Morgunblaðið - 30.07.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.07.1935, Blaðsíða 5
Þriíjudaginn 30. jólí 1935. MORGUNBLAÐIÐ Þingtíðindi frá 3. Iðn- þingi Islendinga ék Akureyri. ikýrsla utn tillögur og nefndarálit. Þriðja iðnþing íslendinga var sett á Akureyri, í húsi Iðn- aðarmannafjelagsins þar, laug- ardaginn 6. júlí kl. 2 síðdegis. Stóð það í 4 daga, og var því slitið miðvikudaginn 10. júlí að kvöldi. Iðnþingin eru aðalfundur Landssambands Iðnaðarmanna -og eru haldin annaðhvort ár, til skiftis í kaupstöðum lands- ins. Þetta þing sátu 50 fulltrú- ar, 19 frá Akureyri, 15 frá Reykjavík, 9 frá Hafnarfirði, 4 frá Vestmannaeyjum og 3 frá ísafirði. í Landssambandi Iðn- aðarmanna eru nú 22 fjelög msð 1233 meðlimi. Fyrir utan skýrslur um störf .Sambandsins síðastliðin 2 ár, fjárreiður þess, gang iðnaðar- mála á Alþingi, breytingar á lögum sambandsins, kosningar o. f 1., lá fyrir þinginu fjöldi mála, og skal hjer getið hinna helstu: Samþykt var að mæla með frumvarpi til laga um atvinnu- bætur og atvinnujöfnunarsjóð, ■ Og reglum um bátasmíði, er Bárður Tómasson, skipaverk- fræðingur á fsafiirði hafði sam- ið, án breytinga. Breytinugartillögur voru sam þyktar við eftirfarandi frum- vörp: 1. Frumvarp til laga um iðn- aðarnám. Voru breytingarnar aðallega viðvíkjandi vinnutíma nemenda og kröfum til sveins- prófs. 2. Frumvarp til laga um iðju og iðnað. Sambandsstjórn hafði lagt fyrir þingið nýtt frumvarp um þann kafla þess- ara laga, er aðallega snýr að iðnaðarmönnum. Var það frum-' varp samþykt með 2 smábreyt- ingum. 3. Frumvarp til laga um at* vinnuhagskýrslur, er milli-. þinganefnd í atvinnumálum hafði samið, var samþ. með 1 smábreytingu. 4. Frumvarp til laga um rekstrarlánasjóð iðnaðarm., frá sömu nefnd, var samþ. með nokkrum smærri breytingum. | 5. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verð- toll, var samþ. með nokkrum .smábreytingum. 6. Frumvarp til reglugerða um kosningu og starfssvið iðn- ráðanna, er sambandsstjórn hafði sent ríkisstjórnni, en ekki fengið staðfesta, var samþykt með 2 smábreytingum. 7. Nokkrar breytingar voru samþyktar við reglugerð um iðnaðarnám. Var sambandsstjórninni falið að koma þeim tillögum og á- lyktunum, er gerðar voru, á framfæri við rjetta hlutaðeig- ■endur, og beita sjer fyrir fram- jgangi þeirra. Frumvarpi til laga um varn- ir gegn vörusvikum var vísað til milliþinganefndar með svo- hljóðandi ályktun: „3ja Iðnþing íslendinga lýs- ir ánægju sinni yfir því, að frumvarp þetta er fram kom- ið, en álítur hinsvegar, að á því þurfi að gera nokkrar breyt ingar. Ákveður þingið að kjósa 3ja manna milliþinganefnd til þess að athuga frumvarpið og koma fram með breytingartillögur við það. Væntir þingið þess, að hið háa Alþingi hafi samvinnu við þessa milliþinganefnd iðnþings- ins og stjórn Landssambands Iðnaðarmanna um afgreiðslu málsins. 3ja Iðnþing Islendinga sam- þykkir að skora á ríkisstjórn- ina, að hún leiti samvinnu við iðnaðarmenn og iðnrekendur um samningu reglugerðar í' sambandi við frumvarp til laga um varnir gegn vörusvik- um“. í milliþinganefndina voru kosnir: Einar Gíslason, Tómas Tómasson og Stefán Sandholt. Um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 54, 15. júní 1926, um vörutoll, var samþykt svohljóðandi ályktun: „Iðnþing Islendinga sam- þykkir að skora á Alþingi að afnema vörutoll af allri efpi- vöru til iðnaðar í landinu, enn- fremur vörutoll af vjelum og vjelahlutum ög áhöldum, sem notuð eru til iðnaðarfram- leiðslu“. Út af innflutningsbönnum og gjaldeyrisverslun voru sam- þyktar svohljóðandi tillögur: „Iðnþingið skorar á lands- stjórnina að hlutast til um, að efnivörur ti/ iðnaðar og bygg- inga verði látnar sitja fyrir um innflutning og gjaldeyri, og sá gjaldeyrir veittur iðnaðarmönn- um sjálfum fyrst og fremst“. „Þriðja Iðnþing Islendinga skorar á ríkisstjórnina að hafa strangar gætur á því, að inn- flutningshöftin skapi ekki ein- stökum mönnum aðstöðu til þess, að hækka óeðlilega verð á útlendum hrávörum til iðn- aðar“. Um lög um eftirlit með vjel- um og verkstæðum var lagt fram svohljóðandi álit frá Alls- herjarnefnd og samþykt: • „Nefndin hefir tekið til at- hugunar lög um eftirlit með vjelum og verkstæðum frá 7. maí 1928, ennfremur frumvarp til laga um viðauka við þessi lög, flutt af Hjeðni Valdimars- syni og Emil Jónssyni. Nefndin telur nauðsynlegt að aukið verði eftirlit með vjelum og vinnustöðvum á landi frá því sem núgildandi lög ákveða, og lögin í heild sinni endur- skoðuð og breytt með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengist hefir. Nefndin vill enn fremur leggja til, að kostnaður við eftirlit með vjelum og vinnu- stöðvum gje greiddur af Slysa- tryggingarsjóði, vegna þess, að með auknu cryggi og eftirliti mundu skaðabætur Slysatrygg- ingarinnar minka. 3. Iðnþing Islendinga felur sambandsstjórn að undirbúa endurbót löggjafar á þessu sviði með því að fá tillögur og upplýsnigar frá viðkomandi fagfjelögum og iðnfjelögum í hverri grein.“ Út af lögum um gjald af inn- lendum tollvörutegundum voru samþyktar eftirfarandi tillög- ur: „Iðnþingið felur stjórn Sam- bandsins að vinna að því, að lagt verði fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga, er heimili endurgreiðslu framleiðslutolls af innlendum tollvörutegund- um, sem fluttar eru út úr land- inu“. „Iðnþingið felur Sambands- ■stjórninni að beita sjer fyrir því, að ekki sjeu hækkaðir framleiðslutollar á innlendum tollvörutegundum meir en orð- ið er og athuga hvort ekki eru tiltök að fá þá lækkaða“. „Iðnþingið felur Sambands- stjórninni að skrifa ríkisstjórn áskonin um: 1. Að leyfisbrjef til tollvöru- framleiðslu sjeu aðeins veitt hæfum kunnáttumönnum. 2. Að gengið sje eftir því, að ekki líðist framleiðsla á tollvör- um án leyfisbrjefs. 3. Að gengið sje eftir tolli hjá þeim, sem vitanlega fram- leiða slíkar vörur“. „3. þing iðnaðarmanna skor- ar á næsta Alþingi að breyta lögum um blöndun smjörlíkis þannig, að undanþága fáist fyr- ir þá tegund smjörlíkis, er bak- arar nota og heitir Bakara- smjörlíki“. Um bókhald fyrir iðnaðar- menn var samþykt svohljóð- andi þingsályktun: „Eftir að nefndin hafði at- hugað frumvarp til laga um bókhald, lagt fyrir Alþingi 1931, leggur hún til, að Al- þingi setji sem fyrst lög um bókhaldsskyldu iðnaðarmanna, sem hafa fleiri en tvo menn í þjónustu sinni. Sje væntanlegri sambands- stjórn falið að semja tillögur um fyrirkomulag bókhalds, sem einkum hæfi smærri iðn- rekstri“. Um greiðslur fyrir iðnaðar- vinnu var samþykt svohljóð- andi nefndarálit: „Nefndin hefir rætt um nauð syn þess, að með lögum verði sem best trygður rjettur iðn- aðarmanna um greiðslur fyrir vinnu og efni það, er þeir leggja til við vinnu sína, svo sem með forgangsveði í því, sem unnið hefir verið að. Því leggur nefndin til eftir- farandi: 3. Iðnþing íslendinga sam- þykkir að fela stjórn Lands- sambandsins undii'búning lög- gjafar um frekari tryggingu fyrir greiðslu á vinnu og efni iðnaðarmanna en til eru í nú- gildandi löggjöf“. Út af lögum um rannsóknar- stofnun í þarfir atvinnuveg- anna var samþykt svohljóðandi nefndarálit: „Nefndin hafði til saman- burðar tvö frumvörp um það efni, sam lögð voru fyrir Al- þingi, ásamt nefndaráliti mentamálanefndar efri deildar með 5 fylgiskjölum. Nefndin telur, að bæta þurfi við 4. grein laganna ákvæðum, sem tryggi það, að rannsókn- arstofnunin vinni meira í þarf- ir iðnaðarins, svo sem að vinna að rannsóknum á ýmiskonar byggingarefnum og að rann- sókn á innlendum og erlendum hráefnum til iðnaðar. Nefndin léggur til: Að 3. Iðnþing Isléndinga felí Sambandsstjórn að koma *fram breytingu á lögunum, svo að rannsóknastofnunin fullnægi sem best þörfum iðnaðarins“. Innganga í Norræna Iðnsam- bandið. Um hana var gerð svohljóð- andi ályktun: „Iðnþing íslendinga, haldið á Akureyri í júlí 1935, ákveð- ur að Landssamband Iðnaðar- manna skuli ganga í Norræna Iðnsambandið (Nordiska Hand- verkerkonferenserna) og felur sambandsstjórn að framkvæma þá ályktun". Innganga í Alþjóðasamband iðnaðarmanna. Út af henni var samþykt svo- hljóðandi þingsályktun: „Nefndin leggur til, að for- manni Landssambands iðnaðar- manna verði falið að kynna sjer frekar starfsemi Alþjóða- sambands iðnaðarmanna til undirbúnings undir næsta iðn- þing og fræði hann iðnaðar- menn um það í málgagni þeirra“. Um „standard“ mál var sam- þykt svohljóðandi nefndarálit: „Nefnd sú, sem kosin var á Iðnþinginu 1933, „til þess að rannsaka möguleikana á því að fastsetja stærðir og gerðir á ýmissi iðnaðarframleiðslu inn- anlands og gera tillögur þar um“, hefir athugað málið nokkuð og komist að þeirri nið- urstöðu, að með hinum öra vexti innlenda iðnaðarins og hinum hraðfara breytingum á stíl og formi, er nú á sjer stað, þá geti það verið beinlínis var- hugavert nú sem stendur, að setja skorður í þessum efnum. Hinsvegar er nefndinni það ljóst, að gagnlegt er og mjög nauðsynlegt ef unt, væri að fast setja stærðir og gerðir ýmis- konar iðnaðarframleiðslu inn- anlands og beinir því til stjórn- ar Landssambands iðnaðar- manna, að hún gefi nánar gæt- ur að þessu máli í framtíðinni, láti það til sín taka og geri til— lögur til framkvæmda þegar er henni finst tímabært, Ennfremur vill nefndin beina því til iðnaðarmanna yfirleitt, að þeir gefi stjórninni bending- ar um það, þegar þeir telja á- stæðu til að „standardisera" einhverja innlenda iðnaðar- framleiðslu“. Um slysatryggingarlögin var gerð svohljóðandi samþykt: 1. Að 4. grein, a-liður breyt- ist þannig, að í stað 10 daga komi 5 daga, en læknishjálp og lyf verði greidd frá þeim degi, er slysið varð. ' 2. Að í 18. gr. breytist þau ákvæði, að sá fulltrúi fyrir iðn- aðarmannastjettina, sem Iðnað- armannaf jelagið í Reykjavík h'efir leyfi til að skipa, verði skipaður af stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna. 3. Að 12. grein reglugerðar- innar frá 28. des. 1931 breyt- ist þannig, að skaðabótaupp- hæðir sjeu greiddar á þeim «tað, þar sem tryggingarnar eru skráðar. Þá vill nefndin leggja til, áð iðnþingið lýsi því yfir, að það telji að flýta beri almennri tryggingarlöggjöf. Þingið felur sambandsstjórn að vinna að því, að tillögur þessar nái sem fyrst fram að ganga“. Ódýrf. Kaffistell 6 m. frá ío.oe De. 12. m. frá 16.0« Matarstell 6 m. frá 14.35 Do. 12 m. frá 19.75 Ávaxtastell 6 m. frá 3,75 Do. 12 m. frá 6.75 Bollapör, postulín frá 0.35 Vatnsglös, þjnkk frá 0.3« Pottar með loki frá 1.0* Borðhnífar, ryðfríir 0.75 Skeiðar og gafflar frá 0.2« Teskeiðar frá 0.1« Tappatogarar á 0.25 Höfuðkambar, fílabein 1.25 Hárgreiður, stórar 0.75 Barnaboltar frá 0.85 Kúlukassar frá 0.2« I. Elirai i BHnssa Bankastræti 11. lnrneliils- l.iáir. Ljáblöð og ljábrýni. Það er hagsýn! aö tryggfa slg í AN Ð V ÖK U. Lækjartorgi 1. Sími 4250.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.