Morgunblaðið - 13.08.1935, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.08.1935, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 13. ágúst 1935. JiaufisáupM# Reiðhestur til sölu, bleikur, vel viljugur, töltari. Sími 9142. Falleg afskorin garðblóm eru daglega seld á Suðurgötu 12. (Baklóðin). Ódýr húsgögn til sölu. Göm- ul tekin í skiftum. — Hverfis- götu 50. Húsgagnaviðgerðar- stofan. Mikið úrval af sniðum frá „Hjemmet“. — Saumastofan „Harpa“, Hafnarstræti 8. Fallegar og ódýrar blússur, leðurbelti, margar tegundir, einnig slifsi. Saumastofan „Harpa“, Hafnarstræti 8. 2—3ja herbergja íbúð óskast 1. október eða fyr. Þrent í heim- ili. Fyrirframgréiðsla fyrir lengri tíma, ef óskað er. Upplýsingar í síma 4885. Til iðnreksturs, er til leigu stórt kjallarapláss, ódýrt. Mið- stö0. rafljós. Símar: 4799 eða 3278, Biðjið tim $úí«ífoIa5i Marmelade * TO Toppasykur Púðursykur fæst í — Aldrei verð jeg jafn hrif- inn af dásemdum náttúrunnar og þegar jeg íhuga, að hvert einasta blóm héfir sitt latneska nafn. SZ£Jtyf*njn€fav Ef þjer viljið fá heimsendan góðan miðdegisverð þá hringið í síma 1289. — Elsku góða, jeg fullvissa þig um, að jeg kem svona seint vegna þess, að jeg hefi verið að vinna í skrifstofunni. Hann: Koma gestir í dag? Hún: Enginn hefir boðað komu sína, engum hefi jeg boðið, þú þarft að vinna heima, barnið er lasið, stúllcan á frí, alt er í óreglu Innritun nýrm fjelaga í Bókaver.lun Stórþvottur á morgun, SVO að Snæbjarnar Jónssonar. Árgjald kr. 3.00. jeg er VÍSS um að það Verður Æfitillag kr. 25.00. — Gerist fjelagar. gestagangUr í dag. I i Bálfarafjelag íslands. COLMA LINSTEMKJA gerir geiill hálsiín sem NYTT. Til Akufeyrar. Á tveimur dögum: Alla þriðjudaga, fimtudaga og laugardagæ Á einum degi: Hraðferð um Borgarnes, alla þriðjudaga og' föstudaga. Frá Akureyri áframhaidandi ferðir: Til Austf jarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. — Sími 1540. Bifreiðasföð Akureyrar.^ Allir Reykvíkingar lesa auglysíngar Morgunblaðsins. FANGINN FRA TOBOLSK. 14. þeim búningi sem teknir voru upp eftir stjórnar- byltinguna. En flestar voru í ljelegum stælingum á Lundúna- eða Parísartískunni frá árinu áður og þá ekki ætíð með frýnilegustu mönnunum. Hjer og þar sáust konur í dýrindis klæðum, sem hefðu sómt sjer á fínustu veitingastöðum Evrópu. Aug- sýnilega drakk hver og einn eins og honum sýnd- ist, þó vínin væri óheyrilega dýr. Músíkin var ógurleg og þjónarnir hörmulegir. Simon og her- toginn sátu þarna ekki lengi og þeir voru báðir dauðfegnir þegar leið að leikhústíma. Hertoginn hafði náð í eina af þeim fáu bifreiðum, sem voru til Ieigu, og eftir að de Richleau hafði sagt bif- reiðarstjóranum hvert hann ætti að fara, óku þeir af stað eftir mannmörgum götunum. Á hverju götuhorni voru hátalarar, sem öskruðu sí og æ stuttar setningar í eyru fólksins með hásri og óþægilegri rödd. „Hvað segir þessi rödd?“, spurði Simon. „Það lítur út fyrir að hátalararnir hjer þagni aldrei. 1 morgun tók jeg eftir þeim, og nú aftur — þetta geta ekki verið frjettir alt saman?“ „Nei, vinur minn“, hertoginn ypti öxlum. „Það er fimm ára áætlunin. Lýðurinn má með engu móti gleyma henni. Og þessir hátalarar þylja sí og æ, hve margar dráttarvjelar hafi verið búnar til í Stalingrad, hvað margir kennarar við háskól- ann í Kharkov hafi fengið heiðursverðlaun síðustu viku, hve mörg tonn af málmi hafi verið unnin úr hinni miklu námu við Kurznetsky, að hópur ungra kommúnista í Nizhnij hafi tekið ákvörðun um að hafna fimta dags fríinu í eitt ár, til þess að flýta framgangi fimm ára áætlunarinnar o. s. frv. Og við og við segir þulurinn: Þið, sem hlustið á þetta, hvað gerið þið til þess að fimm ára áætlunin nái fram að ganga á fjórum árum?“ Það fór hrollur um hertogann. „Þetta er hræðilegt, sonur sæll. Þeir jeta okkur upp með húð og hári áður en lýkur“. Vagninn skrölti nú gegnum bugðóttar götur í úthverfum borgarinnar, og nam loks staðar fyrir utan hús í einu af fátæklegustu hverfunum. Eina lífsmarkið, sem var á því, voru daufar ljósrákir bak við byrgða gluggana og ómurinn af lágum hljóðfæraslætti. Þeir stigu út úr vagningum og ökumaður þeirra barði að dyrum. Snjónum kingdi niður og þá stuttu stund, sem þeir biðu á þrepskildinum, urðu þeir alþaktir snjó. Þeir báðu ökumanninn að vitja sín eftir klukkustund og gengu síðan inn og fengu sjer sæti rjett við hinn stóra, kínverska ofn. Ræksnislegur kvenmaður rölti að borðinu til þeirra og eftir stutt viðtal við hertogann færði hún þeim tvö glös með einskonar rúsínubrennivíni. Veitingastofan var mjög lág til lofts og um tutt- ugu borð voru þar inni, af þeim voru um átta auð. Þarna voru menn af öllum stjettum, fátæklegir verkamenn í sínum venjulegu blússum, lægri em- bættismenn og einstöku Evrópumenn mentaðir og siðaðir að sjá, virtust hafa „snúist“. Eina konan þarna inni var hörkuleg og óvingjarnleg á svip, með ljósrauð Albino augu og hvítgult hár. Lítið var sagt og aðeins fáir voru við hvert borð. Flestir gestirnir á þessum grunsamlega veit- ingastað virtust þreyttir og sinnulausir, gerðu sig ánægða með að sitja aðgerðarlausir og hlusta á tilbreytingarlausar endurtekningar hljómsveitar- innar, sem var aðeins lítið brot úr gamalli Zigeuna- hljómsveit. Hertoginn og Simon sátu lengi og horfðu á þetta fólk. Ekki af því að það væri skemtilegt, heldur af því að þeir höfðu ásett sjer að láta ekki eitt einasta tækifæri, til þess að komast í samband við vanagesti þessa ömurlega veitingahúss, ganga sjer úr greipum. En ekkert skeði. Og enginn yrti á þá. En Simoni fanst það mikil huggun að finna til byssunnar undir handleggnum, því að þó flest andlitin væru sljó og þreytuleg voru mörg illileg á svip, og hann fann glögt, að þeim var gefið auga frá mörgum borðunum. Við og við kom nýr gestur inn, er bar með sjer ískaldan vindsúg og snjó, eða einhver gestanna sveipaði sig sinni síðu og tötralegu kápu og hvarf út í náttmyrkrið. Þjett tóbakssvæla fyltl stofuna og hljómsveitin suðaði stöðugt jafn tilbreytingar- laust. Eftir nokkra stund komu þrír verkamenn inn. Tveir þeirra voru sýnilega kendir og fóru þeir þegar að kalla á „Jakko“. Simoni fanst hann kann- ast við andlitið á þeim þriðja og hann tók eftir því, að hann hafði gætur á borðinu, sem hann og hertoginn sátu við. Auk þess tók hann eftir því að maðurinn var með ör við annað augað og neri ósjálfrátt saman höndum undir borðinu. Menn fóru nú alment að kalla á Jakko, hljóm- sveitin spilaði af meiru fjöri, og dansari birtist i dyrunum innst inni í vertingastofunni. Hann var í klæðnaði úr böndum og stráum, líkt og Hawaii-búar. Pilsið hvirflaðist upp að eyrum, þegar hann sneri sjer í hring. Hann var með stærð- ar bumbu í hendinni, og á höfðinu hafði hann kringlóttan stráhatt. Ferhyrnt rúm var rutt í miðj- um salnum og þar fór hann nú að dansa Chardas með miklum móð og hávaða, tilkvaddur af takt- föstu og samtaka lófataki áhorfenda. de Richleau leit sem snöggvast á hann, svo ypti hann öxlum og sagði: „Þessi náungi getur haldið 'áfram um alla eilífð. Hann á að vera Shammon frá Alti, einskonar töframaður frá óbygðum Rúss- lands fyrir norðan Mongolíu, þar sem Tartara- flokkar tilbiðja anda feðra sinna. — Við skulum koma hjeðan. Hingað eigum við ekk,ert erindi“. En Simon ansaði ekki. Hann starði á dansarann, og gætti þess að líta ekki á hertogann, eða láta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.