Morgunblaðið - 06.10.1935, Blaðsíða 2
2
.dUKGUNBLAÐlÐ
Sunnudagiim 6. okt. 1935,
$HorgssÉ£Jíyéi&
Vtget.: H.f. Árvakur, Reykjaylk.
Rltatjörar: Jön KJartanason,
Valtýr Stefánsson.
Rltstjörn og afgreiBula:
Aasturstrœti 8. — Sirni t(0t.
Auklýsipgastjörl: E. Hafberg.
Au.lýsingaskrlfatofa:
Austurstrœti 17. — Slasl 0700.
Halaoaalmar:
Jön KJartanaaon, nr. S74Z.
Valtýr Stefánsson, nr. 4230.
Árni Óla, nr. 8046.
B. Hafberg, nr. 8770.
Áskriftagjald: kr. 8.00 á mfnuB'
I íausasölu: 10 aura elntaklð.
20 aura meB Leabök.
Atvinna og brauð.
Fyrir 1ári síðan tilkyntu
sósíalistar þjóðinni að þeir
mundu sjá svo um, að allir sem
vildu vinna skyldu fá atvinnu,
svo framarlega, sem þeir, sósí-
alistar, kæmust til valda.
Ýmsir atvinnulitlir menn
trúðu á þetta loforð, og stuðl-
uðu að því, að sósíalistar kæm-
ust í valdasess.
Þeir hafa að vísu ekki nema
einn ráðherra 1 stjórn af tveim.
En þó hjáleiguflokkur sósíal-
ista, Framsóknarmenn, hafi
meirihluta í stjórninn, þá rýrir
það ekki vald sósíalistanna, síð-
an undirlægjuháttur hjáleigu-
flokksins er svo mikill orðinn,
sem raun er á orðin.
Fyrir nokkrum dögum lýsti
Alþýðublaðið yfir því, að
aldrei hefði atvinnuleysið verið
eins mikið og það er nú.
Er þá með skýlausum orðum
sósíalista sjálfra úr því skorið,
hvernig þeim hefir tekist að
uppfylla þetta aðal kosninga-
loforð sitt.
Þeim hefir ekki tekist að út-
vega þeim vinnu, sem vilja
vinna, þeim hefir ekki einu
sinni tekist að halda við sömu
atvinnuháttum og áður voru. —
En blöð sósíalista halda á-
fram uppteknum hætti, að
heimta atvinnu handa öllum,
sem vilja vinna. Atvinnu og
brauð handa öllum. Það er
þeirra vígorð.
Ef þessar kröfur væru bom-
ar fram í fullri alvöru, og með
skynsamlegum rökum, teknum
af reynslu síðasta árs, ættu blöð
sósíalista að viðurkenna um leið
að best færi á því, að skift væri
hjer um stjómarhætti, sú
stj'órn, sem minkað hefir at-
vijijiuna í landinu, gert verka-
fólki erfiðara fyrir, hún ætti
a^ hverfa, og aðrir að taka við.
Þetta því fremur, sem öllum
hlýtur að vera það ljóst, sem
hafa opin augun, að atvinnu-
ástandiþ, í landinu fer versn-
andi, eftir því sem núverandi
stjórnarstefna fær lengur að
vera ráðandi.
Hækkandi álögur, sívax-
andi skattar, versnandi mögu-
leikar til þess að avtinnuvegir
þjóðarinnar geti borið sig, alt
þetta hlýtur að verða til þess,
að atvinnan minkar í landinu.
En þesgi augljósu sannindi
vill núverandi landsstjóra ekki
viðurkenna. Og meðan slíkt
skilningsleysi ríkir, eða hirðu-
leysi um hag einstaklinga, 0g
þjóðar, er við engu öðru að bú-
ast en ástandið versni.
Engar refsiaðgeröir sam-
þyktar i Genf i gær: Blóð-
baðið i Abyssiniu beldnr
áfram: Adua á raldi ítala.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
Skeyti frá Addis Abeba til Deut-
cihes Nachrichten Biiro hermir að
ítalir hafi náð Adua á sitt vald
í dag eftir blóðuga orustu.
Italir hófu nýja sókn á Adua snemma í morg-
un. Um afturelding voru þeir komnir svo nálægt
borginni, að íbúar Adua sáu þá tilsýndar vera
að rannsaka skriðdreka sína við vasalampa ljós.
Italir sækja fram með öllum ægilegustu
hernaðartækjum, sem mannsandinn hefir fund-
ið upp.
Á undan fótgönguliðinu fara skriðdrekar,
brynvarðar bifreiðar og flugvjelar, sem varpa
sprengjum yfir Abyssiníumenn varnarlausa.
Abyssiníumenn verjast af mikilli hreysti, en
af loftárásunum hafa þeir þó hinn mesta
geig. Gera þær þá deiga, enda hafa þeir eng-
in vopn til að verjast þeim.
Abyssiníumenn hafa tekið upp það herbragð
að hefja harða sókn á víð og dreif í skjóli nátt-
myrkursins.
Á daginn veitir þeim miður, er Italir geta
komið við hernaðartækjum sínum.
Mannfall var mikið á báða bóga í orustunni
um Adua. Talið, að í gær hafi fallið 400 manna
af hálfu ítala, en 5 þúsund Abyssiníumenn voru
fallnir áður en orustur hófust í morgun.
Nú þegar Adua er fallin, er búist við að aðal-
herstyrkur Abyssiníumanna hörfi undan upp
í háfjöllin, 60 kílómetra suður af Adua. Eru
þar hrikaleg f jöll og torsótt.
Á austur vígstöðvunum við Danakil, voruháð-
ar mannskæðar orustur í nótt.
Talið er að þar hafi fallið 700 ítalir og 1300
Abyssiníumenn.
Italir hófu í morgun harða loftárás á þorpið
Dessie, 325 km. suður af Addis Abeba, þar sem
abyssinski krónprinsinn hefir aðal-bækistöðvar
sínar. Ókunnugt er um manntjón.
Á suðurvígstöðvunum heldur her Itala á-
fram sókn sinni, yfir eyðimörkina til Harar.
Hafa þeir náð á sitt vald borginni Dolo, sem
er skamt frá landamærum ítalska Somalilands.
Abyssiníumenn verjast hraustlega. Berjast
í smáhópum. Hafa Italir beðið þarna all-mikið
tjón.
Haile Selassie, keisari, hefir ákveðið að fara
sjálfur til herstöðvanna á morgun.
Keisarinn hefir fyrirskipað cillum úf-
lendingum að fara burt úr Addis Abeba.
!
AlþýSufólk í Abyssiníu flytur korn til kornhlöðu, sem grafin hefir
veriö í jörS. En þar eru geymdar kornbirgðir, sem gripið er til
í ófriði.
Þjóðabandalagsþicigið kemuc
saman á miðvikudag: Engar
ákvarðanir ixm refsíaðgerð-
Ir teknar fyr en þá!
Ráð þjóðabandalagsþwgsins
kom saman í morgun til þess
að ræða skýrslu 13 manna
nefndarinnar.
Fullyrt er, að skýrslan
hafni ákæru Mussolini og
taki það fram, að Abyss-
inía hafi gegnt skyldum
sínum við Þjóðabanda-
lagið.
Búist er við, að Aloisi
barón muni halda því
fram, að Abyssiníu-
menn eigi sök á að stríð-
ið braust út!
Ákveðið var í Genf í gær,
að kalla saman þing Þjóða-
bandalagsins á miðvikudag.
Á þinginu verður tek-
in ákvörðun um reísiað-
gerðir gegn Itölum. —
Neitun um lán, bann
á ítalskan útflutning,
og þrefaldirtaxtarfyrir
; herskip, sem fara
| um Suez-skurð!
Fullyrt er, að Englend-
ingar muni leggja til, að
beitt verði fyrst um sinn
þessum reísiaðgerðum:
1. ítölum verði hafn-
að um öll lán.
2. Aðflutningsbannið
á vopnum til Abyssiníu
verði upphafið.
3. Bann á innflutning
á vörum frá Italíu.