Morgunblaðið - 27.06.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.1935, Blaðsíða 7
Fimtudaginn 27. júní 1935. MORGUNBLAÐIÐ Ráðningarstofa | Stmí Reykjavíkurbæjar | 4955 i Lœkjartorgi 1 (1. lofti). ) Karlmannadeildin opin frá kl. 10—12 og 1—2. Kvennadeildin opin frá kl. 2—5 e. h. Vinnuveitendum og atvinnuumssekj endum er veitt öll aðstoð við ráð& ingu án endurgjalds. Skyr. 30 aura ‘|> kg. Símar 1834—2834. Hiötbúðin Borg. BiOfftð ávtftlt um hið besta. Hár. Hefi aitaf fyrirliggjandi hár vií 'ísienskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goðafoss Láugaveg 5. Sími 3436 BÍLL óskast til leigu hálfsmánaðartíma, frá næstu mánaðar- mótum. Tilb. merkt „Abyggilegur‘% legg- ist inn á A. 8. I. getið á farlistanum, hvort það • ætiar að hafa með sjer tjald eða hvort það vill haí'a gistingu. Verð- ur þá gisting pöntuð fyrirfram handa þeim, sem pantað hafa. — Farseðlar fást í Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, alt til föstudags- ’kvölds — ef eigi verður fullskipuð fyr sú þátttakendatala, sem hægt *er að taka. Dagbók. Veðrið í gær: Vindur er S-SA- lægur hjer á landi, allhvass við :SV- og' V-str., með allmikilli rign- ingu og 10—ll st. hita. Á N- og A-landi er veður þurt og liiti víð- >ast 10—16 st. 'Fyrir sunnan og vestan land eru lægðir en hæð fyrir norðaustan. Mun SA-læg átt haldast hjer á landi næstu dægur, heklur hægari. , Veðurútlit í Rvík í dag: SA- kaldi. Lítilsháttar rigning. , Háflóð í dag kl. 3.05 og á morg- un kl. 3.57. Hjónaefni. Nýlega liafa opinber- að trúlofun sína, ungfrú Guðbjörg' Sigurjónsdóttir, Ilverfisgötu 44, <>g' Sigurður Jónsson flugmaður. 85 ára er í dag, Ólafur Þórðar- son járnsmiður, Vegamótastíg 5. Prestastefnan. Síra Óskar pró- fastur Þorláksson flytur erindi í dómkh'kjunni í kvöld kl. 8 y2: Persóna Jesú Krists frá sjónar- miði nútíma gúðfræðinnar. Farþegar með Dettifossi frá Rvík í gær til Hull og Hamborg- ar: Dr. Guðm. Finnbogason, yfir- bókavörður, ungfrú Nanna Zoega, ungfrú Sigþrúður Jónsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Kristín Magn- úsdóttir ungfrú, Bruno Kress kenn ari, Rúna Þorsteinsdóttir ungfrú og nokkrir útlendingar. Laxveiðin. Sigbjörn Ármann kaupmaður, sem skipaður hefir verið til þess að hafa lögreglueftir Ut með því, að ákvæðum laxveiði- laganna frá 1932 sje fylgt í Hvítá í Borgarfirði og hinum laxveiðaán- um þar, hefir beðið Morgunblaðið fyrir nokkrar athugasemdir við- víkjandi fregn sem stóð í blaðinu um laxveiðina í ánum. Segir hann að nú sje nógur lax bæði í Grímsá og Þverá, og fyrir þremur dögum hafiEnglendingar t.d. fengið 25 pd. lax í Langadrætti, sem er norður undir Tvídægru. Eins og stóð í blaðinu, verpti fyrir ós Grímsár, en þá fekk Sigbjörn menn til þess að grafa ósinn út og sá um verlcið. Síðan hefir laxinn runnið upp í ána Síðan rigningarnar byrjuðu liefir hlaupið vöxtur í árnar í Borgar- firði, og hefir laxinn því runnið upp þær, og nóg var af honum í Hvítá, méðan þurkatíðin var sem mest. — Sigbjörn Ármann getur þess líka, að hugmynd sín sje sú, að fá Hvítá algerlega friðaða fyrir netalagningu, og ádráttur í öllum þverám heiinar sje bannaður með lögum. Þá verði þarna besta lax- veiðasvæði í heimi, og þá þurfi ekkert að vera að hugsa um laxa- klak þar, þegar rányrkjan, er úti- lokuð. Eimskip. Gullfoss var í ísafirði í gær. Goðafoss er á leið til Vest- mannaeyja frá Hull. Dettifoss fór til Hull og Hamborgar í gær- kvöldi ld. 8. Brúarfoss er í Kaup- mannahöfn. Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar. Selfoss fór frá Aberdeen í gær á leið til Ant- werpen. Ósköp, Véraldar sögur, heitir bók eftir Þorstein Björnsson úr Bau Er fyrsta hefti hennar komið út. Á kápu bókarinnar stendur: Bólt þessi er síst börnum hent, nje veilum; mest fyrir greinda og hjartahrausta menn. Fyrirlestur flytur frú Ellen Hörup rithöfundur í Iðnó annað kvöld kl. 81/2 um „konur, stríð og faseisma". Athygli útsvarsgreiðenda skal hjer með vakin á því að fyrsti hluti útsvara Jiessa árs átti að greiðast um síðustu mánaðamót og að annar hlutinn fellur í gjald daga I. júlí. Nokkrir leikmenn og prestar halda samkomu í Betaníu í kvöld kl. 81/2. Allir hjartanlega vel- komnir. Minningargjöf: í gær var þeim hjónunum, Ingibjörgu Jónsdóttur og Jóni Guðmundssyni, Suður- garði í Vestmannaeyjum færð að gjöf stækkuð Ijósmynd af Sig- urgeiri syni þeirra, sem lirajiaði til dauðs í Bjarnarey, 30. maí síðastliðinn. Á myndina var fest- ur áletraður silfurskjöldur. Gjöf- inni fylg’di einnig allmikil peninga upphæð. (FÚ.). Stefán Guðmundsson söng mánudags- og þriðjudagskvöld í kirkjunni á Sauðárkróki, fyrir fullu húsi, og komu tveir bílar með fólk frá Blönduósi á mánu- dagskvöldið, til að hlusta á söngv- arann. Var almenn ánægja með söngskemtanirnar. Stefán hyggst að dvelja um tíma meðal frænda og vina í Skagafirði, og livíla sig. (FÚ.). Kenslubók í ítÖlsku, II. liefti, ítálsk-íslenskir samtalskaflar og málfræðiæfingar, eftir Þórhall Þorgilsson, er nýkomin út. Þetta lieíti getur — auk þess að vera kenslubók — komið sjer vel sem „túlkur“ fyrir íslendinga, er ferð- ast til ítalíu og ítali sem koma hingað. Að minsta kosti liefir þeg- ar orðið sú raunin á, því að fyr- ir skemstu voru lijer ítalir á ferð, fengu bókina og kváðust hafa haft ómetanlegt gagn af henni. Til sannindamerkis um það er, að þeir keyptu 100 eintölc af henni til þess að liafa með sjér til ítalíu. Tyrol-kvartettinn. Skemtun hans í fyrrakvöld fórst fyrír vegna þess að einn maðurinn var veikur. Kvartettinn hefir beðið blaðið að geta þess, að fólk, sem keypt Iiafði aðgöngumiða, geti fengið þá endur- greidda þar sem það keypti þá. ísland í erlendum blöðum. Blað- ið Tribune í Winnipeg birti þ. 11. maí greinarkafla um íslenska tungu og er hann tekinn úr grein efitr Sigurð Arnalds í Chamber’s Journal. — Tribune birtir grein- arkaflann sem ritstjórnargrein undir fyrirsögninni „The leelandic Tongue“. (FB.). Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Arb. af Sn. Jónssyni, áheit frá J. B. E. 10 kr., frá G. J. 5 kr„ M. H. 2 kr., þeirri gönilu 10 lu\, frá S. V. 5 kr„ af vangá tekið um of af enskum viðskiftamailni, 1 kr., frá síra Jakob Kristinssyni 10 kr. fyrir seldar bækur. Með þakldæti móttekið. Guðm. Gnnnlangsson. Útvarpið: Fimtudagur 27. júní. 10,00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarþ. 15,00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir . t* - 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Tónleikar: Ljett hljómsveit- arlög (plötur). 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Frá útlöndum (Vil- hjálmur Þ. Gíslason). 21,00 Tónleikar: a) Útvarpshljóm- sveitin; b) Einsöngur (Pjetur Jónsson); c) „Kringum jörðina á 30 mínútum“ (plötur). Torgdrotning. Á ári hverju er valin torgdrotn- ing í París. Hjer sjest drotningin sem valin var nýlega og er hún að rjetta konu Flandins fyrv. for- sætisráðherra blómvönd. — Hann sýnist vera dnglegur, nýi vinnumaðurinn þinn. — Já, það er sjerfræði hans að sýnast. Auglýsing um sboðun á bifreiOiiKn og blfbjól- um fi Iðgsagnarumdœmft Reybfavikur. Samkvæmt bifi-eiðalögunum tilkynnist hjer með bif- reiða- og bifhjólaeigendum, að skoðun fer fram, sem hjer segir: Mánudaginn 1. júlí þ.á. á bifreiðum og bifhjólum RE 1— 50 Þriðjudaginn 2. — — — — — RE 51— 100 Miðvikudaginn 3. — — - — — — EE 101— 150 Fimtudaginn 4. — — • — — — RE 151— 200 Föstudaginn 5. — — — — — RE 201— 250 Mánudaginn 8. — — — — — RE 251— 300 Þriðjudaginn 9. — — — — — RE 301— 350 Miðvikudaginn 10. — — - — — — RE 351— 400 Fimtudaginn 11. — — — — — RE 401— 450 Föstudaginn 12. — — - — — — RE 451— 500 Mánudaginn 15. — — — — — RE 501— 550 Þriðjudaginn 16. — — — — — RE 551— 600 Miðvikudaginn 17. — — — — — RE 601— 650 Fimtudaginn 18. — — — — — RE 651— 700 Föstudaginn 19. — — — — — RE 701— 750 Mánudaginn 22. — — — — ' • RE 761— 800 Þriðjudaginn 23. — — • — — — RE 801— 850 Miðvikudaginn 24. — — • — — — RE 851— 900 Fimtudaginn 26. — — — — — RE 901— 960 Föstudaginn 26. — — - — — — RE 961— 1000 Mánudaginn 29. _ — — — — RE 1001— 1050 Þriðjudaginn 30. — — - — — — RE 1051— 1071 Ber bifreiða- og bifhjólaeigendum að koma með bif- reiðar sínar og bifhjól að Arnafhváli við Ingólfsstræti, og verður skoðunin framkvæmd þar daglega frá kl. 10—12 fyrir hádegi og frá kl. 1—6 eftir hádegi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni eða bifhjóli til skoðunar, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bif- reiðalögunum. Bifreiðaskattur, sem fellur í gjalddaga 1. júlí þ. á., skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátrygging ökumanns verður innheimt um leið og skoðunin fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sje í lagi. Þetta tilkynnist hjer með öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Reykjavík, 26. júní 1935. Jón Hermannsson. Gnsfaf A. Jónasson, settur. Treystió ekki á mirtn taliió KODAK" meö Hjá öllum sem Kodak-vörur selja HANS PETERSEN, 4 BANKASTRÆTI, REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.