Morgunblaðið - 08.10.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.10.1935, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 8. okt. 1935, MORGUNtíLAÐIÐ Kjötlögin og kjötverðlagsnefndin. Efllr Bjarna Sigurðsson, Vigur. Bændum hjer í hjeraðmu er minnisstætt þegar ríkisstjómin Jann 9. ágúst fyrra árs, gaf út bráðabirgðalögin um ráðstafanir til þess að greiða fyrir viðskift- nm með sláturfjárafurðir og ákvað verðlag á þeim. Bændum var það ljóst, að með lögum þess- imi voru þeir sviftir umráðarjetti yfir eigin eign, jafnframt og fullvíst var strax að lögin, eins og þau voru, myndu baka mörg- Mm þeirra beint fjárhagslegt tjón. Sláturtíðin hófst með öllum þeim margvíslegu erfiðléikum er benni fyigja fyrir fjölda bænda þessa hjeraðs, þar eð aðalmark- aðurinn fyi'ir kjötið er á Isa- firði, en þangað um langa og oft torsótta leið að fara yfir sjó. Engum var nxi leyfilegt, sam- kvæmt lögum þessum að slátra sauðfje til sölu nje versla með kjöt af því í heildsölu án leyfis kjötverðlagsnefndar, og jeyfi þetta mátti ekki veita nema lög- -skráðum samvinnufjelögum og öðrum verslunum, sem árið 1933 áttu eða starfræktu sláturhús, sem fullnægðu ákvæðum laga um kjötmat, og fl. frá 19. júní 1933. Öll heimaslátrun var bönnuð, nema á fje því, sem bændur lögðu til heimila sinna. Sem sagt, með lögunum var dauðadæmd öll frjáls sala og kaup á kjöti manna á millum. Leiddi þetta til þess að fjöldi bænda hjer í hjeraðinu leitaði, á is.1. hausti á náðir kjötverðlags- nefndar oghað um leyfi til heima- slátrunar, en öllum þeim, sem örðugast var fyrir, var synjað um leyfi og hótað sektnm ef út af væri brugðið, eins og lögin á- kveða. Hinsvegar veit jeg ekki betur en að í sjávarþorpunum hjer við Djúpið og nágrenni þeirra hafi farið fram átölulaust, slátrun á sauðfje utan sláturhúss, sam- kvæmt fengnu leyfi kjötverðlags- nefndar, enda engin löggilt slát- urhús þar til svo jeg viti. Voru sumir bændur þannig þvingaðir með lögum þessúm til þess að taka á sig fyrirsjáanlegt tjón, sem að sláturtíðinni liðinni var nú öllum ljósara hve mikið var, enda æði tilfinnanlegt mörg- um hverjum. Þó voru þeir bændur til hjer, sem sintu ekkert lögum þessum, en fóru frjálsir ferða sinna með sláturfjárafurðir sínar eftir sem áður. Sumir þeirra bænda eru ef til vill ánægðir með kjötsölulögin, svo heilbrigt sem það nxi er. Fyrsta sinni í búskapnum varð jeg á síðastliðnu hausti að flytja fje mit't lifandi til ísafjarðar til slátrunar þar, og hefi jeg í blaði þessu, þann 15. nóv. f .árs slcýrt frá hvern skaða jeg beið vegna nefndra laga á fyrsta ári, jafn- framt og jeg þar sýndi fram á hvern kostnað og óþægindi það hefir í för með sjer fyrir fjölda bænda í þessu hjeraði, að þurfa að flytja alt fje lifandi til Isa- fjarðar til slátrunar þar, þar eð engin sláturhús eru í allflestum hreppunum. Enginn af formælendum nefndra laga hefir treyst sjer til að lxrekja eða vjefengja neitt af því sem í grein minni stóð, enda var það ekki hægt. Otal margir aðiúr en jeg hafa orðið til þess að benda á live sjerstaklega bændur einmitt hjer í Norðui'-Isafjarðarsýslu yrðu hart úti vegna þessara laga, sakir erfiðra samgangna og annara á- stæðna. TJmkvartanir þessar og bendingar, hafa máske meðal ann- ars orðið til þess að á Alþingí síðastliðið haust, var bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar, sem lögð voru fyrir þingið, breitt á þann veg, að kjötverðlagsnefnd nú hefir samkvæmt lögum nr. 2, 9. jan. 1935 (sjá Stjórnartíðindi 1935 A 1) vald til þess að leyfa undanþágu frá því að flytja fje til sláturhúss og leyfa heima- slátrun. í 3. grein þessai'a laga stend- ur meðal annars: „Einnig er heimilt að veita sláturleyfi þeim einstaklingum, er vegna sjer- stakra staðhátta eiga svo örðugt um rekstra eða flutning fjárins til sláturhúss, að illfært sje að dómi nefndarinnar". Það má fullyrða að þessi breyt- ing á lögunum, náði fram að ganga á Alþingi, einmitt með til- liti til öi’ðugleika þeirra, sem margur bóndinn hjer í hjeraðinu á við að búa í þessu efni, og af fenginni reynslu laganna á síð- asta hausti. Eftir að þessi breyting á bráða- birgðalögunum var fengin, varð það til þess að fjöldi bænda hjer leit ekki með jafn miklum kvíða fram á sláturtíðina og afkomu sína á komandi liausti, eins og áður, en bjuggúst nú við að leyfi kjötverðlagsnefndar væri auð- fengið, og- að þeir eins og áður, í friði, mættu njóta sem best sinna eigin afurða. | Bændxxr bjuggust við að mega sjálfir njóta eigin vinnu sinnar við að slátra kindum sínum, án þess að vera kúgaðir til þess að snara út ærnu fje þar fyrir, eins og á síðastliðnu hausti . ! Þeir ætluðu, að kjötverðlags- jnefnd skyldi nú hlutverk sitt með liliðsjón af lagabreytingunni og kynnu að meta þá örðugleika, sem á hafði verið bent, að fjöldi bænda hjer ætti við að búa hvað snerti f járflutninga hjer um Djiipið haustmánuðina. En í þessum efnum eru nú bæði jeg og aðrir bændur hjeraðsins greinilega vonsviknir. Jeg býst nú við því, að allir, sem til þekkja, geti skilið, að eyjabúskapnum hjer við Djúpið fylgja margir þeir örðugleikar, sem komist verður hjá fyrir þann sem á fastalandinu býr. Tvisvar á ári, vor og haust, verðum vjer eyjaskeggjar að ferja svo að segja alt okkar sauð- fje fram og til baka milli lands og eyja. Þráfaldlega kemur það fyrir að haustinu, veðurs vegna, að ekki er fært að ná fjenu út í eyjamar. Síðast á síðastliðnu haixsti, t. d., leið fast að vikutínxa þar til fært var að ná í fje mitt xir landi, sem jeg varð þar að lialda vörð xxm að deginum, en loka inni í þj-öngri girðingu að nóttunni. Veður var hið verstá alla þessa daga, norð- angarður með hreggi, sem jeg er sannfærður um að olli því að bráðapest, sem aldrei hefir gert mjer óskunda í bxiskapnum, drap fyrir mjer 14 kindur. Öllu slíku umstangi og fyi’irhöfn, sem jeg nú hefi lýst, fylgir ærinn kostn- aður, sem landbændur vita ekki livað er. Til viðbótar þessum kostnaði, en til þess að fullnægja kjötsölu- lögunum og valdboði kjötverð- lagsnefndar, þui'fum vjer éyja- bændur svo að flytja fje okkar lifandi á sláturstað ekki úm skemri leið en alla leið til ísa- fjarðar. Að þessu öllu athuguðu töldum vjer að naumast kæmi til mála að kjötverðlagsnefnd neitaði okkur xxm leyfi til heimaslátmnar, með tilliti til bréytinga þeirra *á bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar, sem fyr er getið. Þetta héfir þá sú vísa!! kjöt- verðlagsnefnd gjört. Þann 26. jiilí s .1. skrifaði jeg kjötverðlagsnefndinni og bað um leyfi til heimaslátrunar. Erindi mitt sendi jeg fyrver- andi form. kjötverðlagsnefndar, Jóni ívai’ssyni, þar eð jeg bax ólíkt meira traust til hans í þess- um efnuxn ,heldur en til fyrver- andi varaformanns nefndarinnar sem jeg áður hafði haft nokkui skifti við. Svo að segja um hæl, barsl mjer kurteislégt svar frá Jóni þess efnis, að hans starfi væri nií lokið í nefndinni, og þar af leíð- andi gæti hann mjer engin svöi gefið, önnur en þau, að nefndir mundi irnian skamms svara er indi mínu. Síðar var rnjer kunnugt að Páli Zophóníasson búnaðarráðunaut- ur!!, sem flestir bændur fara ní að kannast við, væri orðinn for maður nefndarinnar. Með því að sláturtíð nálgaðisl nú óðum, en jeg þann 16. þ. m. enn hafði ekkert svar fengið frí nefndinni við beiðni minni, þí bað jeg um Pál í síma til viðtalf nefndan dag. Skýrði hann mjei þá frá því, að beiðni minni vær synjað. Röskan hálfan annan mánu? tók það nefndina að afgreiðí beiðni mína á þennan veg. Jeg efa ekki að kjötverðlags nefnd hefir engan rjett til þess a< breyta þannig í bága við kjöt sölulögin eins og þau nú eru o< voru afgréidd frá Alþingi á síð astliðnu hausti. Eins og jeg efí heldur ekki að allir sanngjarni: menn munu líta svo á að þess synjun nefndarinnar sje bæð hlutdræg og ranglát, bæði gagn vart mjer og öðrum bændun hjer í sýslunni. Svo ranglát a< óviðunandi er. Má glögt af þessu framferð nefndarinnar sjá, það einræði sem leigðir vikapiltar ríkisstjóm- arinnar hafa í frammi, jafnvel gagnstætt settum lögum og regl- um. Enda þótt ríkisstjórnin keppi að því marki með kjötsölulögun- um að treysta kaupfjelögin fjár- hagslega og koma allri verslun bænda undir þau, þá mun fjarri xví fara, að þeir, sem unnu að xví að undirbúa þessa löggjöf, hafi ætlast til þess að lögin yrðu til þess að ganga svo að segja milli bols og höfuðs á fjölda bænda, eins og raun ber vitni um, eftir þann stutta tíma ,sem lögin hafa verið í gildi. Eins og hitt er líka fjarri anda laganna, eins og þau eru nú, að kúga þá sem erfiðasta eiga aðstöðuna, til þess að láta af hendi afurðir sínar sjer til stór- skaða, en þannig er lögum þess- um beitt gagnvart mörgum bænd- um þessa hjeraðs, með því að svifta þá þeim rjetti, sem þeir eiga heimting á og lögin ber- sýnilega ætlast til að þeim sje gefinn. Væri fróðlegt að heyra frá kjötverðlagsnefnd hvar það er á landinu sem bændur eiga örðugri aðstöðu í þessum efnum en vjer Norður-ísfirðingar margir hverj- ir. Það verður ekki með rökum móti því mælt, að kjötsölulögin í framkvæmdinni hafa þegar stór- skaðað fjölda bænda hjer í hjer- aðinu, og eiga eftir að gjöra það betur, verði þeim beitt eins og verið hefir. Það er vitanlegt, að neysla kjöts á ísafirði, aðalmarkaðs- staðnum hjer, hefir minkað og mun stórurn minka frá því sem áður var, verði sömu leiðir farn- ar af kjötverðlagsnefnd. Allur sá kostnaður, sem að ó- þörfu er hlaðið á þessa aðal- framleiðsluvöru bænda, kjötið, með þessu skipulagsfálmi ríkis-. stjómarinnar, orsakar það, að kjötið er orðið svo dýrt, að allur þorri almennings hefir engin efni á að kaupa það, á kreppu og þrengingartímum, og verður því að neita sjér um þessa nauðsyn- legu fæðutegund. Aður en kjötsölulögin voru til, var það svo hjer ,að hjeraðið gjörði ekki meira en fullnægja kjötþörf ísafjarðarkaupstaðar og sjávarþorpanna hjer við Djúpið. Pjöldi bænda sá hjer hag í því að byrja að selja nokkuð af fje sínu til ísafjarðar í byrjun ágúst- mánaðar og jafnvel fyr, þar eð mun hærra verð fekst þá fyrir kjötið. Var þetta til þess að mun minna af kjöti barst á haustmark- aðinn í sláturtíðinni, sem orsakaði svo aftur hærra og stöðugra verð á hjötinu þann tíma . Þessum sumarmarkaði hefir nú eins og allir vita, verið lokað fyr- ir bændum, þeim til stórtjóns. Bændur, sem vildu, og þurftu að selja kjöt til ísafj. á yfir- standandi sumri til þess að fá upp í nauðsynlegustu þarfir sín- ar var bannað það, þar til kaup- fjelagi vérkamanna á ísafirði þóknaðist að veita leyfi til þess. Sem sje, hagur bændanna varð að þoka fyrir hagsmunum annara, sem ætlað er fyrst og fremst að njóta góðs af kjötsölulögunum. Þetta og annað þvílíkt er svo kallað að greiða fyrir viðskiftum ______________________ 5 1 bænda með sláturfjárafurðir!! Það er vitanlegt, enda til þess tekið nú á seinni árum, hve langt Alþingi með löggjöf sinni gengur í því að takmarka einstaklings* frelsi manna ,og þröngva kosti þeirra er enn hafa þá viðleitni til sjálfsbjargar. Svo langt er nú þegar gengið í þessu efni, að öllum greindum og gætnum mönnum hlýtur að ofbjóða. Á sama tíma og löggjöfin þyk- ist þó vera að smíða lög til þess að ljetta undir erfiðri afkomu bænda í landinu, sem sannarlega væri þörf, þá eru nokkrir þeirra teknir fyrir og kúgaðir efnalega og það í bága við gildandi lög. Annars verð jeg nú að segja það, að enn hefi jeg ekki eygt þá miklu hjálp, sem bændum lands- ins yfirleitt átti að veitast með kjötsölulögunum. Hitt er mjer og fleirum aug- ljóst fyrir löngu, að jötuböm stjðrnariiðsins þrífast mæta vél á verðhækkun kjötsins frá því sem áður var. 1 Jeg hefi með línurn þessum vilj- að sína fram á þá ósanngirni og ranglæti, sem kjötverðlagsneínd hefir í frammi við okkur marga bændur hjér í Norður-fsafjarð- arsýslu. Jeg efa ekki að þetta framferði nefndarinnar er áframhald af pólitísbum hefndum þeim, er á Norður-lsfirðinga hafa dunið síð- an síðustu alþingiskosningar voru kunnar hjer í kjördæminu. Áður en jeg legg þó frá mjer pennann, get. jeg ekki látið hjá líða að ávarpa formann kjötverð- lagsnefndar, Pál. Zophóníasson, til viðbótar því sém okkur fór í mill- um í símtali þann 16. þ. m. Þú manst, það víst, Páll, hvem- ig stóð í þjer þegar j< g spurði þig að hversvegna kjötverðlags- nefnd synjaði mjer ®m slátur- leyfi. Þú treystir þjer aldrei, þessi tvö viðtalsbil, sem jeg talaði við þig, til þess að segja mjer hvers vegna nefndin og þú, synj- aðir mjer um leyfið. Var það ef til vill af því, að þjer hafi fundist með sjálfum þjer a.ð þú værir að bregðast í vinnumannsstöðunni mjer og öðr- um bændum hjer við Djúp og raunar víðar, með því að neita mjer um þetta leyfi og • þar með baka mjer fjárhagslegt tjón og margvíslega fyrirhöfn ? Jeg veit að þú manst, þegar þú á seinasta vori í 17. tölublaði „Tímans“ bauðst okkur bændum: „Gleðilegt sumar, og gott starf og góðan árangur af því“. Þú sagðist, þá líka vera „vinnu- maður bændanna“. Jeg þykist vita að þú hugsir „gott til glóðarinnar“ þegar þú hirðir hlut þinn af fje því, sem þjer berst í hendur hjeðan úr hjeraðinu frá okkur bændum, vegna kjötsölulaganna, og að því leyti getur þú verið ánægður með „góðan árangur“ af starfi okkar bænda hjer við Djúp á þessu líðandi sumri. Hitt. mætti þjer líka vera ljóst, að árangur starfs og strits fyr- ir okkur sjálfa batnar ekki fyrir aðgjörðir þínar, sem form. kjöt- verðlagsnefndar. Nei, Páll, svona „vinnumann" eins og þig get jeg ékki skilið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.