Morgunblaðið - 28.07.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.1935, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 28. júlí 1935. Sá/taS-funcUS Tapast hefir sundhetta, rauð og hvít. Skilist á Skólavörðu- stíg 30. Barnavagnar og kerrur tekn- ar til viðgerðar. Verksmiðjan Vagninn, Laufásveg 4. Máltíðir (2 heitir rjettir) frá 1 krónu og fast fæði í Gafé Svanur við Barónsstíg. Ef þjer viljið fá heimsendan góðan miðdegisverð þá hringið JZaupska/uic Bestir ánamaðkar fást á Vesturgötu 7. Nýkomið úrval af kjólkrög- um, mjög fallegar gerðir, ull- arkjólaefni, ódýr. Svart pils- efni og skotskt efni í blússur og svuntur. Versl. Guðrúnar Þórðardóttur, Vesturgötu 28. Barna útiföt og ljereftsföt mjög ódýr, gamasíubuxur, alpa húfur og silkisokkar, fallegir litir, lítið verð. Versl. Guðrún- ar Þórðardóttur, Vesturg. 28. ódýr húsgögn til sölu. Göm- ul tekin í skiftum. — Hverfis- götu 50. Húsgagnaviðgerðar- stofan. Veggmyndir og rammar I tjölbreyttu úrvali á Freyju- f síma 1289. fðtu 11. Ferðaskrifstofa Islands, Aust urstræti 20, sími 2939, hefir af- jfreiðslu fyrir flest sumarhótel- tn og gefur ókeypis upplýsing- ar um ferðalög um alt land. Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. Nautakjöt af ungu í buff og steik. Nýreyktur Lax. Slysavamafjelagið, skrifstofa viS hlið hafnarskrifstofunnar í kafnarhúsinu við Geirsgötu, aeld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Allir muna A. S. I. HlGtbúðln Herðubrelð. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Hún var að velja sjer hatt. — Kona nokkur í bænum Maidstone í Englandi, var um daginn dæmd í sekt fyrir að liafa látið bílinn sinn standa of lengi á götunni fyrir frarnan hattabiið. Dómarinn skýrði henni frá því, að 50 mín- ■útur væri of langur tími til að velja einn hatt, og ef hún hefði í hyggju að láta bílinn standa fyrir framan búðina, á meðan hún verslaði, mætti það ekki taka lengri tíma en stundarfjórðung. ,,Jazz“-kóngurinn, Paul Wlúte- man, sem lítið hefir heyrst frá í nokkurn tíma, kemur nú fram á ! ■ ný með úrvalsflokk í kvikmynd- ! inni „Smg Covernor, sing“. Hann 1 er nú orðinn grannari, og leikur miklu betur, eftir því sem amer- isk kvikmyndablöð segja. Kvikmyndaprinsessa. Amerísk blöð segja frá því, að Katharina Grikklandsprinsessa hafi verið ráðin til að leika í kvikmyndum í Hollywood. Prinsessan er 22 ára að aldri. Hún er systir Georges jfyrv. Grikkjakonungs og frænka liertogafrtiarinnar af Kent. Rottustríð. Á bæ einum í Östre- Toten í Noregi hefir undanfarið verið hreinasta plága af rottum, sem óðu um alt og éyðilögðu hvað sem fyrir var. Bóndinn á bænum og vinnumenii hans hugðu að gera út af við varg þenna. Lögðu þeir mikið af gildrum, fengu rottu liund og rjeðust síðan á rotturn- ar með kústsköftum og öxum. Þegar stríðinu lauk, lágu 700 rott- ur í valnum. ( Höfum fyrirliggjandi: Hessian 50”, 8 ónz. Ullarballa. Bindigarn. Sími 1—2—3—4. Til Akureyrar. Á tveimur dögum: Alla þriðjudaga, fimtudaga og laugardaga- Á einum degi: Hraðferð um Borgarnes, alla þriðjudaga og föstudaga. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir: Til Austf jarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. — Sími 1540. Bifreiðastöil Akureyrar. Morgunblaðið með morgunkaflinu. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunbiaðsins. MMWMwpBiBMig^w»pi.iiii!lwrrMipBgaM!i i. mhhwwiiíiii —n 1"JM FANGINN FRA TOBOLSK. 2. „Má jeg biðja yður að reyna að liða nafnið í sundur?“ „Tsar, það er: keisari, konungur“, byrjaði Simon Aron, „d e, af eða frá, ryn--------nei! — Augnablik — þetta er afar merkilegt —“. Hann sat álútur og tók nú að kinka kolli íbygg- inn á svip. „Auðvitað, það er frá okkar gamla vini, Rex van Ryn!“ Hertoginn brosti uppörfandi. Simon las brjefið yfir aftur. „Rex er áreiðan- lega í klípu, í slæmri klípu“, bætti hann við. „Það held jeg einmitt líka“, samsinti de Rich- leau. „Og hvers frekar verðið þjer vísari?“ Simon svaraði ekki strax. Með vinstri hendinni hringsneri hann hægt vínglasinu, með hinu dá- samlega, gamla kognaki hertogans, en í hinni hjelt hann á hinum ágæta Hoyovindli. Hugur hans var langt í burtu frá þessari fögru stofu, þar sem hin dýrmætustu málverk eftir fræga listamenn hengu, og þakin var þykkum teppum. er gleyptu öll hljóð. Hann var að hugsa um Rex van Ryn, hinn háa og þrekvaxna, dálítið luralega Ameríkana, með ófríða andlitið og hið dæmalaust góða skap. Hann sá hann fyrir sjer í dagstofunni á Trevor Square, en þar bjó hann jafnan, þegar hann var í Lond- on. — Hann sá hann í anda, þegar hann var að tala um, hvernig maður ætti að fá sjer neðan í því: — „Þið skuluð fyrir alla muni ekki láta ykkur nægja að gefa manni einn cocktail — heldur fulla fötu — sjerstaklega þurrum, og svo á maður að skella honum í sig í hvelli — og á- fram með smjörið, piltar. — Maður fær ekki mat- arlyst, fyr en eftir þann fjórða. Nú, hvað um það, skál!“ Og nú kom þetta einkennilega brjef frá Rússlandi. Hvaða glæfraverk hafði Rex nú hætt sjer út í? í hverju hafði hann lent? Simon var ekki í nokkrum vafa um það, að Rex væri í mikl- um vanda staddur, og það gerði hann mjög á- hyggjufullan, því að honum var afar vel til Rex. De Richleau sat stöðugt þögull við borðendann og beið átekta. Hann var óvenju fríður sýnum, en sjerkennilegur, grannvaxinn, heldur fíngerður og nokkuru hærri en meðalmaður á vöxt. Hendur hans voru grannar og gegnsæjar, og hann var töluvert farinn að grána fyrir hærum, en hið göf- ugmannlega andlit var langt frá því að vera veiklulegt.Arnarnefið og hið háa enni og Mefisto- augnabrúnirnar hefðu eins getað verið á þeim van Dyke, sem leit niður á þá frá veggnum andspæn- is. Hinn borðalagði jakki, sem hertoginn var í heima fyrir, var ekki svartur, að gömlum sið, heldur dökkrauður, og hinn hlýlegi rauði litur gerði hann enn líkari málverkinu. Hertoginn virti Simon fyrir sjer og bros ljek um ákveðinn munn hans. Hann þekti of vel hinn varfærna, skarpa vin sinn, til þess að hann færi að reka á eftir honum. „Við skulum fara mjög nákvæmlega í gegnum þetta“, sagði Simon loks. „Hvað á þetta tal um námu að þýða? Jeg hefi aldrei vitað, að Rex hefði áhuga fyrir námuverkfræði? “ „Jeg ekki heldur. En hvernig skiljið þjer setn- inguna um Eatonov?“ Simons leit til hertogans yfir gleraugun. „Já, það var einmitt það, sem jeg gat ekki vel ráð'ð við — Eatonov — jú, það er auðvitað Richard Eatonov, vesíingurinn, sem var í Brixton-fangelsi um tíma. Jeg skil það ekki öðruvísi en svo, að Rex sje líka í fangelsi“. „Það getur varla leikið nokkur vafi á því“, sagði de Richleau og kinkaði kolli. „Það er mjög sniðulega að orði komist með Eatonov. Hann veit, að við skiljum það. En engum öðrum myndi detta það í hug. Og ef maður vill fá frekari fullvissu um það, getur maður gefið gaum að setningunni um, að hann verði ef til vill fluttur, og ennfrem- ur, að það sje útilokað, að hann geti mætt okkur í Moskva „undir núverandi kringumstæðum“„ Hann er áreiðanlega í Sovjet Rússlandi, en hann er ekki frjáls maður“. „En brjefið er sent frá Finnlandi“, mælti Si- mon. „Já, það er það að vísu“, svaraði hertoginn um leið og hann skenkti kognak í glasið fyrir gest sinn. „En jeg tel víst, að því hafi verið smyglað úr Rússlandi. Það getur vel litið þannig út, að Rex hafi óttast, að sendiboðinn yrði rannsakað- ur við landamærin, og hafi því látið hann um ut- anáskriftina, eftir minni. Maður getur varla hugs- að, að enskukunnandi maður hafi skrifað utan á umslagið. Og alt þetta tal um stöðvarnar, fjelaga og andbyltingarmenn, er eingöngu til þess að gabba sovjet-yfirvöldin“. „Hver er Jack Straw? Jeg botna ekkert í því. Sá eini, sem jeg -man eftir að hafa heyrt getið um, er Jack Straw, sem á höllina í Heath“. „Höll Jack Straw? Hvernig á að skilja það?“ Hertoginn leit spyrjandi á hann. „Já, það er veitingahús í Hampstead Heath með því nafni. Þar hafði ræninginn Dick Turpin bækistöð sína fyrir eitthvað hálfri öld“. „Já, en segið mjer, veitingahús í Hampstead og náma í Rússlandi, hvað getur það verið skylt? Það hlýtur að vera til einhver önnur skýring á því“. „Það kann að vera, að þetta sama veitingahús sje stefnumótsstaður fyrir eitthvað leynilget sov- jet-fjelag“, sagði Simon hikandi. „En kæri vinur, þjer skiljið þó, að ef Rex hef- ir komist í 'klandur við Ogpu, leynilögregluna rússnesku, þá eru þeir síst líklegir til þess að gefa okkur upplýsingar“. „Það gæti verið andbyltingarfjelag. Og það væri hugsanlegt, að Rex hefði verið tekinn fastur fyrir þátttöku í þeim fjelagsskap“. „Ef það er tilfellið, má vel vera, að Rex hafi farið til Rússlands í erindagjörðum fyrir þessa út-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.