Morgunblaðið - 08.10.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.10.1935, Blaðsíða 7
Í^WdaginB 8. okt. 1935. MORGUNBIjAÐIÐ »Dettifosssc oUagskvöld (9. K^) vestur og norður. Aukahafnir: n°rðurleið: Þingeyri og ílateyri. suðurleið: Blönduós, vammstangi, Hólmavík og ^ykkishólmur. »Selfossu 5?. væntanlega á morgun tii teborg og KaupmJiafnar. xBrúarfoss" fer eftir miðja vikuna til ^ndon. Legubekkir mest úrvalið á Vatnsstíg 3. Súsgagnaverslun Reykjavíkur. hr og hjörtu, Nýr Mör, Nýtt Dilkakjöt, ár Borgarfirði. 'ln Herðubreið. _ ^rstræti 18. Sími 1675. i^.njavíkurbgej Uk; JdVlkurbæjar ^°r*i 1 (1. lofti). » ^lmannadeildin opin irá kl. 10—12 og 1—2. *-yennadeildin opin frá V«u»Uv • kK 2-5 e- h’ ei^endum og atvinnuumaækj- veitt öll aðstoð við ráðn- m&u án endurgjalds. kkrif. claessen iarj®ttannálaflutningsma8ur. st°fa; Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. ^axigur um austurdyr). 14*1» °e hreir pressa ^ lnsa föt yðar hjá ^ttsrn**1*®8811 Austurbæjar, ^clu eg 49. _ Sími 1379. Sækjum. ■efi Hái. altaf fyririiggja7iCjj hár yið ^ienskan búning. erð við allra hæfi. Goðafoss* ,Veg 5 Sími 3438 Slæmt veður hamlar síldveiði í Faxaflóa. Hin góða síldveiði, sem var hjer í Faxaflóa fyrir helgi, hefir nú stöðvast vegna óveðurs. Á sunnudag komu nokkrir bátar inn til verstöðvanna með síld, en afli var þá mjög misjafn lega mikill hjá skipunum, frá 8 til 70 tunnur. Á snnnudag gerði slæmt veður og fóru því engir bátar á sjó þá um kvöldið. í gær var suðvestan stormur og reru því heldur engir bátar þá. í Keflavík lágu í gær mörg skip og bíða þar til veður batnar. Dagbók. Veðrið (mánudag kl. 17): S- og SV*átt um alt laud. Skúrir á S- og V-landi, en hægviðri og bjartviðri norðaustan lands. Hiti 6—8 st. um alt land. Alldjúp lægð en nærri kyrstæð á milli Islands og Grr nlands. Á hafinu suðvestur af Reykjanesi er vindur hvass vestan. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- eða V-kaldi. Skúraveður. Betanía. Samkoma í kvöld kl. 8 y2 og á hverju kvöldi þessa viku. Ymsir ræðumenn. Allir vel- komnir. Sjómannakveðja. Lagðir af stað áleiðis til Þýskalands. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipverjar á Hannesi ráðherra. Bóksala Verslunarskólans verð- ur opin í dag kl. 5—7. Hafsteinn kom frá Englandi á sunnudagsmorgun. G.s. Island kom frá útiöndum á sunnudag og fer hjeðan í kvöld vestur og norður. Gyllir kom frá Þýskalindi á sunnudag. Gullfoss, togarinn, kom frá Englandi á sunnudag og fór á veiðar í gærmorgun. Tveir þýskir togarar komu hingað í gær. Hafði fario vír í skrúfuna hjá öðrum þeirra og þurfti að draga hann hingað. Baldvin Einarsson söðlasmið- ur, Grettisgötu 81, er sextugur í dag. Reknetabátar. Tveir norskir reknetabátar komu hingað í gær- morgun til að fá kol og vistir. Kvennaskólinn. Stúlkur þær, sem eiga að taka inntökupróf, komi til viðtals á morgun kl. 1 y^. Sömuleiðis stúlkur, sem ætla að stunda nám í fjórða bekk. Enskunámskeið í Háskólanum. verður haldið af Mr. G. F. Sellby, enska sendikennar- anum, og hefst 17. október. — Kenslan fer fram á ensku, og er ætluð fyrir þá, sem eitthvað kunna í málinu; sjerstök áhersla verður lögð á það, að forðast þær villur, hæði skriflegar og munnlegar, sem algengastar eru. Þeir, sem vilja taka þátt í nám- skeiðinu geta snúið sjer til The English Bookshop, Aust- urstræti 4, en þar fást nánari upplýsingar um námskeiðið. Matreiðslunámskeið byrjar ung- frú Soffía Skúladóttir, Bergstaða- stræti 9, hinn 10. þ. mán. Verður þar kend matreiðsla og fram- reiðsla ýmissa heitra og kaldra rjetta o. fl. Hjúskapur. Á laugardaginn var voru gefin saman hjá lögmanni Rut Guðmundsdóttir frá Helga- vatni og Halldór Þorsteinsson frá Óseyri. Mænusóttin. Um 40 menn hafa sýkst af henni 'á Akureyri síðan 20. ágúst. Þrír hafa dáið, en sex lamast nokkuð. Mænusóttin er nú komin til Húsavíkur og hafa 7 menn veikst og einn þeirra fengið lömun. Samkomur eru bannaðar þar og barnaskólinn verður ekki settur fyrst um siim. Gunnar Hansen, sem var leið- beinandi Leikfjelags Reykjavíkur í fyrra, hefir nú tekið við hinu nýja starfi sínu hjá leikhúsinu í Árósum. (Sendiherrafrjett). , Minning Knúts ríka. í tilefni af því að á þessu ári eru 900 ár lið- in síðan að Knútur ríki andaðist í Shaftesbury, fóru fjelagsmenn úr „Vikingeselskahet for Nordisk Forskning“ á sunnudaginn var til Shaftesbury og tók borgarstjór- inn á móti þeim. Meðal gestanna voru fulltrúar frá dönsku, norsku og sænsku sendiherrasveitunum í sóknarkirkjunni var haldin minningarguðsþjónusta. Jarlinn af Shafteshury mintist Knúts ríka í ræðu og síðan voru raktir ýmsir atburðir úr sögu hans. (Sendiherraf r jett.) Hjónaefni. Svanláng Vilhjálms dóttir, Bergþórugötu 57 og Sig- urður T. Ólafsson hjá reiðhjóla- verksmiðjunni Fálkinn, opinber- uðu trúlofun sína á laugardag- inn var. Eimskip. Gullfoss er í Kaup mannahöfn. Goðafoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Brú- arfoss var á Blönduósi í gær, Dettifoss er í Reykjavík. Lagar- foss var á Hófsós í gærmorgun. Selfoss var í Hafnarfirði í gær. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Sigríður Dagfinnsdóttir og Jó- hannes Guðmundsson, Hverfisgötu 48, Hafnarfirði. Jónas Jónasson, bóndi í Hólma- hjáleigu í Rangárvallasýslu ljest á sunnudagskvöld, sjötugur að aldri. Síra Matthías Eggertsson, prest- ur í Grímsey er að flytja, ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Síra Matthías þjónar þó Grímseyj- arprestákalli til næsta vors, og ráðgerir að fara aftur þangað fyrir jól. Grímseyingar heldu þeim hjónum kveðjusamsæti áður en þau fóru. Steinólfur kennari Geirdal flutti aðalræðuna fyrir minni heiðursgestanna, en Stein- dór skáld Sigurðsson er þar var staddur flutti þeim kvæðaflokk í fjórum köflum. Að lokum var þeim afhent vönduð stunda- klukka að gjöf. — Síra Matthías hefir þjónað Grímseyjarpresta- kalli í 40 ár (F.Ú.). Hjónaband. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónahand á Akureyri, ungfrú Dómhildur Gísla dóttir og Ragnar Pjetursson versl- unarmaður. Heimili ungu hjón- anna er á Eyrarlandsbraut 37. Knattspyrna. Kappleikur fór fram s.l. sunnudag milli starfs- manna Strætisvagna Reykjavíkur h.f. og starfsmanna Egils Vil- hjálmssonar. Þeir fyrnefndu unnu með 5 gegn 0. Hjónaband. Síðastliðinn laugar- dag voru gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jpnssyni Gerd Miiller, dóttir L. H. Múller ltaupmanns, og Sigurjón Hall- varðsson, ndurskoðandi. Heimili þeirra er á Leifsgötu 20. Alexander Funkenberg, for- stjóri deildar Norrænafjelagsins þýska í Berlín, hefir ritað í eitt stærstá dagblað Þýskalands, Vðlk- ÍLcher Beobaehter, um ferð sína til Islands. Er grein þessi rituð af hlýjum hug í garð íslendinga, eins og vænta mátti, þar sem Funkenberg er að verki. Hjúskapur. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni, ungfrú Petrína Jónsd'óttir frá ísafirði og Sigurður E. Steindórsson, Stein- dórs Einarssonar hifr.eig. í Rvík. Heimili ungu hjónanna er á Rán- argötu 12. Vinningar í happdrætti í. R. Dregið var hjá lögmanni, um vinninga í happdrætti því, sem var á hlutaveltu í- R- og komu upp þessi númer: 2741 (500 kr.), 1378 (100 kr.), 2477 (100 kr.), 2989’ (100 kr.), 3236 (100 kr.), 1594 (100 kr.). — Vinninga sje vitjað,, til Jóns Kaldal, Lauga- veg 11. Gjafir til Kvennadeildar Slysa- vamafj elagsins í Hafnarfirði: Skipverjar á b.v. Venus 300 kr., gjöf frá E. B. 8 kr. Kærar þakk- ir. — Gjaldkerinn. IJtvarpið: Þriðjudagur 8. október. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 10,10 Veðurfregnir. 19,20 Ljett lög, leikin af frægum einleikurum; pl. 19,45 Frjettir. 20,15 Erindi: Áfengisnautn og refsingar (Pjetur G. Guð- mundsson). 20,40 Tónleikar: Einleikur celló (Þórhallur Ámason). 21,05 Ferðaþáttur: Á Brokksfjalli (Kmitur^trngrímsson kennari). 21,30 TónfRrar: a) Gamlir dans- ar úr hljómkviðum, pl.; b) Ný tískudanslög, pl. Athugasemd. í tilefni af grein, sem ,birtist í Morgunblaðinu s.l. þriðjudag um m.b. (ex m.h Ingimund gamla), þá leyfi jeg mjer, sem einn eigandi bátsins, að biðja Mhl. fyrir eftirfarandi leiðrjett- ingu: Skoðunarvottorð dags. 15. apríl þ. á. og staðfest af lögreglustjóra 17. s. m. er í fullri andstöðu við umrædda grein, og ennfremur eft- irfarandi vottorð frá Slippnum um það, af hvaða ástæðum bátur- inn var nú tekinn til viðgerðar. Reykjavík, 3. október 1935. Að gefnu tilefni vottast hjer með að m.b. „Vífill“ (ex Ingi- mundnr gamli) var tekinn á slipp hjá okkur 20. september s. 1. til viðgerðar á kjöl er var brotinn, vegna þess að bátnrinn hefir kent grunns. Kjölurinn var ófúinn. pr.pr. Slippf jelagið í Reykjavík h.f. Sig. Jónsson. Ennfremur skal það tekið fram að hinn skipaði skoðunarmaður vann við bátinn er hann var til viðgerðar í skipasmíðastöð M. Guðmundssonar / s .1. vetur og er því alveg sjerstaklega kunnugt um styrkleika og alt ástaud báts- ins. Rvík, 5. október 1935. Sigurgísli Guðmundsson. Bókband Önnu Flygenring er flnti í Lækjargötu 6A- ) (Gengið inn portið). ^ Engflnn kann sig í góðu veðri heiman að búa. ^ LfffryggilS yður á Andvöku, Lækjartorgi 1. ’ • ' "'■'8 Mhsr Reykhúslð * ***" • •'/.» ulsðb ma> R e y k-ö r við Þvergötu, reykir fyrir ykkur kjö.t, lajc og fiftk. Hringið í síma 4964. Virðingarfylst. Guðjón i Reykhúsinu. manna bílí til sölu. Upplýsingar í síma 2853. Fundur annað kvöld (miðvikudag) í Kaupþingsalnum, kl. 81Í*. Á dagskrá ýms fjelagsmáL Fjelagsmenn, aem hafa bækur að láni, eru ámintir um að skila þeim. Fjölmennið! STJÓRNIN. Toimáffi. o'«• Biðfið um „W E C K“ Niðursuðuglösin hafa reynst best. — Allir varahlutir fyr- irliggjandi í )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.