Morgunblaðið - 19.06.1935, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðbærinn
þarfnast stórra aðgerða
og endurbóta.
Yið og við koma fram raddir
nm það, að miðbik Reykjavíknr-
bæjar sje haft útundan og sje
bænum til vansa. Er það og hverju
orði sannara. Það er leiðinlegt í
hverju efni sem er, að sjálft aðal-
atriðið sje í ólagi. Hver bær er jafn
an dæmdur eftir aðalhluta hans
— honum veita menn nánasta at-
hygli, og hann er látinn skera úr
hvort bærinn er fallegur eða ljót-
ur.
Það hafa verið fileiri borgir en
Reykjavík, sem langtímum saman
hafa vanrækt að koma menningar
sniði á elstu hverfin. Það var alt-
af látið kveða við, að það væri
svo dýrt að breyta legu gatna og
rífa gömul hús. Fyrir bæ eins og
Reykjavík ætti þétta nú ekki að
vera svo veigamikil ástæða, því að
hjer hefir aldrei ríkt nein sjer-
stök hræðsla við að leggja í það
sem er dýrt, enda liefir bærinn í
heild sinni verið bygður í því
formi sem dýrast er, án þess að
það væri að sama skapi haganlegt.
Þótt bærinn sje miklu útþandari
en nauðsynlegt er, þá er árlega
varið stórf je til að þenja hann enn
meira iit og gera stöðugt nýjar
götur. En miðbærinn hefir fengið
að sitja á hakanum. f borgum út
um heiminn, sem nú óðum
rífa niður og breyta gömlum
liverfum, hefir komið í ljós, að
])etta er hvorki dýrara nje á neinn
hátt erfiðara verkefni en önnur,
sem borgirnar ileggja í, en áhrifin
eru stórkostleg — borgirnar þekkj
ast í sinni nýju og fáguðu mynd,
alls ekki fyrir það sama og þær
voru áður. Svona sjálfsögð menn-
ingármál eiga bæjarfjelög aldrei
að þurfa að vera í vandræðum með
að framkvæma, innan skynsam-
legra takmarka. Þau ráða yfirleitt
yfir miklum lóðaeignum, fjárafli
og vinnuafli, og hafa þar af leið-
andi öll þau öfl í hendi sjer, sem
þarf til að geta haJldið bænum í
sæmilegu stand ái hverjum tíma
sem er.
Miðbær Reykjavíkur er nú svo
ófullkominn og ófagur bæði að
gerð og tdhögun, að sú hugsun
grípur mann fyrst, að eiginlega
þyrfti að jafna liann við jörð og
byggja hann upp að nýju. En
þótt svo róttækt sje nú ekki farið
í hlutina, þá má samt margt laga.
1 þetta sinn ætla jeg að láta
nægja að minnast á tvennar fram-
kvæmdir, sem þurfa að ganga
fyrir. Og það eru lagfæringar í
sambandi við Austurvöll og Tjörn
ina.
Austurvöllur bæjartorg.
Það sem aðkomumenn strax
hljóta að reka augun í, er það,
að öll umferð bæjarins skuli snú-
ast um svo örlítinn blett sem
Lækjartorgið er, og að það skuli
allir vagnar bæjarins safnast sam-
an. En aftur á móti skuli hinu
sjálfskapaða bæjartorgi, Austur-
velli, vera lokað með ryðgaðri
gaddagirðingu, og öllum bannað
að stíga þar fæti, svo að hægt sje
að rækta þar, nokkra hesta af
heyi. — Bæjarmenn hl.jóta og
sjálfir við nánari umhugsun að
furða sig á því, að bærinn skuji
hafa efni á að verja þetta auða
pláss í miðjurn bænum gegn allri
skynsamlegri notkun, þar sem
hann t. d. sá engin úrræði, þegar
Hafnarstræti var malbikað, td að
I-yðja úr vegi gömlum húskofa
þar á horninu, sem svo að segja
stendur í miðri akbraut á leiðinni
upp að Hverfisgötu — og gat. enga
leið fundið til að lúndra að bygt
yrði beint í veg fyrir sjálfsagða
og nauðsynlega framlengingu
Austurstrætis upp í Garðastræti.
Vegna hvers þá ekki hreint og
beint að reyna að gera sjer mat
úr ónotuðum auðum plássum,
leigja t. d. Austurvöll og fáfarnari
götur fyrir upplagsplláss og tunnu
geymslu og hafa svo efni á að
ryðja gömlum hóisum af aðalak-
brautunum.
Það verður ekki sjeð, livað við
það vinst að draga lengur að gera
Austurvöll að bæjartorgi. Því að
það verður hann auðvitað hvort
sem er áður en langt líður. En þá
verður líka um leið að greiða fyr-
ir umferðalínunum í kring um
hann, framlengja Kirkjustræti upp
að Amtmannsstíg — Skólabrú
má loka — ryðja Thorvaldsens-
stræti braut út í Vonarstræti og
rífa Uppsali, svo að greiðari um-
ferðaleið myndist inn á Túngötu
og Suðurgötu. Hvað sem iíður
öðrum mjög svo sjálfsögðum end-
urbótum á miðbænum, þá er þessi
umferðabót nú þegar mjög að-
kallandi.
Tjarnarhverfið.
Því meira fje sem varið er til
að gera götur og önnur mannvirki
í úthverfum bæjarins, því óskilj-
anlegra verður það, vegna hvers
Tjörnin og umhverfi hennar er
iátið sitja á hakanum. Þetta hverfi
sem vegna legu þess og náttúru-
fegurðar mundi í öðrum borgum
sjerstaklega vera dekrað við, það
sýnist hjer vera skoðað sem eins
konar „bakhilið bæjarins", eins og
einhver komst heppilega að orði,
úr því að það nýtur ekki jafn-
rjettis við fjarlægustu útjaðra
bæjarins. Ennþá er á hverju ári
ekið mold ofan í pollana í Templ-
arasundi, Vonasrtræti og á Frí-
kirkjuveg sunnanverðum. Þetta
eru vegabæturnar á þeim götum
þar sem flest samkomuhús bæjar-
ins liggja, þeim götum, þar sem
þegar er mikil umferð af fólki og
vögnum, en samkvæmt legu sinni
ættu að vera aðal skemtigöngu-
leiðir innanbæjar. Suður-tjörnin
hefir verið lög.uð nokkuð nýlega,
en Norðurtjörnin er sami forar-
pollurinn eins og fyrir 20 árum,
með fult af llausagrjóti og rusli
meðfram bökkunum, alt of grunn,
vaxín slýi og að öllu hin sóðaleg-
asta. Botninn á Tjörninni þyrfti
að moka upp og flytja forina á
einhvern stað þar sem vel á að
vaxa, því að lnin kvað vera besti
áburður. Göturnar alt í kring á að
sjálfsögðu að malbika sem vand-
legast. Mundi hreinlætið í miðbæn-
um stórlega batna þegar for og
ryk hættir að berast af þessum
götum á aðarar götur og inn í
samkomuhúsin og íbúðarhúsin —
að ógleymdum Tjarnarísnum, sem
spillist langtímum saman af modd-
roki af þessum götum. Eins og nú
er ástatt, er Tjörnin og umhverfi
hennar uppspretta margskonar
sóðaskapar og óhollustu. T. d.
má geta þess, að á hverju vori og’
sumri klekjasf þar út miljarðar
af flugum, sem sveima í þjettum
skýjum um nágrennið og fylla
glugga og anddyri húsanna. Þessi
ófögnuður mundi hverfa ef Tjörn-
in væri hreinsuð.
Fimm ára áætlun.
Þó að hjer sje aðeins minst á
fátt eitt, sem gera þarf aðalhluta
bæjarins til góða, þá þarf að
verða framhald á því. Það þyrfti
að aemja 5-ára áætlun um endur-
bætur og fegrun miðbæjarins. Á
þeim tíma þarf engar nýjar göt-
ur að gera í útjöðrum. Við þær
götur sem að þegar eru til, geta
hæglega búið 50.000 manns, án
þess að nokkur þrengsli kreppi að.
— Menn verða líka að muna eftir
því, að Reykjavík er ekkert fisk-
þorp lengur. Hún er orðin höfuð-
borg, sem þegar er komin inn í
hinn alþjóðlega ferðamanna-
straum. Hún verður að taka af-
leiðingarnar af þessu og líta út
eins og biístaður siðaðra manna.
— Finnar hafa, síðan þeir fengu
sjálfstæði, lagt svo mikið kapp
á að fegra höfuðborg sína, að hún
er nú 4fegð að vera orðin ein feg-
ursta og hreiúlegasta borgin á
Noi-ðurlöndum og þótt víðar sje
leitað. Þó eru Finnar fátæk þjóð
eins og vjer og eiga ekkert ríkari
auðsuppsprettur. Þeir hafa sýnt
að það er hægt að umskapa heila
höfuðborg á fáum árum. Og hið
sama getum vjer einnig gert ef
vjer bara óskum þess.
H.
Lelkför.
Hinn nýi leikflokkur þeirra
Soffíu Guðlaugsdóttur og Har-
aldar Björnssonar hefir ákveðið
að sýna leikritið Syndir annara á
Akureyri næstkomandi föstudag
og ljiugardag. Fór frú Soffía af
stað til Akureyrar í gærmorgun,
til að æfa nýja leikara í 4 auka-
lilutverkin, því þeir leikarar sem
i.jeku þau hjer sunnanlands fara
ekki norður, kostnaðar vegna.
Alls verða það 8 leikarar úr
flokknum, sem fara þessa • för.
Auk Akureyrar, verður leikið á
Húsavílc, Siglufirði, Sauðárkróki
og Blönduós. Er þetta níunda leik
för Haraldar Björnssonar út um
and. ,
Hinir leikaranir leggja af stað
norður á Fimtudaginn, og eru það
frúrnar, Regína Þórðardóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Nína Sveins
dóttir og ungfrú Nína Jónsdóttir
og Haraldur Björnsson, Gestur
Pálsson og Valdimar Helgason.
Mentaskólanum
sagt upp.
40 nýír stádentar og
31 gagnfræðingar.
Stúdentar.
Mentaskólanum var sagt upp
kl. 1 ífyrradag.
Alls útskrifuðust 40 stúdentar,
22 úr máladeild og 18 úr stærð-
fræðideild. Af stúdentunum, sem
útskrifuðust, fengu 21, I. einkun,
18 H. eink. og 1 III. einkun.
Hæstu einkun fekk Sveinn S.
Einarsson 7,24 stig. Næstur hon-
um varð Bjarni Jóhannesson með
7,09 stig, og þriðji Ólafur Bjarna-
son með 6,84 stig. Þessir þrír
stúdentar voru í stærðfræðideild.
Hæst í máladeild varð Ragn-
heiður Guðmundsdóttir með 6,80
stig.
Gagnfræðingar.
AIls útskrifuðust 31 gagnfræð-
ingur. Þar af voru 22 skólanem-
endur og 9 utanskóla. 21 fengu I.
einkun, 7 II. einkun og 3 ÍII. eink-
un. — 25 gagnfræðingar fengu
einkimina 5,67 eða þar yfir og
hljóta því rjett til að setjast í
lærdómsdeild. Hæsta einkun fekk
Jónas Haralds, með 7,24 stig, önn-
ur Ólöf Bjarnadóttir með 7,14
stig og þriðja Gerður Magnús-
dóttir með 7,07 stig.
Þessir hlutu verðlaun: Sveinn
Einarsson fekk verðlaun úr sjóði
Christiansens lyfsala og Bjarni
Jóhannsson úr legati Jóns Þor-
kelssonar. Ragnheiður Guðmunds-
dóttir feklc bókaverðlaun frá fje-
laginu Germania, hlaut ágætis-
einkun í þýsku, á stíidentsprófi.
Þá voru veitt verðlaun fyrir
iðni, prýði og framfarir og um-
sjónarmönnum og veitt verðlaun
svo 'sem venja er til-
Að lokum ávarpaði Pálmi llann-
esson rektor hina ungu stúdenta
með nokkrum orðum.
Nöfn hinna nýju stúdenta:
Máladeild:
Ásta Benjamínsson, Ástráður
Sigursteindórsson, Birgir Kjaran,
Bjarni Konráðsson, Davíð Ólafs-
son, Dóra Guðbjartsdóttir, Erlend-
ur Vilhjálmsson, Garðar Ólafsson,
Guðrún Einars, Halldór Pjeturs-
son, Hersteinn Pálsson, Jóhann
Steinason, Már Ríkarðsson, Ragn-
ar Sigurðsson, Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, Sigurjón Sigurðsson,
Stefán Björnsson, Stefán Pálsson,
Thórólf Smidt. Þórður Björnsson,
Þórður Möller.
Stærðfræðideild:
Andrjes Ásmundsson, Áki Pjet-
ursson, Ásgeir Magnússon, Berg-
ur Pálsson, Birgir Einarsson,
Björn Jóhannesson, Geir Þor-
steinsson, Hermann Jónsson, Ingi-
björg Böðvarsdóttir, Kjartan Jóns
son, Ólafur Bjarnason, Ólafur
Tryggvason, Páll ,Sigurðsson,
Sveinn S. Einarsson, Vjesteinn
Guðmundsson, Vilhjálmur Jóhann
esson.
Utan skóla:
Eyþór Dalberg, Guðjón Klem-
ensson.
Miðvikudaginn 19. júní 1935.
Afmælisvísur.
Til Einínu Sigurðardóttur.
58 ára 17. júní 1935.
Nú ljómar enuþá ævidagur nýr
og ársins morgun skín þjer fagur
móti,
en um hið liðna, endurminning
skýr,
hið innra lifir, þó að tímar þrjóti.
Með ósk um bestu inst frá hug og
sál,
jeg orðum til þín stefni á þessum
degi.
Jeg veit, að guð mitt heyrir
hjartans mál,
og' iieitu þrá, að öll þau rætast
megi.
Til heilla og gæfu hvert þitt liggi
spor
og húbnn kraftur styrki þig og
leiði.
Og ævidagsins ylhýrt sólskins vor
yfir þig sína geislavængi breiði.
Og ljúfa þökk fyr’ litla soninn
minn,
sem liðinn er td æðri sælu heima,
því honum veitti huggun faðmur
þinn
og hjúkrun, sem að jeg mun aldrei
gleyma.
Lít þú nú fram ti] lífsins vonar-
glöð,
ljósbjartur skíni sjerhver ævi-
dagur.
Hamingjan bæti úr hverri þinni
kvöð,
hjarta þitt vefji dýrðargeisli fag-
ur.
Enu sje þjer gefin orka, heilsa og
fjör,
enn svo þú megir gleðistundir
finna.
Árin þjer færi ávalt lukku kjör,
enn svo þú megir lengi hjá oss
vinna.
Frá dóttur.
Nýlr hundrað-
krónu§eðlar.
eru nú komnir í umferð frá Lands
bankanum. Eru þeir rauðleitir að
lit og líkir að gerð og’ tíukróna-
seðlarnir nýju, með mynd af Jóni
Sigurðssyni á framhlið, fjársafni
á bakhlið og mynd af Jóni Eirílrs-
syni konferensráð sem vat.ns-
merki. — Seðlarnir eru að öllu
hinir ásjálegustu, vandaðir að frá-
gangi og með litbrigðum, sem mjög
erfitt er að eftirlíkja. Fimm- og
fimtukrónaseðlarnir nýju munu
vart væntanlegir á þessu ári, þar
eð ennþá eru eftir nokkrar birgð-
ir af gömlu gerðinni. — Tíukróna
seðlarnir nýju hafa nú verið nær
eitt ár í umferð og reynst vel að
öðru leyti en því, að þeir þykja
nokkuð næmir fyrir óhreinindum.
En það á að verka sem aukin hvöt
tiJ að fara því betur með seðlana
og stuðla að því, að sem al]ra
minst sje af óhreinum seðlum í
umferð.
Landsbankinn sjálfur lætur að
eins úti hreinlega seðla, en því að
eins getur hann haldið eftir slitn-
um seðlum og óhreinum, að þeir
komi inn í bankann. Ættu versl-
anir og önnur fyrirtæki, sem pen-
ingaveltu liafa, einnig að varast
að láta iiti ljóta seðila, enda við-
skiftamenn slíkra fyrirtækja ekki
heldur að láta bjóða sjer slíkt.