Morgunblaðið - 10.08.1935, Blaðsíða 4
Laugardaginn 10. ágúst 1935
4 MORGUNBLAMÐ
m..111 j,j»»»MiiMiMn>irtwwmi-.wjiMM8W!3Ui'Mwwi»': I III i H
Erfiðleíkar Frakka.
Eftir Pál Jónsson.
„Bráarlðss"
fer á þriðjudagskvöld, 13. ágúst,
um ‘ Vestmannaeyjar, til Leith,
Grimsby og Kaupmannahafnar.
Farseðlar óskast sóttir fyrir há-
degi sama dag.
fer í kvöld kl. 6 til ísafjarð-
ar, Siglufjarðar, Akureyrar.
Þaðan sömu leið til baka.
Farþegar sæki farseðla í dag
fyrir hádegi.
Tekið á móti vörum til
hádegis.
g.s. Primula
fer í kvöld kl. 8 til Leith (um
Yestmannaeyjar og Thors-
havn).
Skipaafgr. ies Zimsen
Tryggvagötu. — Sími 3025.
Austur að Geysi
Mánudaga kl. 10 f. h.
iimtudaga kl. 1 e. h.
Laugardaga kl. 1 e. h'.
Til baka:
Sunnudaga kl. 5 e. h.
Mánudaga kl. 5 e. h.
Föstudaga kl. 8(4 f. h.
Afgreiðsla hjá
$k)aldherg,
Laugaveg 49. Sími 1491.
Óiafur Ketilsson.
Rabarbarí,
Tómatar,
Blómkál,
Gulrætur,
Hvítkál,
Rófur.
Verslainin
Kjöt & Fiskur.
Símar: 3828 og 4764.
Það þurfti' áræði til þess að
taka við völdum í Frakklandi,
þegar Laval tók stjórnartaum-
ana í sínar hendur í júní s.l.
Kreppan þrengir meira og
meira að atvinnulífinu í Frakk-
landi eins og í öðrum löndum,
sem enn halda fast við gullið.
Fjárhagur franska ríkisins hef-
ír versnað ár frá ári. Flokka-
deilur hafa orðið hverri stjórn-
inni á fætur á annari að falli,
lamað atorku stjórnarvaldanna
og vakið vaxandi vantraust á
núverandi stjórnarfyrirkomu-
lagi. Og síðast en ekki síst hafa
vandræðin inn á við veikt að-
stöðu Frakka út á við, og það
einmitt á tímabili, þegar mátt-
ur „erfðafjandans“ hinumegin
Rínarfljótsins, fer stöðugt vax-
andi.
Erfiðleikar atvinnulífsins
franska hafa vaxið ár frá ári
síðan England sneri bakinu við
gullinu. — Heildsöluverðið í
Frakklandi hefir stöðugt lækk-
að, án þess að framieiðslukostn
aðurinn hafi nándar nærri
lækkað að sama skapi. Vísi-
tala heildsöluverðsins lækkaði
úr 124 árið 1929 niður í 74 árið
1934. Það er 45% lækkun á
heildsöluverðinu á þessum ár-
um. En á sama tíma hefir fram-
leiðslukostnaður lækkað um að
eins 7% úr 98, niður í 91. —
Verkamannakaup í Frakklandi
hefir ekki lækkað að neinu
ráði síðan 1931.
Frökkum hefir ekki nándar
nærri tekist að setja kaupgjald
og annan framleiðslukostnað 1
samræmi við hið lága heildsölu-
verð. Tiltölulega mikill fram-
leiðslukostnaður og hið háa
gengi frankans hefir minkað
stórkostlega samkepnisgetu
Frakka á erlendum mörkuðum.
Vöruútflutningur Frakka hefir
minkað um 64% síðan 1929.
Iðnaðarframleiðslan hefir mink
að um 30%, þrátt fyrir víðtæk-
ar franskar ráðstafanir til þess
að vernda innlenda framleiðslu.
Ferðamenn, sem Frakkar höfðu
áður rniklar tekjur af, leita nú
meira og meira til annara
landa. Og atvinnuleysið, sem
var óþekt í Frakklandi fyrir
1929, vex óðum. Samkvæmt
síðustu skýrslum, fá 500,000
atvinnuleysingjar í Frakklandi
atvinnuleysisstyrk. Þar við bæt-
ast 400,000, sem engan styrk
fá.
Það var þó ekki kreppan í
atvinnulífinu, heldur fjárhags-
vandræði ríkisins, sem olli fjár-
flóttanum frá Frakklandi, og
stofnaði frankanum í voða 1
byrjun sumarsins. Tekjuhalli
ríkisins á árunum 1930—34,
nam h.u.b. 28,000 miljónum
franka. Og Laval gerði ráð
fyrir 11,000 miljóna tekjuhalla
á þessu ári. — Þessi sívaxandi
tekjuhalli dró mjög úr láns-
trausti ríkisins. Það varð að
taka lán með háum vöxtum
5(4%, og þó voru forvextir
Frakklandsbanka þá ekki nema
2(4%.
Eins og kunnugt er fekk
Laval fjárhagslegt einræðis-
vald sumpart til þess að jafna
tekjuhalla ríkisins, sumpart til
að örfa atvinnulífið.
Laval átti um tvær leiðir að
velja, til þess að jafna tekju-
hallann. Hann gat hækkað
skattana og hann gat lækkað
útgjöld ríkisins. Báðar leiðirn-
ar voru torfærar. Skattahækk-
unin er erfið og óvinsæl í landi,
þar sem allir atvinnurekendur
eru að sligast undir byrðum
kreppunnar. Og það var ekki
síður erfitt að jafna 11.000
miljóna tekjuhalla með niður-
færslu á útgjöldunum. Útgjöld
franska ríkisins nema h.u.b.
50,000 milj. franka. Þar af
fara 11,000 milj. til hernaðar-
útgjalda, sern fremur má bú-
ast við að hækki en iækki. —
Vaxtagreiðslur af lánum nemá
h.u.b. 20.000 miljónum. En
menn bjuggust við að Laval
sæi sjer ekki fært að knýja
fram vaxtalækkun. Og þá var
ekki eftir nema 19.000 milj.,
útgjöld til launa, eftirlauna o.
fl., en þessa upphæð var ekki
hægt að færa svo mikið niður,
að jöfnuður yrði á fjárlögun-
um.
í seinni hluta júlí gaf Laval
út 20—30 stjórnarskipanir, er
miða að því, að jafna tekju-
hallann. Hann valdi báðar fram
annefndar leiðir: Niðurfærslu
á útgjöldum og skattahækkun.
Laval lækkaði laun og eftir-
laun ríkisstarfsmanna og upp-
gjafahermanna um 10%. Lækk
unin á lægstu launum er þó
minni. Þar að auki hefir Laval
reynt að ljetta þyngstu rentu-
byrðinni af ríkinu með því að
leggja 10% skatt á vexti af
ríkislánum og hækkað tekju-
skatt, þegar tekjurnar fara
fram úr 80,000 frönkum.
Með þessum ráðstöfunum
hefir Laval minkað tekjur
Lrönsku þjóðarinnar um 10.959
milj. franka. Hann hefir reynt
að skifta byrðunum sem jafn-
ast á allar stjettir. Og til jafn-
vægis tekjulækkuninni hefir
hann skipað svo fyrir að húsa-
leiga, verð á brauði, kolum, raf-
magni o. fl. lífsnauðsynjum
verði lækkað um 10%.
Með framannefndum fjár-
málaráðstöfunum hefir Laval
jafnað tekjuhalla ríkisins um
stundar sakir, að minsta kosti
á pappírnum.
En margir búast við, að
skattatekjur ríkisins verði lægri
en áætlað er, og sum útgjöld,
einkum hernaðarútgjöldin verði
hærri en Laval gerir ráð fyrir.
Margir eru því við því búnir,
að í reyndinni verði nýr tekju-
halli á fjárlögunum.
Annað atriði er það, hvernig
Laval tekst að örva atvinnu-
lífið að nýju. Hann hefir ekki
hreyft við kaupgjaldi verka-
manna, sem ekki eru í þjón-
ustu ríksins. Og yfirleitt efast
menn um að Laval takist að
færa framleiðsukostnaðinn svo
mikið niður, að hann komist í
samræmi við hið lága heildsölu
verð. Og takist ekki að lækka
framleiðsukostnaðinn nægilega
mikið, verður nauðsynlegt að
lækka gengi frankans. Fylgis-
mönnum gengislækkunarinnar
í Frakklandi hefir án efa fjölg
að mikið á síðastliðnu missiri.
Við fjárhagsvandræðin bæt-
ast svo hinir miklu pólitísku
erfiðleikar. Laval hefir engan
tryggan meirihluta í þinginu
að baki sjer. Einn af stuðnings-
flokkum stjórnarinnar, radikali
flokkurinn, er að klofna. Radi-
kali flokkurinn er stærsti flokk
ur þingsins og getur ráðið úr-
slitum allra máli, getur felt
sjerhverja stjórn, ef hann
greiðir atkv. með rauðu flokk-
unum. En nú er radikali flokk-
urinn ekki eingöngu að klofna,
heldur fjarlægist vinstri væng-
ur hans hina borgaralegu flokk
ana meira og meira. Formaður
Herriot.
flokksins, Herriot, situr í stjórn
Lavals og óskar samvinnu við
aðra borgaralega flokka. En
annar leiðtogi radikala flokks-
ins, Daladier, óskar samvinnu
við sósíalista og kommúnista.
Og meiri hluti flokksins virðist
fylgja Daladier. Þrisvar sinnum
hafa fylgismenn Daladiers
greitt atkvæði með sosialistum
og felt stjórnir, þótt Herriot,
foringi radikala flokksins sæti
í þessum stjórnum. Daladier
var stjórnarforseti 6. febrúar
1933, þegar hinir blóðugu götu
Daladier.
bardagar í París voru háðir.
Æsingarnar á götunum neyddu
Daladier til þess að segja af
sjer. Hann hefir ekki gleymt
því. Hann vill komast aftur til
valda til þess að hefna ósigurs-
ins 6. febrúar. Þar að auki ótt-
ast hann uppgang fasista í
Frakklandi. Hann hefir því
kastað sjer í fang rauðu flokk-
anna og hafið nána samvinnu
við þá. Og nú vill svo vel til
fyrir Daladier, að Leon Blum,
foringi sósíalista hefir alt í einu
breytt stefnu. Þangað til fyrir
skömmu hefir hann verið and-
vígur því, að sósíalistar tæki
sæti í borgaralegri stjórn. —
„Markmið okkar er að fram-
kvæma stefnu sósíalista, með
öðrum orðum að gera byltingu.
Þetta er ekki framkvæmanlegt
nema að við fáum öll völd í
okkar hendur. Við eigum að
komast til valda á löglegan
hátt, en svo látum við lögin
sofa og tökum okkur einræðis-
vald til þess að eyðileggja auð-
valdsfyrirkomulagið“. Þetta var
stefna Blums. En nú segir hann
„Fasistahættan gerir það að
verkum, að við erum reiðubún-
ir til þess að mynda stjórn með
borgaralegum vinstri-mönnum,
til þess að berjast á móti fas-
ismanum. En það þýðir eðli-
lega ekki að við leggjum sósí-
alismann á hylluna“.
Samvinna milli Daladiers og
sósíalista hefir eðlilega gefið
frönskum fasistum byr í seglin.
í júní gengu 18,000 í fasista-
ijelagið Eldkrossinn (Croix de
feu). Síðan 6. febrúar 1933
hefir fjelögum þess fjölgað um
300,000. Foringi flokksins er
de la Rocque ofursti, Áhrif
hans vaxa dag frá degi. — 1
Frakklandi heyrist nú oft spurn
ingin: Hvenær kemur bylting-
in. Menn óttast meira og meira
að Frakkar eigi áður en langt
um líður aðeins um tvent að
velja: Rautt eða hvítt einræði.
Máttur Þýskalands vex dag
frá degi og Frökkum ríður nú
meira en áður á að tryggja sig
með bandalögum. En innlendir
erfiðleikar í Frakklandi, flokka
deilur og óvissar franskar
stjórnmálahorfur gera það að
verkum, að bandlag við Frakka
er ekki eins ásældarvert og áð-
ur.
Þetta er ein af ástæðunum
til þess að Pólverjar sneru bak-
inu við Frökkum. I Júgóslafíu
heyrast svipaðar raddir. —
Margir Júgóslafar segja sem
svo: Okkur er meiri fengur í
bandalagi við sterkt Þýskaland
en við veikt Frakkland.
Höfn í júlí 1935.
Vitinn 1 La Rochelle,
franskri hafnarborg, stendur ekki
fram við sjóinn, eins og venja er
um vita, heldur inni í miðri borg-
inni, eins og sjest á þessari
mynd.