Morgunblaðið - 03.09.1935, Síða 8

Morgunblaðið - 03.09.1935, Síða 8
8 MOEG0JNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 1935- ££us*rœ£i Ibúð, 3 herbergi og eldhús til leigu á efstu hæð FMjóstræti 6. Nánari upplýsingar hjá A. S. t. Silkisokkar, margar teg. frá 2,90 par. Baðmullarsokkar á 0.85 par. Versl. Dyngja. Upphlutsskyrtur og svuntu- efni í góðu úrvali, t. d. Georg- Vandlátar húsmæður skifta við Nýju Fiskbúðina, Laufás- veg 37. Sími 4052. Bálfarafjelag íslands. Innritun nýrra fjelaga í Bókaverslun ette, Ijós frá 11,25 í settið. - Snæbjarnar Jónssonar. Árgjald kr. 3.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði óskar ,eftir 5 til 6 herbergja íbúð C Hafnarfirði, með nútímaþæg- iindum og sanngjarnri ieigu. Húsnæði, 2 herbergi, samliggj- ,andi, með aðgangi að eldhúsi og baði, til leigu fyrir einhleypt fólk eða barnlaus hjón. Lauga- vatnshiti. Upplýsingar hjá A. S. I., ekki í síma. Svört svuntuefni nýkomin. — Versl. Dyngja. Dömutöskur, nýjasta tíska, handunnar úr ekta skinni í öll- um litum. Hanskagerð Guðrún- ar Eiríksdóttur, Austurstræti 5. 2 herbergi óskast, helst í aust- urbænum, handa Helgu Sigurð- ardóttur. Upplýsingar í Flóru. Sími 2039. Hanskar í fjölbreyttum snið- um og litum fyrirliggjandi. — Hanskagerð Guðrúnar Eiríks- dóttur, Austurstræti 5. Æfitillag kr. 25.00. — Gerist fjeiagar. ! .........................‘ " ■' j ViS hreinsum fiður úr sængur- fötum yðar frá morgni til kvölds. Fiðurhreinsun íslands, Aðalstr. 9 B. Sími 4520. 2—3 herbergi, eldhús og bað, óskast 1. október. Ragnheiður Thorarensen, Fjölnisveg 10, sími 2087. Skinnhnappar og kjólaskraut úr skinni í öllum litum í Hanska- gerð Guðrúnar Eiríksdóttur, Austurstræti 5. Kragar og belti úr skinni, f jöl- breytt shið. Hanskagerð Guð- rúnar Eiríksdóttur, Austurstr. 5. Altaf er silungurinn Ódýrast- 1 ur í Fiskbúðinni, Frakkastíg 13. Sími 2651. Jtaupsfauuu? Kjóla- og Blúsusilki frá 2,25 mtr. Crepe de Chine í kjóla og blúsur, einlit frá 2.75 mtr. Versl. Dyngja. Ullartau í skólakjóla, pils og skólakápur. Sokkar, allar stærðir frá 1.55 og 1.65 parið. Versl. Dyngja. Klútar og slæður í góðu úr- vali. Vasaklútar, mislitir og hvítir. Versl. Dyngja. ódýr húsgögn til sölu. Göm- ul tekin í skiftum. — Hverfis- götu 50. Húsgagnaviðgerðar- (tofan. Stúlka, vön hússtjórn, óskar eftir ráðskonustöðu 1. október. Upplýsingar veitir Helga Jónas- ardóttir, afgr. Morgunblaðsins. Tveggja ára undirbúningsstarf. ) Spænska lögreglan leitar enn að þjófunum, sem stálu skraut- gripunum úr kirkjunni í Pamp- lona. Lögreglan grunar tvo menn, Ameríkumann og Itala, sem hald- ið er að hafi búið í tvö ár í Pamp- lona-hjeraði til að undirbúa þjófn- aðinn. — Borgarfj. Búðardals T jaldaness og Stórholts eru fastar bílferðir alla mánu daga og fimtudaga. — Þaðan alla þriðjud. og föstudaga,. bílferðir fimtudaga. Til baka föstudaga. Getum selt nokkur bílhlöss af hrafntinnu. — Ragnar Pálsson. Sími 1471. Munið Smurðs Brauðs Búðina, Laugaveg 34. Sími 3544. Persnesk heimspeki. j 1 kirkjugarði í Persíu hefir ! fundist eftirfarandi grafskrift: Sá, sem á enga fjármuni fær ekki lánstraust. Sá, sem á enga konu skuldar ekki. Sá, sem á engin böm, á engan styrkleika. Sá, sem enga foreldra á, hefir enga stoð, en sá, sem hefir ekkert af þessu, hefir heldur engar áhyggjur. Staðarfelli Bifreiðastöðin Hekla Sini 1515. Sínri 15». Fyrirligg jandi: Rúðugler 18 og 24 ounz. do. 4 og 5 mm. Eggert Kristidnsson & Co, Sími 1400. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. FANGIM FBA TOBOLSK. 32. þeirra. Simon var löngu vaknaður, og hafði verið að leggja niður fyrir sjer á Gyðíngamáli það sem hann ætlaði að segja prestinum. Sagði hann hon- um þegar allan sannleikann, án þess að draga dulur á neitt. Presturinn var mjög alvörugefinn. ,,Það var skylda hans að halda uppi friði og spekt í söfn- uðinum“, sagði hann. En þó vildi hann mjög gjarna hjálpa trúbróður sínum, sem var svo langt að heiman. „Jeg get fylgt yður í fangelsið. Þar eru líka Gyðingar til fanga, og það er skylda mín að heim- sækja þá við og við. Það má vel vera að þjer get- ið þannig fundið vin yðar, sem þjer eruð að leita að, en meira get jeg ekki gert fyrir ykkur. Jeg held líka að það sje best fyrir ykkur að vera hjer ekki nema eina nótt til, því að annars gæt- uð þið komið okkur, sem höfum nóg að berjast vtC, í vandræði. Símon hneigði höfuð sitt alvarlegur í bragði. Hann var himinlifandi að vita um þessa góðu að- stoð. „Hvenær getum við farið þangað?“ „Jeg verð að spyrja yfirprestinn. Ef hann leyfir það, getum við farið þegar í stað“. de Richleau var nú vaknaður, stirður í öllum lim- um, en leið samt miklu betur. Símon sagði honum frá samtali sínu við prestinn. „Jeg er hræddur um, að við höfum færst fullmikið í fang“, sagði de Richleau og hristi höfuðið vandauf- ur. „Það getur verið margra daga verk að undirbúa flótta úr fangelsi — og hvernig getum við það, þegar við liggjum sjálfir undir grun? En við verðum að vona hið besta, hingað til hefir lánið verið með okk- ur“. Eftir nokkra stund kom presturinn aftur. „Þetta er í lagi. Yfirpresturinn gefur samþykki sitt. Við skulum koma“. Símon fór í loðskinnskápu sína og fylgdi prestin- um út á hinar þröngu götur. Það var nístandi kalt. Þeir hröðuðu sjer eins og þeir máttu og mæltu ekki orð. Loks komu þeir að stórum og háum múrvegg, er var umhverfis mörg smá og ömurleg tveggja hæða hús. Hliðið stóð upp á gátt. Fyrir innan það, í litlu dyravarðarhúsi sat maður með sítt skegg, og ornaði sjer á fótunum við tendrað bál. Hann kinkaði kolli til prestsins, er þeir gengu fram hjá. Símon gat ekki að sjer gert, að gera samanburð á þessum stað og Brixton fangelsinu. Þegar hann heimsótti Richard Eaton þangað þurfti meiri formsatriði en þetta. í garðinum voru nokkrir menn, sem voru að leika knattleik, en Símon sá strax, að Rex var ekki þar. Síðan komu þeir inn í stórt herbergi. Þetta herbergi var lágt til lofts og virtist vera svefnskáli flestra fanganna. Var þar ekkert nema trjeborð og harðir bekkir og stór ofn. Gólfið leit út, eins og það hefði ekki verið þvegið vikum saman. Símon leit snarlega í kringum sig, meðan prest- urinn talaði við nokkra fanga, sem voru auðsýnilega Gyðingar. En hvergi sá hann nokkurn mann, er svip- aði til Rex. Þeir fóru út úr svefnskálanum og fóru inn í stór- an sal í annari byggingu. Þar voru engir fangaverð- ir, og það leit út fyrir að fangarnir mættu ganga út og inn, eins og þeim sýndist. Flestir þeirra voru sof- andi eða töluðu saman í hálfum hljóðum. Rex sást hvergi. í dagstofunni í þriðja húsinu gaf að líta sömu sjón. Þar var óhreint og óvistlegt, og ömurlegur þreytublær yfir öllu, enginn vottur um reglu nje stjórn. Og Símon tók eftir því, að þeir sem voru í þessu herbergi, voru ekki í stígvjelum, heldur aðeins í inniskóm. Símon var að velta fyrir sjer, hvernig á því stæði, er at- hygli hans beindist að fjórum'mönnum, sem sátu á gólfinu í einu horni herbergisins. Tveir Mongólar með skásett augu, sátu með bakið upp að veggnum, en andspænis þeim sat feitur og sköllóttur karl og annar óvenju hár og þrekinn maður, feflma herða- breiður, er sneri bakinu að Símoni. Þeir virtust mjög ákafir að spila eitthvert teninga- spil, og sá sköllótti hringlaði teningunum í bikarnum. Símon leit aftur á hið breiða bak kempunnar. Var það mögulegt, að þetta væri Rex? Ef svo var, hafði hann að minsta kosti mist þykku, svörtu lokkana sína, því að þessi maður var snoðkliptur. Alt í einu sagði hann með hárri röddu: „Láttu þá nú koma,. gamli þorpari!“ Þá vissi Símon, að fyrsta þætti hlutverks þeirra var lokið. í þessu óþrifalega fangelsi í Tobolsk hafði hann fundið einn vinsælasta mann sinna tíma, hr.. Rex Mackintosh von Ryn, sem þektur var frá Long;; Island til Juan les Pins. TÓLFTI KAPÍTULI. Á flótta. Hvað átti Símon nú að gera? Að vísu var engin* fangavörður sjáanlegur, en hann var á báðum áttum, hvort hann ætti að fara og ávarpa Rex, eða bíða, þangað til Rex kæmi auga á hann. í báðum tilfellum mátti búast við því, að Rex ksemi upp um þá af ein- skærri undrun. En vandamál hans leystist af sjálfu sjer, því að alt í einu leit Ameríkaninn um öxl, og Símon fann, að hann hafði þekt sig. En það kom ekkert fát á Rex. Hann spilaði tvo spil enn, hinn ró- legasti, stóð síðan letilega á fætur og labbaði út úr herberginu. Símon gekk hægt á eftir honum. Fyrir utan beii Rex óþreyjufullur. Enginn fangi sást í kring. „Vel gert, gamli fjelagi!“ sagði Rex hrifinn og hristi Símon, svo að hann dauð kendi til. „Það var svei mjer skínandi að sjá þig! Jeg hefði svarið fyrir að hitta þig á þessum eymdarstað!“ Símon skríkti glaðlega. „Bara að þú fáir ekki of mikið af mjer. Ef þú gætir þín ekki, gætum við kann- ske farið að spila teningaspil saman“. „Hvernig í ósköpunum hefir þú komist hingað? Þetta er hið forboðna landflæmi þeirra — en þú hefir augsýnilega verið mjög sniðugur“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.