Morgunblaðið - 25.08.1935, Qupperneq 5
Sunnudaginn 25. ágúst 1935,
MORGUNBLAÐIÐ
b i
eyða nokkurri stund, til þess að
.g-era náunganum greiSa. Hann
-er einn af þeim hamingjusömu
mönnum, sem hefir meiri á-
nægju af að taka tillit til ann-
ara, en að láta taka tillit til
sín.
Síglaður, með vakandi áhuga
fyrir öllu, sem miðar til fram-
iara og velfarnaðar, eykur
hann blátt áfram gleði og á-
nægju þeirra, sem honum
kynnast og við hann tala. Þeir
verða vinir hans. Hann er hinn
besti „fellow*, hvar sem hann
leggur sitt lið fram.
í stjórn K. F. U. M. hefir
hánn verið um mörg ár, og
meðal áhugasomustu athafna
mönnum þar. 1 kirkjumálum
bæjarins hefir hann starfað
mikið. Að ógleymdum störfum
hans í þágu Sjálfstæðisflokks-
ins, því þegar um málefni
jflokksins er að ræða, er Sig-
urbjörn altaí liðtækur áhuga-
maður.
Vinir hans. hinir fjölmörgu
færa honum árnaðaróskir í
-dag, þakka honum fyrir liðnu
-árin og hlakka til þess að eiga
hann fyrir vin og fjelaga í
fjöldamörg ár enn.
Rey kj a ví kurbrj ef.
24. ágúst.
Fiskverslunin.
Til Portúgal hefir Fisksölusam-
bandið nýlega selt 60.000 pakka
-af fiski. Og verið er að afgreiða
einn farm til ítalíu. Br von á að
annar farmur Mri þangað snemma
í september.
Fiskþurkur hefir gengið mjög
•seint og treglega hjer sunnan-
lands, ekki þó svo að neinar
rskemdir hafi hlotist af.
Þýskalandsförin.
Mönnum verður tíðrætt þessa
daga um Þýskalandsför lcnatt-
spyrnuliðsins og hrakfarir hinna
áslensku knattsþyrnumanna.
í tveim fyrstu kappleikunum
var ósigur íslendinganna svo mik-
ill, að þeir fengu ekkert mark, en
þýsku liðin, er ljeku á móti þeim,
fengu 11 í hvert sinn. Útkoman
var þá 22:0.
Síðari hálfleik síðari leiksins,
>er háður var í Berlín, var útvarp-
að hingað, og heyrðist veh
12000 áhorfendur horfðu á
leikinn. Qg sagt var, að áhorfend-
um hefði runnið svo til rifja ófar-
ir íslendinga, að engu var líkara,
en áliorfendur væru íslenskir. í
hvert sinn, sem það þótti líklegt, að
lendingarnir gætu komið knettin-
um í mark, ómuðu fagnaðarópin.
En í hvert sinn urðu hinir þýsku
Islandsvinir fyrir vonbrigðum.
Sjálfþekking.
En menn mega með engu móti
líta svo á, að þessi för hinna ís-
lensku knattspyrnumanna hefði
betur verið ófarin.
Osigur þeirra er þeim að vísu
hvimleiður. Oóðar móttökur í
Þýskalandi vega það nokkuð upp.
En fyrir íslenska knattspyrnu-
menn og knattspyrnuíþrótt fæst
af þessu nauðsýnleg, nærri að
segja ómetanleg vitneskja um það,
á hvaða stigi við stöndum í þess-
. ari alþjóða íþrótt.
Þessi vitneskja kann að koma
f
einhverjum í fljótu bili á óvart-
En hún kemur bókstaflega eng-
um á óvart, þegar betur er gáð að.
Skilýrði íslenskra íþróttamanna,
til æfinga og þjálfunar eru hm
verstu. Æfingar geta ekki farið
fram í knattspyrnu, nema um
hásumarið. Ytra geta menn æft
sig og þjálfað alt árið.
Og sumir telja, að áhuga margra
ísl. íþróttamanna til æfinga, sje
ábótavant. En sú deyfð kemur
fyrst og fremst til af því, að ekki
er runnið upp fyrir þeim, hve
mikið útheimtist til þess að standa
erlendum keppendum á sporði.
í mörg horn að líta.
A fleiri sviðum en sviði íþrótta
vantar okkur ísléndinga sjálf-
þekking. Einangrun okkar ;ög
alda svefn er orsök þessa.
Á seinni árum hafa erlendar
þjóðir rekið upp stór augu, er
þær hafa sjeð, að hjer voru ekki
Eskimóar.
Erlendir menn hafa oft lýst
landi og þjóð lit frá því sjónar-
miði, hve langt við stæðum skræl-
ingjum framar. En þeir hafa leitt
það hjá sjer að lýsa því, hvernig
við stæðumst samanburð við aðra.
Þó knattspyrnuliðið hafi enga
sigurför farið til Þýskalands er
ekki víst að ísl. knattspyrnumenn
sjeu ver undir það búnir en landar
þeirra eru á öðrum sviðum, að
standast samanburð við stórþjóð-
ir.
Þetta ber okkur að hugleiða.
Að ofmetnast ekki, eins og stund-
um hefir bólað á, þegar útlend-
ingar, sem gerðu til okkar litlar
kröfur, töldu okkur ýmislegt til
gildis.
Bagalegt minnisleysi.
Skúli Guðmundsson formaður
innflutningsnefndar, er hælir sjer
af því, að hann hafi ekki annað
en „brjöstvit“ að bjargast við ,í
verslunarmálum, hefir nú verið
rekinn svo á stampinn, að hann er
hættur að tala um hrjóstvitið, og
kennir minnisleysi sínu um ýms-
ar þær vitleysur, er liann hefir
framið.
Ein af tilfinnanlegustu vitleys-
um og hörmulegum axársköftum
hans er það, að þvinga íslenska
innflytjendur til að kaupa vörur
frá Danmörku, og m. a. þýskar
vörur, sem betur væru keyptar í
Þýskalandi, en takmarka svo
mjög yörukaup í Þýskalandi, að
ekki er hægt að lcoma þangað ís-
lenskum framleiðsluvörum, enda
þótt þar sje fáanlegt fyrir þær
hæsta verð. Kemur þetta t. d.
mjög liart niður á ullinni, sem
hverig fæst jafn hátt verð fyrir
og í Þýskalandi. En bráðabirgða-
lög heimila stjórninni að tak-
marka innflutning til Þýskalands
m. a. á ull.
Svo hörmulega ferst þessum
Skúla sín forusta í viðskiftamál-
um. Þegar honum er bent á tjón
það, sem hann á þenna liátt hef-
ir bakað framleiðendum, reynir
hann að afsaka sig með því, að
hann hafi ekkert vitað um fyrir-
ætlanir stjórnarinnar með bráða-
birgðalögunum!
Það er sannanlegt, að Skúli
beinlínis talaði á sínum tíma um
nauðsyn laga þessara — til þess
að hann gæti betur risið undir
skömm sinni, af því að hafa spilt
markaði fyrir íslenskar afurðir.
Þegar ofan af honum er flett,
reynir hann ekki lengur að bera
fyrir sig brjóstvitið, en kemur til
dyranna eins og hann er klædd-
ur — eins og álfur út úr liól.
Lánsfjaðrir.
Kjötverðlagsnefnd sendi blað-
inu til birtingar állítarlega skýrslu
um kjötsöluna árið sem leið, og
Ijet um leið þá ósk í 1 jósi, að
skýrsla þessi gæti orðið til þess
að leiðrjetta ýmiskonar misskiln-
ing, sem lcomið liefði fram í þessu
máli.
En nú er það komið í Ijós, ð
skýrslan hefir ekki að öllu leyti
verið beinlínis samin til þess að
„leiðrjetta“ misskilning, heldur
alt eins til þess að auka' og rót-
festa blekkipgarnar um verk
kjötverðlagsnefndar og kjötsölu-
skipulagið yfirleitt.
Kjötverðlagsnefnd blandar sam-
an í skýrslu sinni verðjöfnunar-
gjaldi því, sem bændur, er selja á
innlenda markaðnum láta af
hendi rakna til þeirrá,
sem selja kjötið til útlanda, og
ríkissjóðstillagihu (150 þús.) sem
greitt var út á útflutningskjötið,
og telja ríkisstyrkinn, sem ekk-
ert kemur „skipulaginu“ við, sem
lið í kjötsölulögunum. En kjöt-
verðlagsnefnd verður að leggja
niður þessar lánuðu fjaðrir.
Útkoman.
Þegar greitt er úr blekkingum
kjötverðlagsnefndar, kemur það í
Ijós, að verðið á freðkjötinu, sem
iit var flutt, varð tveimur aurum
lægra, í fyrrahaust, en haustið
1933, og verð á saltkjöti 2y2 eyr-
ír hærra.
Þessi 2y2 eyrir á saltkjötinu,
eða öllu ehldur % eyrir, sem salt-
kjöt hækkaði umfram lækkun
freðkjötsins, er þá hin endanlega
niðurstaða af kjötsöluskipulag-
inu.
í höndum þeirra, sem með þessi
mál fara, var ekki við öUu betri
árangri að búast, óvíst, að stjórn-
arliðið liafi vænst glæsilegri iit-
komu. Þeir valdamennirnir í kjöt-
sölumálinu, virðast a. m- k. vera
mjög ánægðir. Þeir kvarta ekki.
Ilvað segja bændur, framleiðend-
ur. Eru þeir ánægðir. Eða bjugg-.
ust þeir ekki við meiri árangri
eftir kosningaloforðin í fyrra.
Nú hefir Jón ívarsson kaup-
fjelagsstjóri látið af formensku
kjötverðlagsnefndar, en Páll Zop-
honíasson er tekinn þar við stjórn-
artaumunum. Svo bændur munu
ekki þurfa að kvíða því að brenna
inni með kjöt sitt ónotað.
Páll hefir, sem kunnugt er, bor-
ið fram þá frumlegustu markaðs-
hugmynd, sem hjer hefir ]iekst, ef
hann ráðlagði bændum að brytja
ærnar niður í kýrnar.
Ekki furða þó núverandi stjórn
telja Pál hæfastan allra til þess
að stjórna „skipulagi" kjötsöl-
unnar.
Tímaútgáfan.
Vikublað Framsóknarflokksins
Tíminn, er nú nálega tvítugur
orðinn. Hefir blaðinu, sem kunn-
ugt er, að mestu' leyti verið hald-
ið úti fyrir fjárstyrk og stoð frá
Sambandskaupfjelögunum.
Ekki hafa Tímamenn enn get-
að fundið neitt hliðstætt dæmi í
heiminum þessi ár, um það, að
samvinnufjelög kostuðu stjórn-. tryggingarfjelög, sem rjeðú
málablöð í svipuðum anda og skipstjóra á liin íslensku skip. ís-
Tímann.
Meðal nágrannaþjóðanna varð-
veita samvinnufjelögin pólitískt
hlutleysi sitt, eins og væri það
fjöregg þeirra.
En ljjer á íslandi eru fjelögin
látin standa straum af blaði eins
og Tímanum.
Ymsir Sjálfstæðismenn eru,
sem kunnugt er í kaupfjelögun-
um. Þeir eins 0g aðrir sem í fje-
lögum þessum eru, eru því hlut-
takendur í útgáfu Tímans. Þeir
eru þannig þvingaðir til að standa
að nokkru leyti straum af blaða-
útgáfu, sem þeir hafa mestu and-
stygð á.
Sem einskonar hugnun fynr
þetta ósjálfráða tillag sitt, hafa
þessir menn fengið sent blaðið
heim til sín.
En nú þykir útgefendum Tím-
ans þetta ekki nóg. Nú hafa þeir
hafið allsherjarherférð á hendur
þeim Sjálfstæðismönnum, sem á
undanförnum áruxfi hafá tekið við
Tímanum. Nú rignir stefnum yfir
þessa menn fyrir ógreidd árgjöld'
Tímans.
Það er Páll Magnússon af Eski-
firði, sem tekið hefir að sjer þessa
umsvifamiklu skuldheimtu.
Klaufaleg illmælgi.
Stjórnarblöðin eru tekin upp
á því, að halda því fram, að for-
maður Sjálfstæðisflokksins, Olaf-
ur Thors, beri óhróðurssögur í
ei-lend þlöð um fjárhagsástand
þjóðarinnar, til þess með þyí að
spilla fyrir viðskiftum íslendinga
við erlendar þjó.ðir og ná sjer
þannig niður á landsstjórninni!
Slíliar getsakir og söguburður
sýna ekkert annað en lubbahátt
og lágmenningu stjómarliða.
Þeim finst slík bardagaaðferð
möguleg. Þeir geta hugsað sjer
hana. Máltækið segir: „Margur
hyggur mann af sjer“.
En ákaflega treysta þeir stjórn-
arliðar. blint á ljelega dómgreind
lesenda sinna, er þeir álíta, að
hægt sje að telja nokkrum manni
trú um í rauðu flokkunum, að
formaður stærsta stjórnmála-
flokks í landinu, sem jafnframt
er formaður fjelags íslenskra tog-
araeigenda, geri sjer leik að því,
að gera þessum stærsta atvinnu-
vegi íslendinga erfiðara fyrir,
með því að bera fram ósannindi
um fjárhag vorn í erlend blöð.
Þeir menn, sem trúa slíkum
áburði ættu skilið að fá verðlaun
hjá stjórnarliðinu fyrir einfeldn-
ingshátt og trúgirni.
Á villigötum.
Járnsmiðaverkfallið við togal’-
ann Andra verður langfrægt í at-
vinnusögu okkar íslendinga.
Með því að halda skipinu ósjó-
færu viku eftir viku á þuru landi,
þykjast járnsmiðirnir vinna að
því að fá viðgerðir skipa í fram-
tíðinni inn í landið.
Það eru erlend vátryggingar-
fjelög sem annast viðgerðir skip-
anna.
Skyldu þau verða liðlegri til
þess að láta draga skipin lijer á
land til viðgerðar, eftir en áður?
Það er erfitt að láta sjer detta
slíkt í hug.
Tökum hliðstætt dæmi. Hugs-
um okkur að það væru erlend vá-
lenskir skipstjórar vildu kippa
þessu í lag. íslendingur yæri
fenginn til þess að fara með skip
stuttan spöl. Hann gripi tækifær-
ið og hleypti því beina leið í
strand. Segði síðan við vátrygg-
ingarfjelögin: Jeg dreg ekki skip-
ið af grunni, nema jeg fái að
vera sldpstjóri áfram.
Og svo hjeldi maðurinn því
fram, að hann hefði strandað
skipinu til þess að auka álit á
stjett sinni og þjóð, gagnvart
hinum erlendu viðskiftamönnum!
Járnsmiðirnir, sem dregið hafa
naglana út úr botni Andra,
hálda því fram, að þeir eigi mikla
samúð skilið fyrir að neitá að
lialda verkinu áfram.
Þeir segjast vera að gera sjer
og þjóðinni gagn með þessu tíl-
tæki-
Þeir hafa ekki beinlínis „hitt
nagiann á höfuðið“, í þeirri við-
leitni sinni — og gera það ékki
með neinu öðru en því, að hitta
þá rjettu nagla, sem eftir er að
setja í botninn á togaranum
Andra.
Fiskveiðar Færeyinga
hjá Grænlandi og
Islandi.
Veiðarnar við Is-
land minka, en auk-
ast við Grænland.
Síðan fiskveiðar Færeyinga
liófust hjá Grænlandi fyrir 10
árum, hafa þær farið vaxandi ár
frá ári. Seinustu þrjú árin hafa
veiðarnar verið sem hjer segir:
Ár Fiskimenn Fiskafli
1932 « 1411 6000 smál.
1933 1609 7258 —
1934 2625 10251 —
En á sama tíma hafa fiskveiðar
Færeyinga við ísland farið stór-
um minkandi. Árið 1932 veiddu
þeir hjer um 20 þús. smálestir af
saltfiski, árið 1933 um 18 þús.
smálestir, 1934 um 11 þús. smá-
lestir og í vetur var afHnn svip-
aður.
Af þessum samanburði má sjá,
að veiðarnar hjá Grænlandi hafa
haft' stórkostlega þýðingu fyrir
Færeyinga.
Samkvæmt alþjóða liagskýrsl-
um veiddust alls við Grænland
árið 1932 um 44.000 smálesta af
saltfiski, en sama ár við ísland
um 485.300 smál., eða rúmlega 10
sinnum meirá, en þess verður að
gæta, að við ísland eru fiskveiðar
reknar alt árið, en ekki nema
sumartímann lijá Grænlandi. .
í fyrra veiddu Færeyingar hjer
um bil jafn mikið hjá Grænlandi
eins og hjá íslandi, og ef breyt-
ingin verður jafn mikil næstu ár,
eins og hún hefir verið -að undan-
förnu, þá verða aðalfiskveiðar
þeirra við Grænland í framtíðinni.
Stórt dæmi. Englendingur einn,
sem auðsjáanlega hefir haft næg-
an tíma hefir reiknað út, að ef
skifta ætti öllu ræktuðu landi í
heiminum jafnt milli allra manna
kæmi nákvæmlega 280 kvaðrat-
metrar í hvers hlut.