Morgunblaðið - 06.10.1935, Blaðsíða 5
'Suimudaginn 6. okt.1935.
MORGUNtíLAÐIÐ
5
Bræðurnir í Grashagá.
Fæsl i öllum bókaverslunum.
Næstu ðaga
verður slátrað hjá oss fje úr:
OraffnÍBigi, Laugardal,
Grímsnesi, Gnúpverjahreppi
■sog fleiri ágætum fjársveitum, og upp úr miðjum mán-
uði er aðal-sauðfjárslátruninni lokið að þessu sinni
Eru því síðustu forvöð fyrir þá, sem enn eiga eftir
að birgja sig upp með kjöt og slátur fyrir veturinn, að
gera það nú.
Spaðsöltum kjöt fyrir þá er þess óska.
Gjörið svo vel að senda oss pantanir yðar strax, og
yjer munum gera oss far um að afgreiða þær fljótt og vel.
Sláturfjelag Suðurlands.
Sími 1^49 (3 línur).
Elsku litli drengurinn okkar,
Runólfur Finnbogi,
• er andaðist 28. sept. verður jarðaður þriðjudaginn 8. okt. frá Bakka-
stíg 6, kl. 1 e. h.
Guðfinna Ármannsdóttir, Pjetur Runólfsson.
Jarðarför konunnar minnar,
Margrjetar Pálsdóttur,
fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 7. okt., og hefst með bæn
. á heimili mínu, Bræðraborgarstíg 23 A, jkl. 2 e. h.
Jón E. Jónsson.
Jarðarför
Friðriks Halldórssonar frá Miðhúsum,
8em andaðist 29. f. m., fer fram þriðjudaginn 8. þ. m., og hefst með
húskveðju frá Njálsgötu 31A, kl. 3 e. h.
Aðstandendur.
~Tu—■nnin iiiwnwimnnirnriiftniiniiwMi—wiwiiiiíiiiiiihmwhi i wih>i iiwMiiiiiniiMif'"11'— ■ "iinmimmm —11—1——mnw—uuw
Jarðarför
Gísla Lárussonar gullsmiðs
frá Stakliagerði 1 Vestmannaeyjum er ákveðin þriðjudaginn 8. þ. m.,
'kl. 2 síðd.
Aðstandendur.
Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og
jarðarför,
Jóns Sigurðssonar á Haukagili.
Aðstandendur.
■mvmkmmsmM
Hjartans þakkir vottum við öllum þeim, sem á einn eða annan
hátt auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför elsku litla
drengsins okkar,
Jóns Þorvalds.
Þórey og Jón Heiðberg.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu og hjálp við
fráfall og jarðarför litla drengsins okkar.
Ásta og Árni, Akurgerði.
E. Sæmundsen
fimtugur.
Á morgun á Einar E. Sæ-
mundsen fimtugsafmæli.
Ungur fór hann utan og nam
skógrækt, til þess að undirbúa
sig undir starf það, er hann
hafði valið sjer; að hlúa að
vanhirtum leifum hinna ís-
lensku frumskóga, og koma fót-
um undir nýrækt skóga vorra.
Að þessu starfi hefir hann
unnið síðan.
Að eðlisfari er Einar við-
kvæmur maður og tilfinninga-
ríkur, sem ekkert aumt má sjá.
Þess vegna var val hans eðli-
legt, er hann kaus sjer lífsstarf.
Því fátt er það, sem vekur meiri
meðaumkun en skógarleifar
landsins, í hugum þeirra manna
sem glögt auga hafa fyrir því,
er gerist og gerst hefir, í ríki
hinnar íslensku náttúru.
Liðnir eru um þrír áratugir
síðan Einar rjeðst í þjónustu
íslenskrar skógræktar. Á þess-
um árum hefir hann ferðast
mikið, og fengið náin kynni af
landinu og þjóðinni. Hvar, sem
hann hefir komið, á hinurti fjöl-
mörgu ferðum sínum, hefir
hann jafnan verið aufúsugestur,
glaðvær og fjelagslyndur.
Á þeim ferðum sínum hefir
hann ekki einasta aflað sjer
þekkingar á skógum landsins
og gróðurfyrirbrigðum. Hann
hefir og numið margt um lund-
arfar og einkenni íslenskrar al-
þýðu, ljóðaást hennar og hug-
arfar. Þannig hefir hann tengst
vináttuböndum jafnt við þjóð
sína og land sitt.
Vanheilsa hin síðari ár, hefiy
dregið úr starfskröftum Einars.
En margt á hann vafalaust eft-
ir óunnið, við aðalstarf sitt, og
við söfnun alþýðukveðskapar.
Nýlega hefir hann tekið að sjer
ritstjórn Dýraverndarans. í því
starfi hans koma hin sömu
lyndiseinkenni hans fram, sem
rjeðu því, að hann valdi sjer það
hlutverk að vernda íslenska
skóga, hlynna að þeim, sem
verða fyrir vanhirðu af skiln-
ingsskorti manna.
Einar á vini um alt land, sem
senda honum hlýjar óskir á
þessum tímamótum æfi hans.
Hjer er einn. Fp.
Dðmur!
Kvenkjólar allskonar og þá sjerstaklega samkvæmiskjóla
saumum við undirritaðar, eftir nýjustu erlendri tísku.
Yönduð vinna og fjölbreytt snið. Höfum unnið á 1. flokks
kjólaverkstæði í Kaupmannahöfn í mörg ár.
Ásta Þórðardóttir, Inga Þórðardóttir.
Yesturgötu 16.
NB. Fáum síman. 1374.
Fermiogarföt.
Nokkur sett eftir.
Einnig alt annað til fermingar.
Regnfrakkar
handa drengjum og unglingum, nokkur stykki eftir
góðir og ódýrir.
SokkabútHn.
Laugaveg 42.
Hnastl norskí banklnn
með skrifstofur í
Bergen, Oslo
og Haugesnnd
Stofnffe og varasjóðir
20.000.000 norskar krónur.
BERCENS PRIVATBANK
Ný bók.
Jón ófeigsson: Þýsk-íslensk orðabók, 944 bls.
í stóru broti.
Verð í ljereftsbandi kr. 25.00, í skinnb. kr. 29.00,
Fæst hjá bóksölum
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34,
Krystallsvörur.
Ekta krystallsvörur, sænskar, þýskar og tjekkneskar,
í miklu úrvali. Einnig Keramik, postulíns og plettvörur,
ágætt til brúðar- og tækifærisgjafa.
E. Einarison & B|ðrnsson,
Bankastræti 11.
Útvarpstruflanir. Útvarpsstjóri
hefir farið fram á, að bæjarsjóð-
ur eða Rafmagnsveitan taki nokk-
urn þátt í kostnaði við að senda
starfsmann Ríkisútvarpsins utan
til þess að nema nýjustu aðferðir
við leit að útvarpstruflunum. —
Bæjarráð taldi þetta vera verkefni
útvarpsins eingöngu og synjaði
beiðninni.
Kaffikvöld heldur Fjelag
ungra sjálfstæðismanna í
kvöld í Oddfellowhfisinu, kl. 9
síðdegis. Til skemtunar verður
m. a. píanósóló, söngur, ræðu-
höld og að lokum verður dans
stíginn.
E.s. Katla fór frá Almeria á
föstudag með ávaxtafarm til Eng-
lands.