Morgunblaðið - 09.10.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1935, Blaðsíða 2
2 idORGUNBLAÐiÐ tít*ef.: H.f. Árvakur. Reykjavfh. Ritetjðrar: Jöd KJartaneson, Vaitýr StefAn»*on. Rltátjðrn og af^relðula: Auaturetræti 8. — Stml lfOS. Ausrlýeingastjörl: m. Hafberg. AUálýalngaskrlfstofa: Austurstrætl 17. — Slml 1708. Eslmaalmar: Jðn KJartanaaon, nr. 1742. Vaitýr Stefánaaon, nr. 4220. Árni Óla, nr. 2046. B. Hafberg, nr. 1770. Áakrlftagjald: kr. 2.00 & nfnu I lauaaaölu: 10 Aura elntaklti. 20 aura ased Leabðk. Fyrverandi þingmaður. Á morgun kemur Alþingi saman. Eitt fyrsta verk þess verður að ákveða hvort Magnús Torfason skuli eiga áfram setu á Alþingi. Viðureignin um þetta mál sker úr um það, hvors meiri hluti þingmanna metur meira, ákvæði stjórnarskrár og kosn- ingalaga, eða stundarhagsmuni einstakra flokka. Morgunblaðið hefir frá önd- vörðu ekki verið í neinum vafa um, að Mágfiús Torfason á eng- ah rjett til þingsetu eftir að hann er skilinn við flokk sinn. Hefir áður verið sýnt fram á það hjer í blaðihu, að enginn getur vefið landskjörinn þing- rtiaður ,,til j'öfnunar milli þing- flokka" — eins og það er orðað í stjórnafskránni — nema hann sje í ákvéðnum flokki. Fari þingfnaður úr þeim flokki, sem hann er uppbótarþingmaður fyr ir, á varamaður hans að taka við. Enginn vafi. er á , því, eftir stjórnarskránni, að það eru þingflokkarnir, sem eiga jöfn- unarsætin. Samkvæmt. úrslitum síðustu kosninga á Bændaflokk- urinn rjett og heimtingu á þrem ur þingsætum. Magnús Torfa- son er farihn úr flokknum. Þess 'j li . vegna á flokkurinn kröfu á ein- um þingmanni í viðbót við þá Hannes Jónsson og Þorstein Briem. Magnús Torfason hygst að leíká þárin gráa leik, að sitja á 'þingi í sæti, sem Bændaflokk- urinn á, en fylgja andstæðing- um flokksins að málum. Óbrjál- uð rjettlætistilfinning segir til um það, að þetta getur ekki verið í anda stjórnarskrárinnar. Auðvitað lætur Magnús Torfason . sjer á sama standa, þótt rjettlætið sje ekki hans megin, ef hann hefir von um að geta einhvern veginn skotið sjer undir lagabókstafinn. En þessum dánumanni sást yfir það, að með því að segja skilið við Bændaflokkinn, sagði hann sig ekki einungis úr flokknum, heldur lagði hann í raun og veru niður þingmensku. Magnús Torfason er ekki lengur Alþingismaður. Engar rökSemdir rjettlæta þingmensku hans. Ekkert nema hártoganir, lagakrókar og of- beldi — meiri hluta ofbeldi þingsins — megnar að halda honum í þingsæti. Magnús Torfason á ekki meiri kröfu til þingsætis en hver annar rjettur og sljettur — fyrverandi þingmaður! Miðvikudaginn 9. okt. 1935. ítalsktblað segir Mussolini fúsaritilsamningaeftirsig- urinn við Adua: HerAbyss- iníu sækir inn í Eritreu! Þing Þjóðabandalagsins kemur saman í dag. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Italska blaðið ,,La Gazetta del Popolo“ flytur í dag grein um sigur Itala við Adua. Segir í greininni að auðveldara sje að taka upp samninga við Mussolini í dag heldur en í gær, þar sem nú sje úr sögunni, eftir sigurinn við Adua, eitt viðkvæmasta vandamálið, sem spratt út af ósigri ítalska hersins við Adua árið 1896. Er talið ekki ólíklegt að grein þessi eigi að þreifa fyrir sjer um möguleika til sátta í Genf. Það vekur auk þess eftirtekt, að Italir hafa ekki enn sagt sig úr Þjóðabandalaginu, þrátt fyrir dóm þann, um friðarrof, sem Þjóðabandalagsráð- ið kvað yfir þeim í gær. Dómur Þjóðabandalagsráðsins í gær byggir niðurstöður sínar á hernaðartilkynningum Itala sjálfra. Sýna tilkynningar þessar að Italir eru árásarþjóðin. Ályktun Þjóðabandalagsráðsins ákveður í fyrsta skifti í sögunni að rjettarfarslegur grundvöllur sje fyrir því að beita 16. grein Þjóðabandalagssáttmálans. Úr þessu hafa öll ríki rjett til að gera hvers- konar ráðstafanir gegn hinum ólöglega ófriði Itala. En hins vegar er talið óhjákvæmilegt að almenn samvinna verði um refsiaðgerðir. Liggja nú fyrir vandasamir samningar um það, hvaða refsiaðgerðum skuli beitt og hvenær þeim skuli beitt. Kemur þing Þjóðabandalagsins saman í dag. Abyssiníumenn hafa ekki enn sent aðalher sinn á móti Itölum. Samkvæmt skeytum frá Abyssiníu, hefir aóalher Abyss- iníuttianna ekki tekið þátt í or- ustunum ennþá. Skeyti til Times hermir að næsta stórorusta muni senni- lega verða háð við borgina Makalle, suðaustur frá Adua og heint í suður frá Adigrat. j Hafa Abyssiníumenn þar lið-j safnað mikinn, og er búist við; i öflugri mótspyrnu af þeirra j hálfu. Fpá Snðurvfig* | §töðTanum. Skeyti frá suðurvígstöðvunum herma að Abyssiníumenn hörfi undan af ótta við loftárásir. Sókn ítala gengur þó seint, I því að Abyssiníumenn verjast í smáflokkum og gera ítöl- um hið mesta tjón. Gágnsókn Abyssiníu- mannanorðuríEritreu! Skeyti til enska blaðsins ,,News Chronicle" herma, að hin svonefnda ,,dauðasveit“ Abyssiníumanna hafi ráðist að baki ítölum inn í Eritreu og lagt undir sig bæinn Adikate. Adikate er aðeins 60 km. frá Asmara, aðalbækistöð ítölsku herstjórnarinnar. Segir í skeytinu að innfæddir menn í Eritreu hafi gengið í lið með Abyssiníumönnum. Þá hermir skeyti frá Addis Abeba að Ras Kossas sæki fram með 70 þús. manna og ætli að ráðast yfir Setit-fljót- ið á landamærum Eri- treu og Abyssiníu. Italir segjast hafa náð öllu Tigreshjeraðinu á sitt vald. Óstaðfest skeyti frá Róm hermir, að alt Tigr- »SrS.”4io|;itaiir eru farnir Adigrat, sje a valdij Itala og að höfðingi hjer aðsins, Ras Eyum, sje' lagður á flótta. ! ítalr'kur skriðdreki á ■i iH æfingtt. að stjórnin í Abyssiníu hafi verið tilneydd að vísa ítalska sendiherranum, Vinci, úr landi, vegna njósnarstarfsemi hans og undirmanna hans. ! t Páll. Sendiherra Itala í Addis Abeba vísað úr landi fyrir njósnir. Genf, 8. okt. Dr. Tecle Hawariate, fulltrúi að varpa gas- sprengjum yfir Abyssínfumenn! Frá AddÍ3 Abeba er símað, að Nasibu herforingi hafi gefið út opinbera tilkynningu þess efnis, að fregnir frá útvörðum Abyssiníuhers á vígstöðvunum Abyssiníu í Genf, hefir tilkynt j hermi, Þjóðabandalaginu, Framhald á 6. síðu. Þjóðabandalagshöllin í Genf, þar sem þingið kemur saman í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.