tesk. salt. 1 laukur. Lankurinn er skorinn í sneiðar og soðinn í vatni. Smjörlíkið brætt, hveiti hrært út í og þynt út með mjólkinni. Lauknr og salt látið út í. Fiskikaka. 1 djúpur diskur soðinn, hreinsaður og saxaður fiskur. 125 gr. smjörlíki. 1 laukur. Vz ]. súr rjómi. 5 egg. 60 gr. hveiti. Salt. Smjörlíkið hrært lint og þar í blandað hinum hreinsaða og sax- aða fiski og lauknum, sem einnig er smásaxaður. Rjóminn hrærður í og ein og ein eggjarauða, seinast hveitinu og hin um þeyttu eggjahvítum. Saltað eftir smekk. Þetta er sett í vel smurt mót og bakað við jafnan hita í % klst. Borðað strax með hrærðu smjöri, eða hvítri fiskisósu. Helga Sigurðardóttir. Ananassafí f vatnshönanara. Frú Ulla Poulsen dansmær. Hann er sá rjetti — Að búa til gott te. íslensku húsmæðrunum verður ekki skotaskuld úr því að hella upp á kaffikönnuna og búa til gott kafffi. En eru þær jafn dug- legar að búa til gott te? Fyrst og fremst þarf að hugsa um sjálfan tepottinn: Hann vei'ð- ur að vera úr leir, steini eða postulíni. Áður en helt er á, ber að skola tepottinn úr sjóðandi heitu vatni. Eina fulla teskeið má reikna í hvern bolla. Hellið á sjóðandi, nýsoðnu vatni og látið „trekkja“ í 6—8 mínútur. Hrærið í teinu áður en skenkt er í boll- ana og nú á teið að vera gott!* Þ. 2. maí síðastliðinn átti frú Ulla Poulsen, hin fræga danska dansmær, 30 ára afmæli. Hiin lærði að dansa við Ballet- skólann við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, og dansaði þar í fyrsta sinn í „Et Folkesagn“, árið 1922. Síðan hefír hún dansað í mörgum stærri hlutverkum, og Privatmynd af frú Ullu Poulsen. verið solo-dansmær síðan 1924. Hún hefír alt það til að bera er einkennir góða dansmær, enda hefir fegurð hennar og yndis- þokki skipað henni fremstan sess í danska ballettinum. Frú Ulla Poulsen er gift Johannes Poulsen leikara. Varðveisla kvenlegrar fegurðar. Hvernig „stiörnuraarfc< í Hollywood fara að. Á Honululu, höfuðborg Hawaji, er drykkjarvatn afar dýrt. En þar er aftur á móti hægt að fá ananas- safa í svo ríkum mæli, að honum er dælt ókeypis inn í eldhúsin, eftir sjerstökum leiðslum, eftir klukkan sex á kvöldin. Á mynd- inni sjest stúlka í Honululu vera að fá sjer ananassafa úr kran- anum. Sælkerar í Honululu una áreiðanlega vel slíku fyrirkomu- lagi. Fagrar hendur. Fallegar, vel hirtar hendur auka mjög á prýði konunnar. Það eru ekki margar stúlkur, sem hafa hlotið fagrar og fínlegar hendur í vöggugjöf, en þeim mun betur er tekið eftir sjerkennileg- um höndum, sem ,eru ávalt snyrti- legar og vel hirtar. Það er að vísu ekki hægt að breyta sköpulagi handanna, þó nokkuð megi gera til að draga úr sjerstökum ágöllum, og hendurn- ar má gera hvítar og mjúkar og láta neglurnar fá hið rjetta lag. Og handsnyrtingu getur hver og einn gefið sjer sjálfur, án mik- illar fyrirhafnar. Ein handa-aðgerð eða snyrting, „manicure“, endrum og eins, dug- ir ekki. Til þess að fá verulega hirðulegar og fallegar hendur, þarf daglega hirðingu. Hörundið. Hendurnar eiga fyrst og fremst að vera mjúkar og hvítar. Þvoið þær iðulega úr volgu vatni og góðri sápu. Látið hendurnar liggja dálitla stund í sápuvatninu, þurk- ið þær síðan vel og vandlega (það er mjög áríðandi að þurka hend- urnar vel, en mörgum hættir til að gleyma því) og nuddið þær á eftir með góðum handáburði. Ágætt er að blanda saman glyc- erin, rósavatni og sítrónusafa, og hafa við hendina til þess að mýkja hendurnar. Ef hendurnar eru sjerstaklega slæmar, er gott að bera á þær volga olíu á kvöldin og sofa með vaskaskinnshanska yfir nóttina. Fingurnir. Ef fingurnir eru kubbslegir, eða fingurgómarnir flatir og breiðir, skuluð þjer nudda fingurna með olíu, frá fingurgómunum og að lófanum (sama átak og- þegar maður fer í hanska), takið dug- lega á og þrýstið fast að fingur- gómunum. Ef neglurnar eru gjarnar á að brotna, ættuð þjer að halda þeim nokkrar mínútur í volgri olíu á hverju kvöldi. Hitið dál. olíu í skál, og stingið fingurgómunum niður í. Sömu olíu má nota aftur og aftur . Eyðið fimm mínútum fyrir ir hendur yðar á liverju kvöldi, það nægir. Næst verður talað nánar um handsnyrfíngu, „manicure' ‘. Frá París. Lágu hælarnir eru nú að brjóta sjer braut. Það lítur út fyrir, að margar stúlkur sjeu farnar að snúa baki við „stólpahælunum“ óhollu, þótt þeir þyki klæðilegir. Parísarstúlkurnar ganga ekki aðeins á lágum hælum úti á götu og í öllu sporti, þær eru líka á lágum hælum við kvöld- og eftirmiðdagskjóla. * „Clips“ og hnappar af öllum mögulegum gerðum tíðkast nú S meir en nokkru sinni, bæði á kjólum og kápum. Stundum eru „hnapparnir“ mislit glerblóm, stundum eru þeir úr trje, og yf- irleitt lagt mikið upp úr, að þeir j hvað sem hver segir og hvað sem hverjum finst — — — — -----ef hann er sá eini mað- ur, sem þjer getið hugsað yður að tala við, þegar þjer eruð í slæmu skapi, og yður finst allir aðrir óþolandi. — — — ef þjer eruð ekki 6- leyfilega afbrýðissöm, undir eins og hann er liorfinn sjónum, því að sú tdfinning stafar frekar af skyndilegu „skoti“, en hinni sönnu og trúu ást. --------ef þögn í samtali við hann þvingar yður ekki. --------ef þjer farið ekki að byggja loftkastala um gull og græna skóga, og tala um þau auð- æfi, sem hann muni öðlast með slíka konu við hlið sjer (og þjer eruð). --------ef hann fer ekki í fel- ur með ást sína á þessari sömu, ágætu konu, heldur vill láta all- an heiminn vita um hana. --------ef þjer grípið ékki sjálfa yður í því að hugsa um galla hans og ýmsa hvimleiða siði, sem þjer ætlið að venja hann af, strax eftir brúðkaupið. — — — ef hann hefír ekki eitthvað það við Sig, sem þjer kunnið ekki við, en haldið þó að þjer munið geta látið yður lynda að sjá liann daginn út og dag- inn inn alla yðar æfi. ------ — ef yður — þótt þjer getið ekki með góðri samvisku sagt, að hann hafi neinn af fyr- nefndum „kostum“ — finst inst í hjarta yðar, að hann sje í raun og veru sá rjetti! MUNIÐ --------að gott er að hreinsa saumavjelma með því að ryk- sjúga hana með ryksugu. — — — að gott er að þurka sítrónuhýði, steita það smátt og hafa það til bragðbætis í kökur, ábætisrjetti og slíkt. --------að mjög auðvelt er að ná óhreinindum af hvítmáluðum munum, hafi maður dálítið terpin- tín í sápuvatninu. — — —- að Skór, sem eru of þröngir, víkka út, sjeu þeir látnir standa yfir nóttina, úttroðnir með votum prentpappír. — — — að blettir hverfa af postulíni, sjeu þeir nuddaðir með votu salti. sjeu sem sjerstæðastir og ó- venjulegastir. Oft er ekkert ann- að skraut haft á kjólunum en þessir frumlegu hnappar, fíl þess að sem mest beri á, hve frum- stæðir þeir eru. # Af skrauti, sem stúlkurnar í París bera nú á höttunum sínum, ber langmest á allskonar ávöxt- um, tómötum, baunum, eplum o. s. frv. ' ' ff!l

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.