Morgunblaðið - 10.08.1935, Blaðsíða 3
Laugardaginn 10. ágúst 1935
M Ö*R GUNBLAÐIÐ
3
Alþýðublaðið sjer sitt óvænna.
Getur engar sönnur fært á getsakir sínar í garð
Sjálfstæðismanna, viðvíkjandi rógsögum um Island.
Verður að fallasf á kröfu Morgunblaðs-
ins að fuilkomin ranusókn farl fram.
Alþýðublaðið Kefir undanfarna daga borið
fram hinar svívirðilegustu árásir í garð Sjálf-
stæðismanna um það, að þeir bæru róg í erlend
blöð um Island, og hefðu þeir jafnvel ,,skipulagt“
þess háttar starfsemi.
Slíkum strákskap blaðsins hefir Morgunblað-
ið svarað á þann hátt, að heimta rannsókn á því
máli, skjóta og afdráttarlausa.
í gær sjer Alþýðublaðið sitt óvænna.
Ritstjóri þess finnur, að hann getur ekki
fundið getsökum sínum stað, og verður að lofa,
að beita sjer fyrir rannsókn málsins.
Dag eitir dag, ár eftir ár,
ríkja hin sömu vinnubrögð við
ritstjórn ráuðu blaðanna. Róg-
mælgin og bakbitið eru vopn-
in, sem notuð eru. Þar er oft
farið eftir tilvísun visunnar al-
kunnu:
Viljirðu svívirða saklausan
mann,!
þá segðu’ pngar ákveðnar
% skammir um hann,1
en láttu það svona í veðrinu
vaka, I
þú vitir ’hann hafi unnið
til saka.1
Landráðaskrif íhalds-
manna verða rannsökuð og
stöðvuð.
Blaðið segist gangast fyrir
því, að rannsakað verði hvort
nokkur maður hjer á landi
hafi látið frá sjer fara ,,land-
ráðaskrif".
En jafnframt upplýsir
blaðið, að þessi skrif, sem
blaðið viðurkennir að það
hafi enga hugmynd um,
verði „rannsökuð og
stöðvuð“.
Hafa menn áður heyrt um
aðra eins framkomu?
Að bera fyrst fram þungar
sakir á andstæðingana.
Heimta síðan að rannsókn
fari fram á því, hvort getsak-
irnar hafi við nokkuð að styðj-
ast, og viðurkenna með því, að
blaðið viti ekkert hvað það er
1 að fara með.
En halda síðan fullyrðingun-
um áfrarn að órannsökuðu
máli!
Þannig dregur róghneigð
þeirra Alþýðublaðsmanna þá út
í helbera vitleysu.
Kreppan er
en hún
ekki komin
kemur.
Sumpart af því, að óhróður
þeirra rauðu er afsleppur, sum-
part af því, að menn geta ekki
fengið af sjer að taka þessi
saurblöð alvarlega, láta menn
margar greinar þeirra, sem
vind um eyrun þjóta.
En þegar ritstjórar Al-
þýð'ublaðsins brigsla ónafn
greindum Sjálfstæðismönn
um um landráðastarfsemi,
er rjett að biðja þá pilta,
sem við blaðið vinna, að
standa afdráttarlaust fyrir
máli sínu.
Þegár Alþýðublaðið ber út
þær getsakir í garð Sjálfstæð-
ismanna, að þeir skipuleggi
rógstarfsemi um ísland erlend-
is, þá er viðeigandi svar við
því, að þeir Alþýðublaðsmenn
gangist fyrir því, að það mál
sje rannskað tafarlaust og
alveg niður í kjölinn.
Sú krafa var borin fram hjer
í blaðinu í gærmorgun. Og
Alþýðublaðið hefir ekki þorað
annað en fallast á hana, eftir
því, sem ritstjóri þess skýrir
frá í blaðinu sínu í gær.
Nýjar ástæður.
En þó • ; Alþýðublaðið viður-
kenni ’í !®ðru orðinu, að það
viti ekkert, sem sannað geti
getsakir þess, hafi enga átyllu,
er rjettlætt geti ásakanir blaðs-
ins í garð Sjálfstæðismanna,
verði aS biðja um rannsókn á
sannleiksgildi sinna eigin full-
yrSinga, þá heldur blaðið full-
yrðingum sínum áfram.
Aðalfyrirsögn blaðsins í gær,
er svohljóðandi:
í „Aftenpostens Kronikk' ‘
birtist 23. júlí þessi grein
eftir August Butenschön.
Þótt hún sje skrifuð um á-
standið í Noregi, má heim-
færa hana svo að segja orði
til orðs upp á íslendinga, og
þess vegna ættu þeir að hafa
gott af að lesa hana.
Við hverja fjárveitingaumræðu
í Stórþinginu er talað um
„kreppu“, og viðskiftafræðingar
eru að reyna að finna leiðir út
úr þessari kreppu. En hvaða
kreppa er það, sem talað er um?
Þjóðin hefir nú yfir að ráða efn-
um til nytsamra — og ónyt-
samra — fyrirtækja í miklu
stærri stíl en síðan sögur hófust.
Að vísu kom stríðsöngþveitið
þjóðinni úr jafnvægi, en það eru
nú 20 ár síðan, og bæði ríki og
bæjarsjóðir hafa nvi helmingi
meira undir höndum heldur en
fyrir stríð, þegar engin kreppa
var. Auðvitað eigum vjer við
ýmis vandræði að etja, en svo
er jafnan í lífinu í þessum heimi.
En þar á meðal eru vandræði,
sem vjer höfum skapað sjálfir,
og úr þeim er hægt að bæta, ef
vilji er með. Það eru nú t- d.
f járhagsvandræði bæjar- og
sveitarfjelaga. Ef vjer lítum á
stjórnina þar síðustu 20 árin, þá
er það altof vægur dómur að
segja, að þar hafi skort fram-
sýni og fjárhagslega fyrirhyggju.
Á þessu sviði hefðum vjer átt að
hafa lært af dýrkeyptri reynslu,
en það er merkiiegt, að ekkért
er sagt jafnvel um liinar verstu
ráðstafanir. Þetta stafar af því
að sveitastjórnir og bæjastjórnir
hafa ekki starfað á eigin ábyrgð
og eftir hagsýni einstaklinga,
heldur eftir stefnuskrám. Á þenn-
an hátt verða einstakir menn í
þessum stjórnum eift og stjórnin
sjálf annað, og hún þarf ekki
annað en skjóta sjer undir „de-
mokratiska“ stefnuskrá til þess
að verndarhendi sje yfir henni
haldið.
Annað, sem vandræðum veld-
ur, er atvinnuleysið. Vjer vitum
nú samt sem áður, að fagfjelög-
in hafi gert sig að einvalda yfir
atvinnulífinu og ákveðið kaup-
gjald í öllum greinum. Það ætti
þó að virðást augljóst, að á
breytilegum tímum er ekki hægt
að ákveða kaupgjald í eitt skifti
fyrir öll; það verður að taka til-
lit til þess, hvað hver atvinnu-
grein getur borgað; Þetta, og
hitt, hvernig atvinnuleysisstyrkj-
um er háttað, hlýtur • óhjákvæmi-
lega að auka atvinnuleysið.
Aðalgrundvöllur lýðræðis er að
ineiri hlutinn, ríkið, ráði yfir
eignum minni hlutans, hinna efn-
aðri borgara. Peningar eru tekn-
ir hvar sem þeir finnast og not-
aðir þar, sem þeir finnast ekki.
Þetta er að vissu leyti rjett,
mörg þjóðmál verðúr hið opin-
bera að leysa.
En þegar hið opinbera stráir
út fjenu í pólitískum tilgangi, í
stað þess að það komi almenn-
ingi að notum, þá er komið á
glötunar veg. Þá er ríkið orðið
sjúkt. Og þegar svo er komfð, að
enginn stjórnmálaflokkur |e I
meiri hluta, nema með þ| áfc
kaupa sjer fylgi, og þegar meiri
hlutinn vill altaf fá að ráða yfir
fjármunum minni hlutans, og
enginn getur fengið fylgi með
því að prjedika gætni, þá verður
ekki hjá því komist, að kröfurnar
aukast í stað þess að minka. Þgy
er enginn hemill á, og tekjúf
ríkisins munu jafnframt minka,
vegna þess að þjóðarauðnum er
fargað með því að grípa inn í
eðlilega framþróun einstaklings
framtaks.
Ef núverandi ástand er kreppu-
ástand, þá er erfitt að sjá hvern-
ig á að komast hjá því að það
haldi áfram, þegar stjórnmála-
mennirnir og viðskiftafræðing-
arnir geta ekki ltomið sjer sam-
an um, að orsökin til vandræð-
anna er of mikil fjársóun hins
opinbera og liefting á athafna-
frelsi einstaklinga. Mönnum
glevmist tíðum sá sannleikur, að
þjóðfjelagið auðgast ekki um
eyri á fjárskiftingu liins opin-
bera. Ef einhver maður græðir,
segjum 100.000 krónur, þá munu
allar þessar krónur lenda í vös-
um annara áður en lýkur, án
þess að stjórnin skifti sjer neitt
af því. Þeir lenda máske í öðr-
um vösum, en stjórnin hafði vilj-
að, og um þetta stendur pólitíska
baráttan; en það er engin ástæða
til að ætla, að það sje heppilegra
fyrir þjóðf jelagið, að pólitíkin
ráði — og það auðgast ekki hót
við það.
Ef framfarir í tækni og við-
skiftum gæti lialdið áfram m«ð,
sama hraða og seinustu árin iýr-
ir stríð, væri máske ástæða tiLað,
vera bjartsýnni. En alt bendir
nú til þess, að þær framfarir
verði utan Evrópu og vjer kom-
um þar hvergi nærri. Og það er
líka athyglisvert, að fæðingum
fækkar.
Ennfremur er það vafasámt,
að árangurinn af þjóðaruppeld-
inu nú á dögum sje sá rjetti til
þess að skajia jafnvægi í þjóð-
f jelaginu.
Fyrir rúmum 100 árum, þegar
Napoleons-styrjáldirnar höfðú
komið öllu á ringulreið í heim-
inum, var það hið frjálsa fram-
tak, sem aftur kom á reglu og
framförum, og það er engin önn-
ur leið út úr vandræðunum
núna. En meðan þetta er ekki við-
urkent, fæ jeg ekki betur sjeð
en að vjer stefnnm í öfuga átt,
og það hljóti að leiða af sjer
hrun, fyr eða síðar. Þetta er rok-
rjett afleiðing af breytni vorri.
Allkálfakföl,
Svínakfðf.
Verslunin
Kföt & Fi§kur.
Símar: 3828 og 4764.
Sundkonan varð að
hættavið sundþrautina
Hún var 17 '/2 líma
á tsundi.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
Danska sundkonan Else Kragh,
sem ætlaði sjer að synda yfir
Stóra-Belti lenti í miklum hrakn-
ingum á leiðinni.
í marga klukkutíma barðist hún
á móti hörðum straumi rjett hjá
Nyborg. Straumurinn fleytti sund-
konunni marga kílómetra af leið
norður á bóginn.
í gærkveldi fekk hún fóta-
krampa og neyddist því til að
hætta sundinu.
Þá átti hún aðeins eftir 250
metra til lands.
Sunkonan kom upp að landi
suður af Kerteminde. Þá hafði hún
verið 17y2 klukkutíma á sundi.
PáU.
Blíndir menn semja
útvarpsleikrit,
London, 9. ágúst. FÚ.
Blindravinaf jelagið í Englandi
hefir tilkynt að það muni efna til
samkepni fyrir blinda menn um
allan heiminn, um að skrifa leik-
rit fyrir útvarp.
Því er haldið fram að blindir
menn sjeu best færir til að dæma
um hvernig leikrit fyrir útvarp
eigi að vera, en þau eru eins og
menn vita ætluð einungis fyrir
eyrun.
Leikritið á að vera ritað á eúsku
og má ekki vera lengra en 40 mín-
útur tiI klukkustund. Fyrstu verð-
laun verða 20 st.pd. en önnur verð
Iaun 15 st.pd.
Frá síldarverksmiðjunni á
Djúpavík. í fyrradag komu tveir
togararnir til Djúpavíkur með
síld, Kári með 464 mál og Sur-
prise með 395. Síldin veiddist við
Langanes. I gær var símað frá
Djúpavík að veður væri óhag-
stætt og því ekki búist við neinum
afla.
Melónur, 75 aura % kg.
Hvítkál,
Blómkál,
Tómatar,
Selleri,
Púrrur,
Gulrætur,
Gulrófur.
Egg 12 aura stykkið.
Smjörlíki 75 aura,
allar teg. eins og áður.
Björn Jónsson,
Vesturgötu 27. Sími 3594.