Morgunblaðið - 13.08.1935, Side 3

Morgunblaðið - 13.08.1935, Side 3
Þriðjudaginn 13. ágúst 1935. MORGUNBLAÐIÐ p* tjm Horfir til vandræða norð- anlands vegna síldarleysis Siglufirði í gær. Ekkert rætist úr með síldveið- ina enn, og verður ekki annað sjeð en að stórvandræði liljótist af. Síðasta sólarhring kom einn bátur með síld til Siglufjarðar. Var hann með um 50 tunnur, sem voru saltaðar. Veðurfar hefir verið slæmt fyr- ir Norðurlandi, kuldar og hrá- slagaleg tíð. Sjómenn verða varir við síld víða, en hún kemu;: ekki upp, nema helst að næturlagi og næst þá ekki sökum myrkurs. Talið er líklegt, að þeir bátar, sem geta, fari á reknetaveiðar, því síldin veiðist helst á þann hátt nú. En það eru tiltölulega fá skip, sem eru undir það búin. Ekkert bendir til þess, að neitt verulegt veiðist af síld hjeðan af. Að minsta kosti eru menn orðn- ir afar vondaufir nyrðra. Búið er að salta um 30 þús. tunnur á öllu landinu. Þar af á Siglufirði 12—15 þús. tunnur. Er það ekki meira en hægt væri að salta á einum degi, ef síldin veiddist. Á sumum plönum hefir enn ekki verið söltuð ein síld Verkafólk, og þó sjerstaklega aðkomufólk, er orðið mjög illa statt, þar sem litla eða enga vinnu hefir verið að fá. Talið er líklegt, að aðkomufólk fari að hugsa til heimferðar með næstu skipum, ef síldveiðin glæð- ist ekki von bráðar. Hátíðin í Herjólfsdal. Vestmannaeyjum í gær. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Þjóðhátíð Vestmannaeyja fór fram í Herjólfsdal á laugardag og sunnudag. Á Þjóðhátíðinni fer venjulega hver maður, sem vetlingi getur valdið, inn í dal. Eru þar þá reistar tjaldbúðir og voru að þessu sinni 253 íbúðar- tjöld í dalnum. Myndu þó langt um fleiri tjöld hafa verið reist í dalnum, eí ekki hefði verið þurkur fyrri hluta laugardags og fólk þurfti því að hugsa um fisk og hey, því að votviðrasamt hefir verið í Vestmanna,eyjum að undan- förnu eftir hætti, en hverja góð- viðrastund verður að nota til þess að þurka fisk og hey. Klukkán 9i/2 á laugardags- morgun hófst hátíðin með kapp- róðri frá svonefndu Klettsnefi, að bæjarbryggjunni. Því næst fór fram kappróður á kajökum og síðan kappsund. Kl. 11/2 e. h. var hátíðin sett inn í dal, og flutti Jóhann Þ. Jósefsson alþm. þar ræðu fyrir minni íslands. Þá hófust íþróttir. Kept var í þrístökki, stangar- stökki, 100 metra hlaupi og 800 metra hlaupi. Kl. 4!/2 helt Páll Oddgeirsson kaupmaður ræðu fyrir minni sjómanna, en að ræðunni lok- inni hófst söngur. Því næst var sýnt bjargsig. Sýndu það bræðurnir Jónas og Ólafur Sigurðssynir. Þegar bjargsiginu var lokið hófst knattspyrnukappleikur milli 3. fl. K. R. og K. V. Fóru leikar svo, að Reykvíkingar unnu með 3 mörkum gegn 0. Um kvöldið var brenna í daln- um, sem ljómaði upp fjöllin í kring. Þykir brenna eitt af því feg- ursta á Þjóðhátíðinni og var ekk ert til hennar sparað nú, því enn eimdi úr henni á mánudags- morgun. Á sunnudaginn hófst hand- knattleikur kvenna milli fjelag- Hoover heimtar skýr svör frá Roosevelt. anna Þórs og Týs á knattspyrnu- vellinum. * Fylgdu menn þeim leik af áhuga. Leiknum lauk með jafntefli, þótt stúlkurnar úr Tý ljeki mik- ið betur. Eftir hádegi á sunnudag, kl. 21/2, flutti síra Sigurjón Árnason guðsþjónustu inni í dal. Var þá veður hið fegursta, logn og sólskin. Á eftir flutti síra Jes Gíslason ræðu fyrjr minni Eyjanna. Hófust nú íþróttir að nýju. Þá talaði Þorsteínn Einarhson íþróttakennari fyrir minni í- þróttamanna. Þá var kept í þess- um íþróttum: 400 og 1500 metra hlaup, knattspyrnu milli 2. fl. Þórs og Týs. Um kvöldið var dans. Frá þessari Þjóðhátíð Vest- mannaeyja verður sagt nánar í Lesbók Morgunblaðsins annan sunnudag. Enskur skipstjóri dæmdur í fangelsi. Látinn laus, en dóm- ariim rekinn. London 10. ágúst. F.tJ. Enskur skipstjóri, að nafni Kane, var fyrir nokkru tekinn fastur í Majorca á Spáni fyrir að sýna lögreglunni mótþróa, og var hann síðan dæmdur í þriggja ára fangelsi. Bresk yfirvöld hlutuðust til um það, að mál hans yrði tekið fyrir aftur, og kom það fyrir dómstólana sl. fimtudag. Mælt er, að Kane skipstjóri muni innan skamms látinn laus. Þess er getið, að dómarinn, sem upphaflega dæmdi skipstjórann í þriggja ára fangelsisvist, hafi verið sviftur embætti. Sr. Óskar Þorláksson var á sunnudagsmorgun settur í prests- embætti sitt á Siglufirði af pró- fastinum, sr. Stefáni Kristinssyni á Völlum. (FÚ.'í Hoover. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. , Hoover fyrverandi forseti Bandaríkjanna hefir haldið mjög skorinorða ræðu, þar sem hann beindi orðum sínum aðal- lega til Roosevelts forseta. Heimtar hann að Roose- velt gefi þjóðinni skýrt og ákveðið til kynna, hvað forseti ætli sjer með einræðisstefnu sinni í fjármálum og atvinnu- málum Bandaríkjanna. Alment er litið svo á, að með þessari ræðu sinni hafi Hoover kveðið upp úr með það, að hann ætlist til þess, að hann verði í kjöri við næstu forsetakosning- ar. Páll. Dragnótaveiði við Vestmannaeyjar. Góður markað- ur í Englandi. Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Sex vjelbátar hafa undanfar- ið stundað dragnótaveiðar hjeð- an. Bátarnir eru þessir: Kap, Gulltoppur, Von, Unnur, Emma og Óðinn. Með ’Goðafossi síðast voru sendir út 54 kassar af fiski, sem Kap hafði veitt. Fiskurinn var seldur í Hull fyrir 106 stpd. Frá Gulltoppi voru sendir út 30 ks. og seldust þeir á 57 stpd. Frá Von og Unni saman 111 ks., er enn ófrjett um söluna. Af afla Óðins og Emmu voru sendir út 63 ks., sem seldust fyrir 1591,4 stpd. Með Primula voru sendir út 251 ks., sem er afli allra bát- anna. Afli bátanna hefir verið send- ur út tvisvar í viku og í hvert skifti hafa farið út frá 100—300 kassar. Fiskurinn er mest smálúða og þyrsklingur. Þetta er besta verð, sem feng- ist hefir fyrir dragnótaveiði. Abyssiníiakeisari býö~ ar að láta af hendi landsvæði fyrir fjár- hagshlunnindi oghöfn London 12. ágúst F.tJ. Abyssiníu keisari ávarpaði í gær embættismenn, presta ag hershöfðingja sína, og skýrði frá því, að ítalía hjeldi áfram að senda hermenn og hergögn til Afríku, þrátt fyrir alt, sem hefði verið gert til að miðla mál- um milli Ítalíu og Abyssiníu. — Þrátt fyrir það sagðist hann treysta Þjóðabandalaginu og1 vináttu Breta og Frakka í garð Abyssiníu. Abyssinía væri fús til sam- vinnu við alla, sem kærðu ’si'g um það, en hún myndi ekki þola erlendu ríki neitt það, sem sétti keisara hennar eða her niður í tign. Samt sagði hann, að komið gæti til mála, að Abyssinía ljeti af hendi hluta af Austur-Abyssi- níu í skiftum fyrir viss f járhagsleg hlunnindi og höfn. ÍTALIR ANDSNÚNIR. Fregn frá ítalíu segir, að þetta tilboð keisarans verði ekki tekið til greina. Ítalía gangi ekki að því að láta af hendi höfn við Abyssiníu. Abyssiníustríð verð- ur upphaf að kyn- þáttastríði. London 12. ágúst F.Ú. Forsætisráðherra Suður-Af- rílcu, Hertzog, hjelt í gær ræðu um Abyssiníudeiluna. Hann sagði, að ófriður milli Ítalíu og Abyssiníu mundi gerbreyta við- horfi svertingja í Afríku við hvíta menn og að það myndi verða upphaf að kynþáttastríði í Afríku. Sjerhver innfæddur Afríku- búi myndi hafa samúð með Abyssiníumönnum. Hingað til, sagði hann, hefir ekki þekst kynþáttahatur milli Evrópu- manna og Afríkumanna í Af- ríku. Hann sagðist því álíta, að ó- friður í Afríku gæti gerbreytt framþróun og menningu Afríku- þjóðanna. Saður-Afríka selur ítölum kjötbirgðir, fær ámæli fyrir stuðning þann. London 12. ágúst. F.Ú. Suður-Afríka hefir selt ítá-, líu 5000 smálestir af kjöti til ítalska hersins og veitt á því þriggja mánaða gjaldfrest. Samband verkamannafjelaga og samband verslunarmannafjé- laga í Suður-Afríku hafa sént stjórninni harðorð mótmæli gegn þessari sölu, og segja að ekki sje hægt að álíta hana ahn- að en vináttubragð við Ítalíu. Ennfremur mótmæla þeir kjöt- sölunni á þeim grundvelli, að kjötekla sje heima fyrir. Mænusótt stingur sjer niður norðanlands. í júlímánuði bar venju frem- ur mikið á mænusótt í Húna- vatnssýslu. Hefir blaðið snúið sjer til land- læknis eftir frekari fregnum um veiki þessa og útbreiðslu hennar. Ilann skýrir svo frá: Mænusótt hefir í sumar stung- ið sjer niður í Sauðárkróks- og Blönduóss-hjeraði. Voru • í Sauðárkrókslijeraði 3 sjúkdómstilfelli í mars, 1 í apríl, 2 í maí, 3 í júní og 1 í júlí. En í Blönduósshjeraði urðu sjúkdómstilfellin 7 í júlímánuði, eða 8, því maður búsettur í Rvík, Magnús Konráðs.son verkfræðing- ur, veiktist rjett eftir að hann kom að norðan. Skýrslur eru ekki komnar fyrir ágústmánuð. — Eru þetta tiltölulega mörg tilfélli af veiki þessari, saman- borið við það, sem verið hefir undanfarin ár? — Síðan hinn mikli faraldur var hjer 1924, hefir veikin gcrt vart við sig á hverju ári, eink- um norðanlands. Árið 1924 voru hjer á landi skrásett 463 tilfelli af mænusótt, og dóu 89 af sjúkl- ingunum á því ári. Næsta ár voru tilfellin aðeins 26 og árið 1926 aðeins 2. Voru aðeins fá til- felli árin næ.stu til 1932. Þá gaus upp nýr faraldur, þó mun minni en 1924. Tilfellin voru 81 árið 1932 og dóu 15 af þeim. Voru þá sjúkdómstilfellin til- tölulega flest í Hofsóshjeraði. En þar hefir enginn veikst í ár, þó veilcin hafi ger-t vart við sig í Sauð á rkróksh j er aði. Þó að mænusót-t geri vart við sig, er hún ákaflega mismunandi þung. Má búast við því, að fleiri taki veikina en vitað er nm með vissu, því greinileg sjúkdómsein- kenni koma ekki í ljós, nema lömun eigi sjer stað. Faraldur þessi norðanlands er allskæður, hefir í Sauðárkróks- hjeraði a. m. k. 1 sjúkbngur dá- ið, en 5 eru alvarlega lamaðir. En í Blönduósshjeraði hafa 2 dáið og 2 eru mikið lamaðir. KÍGHÓSTINN. Blaðið spurði landlækni um leið, livað væri að frjetta af kíg- hóstafaraldrinum. Sagði hann, að kíghóstinn væri nú mjög í rjenun, í flestum hjer- uðum, nema þeim afskektustu. Yfirleitt hefir hann verið væg- ur, þó nokkuð mismunandi í hjer- uðunum. Hafa sum hjeruð slopp- ið svo vel, að ekkert bam hetir þar dáið af hans völdum. í flestum læknishjeruðum hafa bólusetningar mikið verið notað- ar, en ekki fullrannsakað, hvaða árangur þær hafa borið. Geysir hinn nýi í (jlfusi gýs veiljulega einu sinni á sólarliring. í gær mældi Benedikt Gröndal verkfræðingur gos hans, er reynd ist vera 32y2 m. á liæð. Nokkru áður liafði hann gosið og var það gos talsvert hærra, talið að það hafi verið a. m. k. 40 metrar. Blæjalogn var, þegar hverimi gaus í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.