Morgunblaðið - 11.09.1935, Side 5

Morgunblaðið - 11.09.1935, Side 5
Miðvikud. 11. sept. 1935, MORGUNBLAÐIÐ Síra Richard Torfason. „Hvat brast þar svo hátt“. Vábrestur hefir að oss borist, þar sem fallinn er til foldar, og færður til moldar í dag, síra Richard Torfason, fyrverandi að- albókari Landsbanka íslands. Hinn óþekti „Finnur“, hefir enn ör sinni skotið, og hitt „inn mikla mann“. Lífsstarf síra Rieh. Torfasonar var svo margþætt, að eigi verður rakið til hlítar í fáum dráttum. Hann var fæddur í Vestmanna- eyjum 16. maí 1866, og ljest hjer í Landakotsspítala að morgni þess 3. september síðastl. Var því tæpu ári vant til fyllingar sjöunda tugar. Poreldrar hans voru: Torfi Magnússon prests í Eyvindarhól- um, Torfasonar prests á Breiða- bólsstað í Pljótshlíð, Jónssonar prests í Hruna, Pinnssonar bisk- ups. Kom Torfi heitinn 27 ára að aldri, árið 1863, fra Kaup- mannahöfn, til Vestmannaeyja, og settist að þar, sem versiunar- maður. Kvæntist ári síðar Jó- hönnu Sigríði Margrjeti Pjeturs- dóttur, Bjarnason kaupmanns í Vestmannaeyjum. Árið 1800 fluttust foreldrar R. T. til Rvíkur. Bjuggu þau lengi í húsi því, sem Geysir er neíiidur við Skólavörðustíg, og munn eldri Reykvíkingar minnast þeirra sæmdarh jóna. Síra R- T. gekk í Latínuskól- ann í Reykjavík árið 1866, út- skrifaðist þaðan 5. júlí 1885 með I. einkunn. Átti hann því 50 ára stúdentsafmæli 5. júlí yfirstand- andi sumars og bauð þá til fagn- aðar til sín heima, þeim af sínum bekkjarbræðrum, sem hann náði til. Síra R. T. tók embættispróf við prestaskólann 24. ágúst 1888. Fekk veitingu fyrir Hrafnseyrum og Álftamýrarprestakalli 24. okt. 1891, og settist að á Hrafnseyri, vorið 1892, þá nýkvæntur, Mál- fríði Kristinsdóttur, Lúðvígs : steinsmiðs í Reykjavík, Alexíus- sonar. Var hún systir Lárusar Lúðvígssonar, þess sem stofnsetti Bkóverslun Lárúsar G. Lúðvígs- sonar, sém mörgum er kunn. Mál- fríður dó 16. nóv. 1906, aðeins 35 ára. Um liana er sagt, að hún hafi verið „atgerfiskona, góð og trygg- lynd“. Með henni eignaðist síra Riehard Torfason 2 sonu. Gunnar, er fór til Ameríku á unga aldri, — innan við tvítugt — kappgjam sem hann átti kyn til og atgerfis- maður. Gekk í her Canadamanna og fell á Vesturvígstöðvunum í Frakklandi, 25. mars 1918. Var hann síra Richard Torfasyni mjög harmdauði, þótt vart mætti þeir á sjá, sem ókunnir voru. Til minn- ingar um þann látna son sinn, til- einkaði hann honum eitt herbergi í hinum nýbygða „Garði“ ísl. stúdenta hjer í Reýkjavík. Mun það einnig verða þeim, sem það herbergi byggja um ökomna fram- tíð, ævarandi mining gefandans. Annar sonur síra Rich. Torfa- sonar er Magnús, í mörg ár sím- ritari á landsímastöðinni hjer í Reykjavík og nú stöðvarstjóri á Borðeyri, við Hrútafjörð, kvænt- Richard Torfason. ur Sigríði dóttur Matthíasar Ól- afssonar, frá Þingeyri, fyrver- andi alþingismanns. Era þau hjón svo vel látin af hinum mörgu sem við þau þurfa að skifta, að fágætt er. Síra R. T. var þríkvæntur. Þann 6. febr. 1909, kvæntist hann í annað sinn, Kristínu Jóhönnu Jónsdóttur, prófasts á Auðkúlu, Þórðarsonar og Sigríðar Eiríks- dóttur sýslumanns Sverrissonar. Þriðja kona síra R. T. og eftirlif- andi ekkja lians nú, er Ólafía Runólfsdóttir Ólafs, komin af hinni þektu Mýrarhúsaætt að Sel- tjarnarnesi. Systkini R. T. voru: Magnús Torfason sýslumaður og alþingis- maður Árnesinga. Guðrún, Gift Ilelga Jónssyni, fyrrum kaupfje- lagsstjóra á Stokkseyri, nú bú- sett í Reykjavík. Pjetur og Ragn- liildur, búsett í Vesturheimi og Jóhanna, Sigurður og Sigríður, sem einnig fóru til Vesturheims, en eru nú látin. Eins og áður getur, þá tók síra R. T. Hrafnseyrar og Álfta- mýrarprestakall árið 1892. Var hann prestur þar í 9 ár. Árið 1901 fluttist hann frá Hrafns- eyri til Holta-Þinga og var þar prestur í 3 ár. Ljet af prestskap eftir 12 ára þjónustu, árið 1904. Er orð á því haft, að hann hafi verið skörulegur og þrekmikill, og hafi liaft allmikil afskifti af sveitar og hjeraðsmálum á prests- skaparárum sínum, en rækti jafn- framt prýðilega embættisverk sín og hafði góða búsumhyggju, enda var hann í hvívetna mikill at- hafnamaður. Er hann ljet af prestskap, fluttist hann til Reykja víkur og gerðist ritari Hallgríms biskups Sveinssonar og starfaði þar um skeið. Um nokkurt tíma- bil var hann starfsmaður á skrif- stofu verslunar Björns Kristjáns- sonar hjer í bæ, þar til er hann árið 1908 gerðist starfsmaður í Landsbankanum og var settur til að gegna bókarastörfum þar, 27. sept. 1911 og fekk veitingu fyr- ir því starfi 23. des. s- á. Gegndi hann því embætti alt t’il ársloka 1933, er hann fyrir aldurs sakir, samkvæmt lögum, varð að láta af því starfi, þá við bestu heilsu og fullum þrótti. Skömmu síðar kendi hann van- heilsu þeirrar, er leiddi hann til dauða. Vann hann þó á köflum við hinn svokallaða „Kreppulána- sjóð“, þar til hann, fyrir rúmum mánuði lagðist á Landakotsspítala 5 T Sjöundi dráttur i Happdrætti fláikóla íilands. Nr. 11689 20000 krónur. Nr. 8627 5000 krónur. Nr. 4417 2000 kr. Nr. 5423 2000 kr. Nr. 12640 2000 kr. Nr. 115 1000 kr. Nr. 5656 1000 kr. Nr. 13584 1000 kr. Nr. 23994 1000 kr. Þessi númer hlutu 500 krónur: 1067 4899 6458 6633 8064 10593 10751 11152 17028 21203 21614 23221 Þessi númer hlutu 200 krónur: 198 4568 7366 8442 10202 12512 16654 20451 23327 499 5929 7556 8672 10675 12840 18168 20457 23586 1810 6077 7572 8708 10780 12882 18201 21758 23668 2320 6526 7943 9808 11699 13965 18882 22292 23996 3585 7114 8101 9832 11890 15593 19439 22651 24495 Þessi númer hlutu 100 krónur: 1 3692 6446 10335 12729 15879 19636 22570 33 3748 6537 10503 12735 15951 19670 22697 601 3877 6658 10571 12846 15966 19682 22773 667 3885 6877 10630 12952 15985 19685 22869 730 3893 6886 10641 13067 16003 19834 22872 764 3897 6911 10652 13237 16048 19999 22877 1032 4011 6935 10815 13280 16216 20023 22948 1058 4124 7012 10830 13301 16292 20074 23037 1094 4423 7102 10837 13366 16407 20121 23047 1302 4504 7155 10927 13455 16499 20228 23267 1315 4581 7194 10934 13464 16610 20267 23338 1377 4592 7265 11038 13474 16612 20374 23565 1426 4678 7405 11059 13485 16671 20444 23578 1465 4754 7512 11128 13660 16702 20453 23611 1812 4826 7548 11173 13747 16789 20718 23684 1813 4833 7555 11208 13824 16851 20719 23794 1844 4909 7747 11354 13968 16895 20753 23836 1858 4971 7756 11358 13972 17026 20764 23904 1914 4995 7767 11415 14011 17086 20782 23907 1979 5004 7796 11443 14048 17410 20810 23926 2002 5050 7802 11519 14260 17488 20817 23937 2112 5059 8654 11755 14323 17676 20862 23988 2394 5071 8709 11572 14394 17727 20879 24006 2453 5083 .8767 11700 14406 17801 20882 24009 2687 5103 8886 11702 14418 17939 20908 24103 2696 5166 8940 11769 14442 18163 20931 24133 2710 5173 8973 11776 14485 18237 21189 24161 2733 5208 9089 11885 14591 18266 21321 24199 2948 5333 9186 11983 14660 18338 21361 24288 2971 5336 9371 12180 14771 18385 21393 24306 3108 5353 9416 12222 15104 18589 21578 24313 3183 5479 9482 12260 15321 18674 21625 24378 3328 5589 9531 12311 15447 18684 21642 24445 3374 5609 9608 12343 15525 18710 21666 24501 3378 5774 9637 12348 15566 18852 21708 24595 3427 5857 9779 12353 15608 18954 21804 24615 3455 5968 9799 12522 15630 19025 21936 24661 3496 6017 9914 12580 15714 19044 22048 24720 3509 6041 9960 12590 15792 19061 22155 24750 3560 6233 10115 12608 15813 19236 22326 24772 3605 6240 10204 12654 15833 19351 22538 3684 6325 10234 12673 15837 19585 22561 (Birt án ábyrgðar). og beið þar þess, sem orðið er. Síra Riehard Torfason, var öðr- um fremur höfðinglegur að vallar- sýn, beinvaxinn, hár og herða- breiður. Tígulegur í allri fram- göngu, sem svo bar af» að flestum þeim sem voru í návist hans, fanst þeir yrðu hærri og stærri, ef þeir voru í fylgd með honum. Mun hann ekki hafa skort liðskort á sinni æfibraut, svo vel sem hann var til foringja fallinn. Mikilvirkur og strangur við sjálfan sig og krafðist sama af öðrum. Fámælt- ur var hann og hreinslfilinn. En skorinorður og gagnorður ef því var að skifta. Hvers trausts hann naut þegar í byrjun starfstímabils síns, að afloknu skólanámi, má marka af munnmælum Pjeturs biskups, er hann var ritari hjá. Eitt sinn utan skrifstofutíma, þurfti Pjetur biskup að afgreiða vandamál, sem ekki þoldi bið. Varð honum þá að orði: „Jeg vildi að hann Richard væri kominn, þá væri mjer borgið“. Mun svo hafa ver- ið um þau störf, sem honum voru falin á hendur, að eigi hafi þótt betur borgið í höndum annara. Nú ert þú horfinn sjónum okk- ar. Bjartur varstu að yfirlitum og í daglegri umgengni. Bjart var eixmig yfir þjer, er jeg leit þig síðast, þótt þú látinn værir. Var sem þú svæfir værum bhindi, í faðmi friðar og kærleika. Von og vissa okkar er sú, að þú vakn- aður sjert, nú í faðmi þess, er þú trúðir best. Munt þú hjá honuní njóta þeirra verka og uppskera þau laun, sem eigi verða vegin á vogaskálum þess mannlífs, þar sem við vinir þínir hjer stöndumi enn. Með innilegu þakklæti fyrie samveruna, trygglyndið og vin- áttuna. Sú er vor kveðja til þín. R. P. Levy. ■••I—• « • > Þeir Ármenningar er vilja taSS þátt í innanfjelagssundmóti Áir- manns, eru beðnir að gefa sig franí við Þ. Magnússon, Frakkastíg 13, fyrir næsta sunnudag. Kept yer$» ur í mörgum aldursflokkum. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.