Morgunblaðið - 10.08.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1935, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 10. ágúst 1935 Sftot£ttaÍlKðt& Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: J6n Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Auglýslngaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi S700. Helmaslmar: Jðn Kjartansson, nr. 3742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 & mánuBi. Utanlands kr. 3.00 i mánuBi. 1 lausasölu: 10 aura eintakiS. 20 aura meB Lesbðk. Byggingarefnið. Það er tilfinnanleg vöntun á byggingarefni hjer í bænum. — Menn eiga erfitt með að fullgera hús þau sem eru í smíðum. Ekki geta menn byrjað á að reisa ný, því hörgull á efni er fyrirsjáan- legur. Er svo komið högum þjóðarinn- ar, að hún hafi ekki lengur efni á að byggja yfir sig? íslendingar hafa lengi átt við bágan húsakost að búa, lifað í ljelegum, rökum, óhollum hreýs- um. Þetta hefir breyst mikið, einkum á síðustu 50 árum, eins og menn vita, síðan framtak lands- manna fekk að njóta sín við stór- feldar framfarir í landinu. En er þessi framfaraöld að fjara út? Verður ekki hægt að lialda áfram að byggja upp landið? Þannig spyrja þeir, sem nú fá þau' svör hjá innflutningsnefnd, að byggingarvinna hjer í Reykja- vík sje að stöðvast. Innflutningur til landsins er þó svipaður því sem hann var í fyrra. Hversvegna er þessi liörg- ull á byggingarefni. Ilefir bygg- ingarefni verið flutt þeim mun meira til annara staða á landinu? Full vitneskja um það er ekki fyrir hendi. En talið er rúmt um byggingarefni sumstaðar á land- inu, þar sem verslun er í höndum kaupf jelaga. Bygð lancLsins hefir breyst á síðustu árum. Fólk kann ekki við sig í sveitunum. Það flytur til Reykjavíkur allmargt. En þegar innflutningur á nauð- synjavörum er „skipulagður" eft- ir rauðri fyrirmynd, þá virðist ekki hugsað um, hvar þjóðin vill helst byggja yfir sig. Byggingarefni er flutt í sveitirnar, en Reykjavík látin sitja á hakanum. Það er stjórn í landinu, sem nefnir sig stjórn hinna vinnandi stjetta. Stjórn þessi þykist vilja stuðla að því að dregið verði úr atvinnuleysinu hjer. Skyldi landsstjórninni finnast það heppileg ráðstöfun til að minka atvinnuleysið hjer, að stöðva að mildu leyti alla bygg- ingavinnu ? Skyldi verkamönnum ekki finn- ast slíkar ráðstafanir vera kaldar kveðjur frá stjórn hinna vinnandi tet jetta ? K. R. í Vestmannaeyjum. K. R. III. flokkur kepti í gær við úr- valslið úr knattspyrnufjelögunum þar, Týr og Þór. Varð jafntefli 3 : 3. Blóðugar óeirðir íToulon bældar niður Laval auglýsir 41 bjargráðatillögu stjórnar-| innar. Miljarð franka lagðir í opinbera vinnu.i Grunur um, að fascista alda sje yfirvofandi í Frakklandi. Þríveldráðastefnan um Abysshiíu byrjar í næstu viku. Riddaralið heldur vörð um þinghöllina í Farís. London, 9. ágúíí.'FÚ. Þriggjavelda ráðstefnan Abyssiníudeiluna hefst í París næstkomandi fimtuda^. Anthony Eden mun verða full- trúi Breta og I,ayai fulltrúi Frakka, en frá ítalíu mun barón Aloisi mæta. Mr. Eden fer til Parísar næstkoniandii þríðjudag. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. I flotaborginni Toulon í Frakklandi brutust aftur út óeirðir í gærkvöldi. Þrjú þúsund verka- menn, sem fylgjandi eru kommúnisma, gerðu árás á borgina. Reyndu þeir að kveikja í íbúðar- húsum, brutu niður götuljósker og slitu raf- magnsþræði. Eftir að þeim hafði tekist að slökkva götu- ljóskerin, frömdu þeir ýms ódæðisverk í myrkr- inu. UPPREISNARMENN YFIRUNNIR En alt í einu var varpað kastljósum frá herskipunum yfir hinar ljóslausu götur borg- arinnar. Kom þá í ljós, að uppreisn- armenn höfðu klifrað upp á húsaþök til þess að skjóta það- an niður á göturnar. Var nú hersveitum skip- að gegn uppreisnarmönn- um. Meðal hermanna þeirra voru skotmenn frá Senegal, sem taldir eru í harðskeyttara lagi. Hófst nú skothríð í borg- inni, en vein og óhljóð heyrðust um allar götur. Uppreisnarmenn leituðu sjer varnarvígja í verkamanna- hverfi borgarinnar. Enn eftir blóðugan götu- bardaga urðu uppreisnar- menn yfirunnir. Sjö fjellu í bardaganum, en 60 særð- ust. í dag er víða um að litast í Toulon, eins og þar hafi „ verið jarðsk jálf ti. Búðar- ‘gluggar eru brotnir, götu- ljósker sömukiðis, stein- lagðar götur rifnar upp. LAVAL AUGLÝSIR KREPPURÁÐSTAF- ANIR í dag gaf Laval út 41 til- kynningu um ráðstafanir er stjórnin ætlar aí gera til þess að reisa vi5 atvinnulíf- ið í landinu. Lækka á verðlag á lífsnauð- synjum, og veita 1000 miljónir franka til opinberra mann- virkja til þess að draga úr at- vinnuleysinu. Margir draga í efa, að Laval geti tekist að gera hvorttveggja í senn, að lækka dýrtíðina í landinu um leið og hann veitir svo mikla fjárfúlgu til atvinnu- bóta. HVER ER UNDIR- RÓTIN? Því hefir verið fleygt, að óeirðirnar í hafnarborgum Frakklands muni vera byrjun að útbreiddari kommúnista- óeirðum, sem eigi að ýta undir íascistahreyfingu í landinu. Páll. Óeirðunum lokið. París, 9. ágúst. FB. Óeirðunum í Toulon er nú að fullu lokið og hefir ríkisstjórnin gert ýmsar Varúðarráðstafanir til þess að koma í veg fyrir frekari óeirðið. Samkvæmt tilkynningu frá innanríkismálaráðuneytipu hófs!t vinna í dag á ný í liergagnaverk- smiðjum ríkisins í Toulon, án þess til nokkurra óspekta kæmi. Tilkvnt hefir verið, að í Tou- lon liafi 68 menn verið handteknir meðan á óeirðunum stóð. Verða átján þeirra ákærðir fyrir að hafa ráðist á lögregluna. Stálhjálmafjelögin þýsku gerð áhrifalaus. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Leynilögreglan þýska leysti í gær upp nokkur helstu Stálhjálma fjelögin, og þar á meðal deild fjelaganna í Berlín. Ástæðan fyrir því að fjelögin voru leyst upp er sögð sú, að Stál- hjálmafjelögin hafi tekið; Marxist.a inn í fjelagsskapinn. Einnig er Stálhjálmaf jelögun- um borið á brýn að þad háfi nnnið á móti ríkisstjórninni. Stálhjálmaf jelagsskáþuíinn í Þýskalandi má nú að mestu teljast uppleystur og áhrifalaus. Páll. SainQöngumálaráð- herra Itala ferst í flug- slysi ásamt 7 manns. KAUPMANNAIIÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Flugvjel ítalska málaráðherrans, Razza, leið til Austur-Afríku, , fell til jarðar í gær suður af Kairo í Egiptalandi. Átta manns, sem voru í vjelinni fórust, þar á meðal Razza sjálfur og Franchetti, frægur ítalskur landkönnuður. Páll. ísland kom í gærmorgun frá Kaupmannahöfn. Skipið fer í norður. samgongu- sem var á kvöld kl. 6 vestur og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.