Morgunblaðið - 22.09.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1935, Blaðsíða 4
4 HtíRtíUN BLaÐIÐ Balar, emailer., * til að baða í ungbörn, margar gerðir. Heimsins bestu Búsáhöld fást aðelns í Versl, Hamborg. Fje til slátrunar. Slátrun byrjar í sláturhúsi Garðars Gíslasonar við Skúlagötu, miðvikudaginn 25. sept. Verður þá og eftirleiðis tekið á móti clilkum til slátrunar, eftir samkomulagi. Vegna takmarkaðra aðstöðu er nauðsynlegt að þeir sem þap vilja slátra, gefi sig fram hið allra fyrsta, svo hægt sje að jafna fjenu á dagana. Kföl og slálur lil sölu. Frá 25. þ. m. verður selt úrvals dilkakjöt í heilum skrokkum og dilkaslátur í sláturhúsi Garðars Gíslasonar við Skúlagötu. Pantanir óskast gefnar sem fyrst og með fyrirvara. Nánari upplýsingar gefnar í síma 1500 og 1504. Miðbæjarskólinn. Jeg %erð til viðtals í kennarastofu skólans dagana 23.—28. sept., kl. 5—7 síðdegis, til að innrita í Miðbæjarskólann og Skildinganes- skóla, þau börn, sem ekki voru í þeim skólum síðastliðinn vetur og ekki tóku próf inn í þá í vor. Prófeikanir frá öðrum skólum leggist fram, ef til eru. Á sama tíma óska jeg að eiga tal við aðstandendur þeirra vænt- anlegra skólabarna, sem hugsa til að fá hjer í vetur undirbáning undir inntöku í Mentaskóla eða Verslunarskóla. Reykjavíkurbrjef. 21. sept. F iskverslunin. Fulltrúi norskra útgerðar- manna í Spáni, Axel Thingvold, segir svo frá, í viðtali við norska blaðið ,,Aftenposten“. Portúgalar auka mjög salt- fiskframleiðslu sína á síðari ár- um, enda nýtur útgerð þeirra mikils stuðnings frá ríkinu. — Verðlagsnefnd ákveður hve hátt verðið á að vera á fiski þeim, sem Portúgalar veiða sjálfir, og sjer þannig um, að útgerðin verði arðsöm. 1 fyrra framleiddu Portúgal- ar 6300 tonn af saltfiski. Þá gerðu þeir út 34 skip á veiðar. í ár hafa þeir fjölgað skipum sínum. Svo nú eru þau 46. Er búist við að veiðin verði um 9000 tonn. Spánverjar. Árið 1927 stofnuðu Spán- verjar öflugt togaraútgerðar- fjeiag í Pasajes. Fjelag þetta hefir nú 2 mjög vandaða ný- tísku togara. í ár ætla þeir að smíða tvo stóm togara í við- bót. í fyrra veiddu Spánverjar 10 þús. tonn af fiski. — Útgerð þeirra fær ákaflega mikla stoð í því, að fiskur sá, sem þeir veiða er tollfrjáls. Munar það 60 pesetum á 100 kílóum fiskjar. Nú er verið að stofna út- gerðarfjelög á Spáni. En þó svo sje, bætir Thingvold við, eiga þeir langt í land að geta veitt allan þann fisk, sem þeir þurfa. Því árlega eru notuð 70 —80 þús. tonn af saltfiski á Spáni. Kjarnfóðurbannið. Ný árás er í aðsigi hjá stjórn- arliðinu gegn bændum í ná- grenni Reykjavíkur. Bannaður h'efir verið allur innflutningur á kjamfóðri. Skólastjórinn. Símaskráin 1936. Vegna undirbúnings Símaskrár, fyrir næsta ár, eru síma- notendur beðnir að senda ritstjóra Símaskrárinnar, skrif- lega breytingar og leiðrjettingar við stafrofsskrána og atvinnuskrána, fyrir 1. október n. k. Ól. Kvaran. Fasteigoasalan, Aðalstræti 8, inngangur frá Bröttugötu, hefir jafnan td sölu f jölda fasteigna, þar á meðal nokkur hiis með lausum íbúðum 1. október, ef samið er strax. T. d.: 1. Nýtísku steinhús, tvær jafnar íbíiir, báðar lausar. 2. Jámvarið timburhús, ein íbúð laus, útborgun 3 þúsund krónur. 3. Steinsteypuhús með fjórum íbúðum, ein íbúð laus. 4. Eiribýlishús í Skerjafirði, útborgun 2 þúsund krónur. 5. Verslunarhús, ágæt nýtísku sölubúð, — í Vesturbænum. 6. Járnvarið timburhús með viðbygðri steinbyggingu, útborgun S þúsund krónur. 7. Nýlegt, mjög snoturt, járnvarið timburhús í Hafnarfirði. Væg út- borgun, hagkvæm greiðslukjör, og fleira. Spyrjist fyrir sem fyrst- Annast eignaskifti, Hús og aðrar fasteignir teknar í umboðssölu. Helgi Svelnsson. Viðtalstími kl. 11—12 og 5—7. Símar: 4180 og 3518 (heima). Nú er það vitað, að mjólkur- framleiðsla á nýrækt hjer um slóðir byggist að miklu leyti á nýrækt og kjarnfóðurgjöf. Að ómögulegt er, að fá mjólkur- kýr í fulla nythæð, og fá af þeim fult gagn með nýræktar- fóðri, nema kjarnfóður komi til uppbótar. Er þetta svo al- kunnugt mál, að eigi þarf orð- um að að eyða. Enda er það fullkomin und- antekning í mjólkurframleiðslu sem átt hefir sjer stað hjer á landi, að mjólkurkýr sjeu fóðr- aðar á heyi einvörðungu. Sú undantekning hefir getað átt sjer stað af því að heyið hefir verið hin smágerða taða af gam alræktuðum túnum. Þegar búskaparlaginu er areytt í nýtísku horf, sem hjer í nágrenni höfuðstaðarins, verð- ur kjarnfóðrið nauðsyn. Sveinbjörn Högnason. Heyrst hefir, að innflutnings nefnd hafi leitað álits Svein- jjarnar Högnasonar prests að Breiðabólstað, um það hvort leyfa skuli kjarnfóður inn í landið, og hann hafi lagt á móti því. Þó skepnumeðferð og mjólk- urframleiðsla, rekin á vísinda- legum grundvelli sje hebreska hrein fyrir prestinn, þá er við- Sunnudaginn 22. sept. 1935. búið, að hann hafi fengið nasa, sjón af því, að hjer sje enn reynt að gera bændum vestan Hellisheiðar bölvun, má geta nærri að hann sje ekki seinn á sjer að renna á það lagið og reyna að koma því illvirki til leiðar. En óneitanlega er stjórn landbúnaðarmála orðin all-af- káraleg, þegar þeir, sem með völdin fara, þykjast þurfa að leita ráða um fóðrun mjólk- urkúa til sr. Sveinbjarnar á Breiðabólstað. Skjálfandafljótsbrú. 1 sumar hefir verið bygð brú á Skjálfandafljót. Kostn- aður 90—100 þúsundir króna. Hin nýja brú er undan Skriðu- hverfi. Fjarlægðin frá aðal- brúnni á þjóðveginum og að hinni nýju brú eru 15—20 kíló- metrar. Fjárveiting til brúargerðar þessarar er ekki á fjárlögum. En sýslufundargerð frá aðal- fundi sýslunefndar Suður-þing- eyinga gefur manni hugmynd um hvernig því er varið. Einkennileg lántaka. Þar stendur svo: „Samkvæmt símskeyti frá formanni fjárveitinganefndar Alþingis frá 10. apríl um lán til brúar á Skjálfandafljót und- an Skriðuhverfi, gefur sýslu- nefndin oddvita sínum framselj anlegt umboð til þess að taka fyrir hönd sýslusjóðs Suður- þingeyinga alt að 90 þúsund kr. til nefndrar brúarbyggingar, ef hentugt lán fæst, með við- unandi kjörum. Lánið má þó því aðeins taka, eða umboð framselja, að fyrir liggi hjá oddvita sýslunefndar- innar yfirlýsing ríkisstjórnar- innar um það, að kostnaður við lántöku þessa greiðist að öllu leyti úr ríkissjóði, og að hann annist að afborganir og vaxta- greiðslur af láninu, sýslusjóðn- um að kostnaðarlausu, svo og að yfirlýst sje, af ríkisstjórn- inni, að brúarbyggingin fari fram eingöngu á ábyrgð ríkis- sjóðs, svo sem á þjóðvegi". Undantekningin. Hjer hefir ríkisstjórnin þá í raun og veru tekið lánið til brúargerðarinnar, þó önnur þjóðþrifafyrirtæki verði ekki slíks aðnjótandi nú á tímum. Spurningin er þá þessi, hvort hjer hafi verið um að ræða brýnni nauðsyn en á öðrum framkvæmdum. Bændum í Köldukinn er hag- ræði að brúnni. Og vinnulaun hafa margir fengið við brúai'- smíðina. Fyrir þá menn hefir brúargerðin orðið atvinnubót í ár. En manni verður á að spyrja: Skyldi ekki hafa verið hægt að leggja 90 þús. krónur í Köldu- kinnar jarðir, svo fje það gæfi af sjer meiri og varánlegri arð en brú þessi? gott kaffi. Þjei drekkið kaffi daglega, oft A dag. Veljið því tegund, sera veitir yður daglega ónægju. „ARÓMA“ ei blandað úi sjerstak- lega góðum kaffitegundum. Þess er vandiega gaett. að það komist til yðar ný-brent og malað. Biðjið ekki um brent og malað „kaffi", heldur „ARÓMA" kaffi. ARÓ KAFFI Silkikjólaefni, Ullarkfólaefni, Pey»nr, Sokkar, og’ margt fleftra, Veisi.Vik. Laugaveg 52. Sími 4485. Blek og penal óþartt er, „ERIKA“ betur reynlst tnjer. Fegnrst — sterknst — bart! SporlvöruhÚN Reyfttjavfkur. Þingið. Á miðvikudaginn á fjárveit- inganefnd að koma saman til að undirbúa fjárlagafrumvarp- ið fyrir næsta ár. Er nú að sjá hvaða áhrif biðin frá í vor hefir haft á stjómarliðið. Þá þótti því ekki fært að afgreiða fjárlög fyrir 1936, svo snemma á ári. Sjá þurfti fyrst hvað sumarið bæri í skauti sínu. Haft er eftir stjórnarsinnúm, sem híbýlakunnugir eru á stjórn arheimilinu, að þeir vonist eftir því, að íslenska ríkið getið stað- ið við skuldbindingar sínar fram yfir áramótin næstu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.