Morgunblaðið - 28.07.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1935, Blaðsíða 4
4_______________ _________________ Frjettabrjef frá Austfjörðum. Þolinmæði kjósenda á Seyðisfirði. — Hlut- drægni innflutningsnefndar og verslunar- kúgun kaupfjelaganna. Fjelög fá einkaleyfi til sauðf járslátrunar, en geta ekki staðið í skilum. Sunnudaginn 28. júlí 1935. Frá Seyðisfirði er blaðinu skrif- að: Fundafrjettir. Hjer hefir verið fremur hljótt um landsmálin nú um skeið, eða síðan Ilaraldur Guðmundsson fór hjeðan. Kjósendur hans bíða með ótrúlegri þolinmæði eftir efndum allra hans fögru loforða, sem enn eru með öllu óuppfylt. — Þegar H. G. náði hjer kosningu 1931, fylktu kjósendur hans liði um göt- ur bæjarins með miklu sigurkvaki og hrósuðu sigri yfir því „að hafa drepið fjandans „Ihaldið" á Seyð- i.sfirði“, og ljetu hátt um það, að með því væru öll lífsins gæði feng- in. Bn hið raunverulega er, að síð- an hefír ásfandíð farið hjer dag- versnandi, skuldir hæjarsjóðs hækkað svo, að engar líkur eru til að það, sem gjaldendum er ætlað að greiða, fáist greitt, og ár frá ári fer atvinnuleysi hjer vaxandi. Það má ekki skilja þetta svo að hið versnandi ástand sje Har- aldi Guðmundssyni um að kenna, honum var ofvaxið að ráða við það. Bn furðu gegnir hve ýmsir kjósendur hjer eru auðtrúa á glam uryrði hinna rauðu valdasjúku ólánsmanna, sem með völdin fara. Það væri ekki ólíklegt að „hátt- virtir kjósendur“ væru nú farnir að 'sjá hve hin fögru loforð þess- ;;ra. manna eru haldlaus, og „stað- i c-yiidirn'ar“ ættu að hafa veikt . rúna á komu hins lofaða sælu- rlkis. Þin-;nanni kjördæmisins fanst j að c k'.a ómaksins vert að eyða . úna og striti í það að koma og 1 ala við kjósendur sína á stjórn- málafundi þeim, er haldinn var hjer 25. júní. Á þeim fundi hóf Jón Pálmason ranræður. Talaði hann aðallega fim fjármálin og atvinnumálin. Lýsti fjármálaóreiðu þeirri, er verið hefði á þeim 8 árum,.sem Pramsóknar- og Jafnaðarmenn hefðu farið með völdin í landinu. Benti á að samanlagðar tekjur ríkissjóðs, á þessum árum, hefðu farið langt fram úr því, sem clæmi væru til áður, sem öllu hefði verið eytt. Þjóðin hefði verið pínd með sköttum, og skuldir aukist um tugir miljóna, og að nú væri svo komið skattálögum og skuldum, að þjóðin gæti ekki lengur undir- risið. Atvinnuvegirnir að gefast upp vegna skattabyrða og síðasta lántaka stjórnarinnar hefði feng- ist með þeim skilyrðum, sem þjóð- inni væri vansæmd að. Um skipu- lagning afurðasölunnar væri það að segja, að hún hefði eklci náð tilætluðum tilgangi, vegna einræð- ishugsjóna stjórnarflokkanna. Páll Zóphoníasson var þar fyrir Pramsókn. Mintist hann ekki á fjármálin, annað en það, að hann sagðist „ekki vilja afsaka skulda- söfnunina". En hann þóttist samt mjög hrif- inn af gjörðum stjórnarinnar yfir- leitt og þá sjerstaklega í afurða- söíu-skipulagningunni. — Vegna hennar rnundu bændur fá meira fyrir hvert kíló af kjöti, sem næmi 10, 15, 17, 22 aurum ea.; liann byrjaði með 10 aura, en því leng- ur sem hann talaði um skipulagn- inguna, óks hrifning hans af henni, og með vaxandi hrifningu, hækk- áði kjötið í verði. Jóni Pálmasyni fanst þessi „fil- osofi“ Páls vera fremur lausungs- keridj fánst hún vera bulli lík- ust, og þar sem enn væri mikið óselt af kjötinu, gæti livorki P. Z. nje áðrir vitað neitt um það, hver útkömán yrði. Uni verslunina sagði Páll það, að hún ætti öll að vera á einni h.endi, þ. e. að hún ætti að vera þjóðnýtt. Mörg flefri gullkorn þessu lík gengu af- niunni Páls. Knútur Þorsteinsson talaði fyr- ir Ðæridaflokkinn. Deildi hanri á stjórnina og fvlgilið liennar fyrir ýmislegt, sem ekki liafði verið gjört af því, sem lofað var við síðustu kosningar. Amælti hann stjórninni og flokki hennar fyrir hlutdrægni og einræðisbrölt. Að málpípur1 stjórnarinnar þættust vera lýðræðissinnar, en beittu kúgun og einræði á öllum sviðum utan þings og innan. Að stjórnar- liðið alt hefði á síðasta þingi, gengið á móti hagsmunamálum þeirra kjördæma, sem ekki ættu rauðan fulltrúa á þingi. Jónas Guðmundsson var mjög ánægður yfir áfrekum þeim, er istjórnarflokkarnir hefðu unnið á þeim tíma, sem þeir hefðu farið meS völd. Sagði að ekki væri meiri árangurs að vænta. Að þeir hefðu tékið við af samsteypu- stjðrn, sem enginn flokkur vildi bera ábyrgð á og vilcli hann ltenna Sjálfstæðisflokknum um hlutdeild í fjármálaóreiðu þeirrri er verið liefði þegar núverandi stjórn tók við. Jón Pálmason benti Jónasi á, að í samsteypustjórninni 1932—’34. hefðí Pramsóknarflokkurinn átt tvo ráðherra og þingmeirihluta, en fjármálaöngþvætið ætti rætur sínar að rekja til óráðsíju Fram- /sóknar og Jafnaðarmanna á árun- uin 1927 til ’31. Jónas Gumunds- son hafði ekkert við þessa ábend- ingu J. P. að athuga. Vaxandi innflutningur og vörubirgðir kaupfjelag- anna. „Morgunblaðið“ hefir lítíllega minst á hlutdrægni Gjaldeyris- og innflutningsnéfndar. Að kaup- fjelögin hafi farið þar með ríf- legri hlut frá borði en kaupmenn. Kaupsýslumenn austur hjer þykj- ast hafa orðið þessa greinilega varir. Að kaupfjelögin hafi í ár haft meiri innflutning en 1933, jafnvel meiri innflutning en 1934. Ef bornar eru saman vörubirgðir þær, sem maður sá í húðum kaup- MORGUNBLAÐIÐ fjelaganna 1932 til 1933, við það sem nú er, er inunurinn anðsær. Það lítur út fyrir, að það vaki ekki einungis fyrir valdhöfunum að koma eigi í veg fyrir að við- skiftamenn kaupf jelaganna geti leitað fyrir isjer með betri við- skiftakjör annarsstaðar, heldur eigi líka að neyða þá menn, sem haft hafa föst viðskifti hjá kaup- mönnum, til þess að taka vörur hjá kaupfjelögunum. Það eru dæmi til, að kaupmönn- um hafi verið neitað um innflutn- ing á kornvörum og öðrum nauð- synjavörum á sama tíma, sem kaupfjelögin virðast hafa fengið samskonar vörur innfluttar eftir vild. Misnotkun slátrunarleyfa. Þetta einræðisbrölt og hlut- drægni rauðliða virðist þurfa að reka upp kollinn í hverri einustu framkvæmd þeirra. Fyrir þessa einræðishugsun hefir afurðasölu- málinu verið stórspilt. Samkvæmt 3. gr. kjötsölulaganna frá 9. ágúst 1934 er kaupfjelögum veitt skil- yrðislaust leyfi til slátrunar og kjötsölu, þó þau ekki ættu annað nje betra hús, til þess að slátra í, en hesthúskofa og ekki áður haft slátrun sauðfjár með höndum. En kaupmenn geta því að eins fengið leyfi að þeir hafi starfrækt, slátr- uun 1933 og „fullnægt ákvæðum laga um kjötmat o. fl.“ og þó þeir hefðu til þess öll skilyrði, fengu þeir samt ekki le'yfi. Með þessu voru bænclur og aðr- ir fjáreigendur neyddir til, að fara til kaupfjelaganna með kjöt sitt, jafnvel þó þeir gætu lítið fengið af því borgað, og þó vitað væri, að efnahagur fjelagsins væri þannig, að við lægi gjalclþroti, eins og t. d. Kaupfjelag Eskifjarðar. Bú þes>s var síðastliðinn vetur afhent til gjaldþrotaskifta og eftir mjög áreiðanlegum heimildum er það haft, að útistandandi skuldir þess sjeu lítils virði. Húseignirnar seklust fyrir 3 þúsund krónur, en skuldir, sem hvíla á fjelaginu eru um 3 hundruð þúsund, þar með taldar innieignir bændanna fyrir kjötið. Á öðrum stað, austur hjer, átti að einskorða slátrun og kjötsölu við kaupfjelagið á staðnum, en eftir mikla baráttu, fjekst um síð- ir leyfi til að fáeinum kindum væri slátrað annarsstaðar. Þetta kaupíjelag var líka á gjaldþrotabarminum, og nú í vor var það gert upp og samið um skuldir þess. Sagt er að Sambandið liafi gefið eftir 85°/o af sinni innieign méð því skilyrði að aðrir kreditorar gerðu hið sama. Það er ekki ósennilegt að eitt- livað hafi verið vangoldið af kjöti því, er menn voru neyddir til að leggja þar inn í fyrra haust. Um það hefir saga verið sögð, eftir fátækum bónda úr Loðmund- arfirði, sem óskaði að fá greidda 23 króna innieign barna sinna, að ekki hafi verig umþokað, að hann fengi meira en 15% úthorgað. Maður skyldi ætla, að Kjötsölu- nefndin hefði getað leitað sjer upplýsinga um efnahagsástæður hinna einstöku kaupfjelaga, áður en hún gefur þeim einkaleyfi til að slátra fje og selja kjöt bænd- anna. Það er ekki einungis áð sú blóðtaka, sem lijer hefir verið nefncl, sje tekin þeim mönnum, sem liaft liafa föst viðskifti við kaupfjelögin, heldur og líka utan- fjelagsmönnum, sem neyddir hafa verið til að fara með fje sitt þang- Reykjavíkurbrjef. 27. júlí. Rannsóknarstörf. Eitt meginskilyrði fyrir efna legu sjálfstæði okkar íslend- inga er að okkur takist að halda hjer uppi öflugum og hagnýtum rannsóknum á gæð- um lands og sjávar. Við þurfum að eignast ötula og starfhæfa vísindamenn, og gera þeim kleift að vinna þessi verk. Til þess að rannsóknirnar komi að notum, þurfa Islend- ingar að hafa þær í sínum höndum, miða þær við þarfir þjóðarinnar, og sjá um að þær samræmist atvinnuvegum henn- ar. Nú hefir landsstjórnin tekið upp samninga við erlendan landkönnuð, sem hefir haft um sjón með rannsóknum í óbygð- um Grænlands.Hann hefir vak- ið á sjer allmikla athygli fyr- ir óbygða-rannsóknir þessar. Hann ætlar, að því er dönsk blöð herma, að víkka verk- svið sitt á næstu árum til Is- lands. Jafnframt því, sem hann ætl- ar að stjórna rannsóknum í ó- bygðum í Austur-Grænlandi, ætlar hann fyrir tilstilli lands- stjórnarinnar að taka að sjer yfirstjórn rannsókna hjer á landi. Meðal fjarlægra þjóða er hætt við, að hin óskyldu verksvið þessa manns verði talin skyld. Hann sje að kanna tvö heimsskautalönd í einu. Hann ætlar, að því er virðist, að kveðja íslenska vísindamenn til liðs við sig. Eiga þeir að verða óbreyttir liðsmenn undir forystu hans. Hvað rekur íslenska lands- stjórn til þess að aðhyllast þessa aðferð við rannsóknirnar á náttúru landsins? Verslunar-„skipulagið“. Vígorð rauðu flokkanna er skipulag. Þó af skipulagi þeirra leiði tjón og vitleysa, beygja þeir rauðu sig fyrir öllum ax- arsköftum, sem af „skipulagn- ingunni“ stafar, í þeirri sælu trú, að vitleysan helber og ó- stjórnin í málefnum þjóðarinn- ar sje góð — ef vitleysan er ,,skipulögð“. Stjórn innflutningsnefndar og núverandi valdhafa á versl- un landsmanna mun vera sú skipulagðasta vitleysa, sem hjer hefir komið fram á sjón- arsviðið. Um áramót auglýsti Skúli frá Hvammstanga, að nefndin ætlaði að takmarka innflutn- ing til landsins við 35 milj. kr. Sami Skúli veitti svo inn- flutningsleyfi fyrstu 6 mánuði ársins fyrir 32 milj. kr. Það sem eftir er mun því vera fyrir hinar frjálsu vörur, tóbak og vín — þann eina inn- flutning til landsins, sem eigi er takmörkunum háður. Innflutningur verður dýr. Af öllu því, sem Hvamms- tanga-Skúli talaði um innflutn- ingsverslun um áramótin, var aðeins eitt atriði rjett hjá hon- um, sem sje það, að íslenska þjóðin hefir yfir takmörkuðum gjaldeyri að ráða. Þjóðin er eins og efnalítill maður, sem hefir afskamtað fje til að greiða með lífsnauð- synjar sínar. En þegar menn hafa af- skamtað fje handa á milli, þá er það hygginna manna háttur, að reyna sitt ítrasta til að gera sem hagfeldust kaup, að fá sem mestar vörur fyrir hið af- skamtaða fje. En Skúli Guðmundsson for- maður innflutningsnefndar hef ir sýnilega ekki eygt þessi ein- földu viðskiftasannindi. Hann skeytir ekki um, þó verslunar- sambönd sjeu rofin, þjóðin verði af hagfeldum kaupum, menn verði að kaupa vörur til landsins fyrir mun hærra verð vegna afslyfta hans af inn- flutningnum. Með þessu móti eyðist fljótt hið afskamtaða fje, og lands- menn komast í vandræði. Hjer er ein ástæðan fyrir því, hve gjaldeyrir þjóðarinnar hrekkur skamt. Það er hin skipulagða vitleysa í verslunar- málum. Svikin. En svo kemur annað til greina. Þegar málpípur Fram- sóknar með Skúla Guðmunds- sýni í broddi fylkingar tala um, að spara þurfi innflutning til landsins, þá má ekki skilja þá pvo, sem þessir menn ætli að sýna hjer vilja sinn í verki. VerslunarskýrsliLr kaupfje- laganna tala öðru máli Kaupfjelögin eru látin ausa vörum inn í landið. Tnnflutn- ingur þeirra er aukinn um miljónir n;eð ári hvtrju. Tímahersingin er að svíkj- ast að þjóðinni. Hún talar um nauðsyn á að minka innflutn- inginn. En vinnur að því að auka hann, eins og verslanir þeirra framast geta. Samtímis og gjaldeyrisvand- ræðin vaxa, eykst innflutningur og vörubirgðir kaupfjelaganna. Og nú er það jafnvel komið svo langt, að vöruiiiöður þess- ara fielaga oru að springa ut- an af hinum vaxandi innflutn ingi. Lítið kaupfjelag í Rangár- þingi, sem þar hefir verið sett urp við hafnleysu laugt frá al- mannaleið, auglýsiv um land alt fjölbreyttar vörubirgðir sínar af \efnaðarvörum, meðan þeir menn, tem besu hafa að- stöðu og pekkingu ti? öflunar •þessarar vöru fyrir gott verð, fá eigi gjaldeyri til að kaupa slíkar vörur til landsins. Mat á hæfileikum. Á sviði íþrótta, sem og á öðrum sviðum, er okkur íslend ingum að því mikill bagi, að okkur vantar oft tilfinnanlega samanburð á frammistöðu okk- ar og annara þjóða. Einangrun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.