Morgunblaðið - 17.07.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1935, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 17. júlí 1935.. Regnhlífar teknar til viðgerð- «r. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Barnavagnar og kerrur tekn- ar til viðgerðar. Verksmiðjan Vagninn, Laufásveg 4. ÍÍÍCfrynninyac Bálfarafjelag íslands. Innritun nýrra fjelaga í Bókaverslun Snœbjarnar Jónssonar. Argjald kr. 3.00. Æfitillag kr. 25.00. — Gerist f jelagar. Máltíðir (2 heitir rjettir) frá 1 krónu og fast fæði í Gafé Svanur við Barónsstíg. Ef þjer viljíð fá heimsendan góðan miðdegisverð þá hringið í síma 1289. Ferðaskrifstofa Islands, Aust urstræti 20, sími 2939, hefir af- greiðslu fyrir flest sumarhótel- In og gefur ókeypis upplýsing- ar um ferðalög um alt land. Spírella. Er aðeins við, til að taka mál og pantanir, mánuð ina júlí og ágúst, á þriðjudög- unn og föstudögum kl. 3—6 síðd. Guðrún Helgadóttir, Bergstaðastræti 14. Slysavamafjelagið, skrifstofa ySS hlið hafnarskrifatofunnar í kafnarhusinu við Geirsgötu, celd minningarkort, tekið móti gíöfum, áheitum, érstillögum aa. m. Jáiufis/taftuc Kaupum hreinleg, notuð herraföt. Hitt & Þetta, Lauga- veg 47. Opið kl. 1—5 síðd. SILUNGUR og lax altaf glæ- nýtt í Nordalsíshúsi. Sími 3007. Veggmyndir og ramrnar í tjölbreyttu úrvali ó Freyju- götu 11. Tll BllllS: Þegar þjer þurfið að kaup«a ný- reykt sauðakjöt, spaðsaltað dilkakjöt og 1. flokks frosið dilkakjöt þá hringið í undir- ritaða verslun. Versltm Sveins Jóhannssonar, Rúgbrauð, franskbrauð og aormalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. KjarnabrauS 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. Drengir sem peningafalsarar. Nýlega var tekið peningafalsara- fjelag í bænum Kisgyör í Ung- verjalandi. Elsti meðlimur fje- lagsskaparins var 16 ára gamall. Lögreglan kom drengjunum að óvörum er þeir voru að bræða silf- ur, kopar og zink í mótum. Gjöf til Japanskeisara. Hitler sendi nýlega Japanskeisara frægt málverk að gjöf. Er málverk þetta af hinum fræga japanska keisara Saga. Myndin er frá 14. öld og hefir lengi verið í eigu þýsks safns. Minna framboð — hærra verð. Japanar hafa nú viðurkent að þeir háfi látið of mikið af til- búnum perlum á heimsmarkaðinn. Nýlega er bvuð að eyðileggja 3000 sekki af perlum, til þess að halda verðinu uppi. Spikað kjðt af fuliorðnu á 55 og 65 aura % kg. Saltkjöt, hangikjöt af Hóls- fjöllum. Svið og rjúpur — og margt fl'eira. Jóhannes Jóhannsson Grundarstíg 2. Sími 4131. Kverielaids- Ljáir. Ljáblöð og ljábrýni. /, i ^ Erfitt ferðalag. Tveir sjómenn frá Messina eru nýkomnir heún úr ferðalagi kringum hnöttinn. Þeir fóru í litlum seglbát. í alt ferðnðust þeir 28,000 mílur og voru 380 daga í ferðinni. Útilegumenn! Munið að MAGGI-VÖRUR eru ómissandi i útilegur. Hið íslenska Fornritafjelag tJt er komið: EYRBYGGJA SAGA. Brands þáttr örva. Eiríks saga rauða. Græn-- lendinga saga. Grænlendinga þáttr. — Einar ÓI. Sveinsson og- Matthías Þórðarson gáfu út.IV. bindi Fornrita. 96+332 bls. Með 6> myndum og 6 kortum. Verð heft kr. 9.00, í ljerefts- og pappabandi 10.00, í skinnbandi 15.00. Áður komu út: Egils saga Skalla-Grímssonar, II. bindi Laxdæla saga, Stúfs þátfay V. bindi. — Við sama verði. — Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Allir Eeykvíkingar lesa auglýsinga: Morgunblaðsins. ^ í SNORUNNI. 58. en Matterson offursti virtist hafa mist málið af undrun. — Og það er mín skoðun, hjelt sir Humphrey áfram, — að Edward lávarður og systir hans hafi þetta kvöld skorist í leikinn, til þses að bjarga lífi okkar. Jeg er sannfærður um, að þorpararnir voru búnir að ráðgera að myrða okkur bæði þetta kvöld, er við sætum við borðið. Jeg held, að Ed- ward lávarður sje í miklum vanda staddur, að hann sje á móti aðförum fjelaga sinna, en sje knúður, til þess að halda áfram samvinnu við þá, einhverra orsaka vegna. Hann náði í lafði Louise um kvöldið, með því móti að láta bíl, sem hann hafði umráð yfir, standa fyrir utan Savoy Court. Bifreiðarstjórinn ljet sem bíllinn hefði bilað, þegar þau komu í Hyde Park, og þá var Edward lávarður þar fyrir „af tilviljun“. Hann var góða stund að sannfæra hana um hina yfirvofandi hættu. En þegar hún loksins ljet sannfærast, fór hún fúslega með honum heim til hans, og skrifaði miða til mín, sem lafði Louise kom með hingað. Lafði Louise komst inn í húsið með lykli sem hún fekk úr lyklaforða ,,fjelaganna“. Hún var svo heppin að jeg var einn þá stund- ina, því að þjer, Matterson, voruð inni að síma. Lafði Louise fjekk mjer brjefið frá frú Brandt, og jeg hafði aðeins örfáar sekúndur, til þess að mæta ekki Matterson á ganginum. Edward þorði ekki að láta okkur vera heima hjá sjer, en flutti okkur á öruggan stað, og ljet okkur lofa sjer því að vera þar um kyrt fjóra daga, án þess að eiga nokkur mök við umheiminn. Að þeim liðnum taldi hann okkur úr hættu. Og á meðan við vorum í burtu voru allar okijar eigur, hús mitt, peningaskápur og skrifborð rannsakað gaumgæfilega. — Og Keynsham þóttist vera verndari yðar? -sagði Matterson hugsi. — Einmitt. En nú komum við að því, sem gerð- ist 1 gær. Hinn ungi Ameríkani van Pleyden — Richard van Pleyden — er kominn af allra besta fólki í Philadelphia, Cartew, einkaritari minn, þekkir hann persónulega. Eins og þjer vitið, var hann rjett búinn að kyrkja mig, af því að hann hjelt, að jeg vildi ekki láta sig fá þenna lykil, sem jeg þá hafði ekki minstu hugmynd um. — Já, nú fer jeg að skilja málið, sagði Matter- son ánægður. — Það var gott, að náunginn gerði það ljóst, að það er lykill, sem þeir vilja ná í. — En það einkennilegasta er, hjelt sir Hump- hrey áfram,— að lykillinn hefir allan tímann ver- ið á eldhúshillunni á bak við diskana, meðan þjónarnir hafa sett húsið á annan endann, til þess að finna hann. Þjónn minn hafði tekið við honum, lagt hann þar og gleymt honum, uns jeg í gær nefndi „lykil“, þá rankaði hann við sjer. Það var eins og allir stæðu á öndinni af eftir- væntingu. — Þá hefir lykillinn altaf verið í yðar fórum, spurði Matterson. -— Já, og er það enn, samsinti dómsmálaráð- herrann. — Hvar er hann nú? spurði ofurstinn. Hver leit á annan og dómsmálaráðherrann brosti. — Eftir æfintýrið í Norfolk, þar sem jeg var gestur Keynsham, sagði hann — og eftir að hafa komist í tæri við piltinn frá U. S. A., er jeg far- inn að missa traustið á meðbræðrum mínum, og þess vegna hefi jeg geymt lykilinn í peningaskáp mínum í skrifstofum neðri málstofunnar. Þar er hann öruggur. — Ekki amaleg geymsla, mælti Matterson. — Viljið þjer ekki lýsa lyklinum fyrir ofurst- anum, bað Pank. — Jú, samþykti Sir Humphrey. . — Hann er flatur, úr silfri, og á hann er letr- að öðrum megin talan 1431, og hinum megin nafn- ið Grimmit. Matterson ofursti stökk á fætur og hrópaði: — Grimmit? Hvað segið þjer? Hafið þjer lesið „Ev- ening News“ í kvöld, Sir Humphrey? Þar stend- ur að Grimmit fjamkvæmdastjóri og annar mað- ur hafi báðir verið myrtir í kjallara hússins í dag, þeir voru skotnir niður af ókunnum mönn- um, sem reyndu að ræna lyklum þeirra. — Já, en hvað er Grimmit eiginlega? sagði Sir Humphrey qg var mikið niðri fyrir. — Mr. Grimmit er, eða rjettara sagt var, upp- finnandi að og framkvæmdastjóri fyrir alveg nýu og mjög merkilegu banka-box kerfi, mælti Pank.. Þeir opnuðu útibú London Street í fyrra. Og lykillinn, sem þjer hafið í vörslu yðar, er iykill að boxi nr. 1431 í geymslukjallara Grimmits. Alla setti hljóða. Sir Humphrey áttaði sig fyrst.. Hann þreif kvöldblaðið sem lá á borðinu og las ákafur í því í nokkrar sekúndur. — Lofið okkur að heyra, hvað sagt er í blað- inu, bað Katherine. — Það er viðbjóðslegt að heyra, sagði Rossiter og hrylti við. — Síðari hluta dags í dag, komu tveir menn, eldri maður og ungur maður, báðir vel klæddir og mentaðir menn að sjá, á skrifstofu Grimmits, og spurðu hvort þeir gætu fengið að líta á ný stálbox, sem væru til leigu í kjallaranum. Mr. Grimmit var hrifinn af hinni viðkunnanlegu framkomu þeirra og fór sjálfur með þeim í sjer- stakri lyftu niður í kjallarann. En þegar þeir voru komnir fyrir fyrsta hornið í kjallaranum,- stakk annar maðurinn skyndilega byssu í síðu Mr. Grimmits og heimtaði aðallykilinn. Lyftudrengur- inn, sem hafði grunað þá um græsku, og læðst á eftir, ætlaði að snúa við og kalla á hjálp, en þeir skutu hann þá niður á staðnum. Hann var særður til ólífis, þegar lögreglan kom að honum, en gat sagt frá því, sem gerst hafði áður en hann gaf upp andan. Grimmit var veiklaður maður, og varð svo mikið um að hann fjell í ómegin, svo að ná~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.