Morgunblaðið - 25.08.1935, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.08.1935, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ Fálrn ogú ræðaleysi stjórn arflokkanna í haftamálinu Kú á bjargráðið vera: Ein allsherjar ríkiseinokun! Mál málanna. Þegar rauðu flokkarnir tóku völdin í sínar hendur fyrir rúmlega einu ári, var það bá- súnað mjög út til þjóðarinnar, að nú yrði tekið föstum tökum á utanríksiverslun landsmanna. Hingað til hefir þjóðin eytt meiru en hún hefir aflað, sögðu rauðliðar. Þetta má ekki svo til ganga áfram og við höfum á- kveðið að lagfæra þetta. Þetta var eitt af málum málanna hjá rauðu flokkunum um stjórnarmyndunina síðast- liðið sumar. Eysteinn Jónsson, fjármála- ráðherra rauðliða, skrifaði ekki svo blaðagrein eða steig í ræðu- stól, að hann ekki minti á þetta mál málanna, lagfæring utanríkisverslunarinnar. Og öli halarófan tók undir þenna són. Opinberar skýrslur. Eirtar eru við hver mánað- armót opinberar skýrslur um. vöruflutning til landsins og frá. Þessar skýrslur áttu að sýna þjóðinni, hve mikill mað- ur hann væri, fjármálaráðherra rauðliða. En þrátt fyrir hin „föstu tök“ Eysteins fjármálaráðherra á þessu máli, sýndu hinar op- inberu sícýrslur ekki neinar lagfæringar á verslunarjöfnuð- :i- n. á var það að Eysteinn fjár- i ilaráðherra fann það út, að \_nta myndi strangari lög um þessi mál og að íorstöðumaður haftaskrifstofunnar, ' sem var, væri ekki sanntrúaður. Eysteinn fekk þetta hvort- tveggja lagfært. Ný haftalög voru samþykt á haustþinginu og nýr maður — sanntrúaður kaupfjelagsstjóri — settur yf- ir þessi mál. En nú hefði líka vafalaust verið. best fyrir Eystein, að láta hinar opinberu mánaðar- skýrslur um inn- og útflutning hætta að koma út, því að þá hefði hann og haps blöð getað j notað blekkingar og lygar til þess að halda fólkinu við trúna á „föstu tökin“ í haftamálinu. En þetta láðist Eysteini að gera og þess vegna komu „bölv- aðar staðreyndrinar" — hinar opinberu skýrslur — og gerðu| „föstu tökin“ að engu. Skýrsl-j urnar sýndu, að innflutningur- inn minkaði lítið sem ekkert. þrátt fyrir hoftin og þrátt fyrir að rjetttrúaður kaupfjelags- stjóri sat nú í forsæti hafta- skrifstofunnar. Kaupmerai — kaupf jelög. Þegar „bölvaðar staðreynd- irnar“ höfðu leikið þá Eystein fjármálaráðherra og Skúla haftaforstjóra svona grátt í nokkra mánuði, var gripið til blekkinganna og reynt að villa fólkinu sýn á hinu raunveru- lega ástandi. Var nú óspart haldið fram í stjórnarblöðunum, að kaup- mennirnir, og þó einkum heildsalarnir, váeru svo bölvaðir þjóðfjelagsþegnar, að þeir hugs uðu aðeins um eigin hag. Þessír menn hefðu öll spjót frammi, leyfileg og óleyfileg, til þess að ná óþarfa inn í landið, er þeir gætu hagnast á! Þá væri einhver munur að eiga við Sambandsmennina og kaupfjelagsstjórana, sögðu stjórnarblöðin. Þeim dytti ekki í hug að flytja inn annað en brýnustu nauðsynjar og þær mjög af skornum skamti!! Daglega mátti lesa í stjórn-! arblöðunum langar romsur um hina eigingjörnu og óþjóðlegu heildsala og svo um dygð og heiðarleik Sambandsmanna og kaupfjelagsstjóra. En svo kom babb í bátinn: Stjórnarblöðin fóru að segja frá ársrekstri Sambandsins og kaup fjelaganna og þá komu enn „bölvaðar staðreyndirnar“ og töluðu sínu máli: Innflutningur Sambandins og kaupf jelaganna hafði aukist um miljónir króna á því tírna- bili, sem látið var í veðri váka að ‘ tekið væri „föstum tökum“ á utanríkisversluninni! Og innflutningur ríkisins sjálfs á tóbaki og brennivíni hafði stórum aukist, enda er enginn skortur á gjaldeyri til kaupa á þeirri vöru! En á sama tíma var innflutn-' ingur til kaupmanTia skorinn niður um 50—60% og þar yfir.1 Bjargráðið. En þrátt fyrir það, að stjórn-1 arblöðin höfðu þanhig sjálf ó- afvitandi orðið til þess að fletta ofan af óheilindunum í þessu haftafargani, hjeidu þau enn áfram að svívirða kaupmanna- stjettina og kenna henni um ó- farirnar. Hver „spekingurinn“ af öðr- um kemur nú fram á ritvöllinn, Skúli, Gísli, Arnór og svo auð- vitað kommúnistarnir við Al- þýðublaðið — og nú þykjast þeir hafa fundið bjargráðið. BjargráðiS er, að ríkið taki í sínar hendur alla utan.ikis- verslun þjóðarintisr! Alþýðublaðið á heiðurinn af því, að hafa fundið upp bjarg- ráðið. Tímadilkurinn var í fyrstu í nokkrum vafa um, hvort rjett myndi vera að stíga skrefið að fulju út strax .Hann orðaði í fyrstu þá uppástungu, að þrír aðiljar hefðu allan innflutning með höndum: Ríkið, Samband- ið (sem er ríki í ríkinu) og einn allsherjar fjelagsskapur kaup- manna. En nú virðist dilkurinn alveg horfinn frá þessari þrískiftingu og er nú ekkert sem skilur hann frá sósíalistum. Þetta hefir berlega komið fram í ritstj.greinum í Tíma- dilknum undanfarið og nú síð- ast í langri ritgerð, eftir Arnór fyrrum skólastjóra á Laugum. Öll framkoma stjórnarflokk- anna í haftamálinu ber þess greinilega vott, að þar ríkir fálm og úrræðaleysi. Það er heldur ekki von, að vel fari, þar sem vitað er, að höftin hafa verið misnotuð harð lega, til pólitísks ávinnings fyrir rauðu flokkanna. Tilgángur stjórnarflokkanna með höftunum hefir frá upp- hafi verið sá, að draga verslun- ina úr höndum kaupmanna og til Sambandsins og kaupf jelag- anna. Að þessu hefir verið unnið kappsamlega með misbeitingu haftanna undanfarið. En rauðliðum þykir of seint ganga, að murka á þann hátt lífið úr kaupmannastjettinni og þá á að grípa til bjargráðs sósí- alistanna: AS koma á einni alls herjar ríkiseinokun, sem yrSi um leiS langstærsta framfærslu stofnunin, sem rauSliSar hafa sett á stofn. Bændaánauð á íslandi. Þá keypti Jósef allar ekrur Egypta handa Faraó, því að Egyptar seldu hver sinn akur, þar eð hungrið svarf að þeim. #Og landslýðinn gerði hann að þrælum frá einum enda Egypta- lands til annars. (I. Mós. 47., 20—21.) Sagnir Gamlatestamentisins segja, að þegar hallærið tjjikla gekk yfir Egyptaland, þá hafi Gyðingur einn verið þar land- stjóri. Hann seldi landslýðnum korn, og tók fyrir lausafje fyrst. Silfrið streymdi í fjárhirslur rík- isins, því dýrtíð mikil var sam- fara þessari ríkiseinokun. Kom hrátt svo, að enginn silfurpening- ur var í eigu egypskra bænda- Þá tók landstjórinn af þeim kvik- fje þeirra, og áttu þeir þá ekki eftir lausafjár. Egyptar voru óðalbornir, og áttu sjálfir akra sína. En er hall- ærið helst og hungrið svarf að, þá sögðu þeir: Að hverju haldi koma oss akrarnir, er vjer eigum ekki korn til að sá í þá? Og hvers virði er oss frelsið, er vjer deyj- um úr hungri? Og er. sulturinn svarf enn meira að, sagði Gyð- ingurinn, sem stjórnaði landinu: Fáið ríkinu akra yðar, og fáið rík- inu yður sjálfa, og jeg mun fá yð- ur brauð. Og Egyptar afhentu ríkinu óð- ul sín og gerðust sjálfir þrælar Faraós. Um þúsundir ára guldu síðan egypskir bændur ríkinu landskuld af óðulum feðra sinna, og voru sjálfir ánauðugir. Sagnirnar herma, að illærið í Egyptalandji hafi staðið í 7 ár, og að á þeim 7 árum hafi landstjórn- inni tekist að gjöra þessa þjóð- skipulagsbreytingu, því sulturinn var samherji hennar og sverð. Framsókn hafði ekki stjórnað landinu okkar mörg ár, þegar silfrið var til þurðar gengið *hjá flestum. Það hafði streymt í fjárhirslur ríkisins og fuðrað þar upp. — Þá kom röðin að kvik- fjenaðinum. S. í ,S- sagði við bændur: Komið með fjenað yðar, og jeg mun fá yður brauð. Og bændurnir komu í þúsundatali með fjenað sinn. TJllarhárin voru talin og pantsett hálfvaxin á rollunum og dilkarnir veðsettir, áður en ærnar fengu. Og þegar Framsókn hafði stjórnað landinu í 7 ár, var undirskrifaður samn- ingurinn við sósíalista um „jarða- kaup ríkisins“. Sósíalistar í Alþýðuflokkn- um og í Framsóknarflokkn- um hafa oríið sammála um „skipulagningu“ bænda- stjettarinnar. Lögin um afurðasölu bænda voru afgreidd þannig, að engum getur dulist, að þau liafa mótast af þeim höfuðtilgangi hinna sósí- alistisku flokka að taka af bænd- um ráðstöfunarrjettinn á fram- leiðsluvörum þeirra. Ef tilgangur- inn hefði verið sá, að gera bænd- um ljettara að lifa sjálfstæðu lífi, hefðu þau verið öðru „vísi úr garði gerð. En með þyí að svifta bændur ráðstöfunarrjettinum á þessari eign þeirra, eru þeir af sjálfu sjer sviftir skilyrðum til þess að ráða kaupum sínum. Þessi höft á framleiðslufrelsi bænda og viðskiftafrelsi í kaup- um og sölu, eiga svo að kórónast með því, að afhema - alla sjálfs- ábúð í sveitum landsins og gera alla að ríkisleiguliðum. Ákvörðun sósíalista er löngu tekin, og hún er þessi : Ríkið skal eiga allar jarðir. Átthagabönd skulu sett á sveita- fólkið. — Hver sitji þar, sem hann er niður kominn, þar til rík- * ið flytur hann eða útskúfar hon- um. Hver framleiði það eitt, sem honum er fyrirskipað, en ekki til þess að váðstafa því sjálfur, held- ur til þess að afhenda það stjórn- skipaðri nefnd, sem ákveður hvað við það er gert og fyrir það gold- ið. Þá geta bændur sjeð, hvað eft- ir er af sjálfstæði þeirra, þegar þeir mega ekki eiga land, ekki framleiða annað en það, sem þeim er fyrirskipað, verða að afhenda framleiðsluna skilyrðislaust, og taka við því einu, sem að þeim er rjet.t. Fáið bændunum ábýlisjarð- ir þeirra íil eignar, og um leiÓ athafnafrelsi og ráðstöf- unarrjett á framleiðslu þeirra. Þegar Hákon góði var til kon- Sunnudaginn 25. ágúst 1935* Siguíhjöm Þorkðisson fímtugnr. Sigurbjörn í Yísi á fimtugs- afmæli í dag. Svo segja kirkju- bækurnar. Annars er Sigur- björn einn af þeim mönnum, sem að útliti, fjöri og lífsþrótti er og verður alla æfina sá hinn sami, síkáti, starfsglaði maður, sem aldrei æðrast, hvað sem á dynur, og altaf er boð- inn og búinn til að greiða hvers manns götu, eftir því sem hann best getur. Þegar vinir og kunningjar Sigurbjarnar eru í slæmu skapi, en Sigurbjörn er vinmargur með afbrigðum, þá eiga þeir það til að taka sjer ferð á hendur og fara beina leið inn á skrifstofuna til hans, setjast þar upp, þó að Sigurbjörn sje önnum kafinn, til þess að rabba við hann, og komast í gott skap. Enginn tekur tillit til þess, þó þetta sje í vinnutíma hans o-g hann þurfi að tala í síma, skrifa reikninga og af- greiða fjölda fólks, sem kemur þangað í löglegum erindum. Því annríkið þjáir aldrei Sig- urbjörn, hversu mikið sem hann hefir að gera. Og hann telur það aldrei eftir sjer að ungs tekinn í Nórégi, fekk hann bændum aftur óðul þeirra. Um hans daga gjörðist ársæld, var friður góður, og hagur lands- fólksins blómgaðist. Sjálfstæðisflokkurinn á að setja sjer það mark, að gera alla bænd- ur á íslandi óðalsbændur. Ríkið á að gefa ábúöndum þær jarðir, sem það á, og hjálpa öðrum leigu- liðum til að eignast ábýlisjarðir sínar. Með sjálfsábúðinni eiga bændur að fá fullkomið athafna- frelsi i búskap sínum, og sem fyllstan ráðstöfunarrjett á fram- leiðslu sinni. Ríkið á ekki að blanda sjer í málefni þegnanna til annars en að styðja þá í lífsbaráttunni. Það á að skakka léikinn, ef einn geng- ur á annars rje.tt, en ekki að elta þá eins og afbrotamenn fyrir það eítt, að þeir vilja halda frelsi - sínu og eignarrjetti. Velmegun og menning mun því aðeins taka vexti í svéitum ís- lands, að fólkið fái að njóta frjálsræðis, og bændur haldi sjálf- stæði sínu og fullum eignarrjetti á ábýlisjörðum sínum. Bændur Islands. Rísið gegn á- forum sósíalista um bændaánauð á Islandi- Sigurður Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.