Morgunblaðið - 25.08.1935, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.08.1935, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 Sunnudaginn 25. ágúst 1935» tpninaue Við hreinsum fiður úr sæng- urfötum yðar frá morgni til kvölds. Fiðurhreinsun íslands. Sími 4520. Vanti ykkur mat á kvöld- borðið, þá kaupið fisk frá Risnu. Matstofan Risna, Hafn- arstræti 17. I Kelvin Diesel. — Sími 4340. Slysavarnafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. i Silungur glænýr fæst dag- lega í Nordalsíshúsi. Sími 3007. Vatnsglös ódýrust í Hafnar- stræti 19, hjá Benóný. Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. JCaup&kajiuv Saumastofan, Lækjargötu 4, hefir miklar birgðir af allskon- ar kjólaefnum. Baðsloppaefni í miklu úrvali í Saumastofunni, Lækjargötu 4. Nýkomnir góðir svartir kven- sokkar í Saumastofuna, Lækjar- götu 4. Kaupum gamlan kopar. — Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024. Hangikjöt nýreykt. Nordals- íshús. Sími 3007. Veggmyndir og rammár í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. 9€usrueZí Ibúð, þrjú til fjögur herbergi og eldhús, óskast 1. október. Upplýsingar í Parísarbúðinni. Sími 4266. Rúmgóð stofa í nýtísku húsi til leigu. Sími 3468. Tvö herbergi á stofuhæð hússins Kirkjustræti 10 til leigu frá 1. okt. n.k. Upplýsingar í síma 4037. Ito WsnrHiSM \ ©LSEM ÍIÉ Brúður: Ertu loksins kominn. Því kemurðu svo seint ? I Brúðgumi: Fyrirgefðu, en á leiðinni fór jeg fram hjá kirkju I þar sem verið var að gifta hjón, ! og jeg skemti mjer svo ákaflega við að horfa á þau, því að hann var væskilmenni en hún eins og tröllkona. Útilegumenn! tvs.- Munið að MAGGI-VÖRUR eru ómissandi í útilegur. — Það eru tvíburar, herra endurskoðandi — tvær stúlkur. — Eruð þjer nú alveg viss um það. Hm — hafið þjer talið þær? Til Akureyrar: Alla Mánudaga, Miðvikudaga og Pöstudaga. Frá Aknreyri Alla Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga. Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar,, Blfreiðastöð Steindórs. Sími 1580. Morginbtaðið mel morpnliffim. Allir Keykvíkingar lesa auglýsingar Morgunbiaðsins. FAXGIM FRA TOBOLSK. 25. ferðakistu með öllum nauðsynlegum ferðamun- um. „Þeir stela henni, þegar þeir sjá sjer færi“. „Nei“; það glaðnaði yfir hertoganum. „Til ihálamynda tökum við með okkur sína ferða- töskuna hvor. En annan farangur sendum við á okkar ágætu sendiherraskrifstofu, sem þjer kannist við. Ef við sleppum nokkurntíma lifandi úr þessu landi aftur, vefður farangurinn sendur á éftir okkur í póstpokanum“. „Það var ágætt“, sagði Símon og andvarp- aði. „Jeg er því feginn. Jeg hefði ekki getað af- borið að vita af Leshkin njöta góðs af því, sem jeg ætti“. „En við verðum báðir að fá okkur bakpoka“, hj.elt hertoginn áfram. „Við getum haft það nauð- synlegasta í þeim og skilið töskurnar eftir í lest- inni“. „Og hvað þurfum við méira?“ „Við verðum að hafa með okkur vistir. Til allr- ar hamingju hafði jeg nokkuð af því tagi meö mjer til vonar og vara, En við getum keypt okk- ur hjer súkkulaði, kex og reykt svínakjöt. Ætl- ið þjer að fara til kveðjumáltíðar með „yðar út- völdu“ í dag?“ „Nei, jeg lauk því af í gær, mjer fanst 'pað best“. „Alveg rjett“, sagði hertoginn, en bætti svo við í hálfum hljóðum: „Gætið að', jeg held að náunginn með örið sje fyrir aftan okkur!“ Símon beið augnablik og leit svo um öxl, eins og af tilviljun. Jú, hjer var ekki um að villast, andlitið^ var það sama, þó hinn litli og skorpni náungi væri í þetta sinn í snjáðum einkennisbún- ingi rauðu lífvarðafsveitarinnar. Þeir greikkuðu sporið, og með því að þjóta fram og aftur ýmsar krókaleiðir eftir hinum þröngu götum, gátu þeir brátt hrist hann af sjer. Þegar þeir komu til gistihússins voru farmiðarn- ir komnir, stimplaðir og tilbúnir. Eftir há- degi komu þeir farangri sínum til senor Rosas, sem var altaf jafn alúðlegur, og kl. 5 stóðu þeir á Saverinii járnbrautarstöðinni með tvær handtöskur, sem höfðu lítið annað að geyma en matvæli og bakpoka. Þeir fundu klefa sinn umsvifalaust, það var tveggja manna svefnklefí á I. farrými. Var það vistleg setustofa, er rúmunum var slegið saman. Klukkan á mínútunni 17.55 fór lestin af stað í hina ellefu daga ferð, til Vladivostock hægt og hægt, fyrst í stað, én svo brátt áfram með fullum hraða. Þéir ljetu fara vel um sig í klefanum. Hertog- irin tók bók og fór að lesa, en Simon starði út um gluggann og hugsaði méð angurblíðu um hina síð- ustu ógleymanlegu daga í Moskva’, um Valeríu Petrovna, yndirþokka hennar og brosandi augu. Hann gat ekki almennilega áttað sig á því, að það væri hann, Simon Aron, sem sæti hjer og bærist óðfluga áfram, á leið til ókunnra æfintýra. Hjarta hans barðist við tilhugsunina um það, hvað biði þeirra — frelsi, erfiðleikar, hungur og vos- búð eða flótti upp á líf bg dauða — engin vissi hvað framundan var. En hann gat ekki að sjer gert að brosa, þegar hann heyrði sjálfan sig söngla: Mallebrok er död i Krigen“. Eftir matinn, sem var miklu skárri en í gisti- húsinu var að minsta kosti Simon feginn að geta farið að sofa. Næsta morgun, þegar þeir vöknuðu, voru þeir komnir langt fram hjá Bui og þutu nu áfram eftir sljettu svæði, sem virtist óendanlegt. Simon ætl- aði að fará að rísa úr rekkju, en hertoginn harð- bannaði honum að hreyfa sig. „Þjer eruð sjúkur, vinur ,minn“, sagði hann og virtist vera mikið niðri fyrir. „Nix“, sagði Simon. „Víst eruð þjer veikur, Þjer hafið brennandi hitasótt!.“ „Mjer hefir aldrei liðið betur á æfi minni!“ WMBBI „Það var leitt, því að jeg er hræddur um, að> þjer verðið að vera í rúrninu í dag“. Símon fór að skilja, hvað hertoginn var að fara» Hann vissi, hvað hann gerði, sá góði maður. Hann hafði auðvitað upphugsað eitthvað ráð um nóttina, til þess að þeir gætu komist úr lestinni í Sverd- lovsk, og nú varð að framfylgja þeirri ráðagerð. Simon brosti því íbygginn og gaf sig þolinmóður undir vald örlaganna. Þegar brytinn kom inn með morgunkaffið ræddi hertoginn heilmikið við hann á Rússnesku. Þetta var sjerstaklega feitlaginn náungi. Var hann hinn. kumpánlegasti og virtist þjáðst af óstjórnlegri for vitni. Simon stundi sáran og reyndi að vera eins veik- indalegur og hann gat. Þáði aðeins þunt te og steikt brauð hjá hinum vingjarnlega bryta. En hertoginn bætti það seinna upp með nokkrum smyglugum brauðsneiðum. Allan fyrri hluta dagsins fóru þeir yfir óþrjót- andi og tilbreytingarlitlar sljettur, uns þeir komu til Viatka, skömmu eftir hádegið. Þar fór hertog- inn úr, til þess að fá sjer hreint loft, en Símon varð að vera kyr í bólinu og láta sjer nægja að fá ljettan morgunverð. Þegar lengra leið á daginn var meiri tilbreyting í landslaginu. Mílu eftir míl ók lestin gegnum Chepsa dalinn, en það var reyndar skammvinn ánægja, því að skammdegismyrkrið huldi alt út- sýni eftir að klukkan var orðin fjögur. Fyrst um kvöldið komu þeir til Perm. Þá höfðu þeir her- toginn og brytinn setið lengi á rökstólum út af Símoni, með þeim árangri að ótal lyf voru keypt handa honum í Perm, meðan lestin var um kyrt þar. Síðan var hinn máttfara Simon látinn rísa upp og þykjast gleypa pillur, og hertoginn mældi hita sjúklingsins, að brytanum viðstöddum. Um nóttina fóru þeir gegnum Úralfjöll, en lítið sáu þeir af útsýningu, því að svartamyrkur grúfði yfir. Klukkan rúmlega sex um morguninn vákti hertoginn Simon og sagði með gletnislegum svip:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.