Morgunblaðið - 20.09.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.1935, Blaðsíða 8
2£iísru&ði Smiðja, með nokkru af á- höldum, leigist ódýrt. Sími 3646. Háskölasiúdent óskar eftir fæði gegn kenslu. A. S. f. vís- ár á. JftorgtmkítvHð Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. j Fæði og einstakar máltíðir í Café Svanur við Barónsstíg. Góður matur. Sanngjamt verð. MQRGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 20. sept. 1935». "WBBsaaa"* — Nýr silungur næstu daga. —j Kennari; Hvaða rit eru eftir Læg-st verð. Fiskbúðin, Frakka- Salómon' stíg 13. Sími 2651. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen. Klapparstíg 29. Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Rjúpur fást í ísbiminum. Sími 3259. I slátrið: Rúgmjöl, Bankabyggsmjöl, Bankabygg, fæst í di&erpooé^ Nemandi: Sálmarnir. Kennari: Og? Nemandi: Salomons alfræðiorða- bók! Hann: Hálftíma áður en við I fórum að heiman vorum við að j atliuga kortið og þó ratar hvor- ugt okkar — asna! Nýir hattar og aðrar karl- mannafatnaðarvörur. — Hafn- arstræti 18, Karlmannahatta- búðin. Handunnar hattavið- gerðir, þær einustu bestu, sama stað, Jörð eða grasbýli, helst ekkí langt frá Reykjavík, verður keypt í skiftum fyrir hús á góð- Hafnarstræti 18. Sími 1575. um stað í Reykjavík. Súr hvalur Nýreykt hangikjöt. Nýr mör. Nýtt dilkakjöt. Kjðtbúðin Herðubreið. Sokkabanda-belti, smá Og stór númer, einnig barna-boli, og smábarna vetlinga. Verslun Lilju Hjalta, Allftr muna A. S. I. | — Nei, herra minn, jeg get *ekki sagt að neitt sjerstakt hafi | komið fyrir mig á lífsleiðinni. I Lífið hefir gengið sinn vana ■ jafna gang fyrir mjer. K AIJPIÐ Stærsta og íjölbreyttasta blað landsins. Langbesta frjettablaðið Nýir kaupendur fái blaðið ókeypis til næstkom- andi mánaðamófa. - - - Hringið í síma 1600 «g’ gerist baupendur. > Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. FAXGIM FRA XOBOLSK. 44. ið væri víðast hvar dottið upp úr. de Richleau lækkaði ljósið og lýsti meðfram eftir gólfinu. Alt í einu kom hann auga á stærðar hermannastígvjel í skímunni af vasaljósinu. Hann slökti óðar á því og ýtti Símoni í áttina að glugganum. En það var um seinan. Milli tíu og tuttugu vasaljósker Iýstu í augu þeirra — þeir voru umkringdir. Hópur manna stóð í kringum þá. Enginn mælti orð, en allir miðuðu á þá skammbyssum. „Gott kvöld, mr, Aron“, sagði róleg og hæðnis- leg rödd. „Velkomnir til Romanovsk. Við höfum beðið hjer í marga daga eftir yður og vini yðar“. 1 birtunni sem lagði af ljóskertunum sá Simon stóran, rauðan hausinn á Leshkin fulltrúa, og fölt og illmannlegt andlit hans. SEXTÁNDI KAPÍTULI. I myrkrahöllinni. Leshkin hreytti út úr sjer skipun á rússnesku, og síðan var þrifið í þá hertogann og Símon og farið með þá þvert yfir salinn, gegnum dimm göng inn í minna herbergi. Þar var kveikt á ljóskerum, og þeir sáu að þar var eitt trjeborð og nokkrir sápukassar. Leshkin settist við annan borðendann og gaf aðra stutta skipun. Nokkrir dátar leituðu þá á föngunum, en fundu ekkert annað en hníf hertogans, sem hann hafði stungið njósnarann með. Síðan fóru þeir allir út, nema einn risavaxinn Mongóli. Hann stóð á bak við fangana og hallaði sjer upp að veggnum ófrýnilegur ásýndum. Hann var illilegur og heimskulegur á svip, með skarð í vörina, og skein í ógeðslega, gula tannbrodda. Fulltrúinn kom rjett strax aftur og lagði skamm- byssu sína á borðið fyrir framan sig. Hann kipr- aði augun vonskulega saman og horfði á þá til skiftis. Loks sneri hann sjer að Simoni. „Við höfum hist áður í London — síðan í Moskva — og nú í Romanovsk — er ekki svo, mr. Aron?“ Simon kinkaði kolli. „Það gleður mig, að hitta yður hjer í Roman- ovsk, mr. Aron, — nú fæ jeg tækifæri til þess að skemta yður á mína vísu, og sú hefir lengi verið ósk mín“. Ilskan urraði í rödd Leshkins. „Jeg þakka hugulsemina“, mælti Simon kurteis- lega. „Ekkert að þakka“, sagði fulltrúinn fólskulega. „Jeg skulda yður heilmikið fyrir alla hugulsem- ina við Valeria Petrovna. En jeg skal borga það — með ósvikinni kænsku á Rússa vísu“. „Jeg hjelt að Rússar borguðu ekkert eftir bylt- inguna“, tautaði Simon. „Hægan, hægan“, hvæsti fulltrúinn æstur. „Þjer kallið yður Richwater“, sagði hann og sneri sjer að hertoganum. „Ó-já“; svaraði de Ricleau, „það getið þjer sjeð á vegabrjefi mínu“. „Vegabrjefið er rangt. Þjer eruð þektur í Lond- on — í Curzonstreet, og í Mansoleum-blúbbnum, er það ekki rjett?“ Hertoginn brosti. „Þjer eruð svei mjer fróður um mína hagi. Jeg óska ekki ávalt að nota titil minn, og það er líklega einkamál, þó jeg þýði nafn mitt stundum á ensku. En jeg geri ráð fyrir að þjer vitið, að jeg er Richleau hertogi". „Borgari“, urraði í Leshkin. de Richleau lyfti brúnum og brosti. „Þjer eruð vissulega dásamlegur, herra fulltrúi. Margt hefi jeg verið kallaður af vinum og óvinum. En þjer eruð sá fyrsti, sem kallið mig borgara!“ „Þjer eruð fæddur óvinur verkamannanna — það nægir“. v Leshkin hallaði sjer aftur á bak í sætinu, kveikti sjer í vindling og glápti á þá. Alt í einu sagði hann: „Hvað hafið þið gert af vini ykkar, Ame- ríkumanninum “ Hertoginn og Simon urðu báðir hissa á svip. „Verið þið ekki með nein látalæti, eins og þið vitið ekki við hvað jeg á“. Rússinn var kaldrana- legur og rólegur. „Þið voruð að leita upplýsingar um manninn í Moskva. Jeg gaf ykkur sjálfur í skyn, að hann væri í fangelsinu í Tobolsk, gegnum Valeria Petrovna. Hann flýði úr fangelsinu í gær, og þið fóruð allir þrír saman á burt í sleða. Hvar er hann?“ „Sjáið þjer til“, sagði Simon, sem sá, að það þýddi ekkert að afneita Rex, þar eð Leshkin vissi svo vel til ferða þeirra. „van Ryn vildi fara með lestinni, en við vildum fara norðurleiðina, og því skildum við“. „Snemma í morgun — þegar við -— vorum búnir að missa sleðann okkar“. „Missa sleðann? Það var ágætt. En þið teljið ■ mjer ekki trú um að Ameríkaninn hafi hlaupið á brott, þegar hann átti eftir aðeins átján kílómetra að takmarkinu — Romanovsk“. „Annars væri hann líklega með okkur“. „Á jeg þá að skilja það svo, að hann hafi trúað ykkur fyrir leyndarmálinu?“ „Hvaða Ieyndarmáli?“ spurði Simon hikandi. „Þjer komið mjer til að hlæja mr. Aron“. Lesh- kin hló hrottalega. „Haldið þjer að jeg sje fíf 1 ?“ „Nei, það er fjarri mjer“, sagði Simon grafal- varlegur. „Hefi aldrei á æfi minni verið eins hissa“. Leshkin kinkaði kolli. „Jeg hefi fylgst með yður af miklum áhuga, síðan þjer fóruð frá Moskva, mr. Aron. Jeg vissi að van Ryn strauk og jeg vissi líka, þegar þið stáluð sleðanum. Það var því ekki ósennilegt að rekast á ykkur hjer. Jeg flaug frá Moskva til þess að hitta ykkur. Það er alt og sumt. Við skulum ekki vera með óþarfa hjal. Þið þekkið leyndarmálið, það er best, að þið segið mjer það sem fyrst“. Simon hristi höfuðið. „Jeg hefi ekki hugmynd' um, hvað þjer eruð að tala um“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.