Morgunblaðið - 28.08.1935, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikud. 28. ágúst. 1935.
.. ...................................................................................................... I ™—■1— ..........II'II -I—■—°n,|M
Landakotsspftalinn nýi
verður wígður i dag.
Úr daglega lífinn:
Barnfóslran.
Samtal við Ólöfu Jónsdóftur. Hún er ÍO
EiÍS vandaðasfa og fullkomn-
asfa sjúkicahús landsins.
ára göinul og vinnur fyrir sfer á sumrin
við að gæta að börnum.
1 dag verður nýi spítalinn í
Landakoti vígður.
Blaðamaður frá Morgunblað-
inu íbr í heimsókn í spítalann í
gær. Priorinnan sýndi honum
þann velvilja að sýna honum
hiisið og útskýra ýmsar nýungar,
sem þar er að sjá.
Systurnar í Landakoti og ann-
að starfsfólk var önnum kafið við
að þvo og taka til, smiðir, mál-
arar og aðrir iðnaðarmenn voru
að lúka sínu verki og verður
hinn nýi spítali því fullkomlega
tilbúinn í dag.
Eins og sjá má af meðfylgj-
andi mynd er byggingin hin veg-
legasta. Hefir Sigurður Guð-
mrndsson húsameistari gert
ainguna að húsinu, en príór-
i :an í Landakoti hefir haft yf-
i umsjón með öllum húsbúnaði
spítalans.
Spítalinn er bygður vestan við
hinn ganda St. Jóseps spítala.
Það hefir auðsjáanlega ekkert
verið til sparað að spítalinn
yrði sem fullkomnastur og eftir
allra ströngustu kröfnm nútímans.
Þegar komið er inn úr aðaldyr-
unum, er fyrst rúmgóð forstofa.
Tröppur og veggir forstofunnar
eru gerðar xir ítölskum marmara.
Á fyrstu hæðinni eru 6 sjúkra-
stofur, tvö barnaherbergi, rúm-
góð og björt dagstofa fyrir s.júk-
linga, sem hafa fótavist, baðher-
hergi og W.C., auk ýmissa her-
bergja fyrir starfsfólk spítalans.
SJÖKRAHERBERGIN.
Sjúkraherbergin eru afar rúm-
góð og björt. Rúmin eru þannig
gerð, að hægt er að hækka og
lækka bæði höfðalag og fóta-
gafl eftir vild, eftir því hvernig
sjúklingurinn þarf að liggja.
Rúrnföt öll eru unnin af systr-
urium í Landakoti.
Við hvert riim er einn lampi og
leiðsla fyrir útvarp. Um hvert
rúm eru og hengi. Hver sjúkling-
ur hefir sína hillu undir hrein-
lætistæki sín í þar til gerðum
skápum, einnig eru í hverri stofu
fataskápur fyrir sjúklinga. —
Sjúkrastofurnar eru allar í
suðurhlið hússins, nema ein, sem
ætluð er augnaveikum sjúkling-
um, sú stofa er í norðurhlið
hússins. Ein einbýlisstofa er á
þessari hæð, afar smekldega og
þægilega útbúin.
Á 1. hæðinni eru einnig skurð-
stofur. Er sje'rstök augnlækn-
ingaskurðstofa og eins fyrir háls-
nef- og eyrnasjúkdóma. 011 tæki í
stofum þessum eru af nýustu
gerð og mjög haganleg.
í sambandi við stofur þessar
eru ýms herbergi. Eitt herbergi
er til að þvo og sjóða í skurð-
lækningatæki, annað sem biðstofa
fyrir fólk, sem ekki liggur á spít-
alanum en þarf að láta gera á
sjer smáskurði. Herbergi það er
hólfað í sundur með hengjum og
er legubekkur í hverju þar sem
fólk getur legið meðan það er
að jafna sig eftir smá aðgerðir.
f spítalanum eru sjerstök
barnaherbergi. Á hverju rúmi er
haganlega fyrirkomið fjöl, sem
liægt er að færa til. Á fjöl þessari
geta börnin liaft leikföng sín og
matvæli er þau matast. í her-
bergjum eru húsgögn öll lítil og
við barna hæfi.
RGNTGENTÆKIN.
Á annari hæð eru tæki til gegn-
umlýsingar. Tæki þessi, sem eru
þau fullkomnustu, sem völ er á,
eru frá Sanitas í Berlín. Tækin
eru tvö. Annað stórt og hitt held-
ur minna. Þau eru í tveim hér-
herbergjum, en í gangi, milli her-
bergjanna, eru rafmagnsmælar og
tæki í sambandi við myndatök-
urnar.
SPÍTALAKAPELLAN.
Auk röntgendeildarinnar eru 5
sjúkraherbergi á 2. hæð, íbúð
systranna og spítalakapellan.
Kapellan er rúmgóð og afar
skrautleg. Alt, sem þar er inni,
er gert af íslenskum hiindum,
nema dýrðlingamyndir á veggjun-
um, en þær eru úr gipsi og tröpp-
Hafið þið aldrei veitt þessari
litlu stúlku eftirtekt? Hún er
oft á Skólavörðustígnum og ýt-
ir á undan sjer lítilli stólkerru
og í kerrunni er lítill strákur,
sem hún fóstrar.
Iiún er fátæklegar klædd en
börn alment gerast hjer í bæn-
um, en hún hefir óvenju skýr-
leg augu, fuil eftirtektar og
athygli. Andlit hennar er dá-
lítið sólbrent, en horað og
veiklulegt. Hár hennar er
skollitt og fellur sljett niður
á hálsinn — og þegar hún
talar, á hún í látlausri bar-
áttu við einn lokk úr hári sínu,
sem sækir á að hanga beint
niður yfir andlitið og kitla
hana í augun, nefið og var-
imar. Þegar hún, ljett og
barnalega, strýkur lokkinn aft-
ur fyrir eyrað, rjettir hún úr
bakinu og geiflar dálítið
munninn, eins og hún vildi
segja: „Vertu nú til friðs, aft-
an við eyrað á mjer, annars
klippi jeg þig bara burtu!“
urnar upp að altarinu, sem eru úr
norskum marmara.
Fyrir altarinu er stór krist-
mynd. Myndina skar Ríkarður
Jónsson af miklum hagleik.
Bekkirnir, sem einnig eru út-
skornir, gerði Harald Wendel.
SÓLBAÐSSKÝLI Á
ÞAKINU.
Á þaki spítalans er sólbaðskýli.
Gengur lyfta alveg upp að þak-
inu þannig, að hægðarleikur er
að flytja sjúklinga upp. Útsýni er
hið fegursta af þakinu.
LJÓSLÆKNINGA-
DEILD.
1 kjallara hússins er íbúð starfs-
fólksins, þvottahús og eldhús.
Einnig er þar ljóslækningadeild.
Ljóslækningadeildin er í tveimur
rúmgóðum stofum og í sambandi
við deildina eru steypiböð og
klefar til að afklæða sig í.
Eldhúsið er afar rúmgott og
öllu vel fyrir komið. í sambandi
við það er borð til að hreinsa á
fisk. Borð þetta er ný nppfinding
og hefir ekki þekst hjer á landi
fyr. Borð þetta er eins og öll
önnur horð í eldhúsinu og mat-
arklefunum, klætt með stáli sem
ekki ryðgar og er afar auðvelt að
halda þeim hreinum.
í þvottahúsi spítalans eru tveir
stórir þvottapottar, auk ýmis-
iegra tækja til þvotta. Öll tækin
eru rekin með rafmagni. Þurk-
kiefar eru í sambandi við þvotta-
húsið og er þvotturinn þurkaður
með heitu iofti.
Kins og áður er sagt, er öllu
komið fyrir sem haganlegast í
þessum nýja spítala, sem er einn
með fullkomnustu sjúkrahúsum
á iandinu hvað tæki og annan út-
búnað snertir.
Ólöf Jónsdóttir.
Jeg tók fyrst eftir Ólöfu
litlu, er hún var á gangi með
einhverri vinstúlku sinni, sem
einnig gætti að barni. Þær
ræddu um það, hvað þær ættu
að kaupa fyrir 10 aura, sem
önnur þeirra átti.
Gamla brauðið er alt
af helmingi billegra.
— Eigum við ekki að kaupa
okkur* tvær karamellur eða 10
einseyris-stykki? sagði vin-
stúlkan.
— Nei, nei — það skulum
við ekki gera, sagði Ólöf í á-
vítunarrómi. —- Við skulum
heldur fara til stúlkunnar í
bakaríinu og biðja hana að
selja okkur einhverjar góðar
kökur síðan í gær. Gamla
brauðið er altaf helmingi bill-
egra en það nýja, og við get-
um fengið mikið af gömlu
brauði fyrir 10 aura.
Hin stúlkan fjelst á ráða-
gerðir Ólafar og síðan hurfu
þær báðar inn í brauðbúðina.
Kerrumar skildu þær eftir úti,
og báðir krakkarnir hágrjetu.
Seinna sama dag, er jeg var
að fara heim í kaffið, mætti
jeg Ólöt'u litlu aftur á Skóla-
vörðustígnum, skeiðandi, hopp-
andi og brokkandi, svo að
pilsið hennar var á sífeldum
þyrlingum og þjóðflutningum
ofan við hnjákolla.
— Hvert ert þú að fara?
spurði jeg.
Ólöf stansaði skyndilega,
starði á mig barnslegu, gráu,
greindarlegu augunum sínum,
skældi sig lítilsháttar, eins og
hún væri á tveim áttum, hvort
hún ætti að segja mjer satt
og rjett af ferðaáætlun sinni,
eða gera það, sem hana auð-
sjáanlega langaði miklu meira
til — og það var að spyrja,
hvað mjer kæmi það eigin-
lega við. En árangurinn af
spurningu minni og íhugun
hennar var sá, að hún kvaðst
ekki vera að fara neitt sjer-
stakt — bara eitthvað út, því
að nú ætti hún frí um stund.
— Hann sefur nefnilega núna,
strákurinn, sem jeg passa,
sagði hún.
— Og hvað heldur þú nú,
að hann sofi lengi?
— Ja — það er ekki gott að
segja. Stundum sefur hann
ekki nema klukkutíma, stund-
mn tvo og þrjá.
— Ertu ekki fegin, þegar
hann seíur lengi?
— Jú.
— Áttu altaf frí, þegar hann
seíur?
— Já.
— Og hvað gerir þú þá?
— Leik mjer með krökk-
ununt, þegar gott er veður.
— Drekkur þú kaffi?
— Já.
. — Viltu koma heim með
mjer og fá þjer kaffisopa?
— Hvar áttu heima?
— Hjerna rjett hjá.
— Þá skal jeg koma — en
jeg má ekki vera lengi.
Þessi voru fyrstu kynni okk-
ar Ólafar — og ekki spurði jeg
hana að nafni fyr en nokkru
eftir að hún var komin heim
til mín.
Nú spurði jeg hana spjörun-
um úr. I fyrstu var hún tölu-
vert treg til, og svaraði helst
ekki nema einsatkvæðis orðum:
já og nei. En úr þessu rættist
þó von bráðar. Hún kvaðst vera
Jónsdóttir, mamma sín byggi í
Hafnarfirði og, að hún (Ólöf)
ætti átta alsystkini og 8 hálf-
systkini.
— Ert þú yngsta barnið henn-
ar mömmu þinnar?
— Nei — hún á þrjú yngri.
— Hvað ert þú gömul?
— 10 ára.
— Er þetta fyrsta sumarið,
sem þú ert barnfóstra?
— Nei — jeg var hjerna
í bænum í fyrra sumar og þá
passaði jeg líka barn. Þá var
jeg nú ekki nema 9 ára.
— Hefurðu aldrei verið barn-
fóstra í Hafnarfirði?
— Jú. Jeg var einu sinni um
tíma hjá Jóni Vídalín.
— Hvaða biskup var það nú?
— Hann er ekki biskup —
hann er hlaupari!
— Hvað hefur þú nú í kaup?
— Jeg fæ skó og dálítið af
fötum. Stundum fæ jeg aura —
einu sinni fjekk jeg krónu!
— Fær þú ekki stundum að
fara heim til þín?
— Jú. Jeg er búin að fara
fjórum sinnum í sumar — og
svo kemur mamma oft að heim-
sækja mig.
— Hefir þú ekkert farið ann-
að til að skemta þjer?
— Jú — einu sinni fór jeg
með hjónunum, sem jeg er hjá,
út á sjó, og sigldi hringinn í
kringum stóra skemtiferðaskip-
ið, sem kom hingað um daginn.
Það er ekkert gaman
í skólanum.
— Ertu ekki heima hjá
mömmu þinni á veturna?
— Jú — og geng í skólann.
Það þykir mjer ekkert gaman!
Ólöf litla grípur með báðum
höndum fyrir andlitið og skrík-
ir. Þetta veit hún, að hún má
ekki segja.
— Hvað færðu að sofa lengi
frameftir á morgnana?
— Eins lengi og jeg vil. Þeg-
ar jeg kem á fætur fer jeg að