Morgunblaðið - 28.08.1935, Síða 7
Miövikud. .28. ágúst. 1935
M^ORGUN^B^^^Ð
Til minnis.
Þegar þjer þnrfið að kaupa ný-
reykt sauðakjöt, spaðsaltað dilka-
* kjöt og 1. flokks frosið dilkakjöt
| jþá hringið í undirritaða verslun.
Verslun
Sveins Jóhannssonar.
Bergstaðastræti 15. Simi 2091.
HáÖningarstofa I Sími
Heykjavílturbæjar |
S.œkjartorgti 1 (.1. lofti). I
KarlmannadeiltUn opin frá
kl. 10—12 og 1—2.
Krennadeildin opin frá
Ul. 2—5 e. h.
Vmnuveitendum og atvinnuumssekj-
■endum er veitt öll aöstoð viS ráðn-
ing'u án endurgjalds.
Schmeling - Paolino.
, Um 40 þúsund áhorfendur voru
anættir til að horfa á bardagann
milli þessara gÖmlu hnefaleika-
.■garpa. Bjuggust flestir við því að
Schmeling myndi sigra ineð mikl-
wm yfirburðum. Jafnvel að hann
inyndi siá Paolino „út“. Að vísu
•vann .Schmeling greinilega, en þó
"þótt.i faann ekki eins góður nú,
■eins og' þegar hann sigraði þá
Neusei og Hamas. Hefir mörgum
reynst erfitt að eiga við Paolino
jþví hann er allra manna harð-
•gerðastur og hefir engum tekist að
«igra hann „á knock out“. Hvað
-»ftir annað tókst Schmeling að
•slá Paolino með hægri handar helj
ar höggum, en ekkert beit á hinn
faarðy Spánverja. Varð Schmeling
því að láta sjer nægja að vinna
samkv. stigareikningi.
Tvisvar áður höfðu þeir barist.
1929 sigraði Schmeling í New
York og í fyrra varð jafntefli
milli þeirra í Barcelona. Og hafði
Schmeling þó að vísu unnið í það
sinri en dómurunum þóknaðist að
dæma leikinn jafnan.
Til tals hefir komið að Schme-
ling berðist við Joe Louis eða
Broddoek núverandi heimsmeist-
ara. Úr því verður þó ekki.
Broddoek æ'tlar að taka lífið með
ró þar til næsta ár. Aftur á móti
«r sennilegt að Baer og Schme-
ling mætist í Amsterdam í þess-
um eða næsta mánuði, eins og áð-
ur liefir verið minst á, því nú er
Baer orðin betri við að eiga, eftir
að hann tapaði heimsmeistara-
tigninni. K- Þ.
Flugferðir
yíir noröanvcrt
Atlantshaf.
„Aalborg Amtstidende“ segja
nýlega frá því, að bráðum verði
hafist handa í Bandaríkjunnm
um að koma á flugferðum yfir
Grænland og ísland til Evrópu.
Ber hlaðið fyrir sig samtal, sem
frú Brvan Owen sendiherra U- S.
A. í Danmörk, átti nýlega við
New York, en þá var hún stödd
í A'láborg..
Ennfremur segir blaðið, að í
Dánmörk muni verða endastöð
þessara loftsiglinga, því að Kaup-
mannahöfn sje nú miðstöð flug-
ferða í Norður-Evrópu og þar sje
hægast, fyrir Bandaríkjaflugf je-
lagið að komast í samband við
flugfjelögin í Evrópu.
BókLawrenee
selst betnr en nokk-
nr önnur bók.
Á rúmum þremur vikum seld-
ust 80.000 bindi af bók Arabíu
Lawrence „The Seven Pillars of
Wisdom“. Bókin kostar þó 30
shillings. Hún kom út 29. júlí, en
þá höfðu verið pöntuð af henni
50-000 éintök og er það einsdæmi.
Sjerstök útgáfa, 750 eintök,
vandaðri að öllum frágangi, var
líka gefin út. Hvert eintak kost-
aði 5 guineur, en mörgum sinn-
um fleiri eintök voru pöntuð af
henni áður en hún kom út.
Bóltin hefir þegar verið þýdd
á tólf tungumál, og amerísk út-
gáfa kemur bráðum og lcostar 20
shillings
Á fyrri bók Lawrence „Revalt
in Desert“ græddust 15.000 Ster-
lingspund, en gróðinn á þessari
bók verður miklu meiri. Eftir
fyrirmælum höfundarins rennur
ágóðinn í barnauppeldissjóð
flugmanna í enska hérnum.
Kna(t§pyrna
i Rásslandl.
Undanfarið hefir úrvalsflokkur
norskra verkamanna, í knatt-
spyrnu verið í Rússlandi og kept
þar nokkrum sinnum við sam-
einaða flokka rússneskra knatt-
spyrnumanna. Þessi norski flokk-
ur er ekki mjög sterkur því í
honum er engin af knattspyrnu-
mönnum „hinna borgaralegu fje-
laga“. Samt tókst honum að sigra
sameinuðu rússnesku • flokkana
nokkrum sinnum, en tapaði síðan
einum leik fyrir rússneska lands-
flokknum með 1:2.
Er mjög mikill áhugi fjrrir
knattspyrnu í Rússlandi nú —
eins og flestum öðrum íþróttum.
Danmörk — Tjekkoslovakia.
Hinar ágætu dönsku sundmeyj-
ar hafa nýlega kept (milliríkja-
kepni) við stallsystur sínar í
Tjekkoslovakiu. Sigraði danski
flokkurinn með 53 stigum gegn
38. — Hafa dönsku sundmeyj-
arnar því enn einu sinni sýnt að
þær standa flestum framar í íþrótt
sinni.
Nýilálrað
dilkakjöf,
aýft grænmctl.
Kjötbúðin Herðubreið.
Hafnarstræti 18. Sími 1575.
Dagbók.
Veðrið (þriðjud. kl. 17): Djúp
lægð hjá Færeyjum á hreyfingu
norður eftir. Mun valda vaxandi
N-átt á A-landi. í dag hefir verið
N-átt Og þurkur á öllu S- og V-
landi, en rigning á NA-landi.
Veðurútlit í Rvík í dag: N-
kaldi. Ljettskýjað.
Ungbamavernd Líknar, Templ-
arasundi 3, opin fyrir börn, sem
ekki hafa fengið kíkhósta, fimtu-
daga kl. 3—4, en fyrir þau börn,
sem eru með kíkhósta, eða hafa
fengið hann, föstudaga, á sama
tíma.
Garðyrkjusýningin. Enn er tími
til þess að koma fallegum jurtum
— sjerstaklega sjaldgæfum jurt- \
um í pottum — á garðyrkjusýn-1
inguna, er hefst á morgun. Þær
húsmæður, sem vildu sinna þessu,
eru beðnar að gjöra, svo vel og
gera aðvart í síma 3072, hjá Ein- ,
ari Hélgasyni, garðyrkjustjóra.
Músikklúbburinn biður meðlimi
sína að sækja miða og panta borð
fyrir hádegi í dag.
Halldór Kiljan Laxness rithöf-
undur var meðal farþega á Gull-
fossi í gær. Fer hann til Englands
og Danmerkur til að sjá um út-
gáfu verka sinna í þessum lönd-
um.
Hollensku stúdentarnir fóru
heimleiðis í gær með Gullfossi.
Áður en þeir fóru, flutti farar-
stjóri þeirra, Bert W. Garthoff,
kveðju í útvarpið á íslensku, ljet
vel yfir dvöl þeirra hjer og spáði
góðu um að fjölmennari hópur
stúdenta myndi koma hingað að
sumri.
Thor Thors framkv-stj. fór með
Gullfossi í gær til útlanda.
Stefán Guðmundsson óperu-
söngvari, fór með Gullfossi í gær.
Hann hringdi Morgunblaðið upp
rjett áður en hann fór og bað það
að skila kveðju sinni til vina ög
knnningja.
Eimskip. Gullfoss fór til Leith
og Kaupmannahafnar í gærkvöldi
kl. 11. Goðafoss fer vestur og
norður í kvöld, aukahöfn Patreks-
fjörður. Dettifoss er á leið t,il
Hamborgar frá Hull- Brúarfoss er
í Leith. Lagarfoss var á Akur-
eyri í gær. Selfoss er á leið til
Lonclon frá Antwerpen.
160 síldarstúlkur komu með
Gullfossi að norðan. Þær fengu
allar ókevpis far.
Marsvín, 100 eða fleiri komu
inn á Akureyrarpoll í fyrradag.
Fóru margir bátar fram og gerðu
tilraunir til þess að reka vÖðuna
í land, en tókst ekki. Aðeins 4
marsvín náðust. Yoru þau skot-
in. (F.Ú.).
P. W. Harding vátrygginga-
miðlari, er verið hefir hjer í
nokkrar vikur, ásamt frú sinni og
syni, fór með Gullfossi í gær-
kvöldi heimleiðis.
Eldsvoði í Vestmannaeyjum. —
Khikkan 10% 1 gærmorgun kom
upp eldur í íbúðarhúsinu Eystri-
Nýjabæ í Vestmannaeyjum. —
Tókst fljótlega að slökkva eld-
inn, en skemdir urðu þó allmiklar,
sjerstaklega á fatnaði. Kviknað
hafði út frá skorsteini. Það sem
20,30 Frjettir.
21,00 Tónleikar; a) Lög við verk
j eftir Goethe; b) Andstæðtir í
tónlist,
Draugasaga
sem íær illan cndi.
brann var alt óvátrygt. (F.U.). j
Aðalskrifstofa póstmálanna er
nú flutt í Landsímahúsið við Thor j
valdsensstræti.
Súlnaveiðar. — Vjelbáturinh
Muggur fór í gærkvöldi til Eld-
eyjar til súlnaveiða. Sextán veiði-
menn fara með bátnum. (F.Ú.). (
Farþegar með Gullfossi til út-
landa í gærkvöldi: Jóhannes L.
Jóhannesson, Runólfur Sveinsson,
Lovísa Matthíasdóttir, Halldóra1
I
Briem, Milly Sigurðsson, Ásgeir
Þorsteinsson, Bernli. Petersen,!
Ágúst Steingrímsson, Þorsteinn'
Eiríksson, Hallgrímur Tomsen.
Ennfremur margir útlendingar.
Alls 84 farþegar til útlanda. j
Áttræðisafmæli á liinn 29. þ.
mán. (á morgun) Anna Vigdísi
Steingrímsdóttir, ekkja Þorvalds
Arasonar í Víðimýri, nú til heim-'
ilis á Ásvallagötu 9.
Gjafir til Slysavarnafjelags ís-
lands. Frá skipVerjum á b.v.!
Hannes Ráðherra 179 kr., skip-
verjum á e.s. Brúarfossi kr. 51,10,
Ólafur Árnason 6 kr., Margrjet
Ólafsdóttir 1 kr., Gunnar Stefáns-
son 3 kr., Ingvaf . Kjaran 3 kr„
Móttekið frá cíagbl. Vísir 5 kr.,
Gömlum hjónum 50 kr., Kvenfje-
lagi Hellissands 50 kr., v.b. Bjög-
vin á Arnarstapa og eigendumi
hans 36 ltr., v.b. „Svanur“ Arn-
arstapa (Guðl. Halldórsson) 10
kr„ M. J. M. 15. kr. — 25. ágúst
1935. — Kærar þakkir. J. E. B.
Útvarpið:
Miðvikudagur 28. ágúst.
10,00 Veðurfregnir.
12.10 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Tónleikar (plötur) : Dans-
lög.
20,00 Khikkusláttur.
20,00 Erindi: Vangæfu börnin ög
þjóðfjelagið ;Jón Pálssoh, f.
gjaldkeri).
■ Fyrir 15 árum fanst hinn svo-
néfndi „Keisari Sahara“ myrtur í
höll sinni á Long Island skamt frá
New York. Hann hjet rjettu nafni
Jacques Lebaude og var talinn
forvíkur. í höll hans voru 50
skrautsalir.
Eftir morðið fluttist kona hans
og dóttir til Parísar og höllin hefir
verið læst síðan. En skömmu
seinna fór að bera á draugagangi
í henni og aldingarðinnm um-
hverfis liana. Nágrannarnir heyrðu
þáf óp og hlátra, stundum
hljóðfæraslátt og var engu líkara
en að draugarnir heldi þar véisl-
ur. .
Það var nú skorað á lögregluna
að áthuga málið, en hún svaraði
því að það væri utan við sinn
veraahring að fást við drauga.
Að lókum tókst þó þeim, er áttu
sumárhústaði þarna, að fá ríkis-
lögregluna til að rannsaka höllina-
Árangurinn varð sá, að í höll-
inni fanst hið stærsta leynibrugg.
spm nokkurn sinni hefir fundist
í Bandaríkjum. Hafa þar verið
ffamlpidd um 1000 gallons. af
sterkum drykkjum á dag, jafnvel
eftir að bannið var upp hafið.
Þeir, sem stóðu að brugginu böfðu
sjálfir komið draugasögunum á'
gang og leikið drauga, til þess að;
menn skyldi síður hnýsast eftir.
því hvað þeir höfðu fyrir starfnij
Spikfeitt kjöt
af fullorðnu á 55 aura og 65
aura }/% kg. Saltkjöt, Hangi-
kjöt af Hólsfjöllum. Nýjar
4:j(kartöflur, lækkað verð.
Johannes Jóliannsson,
Grundarstíg 2. Sími 4131.