Morgunblaðið - 21.05.1935, Side 5

Morgunblaðið - 21.05.1935, Side 5
M0RGUNBLAÐIÐ l»riðjudaginn 21. maí 1935. Reiði maðurinn í út- varpinu og meistari Jón. , Niðurl. Sú lotning og tilbeiðsla voru m. - a. í því fólgnar, að trúa á skipu- lagið, og mun liann hafa haft í huga sjerstaklega síldareinkasöl- <una sálugu og' svo þar að auki kúabúin í fsafirði og Siglufirði. Þeir, sem fylgt gætu þessum freistara, mundu geta komist á volgan spena. Honum þarna á háa fjallinn virðist vera í nöp við togarafor- kólfana og var hann mjög kampa- kátur yfir baráttunni eða mót- spyrnunni gegn þeim. Þessi maður sem er gefið mólróf fremur en mannvit, hljóp yfir það, sem sá atvinnuvegur hefir afrekað fyrir land og lýð: stíflað útflutning- inn til Yesturheims, bygt upp Reykjavík, goldið svo hundruð- um miljóna skiftir í verkakaup, til almenningsþarfa o. s. frv. Reið- r ín blossað aftur upp og fram úr r þessum tundurhólk, þegar hann • sperti upp ginið móti athafna- mönnunum. Þegar síra Sigurður Einarsson setti að lokum tönn fyrir tungu sína, datt mjer í hug það sem meistari Jón segir í reiði- lestri sínum um oflátunginn sem > eigi kann sjer hóf: „Hann tyllir sjer á þá tröppu, <sem hann er eigi vaxinn til að stíga upp á“. En tískan er voldug og eru ‘ flestir kvennamenn og lausungar limir á hennar bandi. Svo segir meistari Jón: „Veröldin keppist ’ nú um stundir við að tylla sjer i sem hæst og sá er lýttur af mörg- um sem það gerir ekki, svo sem hafi hann eigi vit á, að halda virð- ingu sinni, nema hann troði sjer fram“. Þetta virðist miða á mann, sem svo er á báðum buxunum, að hann vill endilega og fær að tala til þjóðarinnar — í útvarpi — tvisvar á einum degi, af miklum móði — án þess að hafa þó nokk- uð til brunns að bera, sem slægur er í. Meistari Jón lítur hvast og þó um leið milt td slíkra oflætis- - manna, er hann segir: ,,Ó, hvað betra er og óhultara, . að setja sig í hinn ysta sess, eft- ir lausnarans ráði. Þá mun virð- ingin sjálfkrafa eftirfylgja þeim sem svo gjöra“. En ef oflátungarnir þverskall- ast og halda við pútu sína (Reið- ina) fá þeir í eyrun þrumuraust biskupsins: „Látið yður í hug koma, að sálir yðar búa í hey- húsi, því alt hold er hey, segir raust prjedikarans, sem hrópar í eyðimörku. Hversu skjótt kann það að verða til ösku brent, þeg- ar í því kviknar af heiftinni, og hvað erum vjer þá? Hvað verð- ur af þeim, sem sjálfur hefir eyði- lagt það herbergi, sem guð fekk sálu hans til að búa í? Nema að guðs reiðieldur tekur við öskunni og brennur í henni alt til hins neðsta helvítis, frá einni eilífð til annarar. Vertu því snarlega sam- þykkur þínum mótstöðumanni, á meðan þú ert enn á viegi með honum, að ekki ofurselji hann þig dómaranum, en dómarinn 'kvalaranum og verðir þú svo í diflissu kastaður. Sannarlega ségi jeg þjer: Þú rnunt þaðan ekki út íara, fyrri en þú hefir goldið þinn síðasta pening, sem aldrei verða mun um alla eilífð“. Þessar lögmálshótanir stefna á þann, sem lætur reiðina hlaupa með sig í gönur, eðá kemur sjer svo fyrir, að hann getur komið því við, að senda púðurflugur reiði og heiftar í allar áttir. Meistari Jón gerir ráð fyrir margskonar misendi í fari synd- ara og afbrotamanna. Og hann setur undir margan leka, utan híbýla og innan. Hann styður flestallar hugrenningar sínar með spádómsgreinum, eðæ ritningar tilvitnunum. En liann gerir þó ekki ráð fyrir því, að einn mað- ur gerist svo víðfrægur að endem- um, að hann fari suður með sjó í kosningaleiðangur, á sunnudags- tungli, með Birpi Kristjánssyni, á mánudagstunglinu í sömu átt til þess að binda og leysa skóþvengi Ólafs Thors og á þriðjudags- tunglinu vestur um Breiðafjarðar- bygðir, með malpolta Framsóknar á hrygglengjunni; og á'miðviku- dagstunglinu vestur í Patreks- fjörð með jafnaðarmannaskjóðu í fyrir — allar götur svo búinn, að skreyttur mundi vera lánsfjöðr- um hanans. Svo segir meistari Jón um of- lætisbúnað veifiskata: „Því segi jeg það: hver sem býr sig betur en hans standi sómir, þá gerir hann það annaðhvort fyrir fordildarsakir eða lauslætis, og er hvorttveggja stór synd fyrir guði“. En um presta segir þessi marg- sæli biskup, þá, sem vanrækja em- bætti sitt og drýgja stórsyndir — á fjármálasviðinu, á siðferðis vett- vanginum og með tungunni — að þeirra óp og tannagnístran, muni taka yfir öll önnur óhljóð ann- ara stjetta manna, „í því dýkinu sem vellur af eldi og brenni- steini“. En, meðal annara orða. Mundi „síra“ Sigurður Einarsson vera illa fallinn til þess að athuga — í lifanda lífi — brennisteinsnám- urnar þar norður og niður frá, og skipuleggja þær, þannig, að úr þeim sje unninn brennisteinn handa eldspýtnagerð ríkisins, sem búið er að skipuleggja — að því leyti, sem sölu snertir eldspýtn- anna 1 Auðvitað þarf harðfylgi til þess að vinna þær námur. En Sigurður Einarsson gat þess í ræðunni, sem jeg hefi nefnt og sem hann flutti, þegar sólin var gengin undir, að: skipulagning ýmiskonar yrði fram kvæmd hjer í landi, þó að móti bljesi og spyrnt væri móti. Já, hugrekki þessa undirleita fimbulfamba — hver efast um það? Að svo mæltu þakka jeg J'óni sáluga Vídalín fyrir stuðning sinn, mjer veittan, við samningu þessarar greinar. Hana hefir sam- ansett á drottinsdaginn 2. í sumri 1935 Guðmundur Friðjónsson. öþrif á götunum. í grein sem birtist í Morgun- blaðinu, 14. þ. m. var fólk rjetti- lega hvatt til þess að þrífa um- hverfis íbúðarhús sín, fegra garða, ditta að girðingum o. s. frv. Þetta verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki, enda liefir Morgun- blaðið þráfaldlega hafið máls á þessu, og mun allra blaða mest hafa á undanförnum árum hvatt fólk til að prýða garða sína og þá helst með trjáplöntun, enda hefir blaðið notið til þessa aðstoð- ar ýmsra áhugasamra manna. Breytingar hafa líka orðið mikl- ar á þessu sviði og áhugi fólks aukist stórlega, enda sjást þess AÚða merki. En hvað leggur það opinbera til þessara mála? — Það er heldur lítið — Jú, stöku sinnum sjást frá því auglýsingar, þar sem fólk er ámint um að þrífa til á lóðum sínum. Þeir sem ekki eru þann.ig gerðir að þeir hirði hús sín af sjálfdáðum láta að minsta kosti langflestir, þetta nöldur sig engu skifta, enda líðst það óátalið af yfirvöldum bæjarins. Göturnar, nema þá aðalgöturn- ar, eru altof sjaldan sópaðar. En um það þýðir sennilega ekki að fást — bærinn getur e. t. v. ekki eytt meiru fje- til þessa verks en. gert er. Þó er ólíklegt að ekki væri hægt að ráða hjer bót á án þess að tilfinnanlegan kostnað þyrfti af að leiða. Eitt er þó sem eingöngu verður að kenna hirðuleysi þeirra sem skylda ber til að hafa hjer eftir- lit með, en það mun vera lögregla bæjarins — en það er það að fólki skuli lialdast upp sá ósómi að hafa götur og gangstjettír fyrir skrangeymslu. Jeg nefni aðeins fá dæmi og þau, sem eru mjer nær- tækust, en sömu sögu er eflaust að segja rír öllum hverfum bæjar- ins. Ægisgatan er af mörgum talin vera ein af fallegustu götum þessa bæjar, sökum legu sinnar. Fyrir efri enda hennar stendur ein af veglegustu bygg- ingum bæjarins, en langveglegasta guðshús þessa lands, Landakots- kirkja. Efri hluti götunnar er ný malbiltaður og prýðilega gerður en þegar neðar dregur fer manni að gleymast prýðin og tignin efra og er þó miklu verst neðst, því þar liefir gatan verið, síðan jeg man fyrst eftir, eða um 15 ára bil, rjett nefndur sorphaugur því þar hefir öllu ægt saman, allskonar járnarusli, gjallhaugum, tunnu- skriflum, pjátursdrasli og yfir- leitt öllu sem hugsast getur á slíkum stað. Sömu sögu eða svipaða er að segja um næstu götur, Nýlenda- götu og Mýrarg-ötu. Eins og áður er sagt hefi jeg dvalið um 15 ár á þessum slóð- um, og allan þann tíma liafa þess- ar götur ekki verið þrifnar og skran sem á þeirn hefir verið og meðfram þeim, verið flutt burt nema einu sinni — segi og skrifa einu sinni.. Það var á þúsund ára hátíð Alþingis 1930. Á meðan svo einstæð tímamót í sögu þjóðarinnar þarf til að það opinbera geri skyldu sína í þessu efni ér ekki að búast við að áhugi Rekakkeri. Frá 3. apríl Þl 6. s. m. vantaði m.b. „Gamm“ N. K. 59. Hafði hann róið frá Hornafirði hinn 3. apríl og er hann kom ekki fram, eftir að aðrir bátar voru lentir, var frégn þeirri útvarpað og skip beðin um að veita lið og skygnast eftir „Gamm“. Til hans frjettist ekkert þar til fyrri hluta dags hins 6. apríl, er mótorbátur frá Hornafirði, sem hafði fundið hann, dró hann til lands með bilaða vjel. Bátar frá Hornafirði höfðu leitað 4. og 5., en ekkert frjettist til „Gamms“ fyr en hinn 6. apríl. Hann fanst fyrir vestan Tvísker, um 70 sjómílur undan landi, enda vindur þá dagana, stinningskaldi á NA 5—7 vindstig. Hefði bátur þessi notað rekakk- eri, má telja víst, að meira en 35 sjómílur frá landi, hefði hann aldrei rekið, í stað 70—80, leit orðið auðveldari, báturinn líklega fundist fyr og skipverjum liðið miklu betur í bátnum, en þegar flatrekur. Þegar útvarpið flytur þá fregn, að bát vanti, þá annað- hvort heyrist það á heimilum að- standenda í útvarpstækinu, eða, að fregnin berst skjótt til þeirra frá öðrum, í nágrenninu, sem þau tæki hafa og líklega er enginn, það liarðbrjósta, að hann óski að lengja ógn og kvíða sinna nán- ustu frekar en þarf. f 22 ár hefir verið brýnt fyrir mönnum að hafa rekakkeri í bát- um sínum á sjóferðum, ekki síst, þar sem bátar sækja út á opið haf, en árangur af þeim skrifum verið sama sem enginn, enda fáir fundið sig knúða til að ljá því máli lið. Þó má ekki skilja þetta svo, að enginn hafi sint þeim áskorunum sem „Ægir“ hefir flutt, fyrnefndan árafjölda, því undanfarin 4 ár, hafa. komið fyr- irspurnir um, hvernig rekakkeri skuli nota og fáein, hafa verið pöntuð hjeðan úr Reykjavík, en það sem vantar á er, að þeir sem það hafa notað og finst eða álíta það liafa komið að tilætluðum notum, gefi því opinbe rmeðmæli, því óskiljanlegt er, að kostir rek- akkeris komi ekki eins í ljós við strendur fslands, eins og þeir hafa sýnt sig á öðrum hlutum hafsins. Skipaeftirlit ríkisins ætlast ekki til að rekakkeri fylgi mótor- bátum alment, eftir því að dæma, að ríkisskoðunarmenn skipa, ganga ekki eftir, að rekakkeri fylgi bát. Tryggingarfjelögum mun vera sama um það og hvers- vegna skyldu þá sjómenn vera að auka útgerðarkostnað um 40— 50 krónur fyrir áhald, sem enginn trúir á og yrði eins fljótt ónýtt og bátsséglin, sem fúna og grotna á bómunum, á ótrúlega skömmum tíma. En reynið að segja útlendum sjómanni, að rekakkeri sje húm- búg. Ekki getur það heitið mikil sjómenska að vanrækja að taka það með á sjóinn, sem til bjargar gæti orðið, bæri eitthvað út af, og síst ættu íslendingar að vanrækja slíkt, sem sýnt geta tölur drukn- aðra manna sem hjer segir: almennings um þetta sje meiri én raun ber vitni. Vesturbæingnr. 5 Nemendahljómleikar Tónlistaskólans. Tónlistarskólinn hefir nú eius og að undánförnu haldið tvo nem- endahljómleika í Gamla Bíó. Hin- ir fyrri fóru fram sunnudaginn 12. maí, og má þeim það helst til foráttu finna, að þeir voru ó- hæfilega langir, svo áheyrendur gátu ekki fylgst með af athyg-li þegar fram í sótti. Stóðu þeir yf- ir nær 2% klukkustund. Nemendur leystu yfirleitt verk- efni sín vel af liendi og má t. d. nefna Svanhvíti Egilsdóttur, sem ljek með góðum tilþrifum. Einn- ig komu í ljós góðir píanistahæfi- leikar hjá Rögnvaldi Sigurjóns- syni og hefir maður leyfi til að vænta þess, að úr lionum geti erð- ið góður píanoleikari með tíman- um. Jórunn Viðar, Katrín Mixa, Guðríður Guðmundsdóttir ©g María Jónsdóttir sýndu einnig góða músikhæfileika. Katrín Dal- hoff Bjarnadóttir og Indriði Boga- son Ijeku einleik á fiðlu með und- irleik liljómsveitar undir stjóm fiðlukennara. skólans, Hans Step- anek, romanzana í F-dur og G-dur eftir Beéthoven, og leystu þau bæði hlutverk sín smekklega af hendi. Síðari nemendahljómleikarnir fóru fram sunnudaginn 19. nsaí, og voru þeir hinir skemtilegustu. Eftir að strokhljómsveit nem- endanna hafði leikið Adagio úr strokquintett Bruekners og Menu- et eftir Beethoven, ljeku fimm píanonemendur það sem eftir var hljómleikanna. Árni Björnsson ljeli hressilega Fantasiuna op. 77 eftir Beethoven; Svala Einars- dóttir ljek mjög músikalskt Im- provisata yfir tvö norsk lög eft- ir Grieg. Talsverður þróttur kom fram hjá Önnu Ólafsdóttur, ©g góðir teknishæfileikar lijá Katrínu Dallioff Bjarnadóttur. En mest- um áhrifum náði Margrjet Bi- ríksdóttir með Píanokonsert í G- dúr eftir Beetlioven, sem var vel og vandvirknislega leikinn. Ljek kennari hennar dr. Mixa hljóm- sveitarhlutverkið á flygil. Það getur engum dulist, að framfarir nemenda Tónlistarskól- ans eru miklir frá ári til árs, og kom það mjög greinlega fram nú við þessa hljómleika, hversu mikla þýðingu stofnun þessa skóla hef- ir og hlýtur að hafa fyrir vax- andi musiklífi í landinu. Það væri æskilegt að hinir árlegu nemenda- hljómleikar Tónlistarskólans gætu farið fram fyr að vorinu, t,. d. fyrri hluta aprílmánaðar, svo að góða veðrið og vorblíðan dragi ekki úr aðsókninni, eins og nú átti sjer stað. Vikar. 1923 drukkna í sjó 63 menn 1924 —-------- 78 — 1925 —-------- 93 — 1926 —-------- 50 — Aðrar drukknanir þau ár ...............31 — Alls 315 menn. Af Islendingum drukkna alls þessi ár 284 menn. — Miðað við fólksfjölda munu þessar tölur vera langsamlega þær hæstu sem nokkur þjóð getur sýnt. (,,Ægir“).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.