Morgunblaðið - 17.09.1935, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
I»riðjudaginn 17. sept. 1935.
I ÞROTTI R
Læknisskoðun
íþróttamanna.
Stjórn Í.S.Í. hefir haft for-
göngu að því, að hjer á landi
er hafin læknisskoðun á íþrótta
mönnum. Hefir bæjarstjórn
Reykjavíkur sýnt því máli vel-
vilja og stutt það með fjárfram-
lögum. Þetta mál er eitt mesta
velferðarmál íþróttamanna og
þyrfti slík skoðun að komast
é, um land alt. Sú reynsla, sem
fæst við læknisskoðun íþrótta-
manna hjer í bænum ætti að
geta orðið íþróttaráðunum og
fjelögunum út um land góður
leiðarvísir um það hvernig
best verður að koma skoðuninni
í framkvæmd.
Það skal sagt íþróttamönn-
um bæjarins til verðugs lofs,
að sífelt fjölgar þeim mönnum
sem leita til íþróttalæknisins
og vonandi fer þeim fjölgandi
með hverju ári. Enn eru marg-
ir sem ekki hafa álitið þörf á
því að láta skoða sig fyrir
kappraunir, en þess mun ekki
langt að bíða að augu þeirra
opnast fyrir þessu velferðar-
máli. Það er nauðsyn hverjum
íþróttamanni að vera vel undir
buinn undir hverja keppni. Að
vita það hvort hann er nægilega
heilsuhraustur til að taka þátt
í kappraunum, og hvort hann
er smitberi, eða ekki. Allir þeir
íþrottamenn, sem nokkuð
hugsa um heilsufar sitt, og fje-
laga sinna, láta því skoða sig.
Óskar Þórðárson læknir hef-
ir aðallega haft þessa skoðun
með höndum undanfarið og er
fróðlegt að lesa skýrslur hans
um þetta mál. Á fyrsta árinu
1933—1934, skoðaði hann 241
íþrÖttamann og iíþróttakonur,
en mun nú hafa skoðað um
435 manns alls. Þeir, sem hing-
að til hafa látið skoða sig, eru
mjög ánægðir yfir skoðuninni
og hafa því nær allir komið
oft til læknisins til að láta
hann athuga sig. Til saman-
hurðar má geta þess, að fyrsta
árið, sem læknisskoðun íþrótta-
manna var upp tekin í Kaup-
mannahöfn voru skoðaðir 923
íþróttamenn. I Árósum, sem
hefir yfir 100 þús. íbúa, voru
skoðaðir innan við 80 íþrótta-
menn fyrsta árið, sem skoðun
fór þar fram.
Mega íþróttamenn okkar
samt fjölmenna enn meir til
læknisskoðunarinnar því enn þá
vantar mikið á að menn úr öll-
um fjelögum í bænum hafi
mætt. Skora jeg því alvarlega
á alla íþróttamenn bæjarins að
draga það ekki að láta læknir
skoða sig áður en vetraræf-
ingarnar byrja að þessu sinni
— og að halda síðan áfram
minst 2—3 á ári.
K. Þ.
Ameríkumaðurinn Flanagan hef-
ir bætt met Arne Borg í 1 mílu
sundi. Tími: 21 mín. 00,4 sek. Met
A. Borg var 21 mín. 06,0 sek.
Hinn frægi sundmaður og methafi
Jáck Mediea varð nr. 2, um 10
jards á eftir Flanagan. —
Innanfjelagssundmót
Ármanns.
Tvö oý §undmet,
Innanfjelags sundmót Ár-
manns fór fram í fyrradag. —
Fyrst var kept í 25 metra
sundi fyrir telpur innan við
12 ára. Þátttakendur voru þrír.
Fyrst að marki varð Ásdís
Erlingsdóttir á 24 sek.
Þá var kept í 25 metra sundi
fyrir drengi á sama aldri. 1. Ás-
björn Sigurjónsson á 19,5 sek.,
50 metra sund fyrir drengi 14
16 ára vann Dagbjartur Sig-
urðsson á 40,5 sek. 50 metra
sund fyrir pilta 16—19 ára:
Pjetur Sigurjónsson á 34.9 sek.
50 metra sund fyrir stúlkur
vann Klara Klnægsdóttir á 39,2
sek.
Dagbjartur Sigurðsson setti
nýtt drengjamet á 100 metra
bringusundi. Synti hann vega-
lengdina á 1 mín. 29,3 sek.
Þá setti Klara Klængsdóttir
einnig nýtt met á 100 metra
bringusundi. Synti á 1 mín.
28 sek.
Áhugi er mikill meðal yngra
fólksins í Ármann fyrir sundi
eins og sjest á ofangreindu.
íþróttamótið 22. þ. m.
Eins og getið var um hjer í
blaðinu s.l. föstudag gengst
Olympsnefnd íslands og íþrótta
fjelögin Ármann, í. R. og K.
R. fyrir íþróttamóti í frjálsum
íþróttum á íþróttavellinum hjer
22. þ. m. kl. 2 e.h. íþróttir þær,
sem valdar voru til kepni' að
þessu sinni voru þessar: Hlaup
100—400—800 og 1500 metra
og 110 m. grindahlaup. Stökk:
Langstökk og stangarstökk.
Köst: kringlukast, spjótkast og
kúluvarp. Þótti hæfilegt að
hafa ekki fleiri en 10 íþróttir
á skrá að þessu sinni svo mótið
yrði ekki um of langdregið. Þá
voru íþróttirnar einnig valdar
með tilliti til þess að utanbæj-
armenn munu lítt eiga heiman-
gengt um þessar mundir, t. d.
Gísli Albertsson, Vestmanna-
eyingarnir o. fl. utanbæjar-
menn. En auðvitað er að for-
göngumönnum mótsins er á-
nægja að því, ef menn utan
Reykjavíkur geta komið því
við að keppa á þessu móti.
Áhugi íþróttamanna fyrir
þessu móti er mjög mikill og
má búast við því að þarna
keppi því nær allir bestu í-
þróttamenn bæjarins. — Auk
þeirra hafa tveir Vestmanna-
eyingar óskað eftir að fá að
reyna sig þar. Kemur enn fram
hinn mikli áhugi Vestmanna-
eyinga á íþróttaiðkunum og
kepni. Verður því bætt á leik-
skrá kepni í þrístökki og
sleggjukasti. Annar keppand-
anna frá Vestmannaeyjum, er
methafinn í þrístökki Sigurður
Sigurðsson, og er hann afburða
stökkmaður. Sigurður er aðeins
21 árs gamall. Hið staðfesta
met hans í þrístökki er nú
13 metrar 54 cm. En hann er
sífelt að bæta metið og mun
það ekki koma mönnum á ó-
vart þó að hann stökkvi nú
um eða yfir 14 metra. Takist
honum það, verður þrístökks-
metið einna besta metið, sem
sett hefir verið hjer á landi.
Og enginn þarf að efa það, að
skamt verður þar til Sigurður
fer yfir 14 metra í þrístökki.
Margir aðrir ágætir íþrótta-
menn keppa á þessu móti og
mun nánar sagt frá keppendum
síðar hjer í blaðinu, er allir
hafa tilkynt þátttöku sína.
K. Þ.
Haustmót II. flokks.
Valur sigraði í úrslitaleiknum
1:0.
Á sunnudaginn lauk haust-
móti II. fl. — Fyrri kappleik-
urinn var milli K. R. og Vík-
ings og varð jafntefli (1:1).
Töluverður vindur var á syðra
markið. Víkingur, sem átti
undan vindi að sækja í fyrri
hálfleik, náði ekki tökum á
leiknum og snemma í þeim
hálfleik skoraði Eiríkur Berg-
mann K. R. mark hjá Víking.
í síðari hálfleik var meiri festa
yfir leik Víkings og tókst Þór-
halli Ásgeirssyni þá að skora
mark hjá K. R. Fátt gerðist
söguleigt í leiknum, sem var
linlega leikinn. K. R. átti meira
í leiknum, en Víkingar vörðust
vel, sjerstaklega í síðari hálf-
leik, og áttu þá nokkur hættu-
leg upphlaup. En yfirleitt ljek
K. R. flokkurinn betur, þó hon-
um tækist ekki að sigra.
Dómari var Frímann Helga-
son og mun hann verða góður
dómari. Vantar aðeins meiri
æfingu.
(I föstudagsblaðinu var villa
í frásögninni: Fram—Víkingur
4:1, átti að vera 3:1).
Valur—Fram (úrslitaleikur) :
Valur ljek undan vindi í
fyrri hálfleik og skoraði Hans
Petersen mark hjá Fram eftir
5 mín. leik. Átti Valur sókn-
ina þennan hálfleik, en skoraði
ekki fleiri mörk.
Fram hóf harða sókn í síðari
hálfleik, en tókst ekki að skora
mark. Endaði leikurinn með
sigri Vals 1:0. Voru þeir vel
að sigrinum komnir, því þeir
ljeku að mun betur en Fram,
sem átti marga góða einstak-
linga í sínum flokki, en skorti
allan samleik og festu í leik
sinn.
Það sjest á kepninni í II.
fl. að mikið vantar á að flokk-
arnir sjeu æfðir sem skyldi.
— Verða fjelagsstjórnirnar að
leggja meiri áherslu á að kenna
og æfa yngri flokkana, en nú
á sjer stað.
Þorsteinn Einarsson dæmdi
vel, og færi vel á því, að hann
sæist oftar sem dómari á vell-
inum. N
En Val er ástæða til að óska
til hamingju með sigurinn, því
að þeir áttu besta flokkinn.
K. Þ.
5 i
B &
Sjötugsafmæli.
Sjötugsafmæli eiga í dag þau
hjónin Stefanía Benjamínsdóttir
og Guðmundur Ólafsson, Grettis-
götu 73. Þau eru bæði úr Múla-
sýslum, Guðmundur fæddur að
Brennistöðum í Eiðaþinghá, en
Stefanía að • Ásgrímsstöðum í
Hjaltastaðaþinghá.
Þau giftust á afmælisdag
beggja 17. sept 1891, 26 ára göm-
ul og reistu bú að Hnitbjörgum í
Jökulsárhlíð. Bjuggu þau þar í 4
ár, svo eitt ár á Kleppjárnsstöðum
í Hróarstungu, en fluttnst síðan
til Vopnafjarðar. Áttu þau þar
heima næstu 5 árin, en fluttust
svo til Seyðisfjarðar og bjuggu
bar í 11 ár.
Árið 1917 fluttust þau hjónin
hingað til Reykjavíkur og hafa bú-
ið hjer síðan. Guðmundur gerðist
'innheimtumaður hjá hinu íslenska
j steinolíufjelagi, árið 1919, og er
það enn.
! Þau - Stefanía og Guðmundur
, liafa eignast 5 börn. Tvo drengi
'mistu þau á barnsaldri, en þrju
börn þeirra eru á Iífi; Elís, versl-
unarmaður, Valdimar prentari og
Anna, gift Páli Þorleifssyni versl-
unarmanni, öll í Reykjavík. Ern
börn þessi öll annáluð fyrir. hæfi-
leika og dugnað.
Það mun vera sjaldgæft að hjón
sjeu svo jafnaldra, að bæði sjeu
fædd á sömu stundu. Sambúð
þeirra Stefaníu og Guðmundar
liefir verið til fyrirmyndar og
hjónaband þeirra hið farsælasta.
Munu margir vinir og kunningj-
ar fjær og nær minnast beggja
sjötugu afmælisbarnanna í dag.
Davið Copperfield
á talmynd.
Gamla Bíó sýnir um þessar
mundir hina heimsfrægu skáld-
sögu Dickens, Davíð Copperfield
á talmynd.
Ætla má, að aðsókn að þessari
mynd verði meiri en að flestum
myndum, sem hjer hafa verið
sýndar, og ber margt til þess. í
fyrsta lagi þekkja margir söguna
um æfintýrabamið, Da\úð Copper-
field, því að hún kom út í ís-
lenskri þýðingu eftir Sigurð Skúla
son á forlag barnablaðsins „Æsk-
an“ fyrir tveim. árum, og seldist
þá allra bóka mest. En í öðru
lagi er hjer að ræða um stórmerka
kvikmynd. íslenska þýðingin af
Davíð Copperfield var stytt við
hæfi unglinga, og er það athyglis-
vert, að kvikmyndin þræðir að
mestu leyti sömu uppistöðuatriðin
úr hinni langdregnu frumsögu
Dickens og þar er gert.
Sagan af Davíð Copperfield, er
saga ungs manns, sem brýst gegn-
um raunir og örðugleika fram td
frægðar og frama. Er talið að í
þessari bók sje enska skáldið
Dickens að segja æfisögu sjálfs
sín, í skáldlegum búningi. Tal-
myndina hefir ameríska kvik-
myndafjelagið Metro Goldwyn
Mayer, látið gera, og leika aðal-
hlutverkin, Davíð Copperfield og
Dóru, þau Frank Lawton og
Maureen Sullivan. — Micawber er
leikinn af W. C. Field, en frú
Gummidge og Dan Pegotty, eru
leikin af Una O’Connor Og Linoel
Barrymöre.
í þessari kvikmynd stíga per-
sónurnar, sem við þekkjum úr
sögunni, ljóslifandi fram eins og
andar liðinnar aldar.
Það er athyglisvert, að Gamla
Bíó hefir tekist að ná í þessa
merkilegu mynd á undan öllum öðr
um kvikmjTidaleikhúsum á NorS-
urlöndum. X
Bærinn var fullur af
rottum, slönpum
og froskum.
Um daginn komu eftirlitsmenn
ríkisstjórnarinnar til bæjarins
Pazsony í Ungverjalandi. Einn
Embættismannanna stakk hend-
inni niður í fatahrúgu, en sjer til
skelfingar fann hann að hanii
hafði gripið niður í slönguhreiður.
Rannsókn var þegar hafin tíl
að vita hvernig á þessu stæði og
kom þá í ljós að bærinn var fullur
af snákum og rottum. íbúarnir
gátu ekki gefið aðra skýringu en
þá, að bæjartjörnin væri full af
froskum og það myndi hafa dregið
snábana að. Rotturnar voru þarná
vegna snákamergðarinnar.
Þrátt fyrir að allar þessar dýra-
tegundir áttu í stöðugum erjum
innbyrðis, þrifust þær allar ágæt-
lega og fjölgaði dag frá degi.
. Yfírvöldin hafa nú gert ráðstaf-
anir til að útrýma þessum ófögn-
uði, svo hinir raunverulegu íbúar
bæjarins geti búið þar áfram í
næði. ,