Morgunblaðið - 17.09.1935, Side 4

Morgunblaðið - 17.09.1935, Side 4
4 3 MORGUNöLAÐIÐ Þriðjudaginn 17. sept. 1935- KVENÞJOÐIN 00 MEIMILIM Fjölbreytt og að- gengilegt rit fyrir kvenþjóðína. IIEín. — Ársrit Sam- bands norðlenskra kvenna 19. árg. Út er kominn 19. árganf-ur af liinu vinsæla riti HaHtlóru Bjarna- dóttur, Hlín, sem áreiðanlega er talinn góður gestur á íslenskum heimilum. Efni ritsins er mjög fjölbreytt, sem að vanda lætur. Þar eru m. a. gréinar um uppeldismál, garð- yrkju, heimilisiðnað, kvenfjelags- mál, greinar um ýms íslensk iðn- fyrirtæki o. m. fl. Þá er og grein um merkiskonuna Guðlaugu Zak- aríasdóttur í Ólafsdal, „Móður- minning“ eftir Ingibjörgu Hóseas- dóttur, Canada, Hýsing sveitabýla, eftir, Þóri Baldvinsson, ráðunaut í Iiúsagerð o. fl., greinar og sögur til ixóðleiks og skémtunar. Loks mætti minnast á síðasta kafla ritsins, „Sitt af hverju“. Eru þar m. a. ýms liúsráð og i^ppskriftir, sem skemtilegt væri fyrir hús- mæður að reyna. Auk þess ýms fróðleikur víða að utan af landi. Jurtarjettir framreiddir á sænska vísu. Fe^nrsfa negrastúlka í heimft. Heimatilbúin tólgarsápa. — il þelár feiti, 7 pelar kalt vatn, 1 baukur sterki sódi (Red seal). Sódinn (duftið úr bauknum) er lirist út í vatnið og hrært vel í á meðan. Vatnið sjóðhitnar af sód- anum, en það verður að kólna vel áður en þáð er hrært saman við feitina, sein er ’brædd í öðru íláti. — ífeitina (úrgangsféitina) á að hita eins lítið og hægt er, aðeins svoCÍað hún bráðni. Þegar búið er að fáka pottinn með feitinni af eldiíium, er sódavatninu helt í og h*rært vel í á meðan. (Ekkert soðið). Hlemmur er látinn yfir ílátið og breitt vel yfir. Látið standa þangað til sápan er vel storkin, skorin í stengur og stykki. (,,Hlín“). MUNIÐ —:-----að liægt er að reyna hvoiu drykkjarvatn er gott með þessu móti: Látið vatnið á flösku, % fulla. Setjið 1 tesk. af strásykri í vatnið, látið tappann í stútinn og geyinið síðan flöskuna á heitum stað j einn eða tvo daga. Ef vatnið að þeim tíma liðnum er orðið hvít- ieitt (eins og mjólk) og grugg- ugt, er það óhreint og ónotliæft til drykkjar. En sje það stöðugt tært er það gott drykkjarvatn. —------að það er vandalaust að skera heitt brauð og kökur, ef maður ihitar hnífinn fyrst (með því að stinga honum ofan í sjóð- andi heitt vatn og þerra hann síðan). — — — að safamiklar sítrón- ur eim 1með þunnum og sterkgul- um berki. Þegar börkurinn er 1 jós- gulur, þóla sítrónumar best að - . • : -st. Sænskur matur. Sænskur matur er góður og oft skrautlega framreiddur. Iiygg jeg, að matargerð Svía sje að mörgu leyti hentug fyr- ir okkur Islendinga. Við getum einmitt veitt okkur þau matarefni, sem þeir nota sjer mjög mikið, en það er fyrst og fremst síld og allskonar fiskur. Auk þess er grænmeti. Þessi þrjú matarefni, sem hjer eru nefnd, getum við veitt okkur og framleitt hjer á landi, en við ættum að nota okk- ur þau miklu meira en við ger- um. í þetta sinn hefi jeg tekið nokkra einfalda grænmetisrjetti, því að nú er grænmetið orðið þroskað. Því miður er margt af því sem ekki er hægt að geyma í lengri tíma, sjerstaklega sje það ofþroskað. Síðar mun jeg gefa nokkrar leiðbeiningar um geymslu á jurt- um. Hjer fylgja nokkrir kál- rjettir. Frjósi blómkálið, verður að þýða það í köldu vatni áður en það er soðið. Bakað blómkál (handa 5—6 manns). 3 meðalstór blómkál. Vatn. Edik og salt. 3 matskeiðar smjör. 1 matsk. rifinn ostur (svissneskur). 3 matsk. brauðmylsna. Blómkálið er hreinsað og lagt í ediksvatn um stund. Þvínæst látið ofan í sjóðandi saltvatn og soðið þar til það er hálf meyrt. Vatnið e'r látið síga vel af blóm- kálinu og það látið á eldfast fat og bræddu smjörinu helt yfir. Þar yfir er stráð ostinum og brauð- mylsnunni. Látið inn í heitan ofn þar til það er brúnt. Borðað strax- ' Þetta er ágætur rjettur til kvöldverðar. Einnig er hann góður til mið- degisverðar með kjöti eða fiski. Aths.’í staðinn fyiý- eldfast fat má steikja blómkálið í brauð- skúffu. Jurtasúpa (handa 6 manns). 1/4 selleri. 1 blaðlaukur. 14 kg. kartöflur. 1 lítið blómkálshöfuð. 1 búnt steinselja. 1 bolli grænar baunir. Salt og vatn. 1 matsk. smjör. . 3 matsk. hveiti. iy2 1. kjötsoð. 200 gr. spínat. Salt og pipar. 1 dL rjómi. 1—2 eggjarauður. Selleríið, Waðlaukurinn og kart- öflurnar er hreinsað og soðið í saltvatni. Blómkálið, steinseljan og baunirnar er soðið í öði’um potti í saltvatni. Smjör og hveiti er lirært í potti og þynt út með kjötsoðinu og grænmetissoðinu. Þar í er sett spínatið, sem er hreinsað og þvegið vel, og soðið í 10 mín- Selleríið, blaðlaukurinn og kart- öflumar er skorið og sett í súp- una. Eggjarauðurnar og rjóminn er hrært í súpuskálina. Þar í er súp- an hrærð rjett áður en borðað er, og blómkálið, sem tekið er í hrísl- ur og grænu baunirnar er sett út í. Steikt toppkál. 1 toppkál. Vatn og salt. 75 gr. smjörlíki. Toppkálið er hreinsað og soðið í heilu lagi í saltvatni, tekið upp úr og vatnið látið síga vel af því. Skorið í breiðar ræmur, sem eru þerraðar í línklút. Smjörlíkið brúnað á pönnu og kálið brúnað móbrúnt í því. Sett í topp á fat. Þannig er það ágætt til lcvöldVerðar. Sje það haft til miðdegisverðar, er soðnum pyls- um, steiktum blóðmör eða kjöti raðað utan um kálið. Frh. Helga Sigurðardóttir. Frá París. Parísarborg — þaðan fá tísku- salamir vorú sírta, og þangað sadíja allir hugmyndir sínar. All- ■y'"J r i’. Flaueliskjóll með Renaissance-sniði í kvikmynd ,sem verið er að taka í Lörtdön, eftir einni bók Edgar ‘W’ailace, leikur þessi fríða negrastúlka aðal-hlutverkið. Það er sagt, að hún sje fegurst allra lcynsystra sinna, enda er það ekki ólíklegt, eftir því sem myndin sýnir. an ársins hring er viðkvæðið: „Hvað sógir Parísf* í haust segir París: „Renais- sancestíll, Austurlandaklæði, og bviningar, svipaðir og notaðir voru árið 1900“. Manni skilst á þessu, að jafnvel París, hnuplar sínum hugmyndum. Það sjest greinilega á búningn- um hjer á myndinni, að fyrirmynd in er frá Renaissancetímanum. Hann er saumaður úr flaueli, lit- urinn er „vert bronce“. Takið eft- ir ermunum, þær eru mjög víðar, ryktar á öxlunum, en ná ekki al- veg fram á úlnlið. Lítil „rifa“ er upp í pilsið. Beltið er mjög breitt, krækt saman með stórri bronee-spennu. Við þenna kjól fer best að hafa madonna-hettu eða hatt, eins og myndin sýnir;. geislabaugs („glor- ie“) hattur er hann kallaður. I París hafa t. d. komið fram „geis*labaugshattar“, madonnahúf- ur og flauelshúfur. Hernaðarandinn liefir líka sett sinrt sviþ á hattana, skotaliúfur og hattar með skúfum og sniirum sjást mikið. Vefjarhattar (Turban) og straumlínuháttar eru og mjög áberandi og skóflu-sniðið er enn í tísku. Þá verður ekki komist hjá skygnishúfununi. Í.M. X' '■•'SiHí'VÍ Qausthattarnir. Ffölbreytt úrval. Renatssancestíll og hernaðarandi setfa sinn svip á hattana. Tískan er ekki sein á sjer. Hausthattarnir eru löngu ákveðn- ir. Á sýningum tískubúða stór- borganna gaf að líta fjölbreytt úrval af höttum. Það er enginn A*afi á því, að meðal þeirra hatta, sem koma á haustmarkaðinn geta allir valið úr eftir sínum smekk, góðum og slæmum. Sömu sögu er að segja um hatt- ana og kjólana- Hugmyndirnar eru margar hverjar frá Renaissance- tímanum. Nokkrir nýtísku hausthattar. Ein tegund hatta minnir á 1 jurtapott á hvolfi, og er skrautið á hattinum framan í enni. Sjálfsagt getur hver og ein j stúlka fundið liatt við sitt hæfi í þessu safni. En þegar velja á hattinn, er um að gera að taka þann rjetta, sem fer vel við and- Ht og höfuðlag. Liturinn á höttunum ér svart- ur, ,bronce‘, grænn, dökkbrúnn, og ljós fjólublár. Fjóluliturinn er að vísu fallegur, en hann fer ekki öllum vel. Slör eru mikið notuð. Það er ekki ósennilegt, að slör með upp- hafsstaf verði aðal-plágan í vetur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.