Morgunblaðið - 29.05.1935, Side 5

Morgunblaðið - 29.05.1935, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 29. maí 1935. Síðasta heimsmet Arne Borg fallið. .Einhver frægasti sundgarpur heimsins, Svíinn Arne Borg, setti á sínum tíma mörg ágæt sundmet og keppni hans við ýmsa af bestu sund'mönnum heimsins var á þann veg, að lengi mun í minnum haft, enda Arne Borg. var Borg í mörg ár meðal allra fremstu sundgarpa, sem nokk- nrn tíma hafa uppi verið. Hann hætti keppni í sundi fyrir nokkrum árum og mun hafa verið atvinnumaður síðan. Met hans hafa fallið í valinn smátt og smátt, þó erfitt hafi verið að sigrast á þeim. Lengst hefir met hans í 1500 m. sundi, frjáls aðferð, staðist áhlaup sund- garpanna. Það var 19 mín. 07.2 sek., sett 1927. Meistaramót í sundi við am. háskóla hófst 29. f. m. í New York. Þann dag var m. a. keppt í 220 yards og 1500 m. sundi. Meðal keppenda voru þeir . Jimmy Gilhula og Jack Medica, báðir frægir sundmenn, sjer- staklega Medica, sem sett hefir mörg met í sundi. Bardaginn um sigurinn var geisiharður og óvíst um sigurinn til síðustu stundar, enda fór svo að met Arne Borg stóðst ekki áhlaup- ið og syntu báðir keppendurn- ir undir met-tímanum. Nýja metið er 18 mín. 59,3 sek., og er frábærlega frækilegt. En hvernig keppendurnir hafa barist til síðustu stundar, sjest best á því að Gilhula var að •eins 1/10 úr sekúndu á eftir Medica. Medica vann einnig 220 yards :sundið. Tími 2 mín. 11,5 sek. Ame Borg segir í viðtali við blaðamenn, að honum þyki ó- trúlegt að metið hafi verið lækkað og heldur að brautin hafi verið ólögleg. Verður samt að viðurkenna að það sje að •eins tímaspursmál hvenær met hans falli, og vel geti verið að Medica hafi synt á þessum tíma. K. Þ. Ferðafj.elag' fslands fer skemti- för á uppstigningardag, þ. 30. þ. m. Farið verður á bílum að Kald- árseli, gengið þaðan upp í hraun og að Vatnsenda. Farmiðar fást í bókaverslun Sigfúsar Eymunds- isonar til kl. .7 í kvöld. sm 9 > I DROTTlR Úti-íþróttir. Eftir Carl Silverstrand *og Moritz Rasmussen. íþróttaf jelag Reykjavík- ur gaf út. Rvík 1934. Niðurl. Það væri ,ekki fjarri lagi, að hugsa sjer, að ef umsögn höfund- anna um leikfimisundirbúning úti- íþróttamanna væri undirorpin breytingum — eins og íslenska út- gáfan virðist bera með sjer — væri og fleira, sem höfundarnir hefðu gert breytingu á, ef þeir hefðu endurskrifað bókina. Virð- ist mjer einkanlega líklegt, að þeir hfeðu viljað breyta lýsing- unni á spjótkastinu, því hún er mjög ónákvæm á danska frum- ritinu og hefir ekki batnað í þýð- ingunni. Spjótkast er sú af, úti- íþróttunum, sem einna mestrar samstillingar krefst í hreyfingum öllum og tdburðum. Ef sjálf kast- hreyfingin byrjar örlitlu augna- bliki of snemma eða of seint, mis- tekst kastið, þ. e. a. s. verður styttra, en ef rjett er að farið, með sömu orkueyðslu. Einmitt þetta atriðt er talið lykillinn að leyndadómi þéssarar listar. Lýs- ingin á þessu atriði er mjög ó- fullkomin og villandi í bókinni. Undir 83. mynd er sagt: „— — Þegar vinstri fótur spyrnir í jörð er kastað“. Þetta er ekki rjett, enda segir á næstu síðu — undir 84. mynd: „— — Augnabliki áð- ur en vinstri fótur snertir jörð- ina dregur maður hægri handlegg fram yfir öxlina, fram hjá eyr- anu og kastar spjótinu fram og upp“. Eins og menn sjá, er hjer lítil samkvæmni í lýsingunni; á fyrri staðnum ,er sagt, að kastið byrji ekki fyr en vinstri fótur nemur við jörð, á síðari staðnum er eins og alt kastið gerist augna- bliki áður en vinstri fótur spyrn- ir við jörð. Hið rjetta er, að kaSt- lireyfingin byrja augnabliki áður en vinstri fótur spyrnir við jörðu með snöggri viðspyrnu hægri fótar og mjaðmavindu í kaststefnuna, sem er fylgt eftir með kastvindu bols og hægri axlar fram og beyg- ingu og rjettingu kasthandleggs- ins fram-upp. Mjaðmavindan byrj ar um leið og vinstri fótur tekur niðri og eftirfarandi kasthreyf- ingar eru gerðar meðan staðið er í báða fætur, — því ékki má Sleppa jörð mleð hægra fæti, fyr en spjótið er flogið úr hendinni. Ef kasthýeyfing'in jbyrjar ekki fyr en vinstri fótur nemur jörðu, notast atrennan ekki að fullu og ef liægri fótur sleppir jörðu, áður en kastið er búið, missist valdið á spjótinu og kastið mistekst. Bæði þessi augnablik eru svo dýr- mæt, að ekki má neinn efi leika á því, hvað rangt er eða rjett í þessu efni, í hugum þeirra, sem verið er að leiðbeina, en því fer fjarri, að leiðbeiningin sje nógu greinileg í bókinni, þó myndimar bæti mikið úr. — Lýsingin á at- rennunni er enmig mjög ógreini- leg að því er snertir r jetting hand leggsins aftur. Þegar búið er að lýsa atrennulengdinni — ca. 20 m. — er sagt að 2 metrum frá slcotbrún sje merki sett á braut- ina og annað merki 3 metrum aftar — eða 5 metra frá brún- inni. Svo ,er sagt: „Þegar komið er að 5 metra merkinu rjettir mað- ur handlegginn aftur fram hjá öxlum(!!) (á auðvitað að vera: aftur yfir hægri öxlina), og á liann að vera fullrjettur þegar hægri fótur snertir jörð fyrir kastið“. Flestir þjálfkennarar kenna afturrjetting kast-hand- leggsins í ákveðnum skrefafjölda, en ekki í ákveðnum fjölda metra, eins og hjer er gert. Tekur þessi hreyfing venjulega 2—3 skref, — hjer virðist gert ráð fyrir tveim, eftir 82. mynd að dæma. Atrennan á að vera eins liröð og unt er, og má þó gera ráð fyrir að hvert skref sje a. m. k. iy2 metra langt. Taka þá þessi tvö skref a. m. k. 3 métra, og ef rjettingin er gerð í 3 skrefum — sem er alveg eins algengt — tékur hún 4y2 meter. Er þá auðsjeð að þessi 5 metra vegalengd frá kastbrún má ekkl takast ,sem ófrávíkjanleg regla, því kastskrefið sjálft — sem er gleiðstöðu-gangskref, en ekki hlaupskref — tekur um 1 meter í viðbót og „þegar þessi fót- skiftiaðferð er notuð, verður mað- ur að hafa 2 m. bil til að stansa sig á‘ ‘, segir síðast- í lýsingunni á kastinu. Er því auðsjeð að kast- arinn myndi lenda um 1 metra fram yfir kastbrúnina a. m. k„ ef afturrjetting handleggsins byrj- ar 5 metra frú brúninni. (Annars er það misskilningur hjá'þýðanda, sem auðsjáanlega stafar af van- þekkingu, að halda, að fleiri „fótskiftiaðferðir“ en sú sem lýst ,er, sjeu til; allir spjótkastarar nota sömu aðferðina. í dönsku út- gáfunni er sagt: „?Saar dette (áð- ur umtalaða) Fodskifté sker“ o. s. frv. Er því ekkert gefið í skyn þar um aðrar aðferðir). Hjer að framan hefir verið rætt um þau mistök sem orðið hafa á þeirri hlið bókarinnar, sem mestu máli skiftir, efnismeðferðinni, og hefir þó mörgu verið slept. En auk þess er málið á bókinni væg- ast sagt bágborið. Verður ekki farið að eltast við allar þær am- bögur hjer, enda ógerningur. En til dæmis má taka þetta: Bindi- liður = tengiliður. Maður verði sprengdur = maður gefist upp. Binda saman = tengja saman, samræma (hraða og þol). Nota sjer af því = hagnýta sjer það. Beygja sig upp = beygja sig áfram. Beygjan — — má ekki vera of skörp = ekki — of kröpp. Svo maður fái vald yfir líkaman- um, til þess að lenda ekki á bakið = til þess að ná jafnvægi og lenda, ekki á bakið. Dingul- hreyfings-uppstökkinu = dingul- sveiflunni. Báðar fætur = Báða fætur. Drífur (spjótið fram) = rekur. Skriðhraða (á spjótið) = flughraða. Skarpri (hreyfingu) = snöggri. Tvö orð, sem að vísu ieru góð og gild íslensk orð, koma mjög oft fyrir í bókinni en eru valin af litlum málsmekk. Annað orðið er sjálfsagt, sem notað er bæði í tíma og ótíma. Hefði oft- ast nær verið betra mál og rjett- ara, að nota orðin gott eða best, rjett eða rjettast o. s. frv. Orðið •er leiðinlegt í ritmáli. Hitt er orð- ið þungamiðja. Orðið er alstaðar notað um lifandi líkama og er því mjög óheppilegt og þung- lamalegt. Betra hefði verið að nota orðið jafnvægisdepill; í því orði felst líf og hreyfing, hltt er dautt og drungalegt. Oviðkunn- anlegt er það, að víða í bókinni er ákvéðna greininum slept þar sem betur liefði farið á að hafa hann. Verða þá setningar svona: „Komi þetta fyrir, verður maður að hlaupa eins og grindur væru ekki til“. Hjer er átt við tx-je- grindurnar, sem eiga að vera á brautinni, — aðrar grindur en þær koma ekki málinu við. En með slepping greinisins virðist þetta taka til allra grinda í veröldinni! Þetta vei’ður ef til vill ekki mis- skilið, en afkáralegt er það samt- Sama. er að gegna um þessa setn. úr kringlukastskaflanum: „Þang- að til á handleggur að sveiflast á eftir líkamanum á . eðlilegan hátt------“. Við burtfelling grein- isins er eins og hjer sje ekki átt við kasthandlegginn, heldur bara einhvern handlegg. Því ekki að segja: handleggurinn, eða kast- liandleggurinn. Margt er fleira athugavert uxn frágang bókarinn- ar t. d. margar prentvillur, en hjer skal nú staðar numið. Þessi leiðinlegi dómur, sem bók- in kveður upp yfir sjálfri sjer, er ekki birtur hjer td þess að spilla fyrir sölu hennar, — jeg tel bók- ina eins og hún er frá hendi höf- undanna, að flestu leyti góða, einkum eru myndirnar til mikill- ar leiðbeiningar, — heldur til þess að koma í veg fyrir, að sömu villurnar endurt.aki sig, ef hún yrði endurprentuð og til þess að fordæma þann sundrungaranda, sem hverju góðu málefni er skað- legur og sem rjeði því, að eigi var þegið hið drengilega tilboð fþrótta sambandsins um samstarf að und- irbúningi útgáfunnar. , Til að fyrirbyggja misskilning, skal það tekið fram, að Jón Kal- dal hefir ekki þýtt bókina, held- ur aðeins skrifað formála ísl. þýðingarinnar. Er hjer ekki ástæða til að geta nafns þýðanda, enda ér aðeins rætt um málefni en ekki menn. Ól. Sveínsson. MET. Enn einu sinni hefir sund- garpurinn Jack Medica sett heimsmet í sundi — og það meira að segja tvö. Var hið fyrra á 200 m. frjáls aðferð, tími 2 mín. 07,2 sek., en hið síðara 220 yards frjáís aðferð á 2 mín. 0,7,9 sek. Á sama móti setti Eleanor Holm heimsmet í 100 m. bak- sundi fyrir konur á 1 mín. 09.6 sek. Síðan Danir reistu hinar miklu sundhallir, tvær í Kaup- mannahöfn, eina í Árósum og eina í Ollerup, að ógleymdum hinum stóru og smáu opnu laugum víðsvegar um landið, Tennls. Helen Wills-Moody (t. h.) hefir 6 sinnum unnið meistara- titil á tenniskappleikjunum í Wimbeldon. Skæðasti keppinaut ur hennar á seinasta kappleik, Miss Roune frá Kaliforníu, er að óska henni til hamingju. hafa orðið þar svo miklar framfarir í sundíþróttinni á tiltölulega stuttum tíma, að þess munu fá dæmi í öðrum löndum. Fyrst og fremst hafa sundiðkanir orðið almennar í landinu, og auk þess hafa mikl- ar framfarir orðið í sundkensl- unni. Keppniskunnátta og leikni sundmanna og kvenna er nú meiri og fullkomnari en áður hefir þekst, og hvert met- ið á fætur öðru hefir verið sett af körlum og konum. Ný dönsk met, Norðurlanda-, Evrópu- og heimsmet, hafa verið sett á síðustu árum. Snemma í þessum mánuði setti Finn Jensen nýtt heims- met í 500 m. bringusundi. — Synti þessa vegalengd á 7 mín. 30.7 sek. Gamla metið á Þjóð- verjinn Swartz og var það 7 mín. 33,2 sek. Jörgen Jörgensen setti nýtt danskt met í 400 m. sundi, frjáls aðferð, á 5 mín. 12,3 sek. og Malmström danskt bak- sundsmet á 200 m. með 2 mín. 56.7 sek. Hjer á landi eru margir ágæt ir sundmenn, áhugasamir og duglegir. Kennarar eru hjer einnig ágætir. Hve lengi á að halda þeim niðri? Og hve lengi á allur almeitningur að bíða eftir því að skilyrðin til sund- iðkana verði bætt svo að við- unandi verði. Hve lengi eiga 1- búar þessa bæjar að bíða eftir því að lokið verði við sundhöll- ina og hún gerð svo úr garði að hún ekki verið nafnið tómt. Hve lengi eiga Reykvíkingar að sætta sig við trassaskap og svikin loforð sundhöllinni við- víkjandi? K. Þ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.