Morgunblaðið - 13.09.1935, Síða 4

Morgunblaðið - 13.09.1935, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ wmmmmmmmimiimmmmmmmmmmmmmmmmm n i jiuhmiwmwwb I D R O T T I R _____Föstudaginn 13. sept. 1935L, Menning og agi. Norska „Morgenavisen“ í Berg- en, birtir grein með þessari fyrir- sögn og fer þar ákaflega lofsam- legum orðum um flokk „Vals“, sem fór til Noregs í sumar. „Vjer fáum oft heimsókn af erlendum knattspyrnufjelögum segir í greininni og hefir oltið á ýmsu um knattspyrnudugnað þeirra. En um agann — bæði ut- an og innan vallar — hefir ekki altaf verið jafn vel. „Heimsókn „Vals“ gefur oss til- efni til að geta hinnar heiðarlegu undantekningar um þenna flokk. Valur kom ekki hingað til að sýna okkur hinar ýmsu kúnstir knattspyrnunnar, heldur til þess að sjá og læra. En við gátum einnig lært nokkuð af Islend- ingunum, nokkuð sem er mikil- vægara en knattspyma, en það er menning og agi. Og um þetta bar flokkurinn af þeim flokkum, sem jeg hefi haft skifti af. Hjer þurfti engrar barnfóstru við, sem varð að gæta þess að allir kæmu jafn- an fram sem heiðursmenn. Þegar flokkar eru á ferðalagi, þá vill oft svo við bregða, að gleðskapur er mikill og einhverjir fara yfir markið — svo að notað sje veikt orðbragð — og óþ^egindin láta þá ekki á sjer standa. Þá þrjá daga, sem jeg var í fylgd með liðinu, varð jeg ekki var við neina „skál“, og er jeg inti foringja fararinnar, hr. Frímann Helgason, eftir því „hvort þeir væru allir bindindismenn1‘, þá var mjer svarað „að svo væri um • en þegar við erum á ferða ' i til að iðka íþrótt okkar, þá ■ ;n við allir bindindismenn“. ;á, svo mæla konungar. vissi að menning íslendinga ( . ikil, en að kleyft væri að gero þetta á þann hátt, sem segir í r.varinu vissi jeg ekki. j>að hlýtur að vera ánægjulegt fyrir landið og fjelagið að eiga á að skipa öðmm eins fulltrú- um, og notalegt fyrir okkur að vita að skyldleikinn er í lagi. Jeg vil ennfremur geta umsagnar um- sjónarmannsins á „Viktoria hótell“, sem sagði að „annan eins flokk eða slíka fjelagsgistingu hafði hótelið ekki haft“. Og þetta segir meir en mörg orð. Oreinin endar á þessa leið: „Hafi fjelagsandinn og íþróttin legið til grundvallar fyrir fram- komu Vals, þá þurfa þeir sannar- lega ekki að taka á sig ferð til að læra, því að þeir eru lengra komnir en margir.“ Undir greinina ritar Harald Jernsrad, norskur íþróttafrömuð- ur. Þessi lofsamlegu ummæli eru „Val“ til mikils sóma og til góðs gagns fyrir kynningu íslensku þjóðarinnar erlendis. Jafnframt örva þau til eftir- breytni og ættu íþróttamenn okk- ar að leggja kapp á að temja sjer slíkan menningajr-aga utan og innan vallar, ekki að eins þegar þeir eru á ferðalagi, heldur einnig í heimahögum. Iþróitaskóllnn i Ollerup. Hjer birtast myndir frá íþróttaskólanum í Ollerup. Til vinstri á myndinni sjest íþrótta- höllin og í baksýn sjest íþróttavöllurinn nýi, þar sem lagður var 5000 kvaðratmetra leikfim- ispallur, og þar sem íþróttasýningarnar á mótinu í sumar fóru fram. Meðfram þessum íþrótta- palli var rúm fyrir 50.000 áhorfendur og auk þess fyrir 13.000 leikfimismenn. — Til hægri á • myndinni sjest landslið Dana í leikfimi að æfingu hjá íþróttahöllinni í Ollerup. IÞróttamot í frjálsum Tennis. íþróttum 22. þ. m. Perry tapar fyrir Allison. Fyrir forgöngu Olympsnefnd- ar og stjórnenda íþróttafjelag- anna Ármann, í. R. og K. R., verður haldið mót í frjálsum j íþróttum hjer á íþróttavellin-; um 22. þ.. m. kl. 2. Verður þar kept í eftirfarandi íþróttum: Hlaup: 100, 400, 800 og 1500 metra og 110 m. grindahlaupi. Stökk: Langstökk og stangar- stökk. Köst: Kringlukast, spjót- kast og kúluvarp. Á meistaramótinu síðast var svo slæmt veður og kalt, að engin vor var til að íþrótta- mennirnir gætu náð þeim af- rekum, sem þeir eiga best til. Og þó stuttur tími sje til stefnu að þessu móti 22. þ. m. má fylli-j lega búast við, sjerstaklega ef^ íþróttamennirnir verða hepnirj með veður, að þeir bæti mjög árangurinn frá meistaramótinu j og að jafnvel takist að setja met. Sjeð verður um að mótið gangi fljótt og greiðlega og að íþróttamennirnir keppi ekki í of mörgum íþróttum hver. Einn- ig má búast við því að allir okkar bestu íþróttamenn keppi á þessu móti, þeir sem í bænum j eru og heilbrigðir eru. Keppendur gefi sig fram við hr. Ólaf Sveinsson, box 394, fyrir n.k. mánudag. Og von- andi sjá þeir sóma sinn í því að mæta allir til leiks og gera sitt besta til að ná verulega góðum árangri. Mótið er opið öllum, sem keppa vilja 1 þeim íþróttum sem á skránni eru, en þó má að þessu sinni búast við að fje- lagsstjórnirnar sendi aðeins af- burðamennina, því keppnin verður áreiðanlega mjög hörð. Þeir bæjarbúar, sem ánægju hafa af að sjá keppni í frjáls- um íþróttum geta nú hlakkað til að koma á völlinn 22. þ. m., því að þar keppa okkar bestu menn og sjeð verður um að keppnin gangi greiðlega. Mun Helen Jacobs vinnur heimsmeisfarafign- ina í 4. sinn. London 11. sept. F- Ú. Fred Perry tapaði fyrir 'Wihner Allison í gær í tenniskepninni sem nú fer fram í Forest Hills í New York. Allison og Wood hittast því Fred Perry (til vinstri. í úrslitaleiknum á morgun. Perry; vildi sú óhepni til,.að hann ras-^ aði á tennisvellinum, og meiddi sig ( í baki, og hefir læknir hans bann- j | að honum að leika tennis það sem j eftir er ársins. Helen Jacobs vann heimsmeist-i aratignina í einmenningskepni kvenna, á móti Mrs- Fabian. Er þetta fjórða árið í röð, sem Miss Jaeobs hlýtur heimsmeistaratign- ina, en það hefir engin kona áð- ur gert. því verða fjölmenni mikið á vellinum þennan dag til að horfa á síðustu keppni ársins í frjálsum íþróttum. K. Þ. Haustmót 2. ftokks. Undanfarna daga hafa knatt- spyrnumenn Reykjavíkurfjelag- anna Fram, K. R., Yals og Vík- ings háð harðvítuga baráttu um meistaratignina í 2. flokki. Keppa þá margir efnilegir knatt- spymumenn og -hafa áhorfendur skemt sjer ágætlega, því flestir kappleikirnir hafa verið mjög skemtilegir. Kappleikirnir hafa farið þann- Valur vann Víking 3—0 Fram — K.R. 1—0 Fram — Víking 4—1 Valur — K. R. 3—1 Fram hefir því 4 stig, Valur 4 en, K. R. og Víkingur ekkert. Á sunnud. kl. 1,30 keppir K. R.( og Víkingur, en kl. 2,45 Fram og Valur og er síðari leikurinn úr- slitaleikur. Skal engu spáð um það hvor sigra muni en fullyrða má að báð- ir munu gera sitt besta til að ná meistaratigninni í 2- flokki. Mega því áhorfendur bíiast við góðri skemtun og drengilegum leik. K. Þ. íþróttayfirlit. Norska blaðið „Sportmand- en“, sem þó alla jafna flytur áreiðanlegar íþróttafrjettir, get- ur þess að í milliríkjakeppni milli íslands og Þýskalands hafi íslendingar tapað með 0 :3. — Mun þarna vera blandað málum og átt við kappleikinn milli K. R. og Þjóðverjanna í sumar. Og þó K. R. sje sterkt og gott knattspyrnufjelag munu íslendingar ekki enn telja flokk þeirra landsflokk okkar. Eða hvað finst hinum Reykjavíkur- fjelögunum? Fyrir skömmu kepptu Finnar og Þjóðverjar í frjálsum íþrótt- um og má nærri geta, að báðir hafi lagt mikið kapp á að sigra, því að þessar þjóðir munu nú einna fremstar í Evrópu í frjáls um íþróttum, og báðar hafa Viðeyjarsund i gær. Pjetur Eiríksson. í gærmorgun klukkan 11, lagði Pjetur Eiríksson úr K. R. til sunds frá Viðey og synti að Steinbryggjunni í Reykja- vík. Þangað kom hann kl. 12% og hafði þá verið klukkutíma og 30 mínútur á sundi. Pjetur lagði af stað frá Virk- inu, þar sem kallað er Há- karlabás. Veður var hið besta, lítil alda og sjávarhiti um 11 stig. Sundmaðurinn virtist óþreyttur eftir sundraunina™ Hann synti skriðsund alla leið. Bátur fylgdi Pjetri í gær frá Viðey. Voru í honum Jón Páls- son sundkennari, Benedikt Jak- obsson íþróttakennari og Óskar Þórðarson læknir. Pjetur Eiríksson er sjötti maður, sem syndir Viðeyjar- sund. Fyrstur synti þessa vega- lengd Benedikt Waage árið 1914. Síðan hafa synt Viðeyj- arsund, auk Pjeturs, Erlingur Pálsson, Ásta Jóhannesdóttir, Haukur Einarsson og Magnús Magnússon frá Kirkjubóli. Nokkrir fleiri hafa freistað að synda þessa leið, en orðið að hætta áður en sundinu var lokið. Viðeyjarsund hefir ekki ver- ið synt áður á svo skömmum tíma. Haukur Einarsson synti á 1 klst. og 52 mín. Annars er ekki hægt að bera saman tíma hinna ein- stöku sundmanna á þessari leið, þar sem aðstaða þeirra hefir verið svo misjöfn, vegna veðurs, straums o. fl. æft af kappi undir næstu Ol- ympsleika undanfarið. Leikar fóru svo að „litla þjóðin með miklu íþróttamennina" — Finn- ar — sigraði, en þó mátti ekki tæpara standa, því að aðeins munaði 4 stigum. Hlutu Finnar 103% stig en Þjóðverjar 99%. Innanfjelagsmót K. R. hefst í kvöld á íþróttavellinmn. Kept verður í 5000 metra hlaupi fyrir fullorðna og sleggjukasti. Innanfjelagsmót Ármanns held- ur áfram á Iþróttavellinum í kvöld kl. 6 fyrir drengi og kl. 7 fyrir fullorðna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.