Morgunblaðið - 29.05.1935, Side 4

Morgunblaðið - 29.05.1935, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 29. maí 1935, KVEMÞJÓÐIN OQ MEIMILIN Sumarið komið. Sumarið er komið, sólin skín, og góða veðrið kallar alla út. En þegar veður er fagurt og dagar og nætur bjartar, þá getur mað- Ur ekki fengið af sjer að fara íxt að ganga í gömlu vetrarkápunni. Maður verður að vera vel klædd- ur og snoturlega, til þess að njóta þess að vera úti í sól og sumri. Þessi búningur, sem sjest hjer á myndinni, er kjörinn útiklæðn- aður. Kjóllinn óbrotinn, bneptur alla leið niður úr, með breiðu leð- urbelti og stórum og góðum vös- um. Yfir kjólnum er víður „sling- coat“, með raglan-ermum. Við klæðnaðinn er hafður lítill, klæði- legur hattur úr köflóttu eða drop- óttu taftsilki, og klútur úr sama efni, hnýttur í stóra slaufu að framan. Hnappagöt eru á neðri lykkjunni og hún er hnept á efstu hnappana á kjólnum. Snotur klæðnaður, kjóll og „sling-coat“. Hanskar, skór og taska er alt í sama lit. Póðrið í frakkanum má t. d. hafa í sama lit og dropana í klútnum og hattinum. Gerðardómur fyrir hús- mæður og stúlkur þeirra Þegar þrætumál hafa risið upp á milli húsmæðra og vinnu stúlkna hefir hingað til enginn lagabókstafur verið til, er gæti skorið úr. Oft hefir það komið fyrir, að hjálparstúlkur hafa rokið á burt með pjönkur sín- ar, í miðri vistinni, ef þeim hefir boðið svo við að horfa, án þess að nokkuð yrði að gert, og yfirleitt ekkert verið ákveðið um rjettindi og skylduverk. En nú hafa nokkrar danskar húsmæður í Kaupmannahöfn bundist samtökum um að koma upp föstum gerðadómstól er dæmi á milli húsmæðra og stúlkna og leysti úr vandamál- um þeir^a á rjettlátan og lög- legan hátt. Hattar Ingiríðar krónprinsessu. Hjer á myndinni sjest lítið kvaddi Svíþjóð. 3. Stráhattur hattur úr svörtu tyll. 8. Blár safn af höttum Ingiríðar krón- með bandi og slaufu úr angora- flókahattur. 9. Þessi hattur er prinsessu Danmerkur og ís-^ ullarefni. 4. Rauður flókahatt- skreyttur með dýrmætum fjöðr lands. ur. 5. Blár „klukkuhattur" úr um, sem prinsessan fekk í arf angoraefni. 6. Hattur úr Sum- eftir móður sína. Var hún með 1. Barðastór hattur úr malin- alibambus. Skrautið á honum hann er hún stje á land í Dan- tyll, blár á litinn. 2. Þennan er „drap“ og brúnt og bleikt mörku eftir brúðkaupið. hatt bar krónprinsessan erhún til skiftanna. 7. Rómantískur, Varðveisla kvenlegrarfegurðar. Hvemig „stjörnurnar“ í Hollywood fara að. Á síðustu „Kvennasíðu“ var minst nokkuð á hirðingu hand- anna alment, hörundið, fing- urna og neglurnar. Hjer er vik- ið nánar að handsnyrtingu, „manicure". Handsnyrting. Ekki veitir af að gefa hönd- unum góða aðgerð einu sinni í viku, það tekur ca. hálftíma. Hafið alt tilbúið, áður en þjer byrjið, naglaþjöl, skæri, bein- pinna og naglasmyrsl, og heitt sápuvatn í skál með sítrónu- sneið í . Þegar búið er að þvo hend- urnar vel og þurka, skuluð þjer sverfa neglurnar og laga þær til með þjölinni, eins og þjer viljið hafa þær, látið þær fylgja fingurgómnum og vera dálítið íbjúgar, en forðist að láta þær enda í of hvössum oddi. Dýfið síðan fingurgóm- unum í sápuvatnið og haldið þeim niðri í því um stund og stingið nöglunum í sítrónusneið ina. Þurkið fingurna og ýtið naglaskinninu upp með nögl- unum. Klippið anneglur og skinntrefjar, en varist að klippa sjálft skinnið. (Og mun- ið að ýta skinninu meðfram nöglunum upþ í hvert einasta skifti sem þjer þurkið yður um hendurnar, þjer skuluð sjá, þá koma „hálfmánarnir“ sem eru svo eftirsóknarverðir, brátt greinilega í ljós!) Þegar búið er að sverfa negl . urnar til eins og æskilegt er, skuluð þjer nudda þær og fing- | urgómana með vaselíni, en | þurka það svo vel af, áður en ' þjer berið naglasmyrslið á neglurnar. Það er máske auðveldara að nota naglasmyrsl og duft til þess að láta neglurnar gljáa, en naglalakk er miklu hald- betra og fljótlegra, úr því búið er að bera það á og það er orðið þurt. Ef þjer kjósið held- ur lakk skuluð þjer velja Ijós- rauðan eða bleikan lit, eld- rauðar, lakkaðar neglur sjást ekki lengur hversdagslega. Annað er það, að sterkrauð- ar neglur geta farið vel t. d. við hvítan ballkjól að kvöldi dags, en þá verður að fcaka rauða lakkið af nöglunum fyrir næsta dag, því að eldrauðar neglur eru hræðilegar við venjulegan, hversdagslegan dagkjól. Erlendis sjást oft gull- eða slifurlakkaðar neglur við gull. lamé eða silfurbrokadekjóla, en það er álitamál, hve fallegt það er. Hinn eðlilegi ljósrauði gljái er minst áberandi og smekklegastur, og hann fer vel við alt. Þegar lakkið er borið á negl- urnar ber að sneiða hjá „hálf- mánunum“ og hvítu brúninni, sem á að vera fremst á nögl- unum. Til þess þarf nokkra æf- ingu og vandvirkni, en það fer best á því þannig. Gætið þess að taka alt gam- alt lakk af nöglunum áður en nýtt lakk er borið á, og þvoið hendurnar vel og þurkið ræki- ' lega, eftir að lakkið er orðið þurt. Þetta var þá hin vikulega handsnyrting. Einnig sverfið þjer daglega neglurnar með naglaþjölinni, en klippið negl- urnar ekki með skærum. Auk þess er mjög gott að gera sjer það að fastri venju að ýta naglaskinninu vel upp með handklæðinu, eftir hvern hand- þvott, eins og fyrir segir. Ef þjer fylgið nákvæmlega þeim ráðum, sem hjer hafa ver- ið gefin til þess að gera hend- urnar snotrar og snyrtilegar, munuð þjer brátt sjá góðan ár- angur, og hendur yðar verða talandi tákn þess, hverju mann leg atorka fær áorkað. M U N I Ð * --------að við þvott og önn- ur húsverk sem þarf að standa við, er gott að hafa gúmmí- mottur til þess að standa á, þá verður maður ekki eins þreytt- ur í fótunum eða bakinu. — — — að þvo mislitar blúndur aðeins úr volgu vatni og góðri sápu. Hafið edik eða salt í siðasta vatninu, og strjúk ið blúndurnar, meðan þær eru votar, með heitu járni. — — — að pálmar þurfa mikla birtu en þola ekki vind- súg. Og munið að vökva þá ekki með ísköldu vatni. Er gott að þjappa moldinni saman upp Matreiðsla: Grænmetissúpur, Grænmetis kjötsúpa. 100 gr. hrísgrjón. 200 gr. matbaunir. 3,5 1. vatn. 250 gr. saltkjöt. 300 gr. gulrófur. 300 gr. gulrætur. 400 gr. kartöflur. 250 gr. hvítkál eða annað kál. Alt grænmetið er hreinsað og skorið í jafna bita frekar smáa. Kjötið skorið í heldur smærri bita. Yatn, grjón og baunir er soðið í ÍV2 klst. Þá er kjötið soðið með í hálftíma. Alt grænmetið sett út í og soð- ið í 20 mín. Súpan á að vera þykk og er borðuð sem eini rjettur til mið- degisverðar. Best er að hafa sem fjölbreyttast grænmeti í súpuna. Ekki er nauðsynlegt að hafa baunirnar, en þær auka á næringargildi rjettar- ins að eggjahvítuefni. Jarðeplasúpa. 1 1. vatn. V2 1. mjólk. 750 gr. jarðepli. 150 gr. gulrætur. 1 næpa. 15 gr. laukur. % matsk. salt. 25 gr. smjörlíki. Söxuð steinselja. Alt grænmetið er hreinsað og skorið í teninga. — Mjólkin og vatnið er hitað og saltað. Alt grænmetið látið út í og soðið þar til það er meyrt og súpan fer að jafnast. Þá er hin saxaða steinselja og smjör- líkið látið út í. Hrátt kál með súrri rjómasósu. V2 kg. kál (hvítkál eða blómkál). % dl. súr rjómi. 70 gr. sykur. % dl. edik. (Þegar talað er um edik er það æfin- lega blandað, ediksýra er aftur á móti óblönd- uð). Salt og pipar. Rjóminn er stífþeyttur. Sykri, salti og pipar blandað saman við og síðast edikinu. Þar í er hrært kálinu, sem er mjög smátt skorið eða rifið. Ekki er nauðsynlegt að hafa edik og er hollara að sleppa því. — Helga Sigurðardóttir. við brúnina á pottinum, og gjarna má gefa hinum þurru trefjum dálítið vatn við 0g við. Eins er gott að láta pottinn standa í fötu með vatni (ekki of köldu) endrum og eins og sprauta allan pálmann með vatni eða þvo blöð hans vel báðum megin. Þó pálminn þurfi nýja mold, er varhuga- vert að skifta um pott, en aftur á móti er rjett að endurnýja efstu moldina í pottinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.