Morgunblaðið - 17.07.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.1935, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagínn 17. júlí 1935. Viðreisnartillögu Lloyd George #* «5 & *»*> «» «» _ H'Í hafnað af bresku stfórninni- London 15. júlí. FÚ. | I nokkrar undanfarnar vikur „ 4) faéfir breska stjórnin haft til athugunar viðreisnartillögur Lloyd George. I dag tilkynti f órsætisráðherra að st jórnin hefði ákveðið að hafna þeim, og að hún myndi birta ástæður sinar fyrir því innan skamms. Lloyd George hefir nú sjálf- ur biít viðreisnartillögur sínar almenningi. Hann leggur til, m.^a., að tekið verði 250 miljón sterlingspunda lán, til þess að hægt vérði áð 'hrinda í fram- kvæmd ýmsum opinberum verkum, sem nánar eru greind síðar, og til þess að efla mark- að erlendis fyrir breskar vörur, sjerstaklega í samveldislöndun- um. Þá vill hann, að í yfir- stjórri landsins sjeu forsætis- ráðhería og fjórir eða fimm aðrir r^herrar, án umsjónar með sjerstökum stjórnardeild- um, til þess að þeir geti gefið sig óskiftir við almennum stjórnarstörfum. Þá hefir Lloyd George tillogur um húsabygg- íngar fyrir almenning, bæði í flutningsíiafta, þegar öttawa- svditiim1 og borgum, og vill samningrirriir eru útrunnir, harin láta sjerstaka yfirnefnd fimm daga vinnuviku, skóla- hafa urrisjón með því starfi, og skylduJ til 15 ára aldurs o. s. ^ennfremur stofna samskonar frv, Lloyd George. . hH eftirlit með iðnaði og landbún- aði. Það er aðallega á sviði landbúnaðarins, sem Lloyd Ge- orge hygst að gera stórfeldar breytingar. Hann vill láta bændur fá ríkisstyrk, vill byggja 100 þúsund nýbýli þeg- ar í stað, og koma hálfri milj. atvinnulausra manna í sveitir. Margt fleira leggur Lloyd Geörge til, svo sem afnám inn- Norðurför frú Jakobínu Johnson Skáldkonunni haldið samsæti að fæðingar- stað hennar, Hólma- vaði í Suður-Þingeyj- arsýslu. Húsavík 16. júlí. FÚ. Afarfjölment samsæti heldu Aðaldælir á sunnudaginn skáld konunni Jakobínu Johnson í samkomuhúsinu að Hólma- vaði, en Hólmavað er fæðing- arstaður frúarinnar. Samsætið hófst kl. 2 síðdeg- is, og stóð til kvölds. Margar ræður voru fluttar, og fimm frumort kvæði. I veislulok var heiðursgest- inum afhent að gjöf stórt og vandað málverk af Hólma- vaði, eftir Jóhann Björnsson á Húsavík. L. R. Wager. Sundhöllin. Bæfarráð gengur endanlega (rá nlboðum og samþykkir að (ul!> gvra §undhöllina nú þegar, gegn því skilyrði, að ríkisstfórnin leggi frani tilskilið ffárframlag. Á fundi bæjarráðs 5. þ. m. voru gerðar nokkrar ályktanir við- víkjandi Sundhöllinni. Eftirfarandi ályktanir voru gerðar: Samþykt að allir klefaveggir skuli vera gerðir úr hellusteini. Samþykt að taka heildartil- boði Ragnars Bárðarsonar o. fl., um að fullgera húsið fyrir kr. 83,600.00, sbr. þó brjef frá bjóð- enda dags. 14. júní s. 1. Samþykt að taka tilboði Osk- ars Smith um hitalögn o fl. fyr- ir kr. 35.500.00. Samþykt að taka tilboði Á. Einarsson & Punk um harð- brendar veggflísar og steina frá Ullersdorf og um gólfflísar frá Viller og Boch. Öllum tilboðunum er tekið með því skilyrði, að bjóðendur setji þær tryggingar, sem kraf- ist verður og samningar takisfe við þá að öðru leyti. Það er sömuleiðis skilyrði aí hálfu bæjarráðs, að ríkisstjóm- in samþyikki framangreindar ályktanir og að samkomulag náist við stjórnina um fjár- framlög úr ríkissjóði til þess að hafist verði handa um að f«H- gera Sundhöllina. Var borgarstjóra falið að ræða málið við ríkisstjórnina. 4000 menn farasl i flóöunun London 15. júlí. FÚ. Flóðgárður í þorpi andspæn- is HarikÖw brotnaði í dag, og fórust margir, þegar vatnsflóð- ið skalí yfir bæinn. Tuttugu þúsundir manna vinna nótt og dag við að styrkja flóðgarð- ana. í Kí **? na. í Norðui-Honan hafa nú 4 þús. mtírins druknað í flóðun- um, og að minsta kosti 400 þúsundir eru heimilisviltir. Ógurlegir hitar hafa geisað í Shanghai undanfarna daga, og nú er komin upp kólera í þorpi skamt norðan við borg- ma. Mörg námaslys. } London 15. júlí. FÚ. í gær varð sprenging í námu í Japan, og er haldið, að 63 menn sjeu grafnir þar lifandi. Menn gera sjer litlar vonir um að hægt verði að bjarga nokkr um þeirra. Þá köm eiririig upp eldur í námu í Malaya, og biðu þrír kínverskir „coolies" bana, en tveir hvítir menn urðu fyrir gaseitrun. í Dortmund varð í dag sprenging í kolanámu, 2000 fet um undir yfirborði jarðar, og er vitað um 5 menn sem fórust, og 26 sem særðust, en álitið að manntjón muni reynast enn meira< Loks kom upp eldur í kola- námu í Ungverjalandi, og dóu finim, en 60 meiddust hættu- léga. Erfðafestulönjdin. Bæjarráð hef- ir samþykt að fela bæjarverkfræð- ingi að gera tillögur um á hvaða erfðafestulöndum skuli leyft að byggja og meS hvaða skilmálum. Richthofen flugmaður heiðraður aí bresk- um hermönnum. ^-iojadon 16. júlí. FÚ. Bresku hermennirnir fyrver- andi, sem nú eru á ferð í Þýskalandi, skoðuðu í dag bú- staði fyrverandi hermanna þýskra. Síðar lögðu þeir blóm- sveig á gröf barón v. Richt- hofen, þýska flugmannsins, sem var skotinn niður handan við herlínu Bandamanna. Var tal- ið að hann hefði skotið niður 30 flugvjelar Bandamanna, áður en tókst að ráða niður- lögum hans. Ákveðið er að bresku hermennirnir fari í heimsókn út á búgarð Göhr ings síðdegis í dag. Snðurland fór í gærkvöldi til Reykjarfjarðar, hlaðið vörum þangað. Skipið verður haft sem bustaður fyrir fólk sem vinnur við síldarverksmiðjuna á Reykjar firði. Leiðtogi leiðangurs þess með „Quest“, sem sagt hefir verið frá í blöðum og útvarpi, er ungur jarðfræðingur, sem þegar hefir sýnt, að ástæða er til að vænta mjög míkils af honum. Þarf í því efni ekki annað, en nefna ritgerð hans um hið mikla basaltsvæði vestur af IsÍáridi (ög riorðar), frá Angmagsalik til Kap Dalton, sem birt hefir verið í 105. hindi af „Meddelelser om Grönland“. Þótti mjer þar m. a. fróðlegt að sjá, að höf. telur, að þykt hasaltmynd- anarinnar þarna muni varla vera minni en 15—20000 fet. Þá lýsir Mr. Wager vel liinum mikla mun sem er á eldri og yngri hasalt- myndunum þessa svæðis. Þess- konar munur er einnig mikill hjer á íslandi, eins og t. d. mjög vel má sjá í hömrum Esjunnar, og hjer hefir tekist að sýna, að nokk- ur hluti basaltsins er yngri en hin miklu og merkilegu pliocenu (og yngri) skeljalög á Tjörnesi; en fyrir þessu hafði engan órað, og Verður varla sagt að þeim at- hugunum liafi ennþá verið gefiuri sá gaumur sem skyldi. Verður býsna fróðlegt — mjer liggur við að segja „spennandi“ — að fá að yita, hvort hinar yngri poist- pliocenu basaltmýndanir eru einri- ig til í Grænlandi. Er af þessum og mörgum öðrturi rökum, mikil ástæða til að óska þess, að þeim „QuestIt-möririum megi ferðalagið gariga seiri farsællegast. 2. júlí 1935. Helgi Pjeturss. Byggingafjelag simamanna. Á bæjarráðsfundi 12. júlí var eftirfarandi tillaga samþykt í einu liljóði: „Bæjarráð felur borgarstjóra að bera fram við ríkisstjórnina ein- dregin tilmæli Um að trygð verði yfirfærsla á vöxtum og afborg- unum af byggingarláni, sem bygg- ingarsamvinnufjelag símamanna hefir fengið vilyrði fyrir í Eng- landi og ráðgert er að bæjarsjóð- ur taki ábyrgð á“. Stálsmiðjan svarar verkfalli járn- smiða við Andra með verkbanni. Verkfall það, sem Fjelag jámiðnaðarmanna gerði við togarann Andra á dögunum, heldur enn áfram. Stálsmiðjan, sem tók að1 sjer bráðabirgðaviðgerð á tog-| aranum, skrifaði verkfalls- mönnum á mánudag og tjáði þeim, að verkbann yrði iagt á tafarlaust, ef þeir ekki strax byrjuðu vinnu aft- ur. Verkfallsmenn heldu fund samdægurs og svöruðu því, að verkfallinu yrði hald ið áfram. Stálsmiðjan stöðvaði þvínæst alla vinnu, er hún hefir, í gær Og verður ekki unnið hjá henni fyr en járnsmiðirnir hafa tek- ið upp vinnu aftur við Andra. Við þetta urðu 15 menn at- vinnulausir. Stálsmiðjan sneri sjer því næst tíl VinrtUveitendafjelags ís- lands og óskaði eftír aðstoð þess í þessu máli, en Stálsmiðjan er meðlimur í Vinmiveitendaíje- lagiriu. Vinnuveitendafjelag Islands- sneri sjer aftur til Alþýðusambands íslands. og óskaði eftir, að það geng- ist fyrir því, að járnsmiðirnir hættu yerkfallinu.......... Ekki er ósennilegt, að Al- þýðusambandið beiti sjer fyrir þessu, því samkvæmt yfirlýs- ingu þess, sem birtist í Alþýðu- blaðinu í gær, vill það enga á- byrgð taka á þesSu verkfalli. Samskonar tilfelli og hjer um ræðir, kom fyrir í Dan- mörku í fyrra. Þar hafði fje- lag. innan alþýðusambandsins danska gert verkfall að sam- bandinu forspurðu. Sambandið gerði því tvo kosti: Annað- hvort að taka upp vinnu aftur innan tveggja daga, ellegar að» fjelagið yrði rekið úr sam- bandinu. Fjelagið hætti ekki verkfall- inu og var það þá rekið úr sambaridinu. Hvort Alþýðusambandið hjer tekur sömu afstöðu er enn ó- víst, en verði þessu heimsku- lega verkfalli haldið, áfram, geta afleiðingarnar af því orð- ið mjög háskalegar.. Dagbók. Veðrið (þriðjud. kl. 17) : Lægð- in sem var yfir norðanverðu ís- landi í gær er nú komin austur fyrir land og veldur NV- til N- áttar um nm alt land. Vindur er allhvass við SV-ströndina og nyrst á Vestfjörðum. Norðanlands hefir rignt 4—14 mm. í dag, en mjög lítið vestanlands og ekfeert á SA-landi. Þar er hiti 12—14 st. en annars víðast 8—10 st. og að- eins 6—8 st. á Vestfjörðum. — Lægðin mun haldast fyrir anstan land á morgun og valda NV- til N-átt áfram nm iriestan hluta landsins. í Rvík í dág: NV- Veðurútlit eða N-kaldi. Úrkomulaust. Áheit til Slysavarnafjelags ís- lands. Frá ónefndum kr. 2,50, Gísla Guðmundssyni Hlíð kr. 10, frá Kjalnesing kr. 6, ónefndum kr. 3, gamalt áheit kr. 5, frá gam- alli konu kr. 5, M. L. kr. 10, frá Á. kr. 2, frá Sigurborgu Kristjáns dóttur kr. 10, frá Kristínu kr. 15,. frá N. N. kr. 50. — Kærar þakkir. — J E. B. ísfisksala. Bragi seldi í Grims- by í gær bátafisk fyrir 1325 £ Heimatrúboð leikmanna. Sam- koma í kvöld í Hafnarfirði, Linn- etsstíg 2, kl. 8 e. h, Ennfremur f Reykjavík, Hverfisgötu 50, annað kvöld kl. 8 e. h. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.