Morgunblaðið - 12.10.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.1935, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ SZjJzynninyac Hvert sem þjer fIjrtjiö, þá verður samt altaf nssst í Nýju Fiskþúðina, Laufásveg 37, sími 4052. Reykhúsið Reykur hefir síma 4964. -------------------------| Munið fisksímann 1689 og reynið viðskiftin. Qtii&rujeZi, Barnlaus hjón Óska eftir lít- áli, snoturri íbúð, með þægind- Ém. Eldhúsaðgangur gæti kom- &> til greina. Tilboð merkt: „Barnlaus“, sendist A. S. í fyr- ir sunnudagskvöld. Laugavegs Átómat selur smá rjetti frá 50 aurum, allan dag- inn. Heita miðdaga 1.25. Sími 3228. i_____________________________ Kaupi ísl. frímerki, hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson, I Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.) Standlampar og borðlampar hvergi ódýrari en í Hatta- & | skermabúðinni, Austurstræti 8. Skermagrindur seljast fyrir hálfvirði í Hatta- & skerma- búðinni, Austurstræti 8. Skermar úr silki og perga- ment, afar ódýrir. Hatta- & skermabúðin, Austurstræti 8. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen. Klapparstíg 29. Saumakonur! Svartur og hvít- »r silkitvinni. Einnig margir aðrir litir. Versl. Lilju Hjalta. Bönd á Rússablússur, prjón- aðir dömubolir og undirbuxur, beklaðir barnakjólar og slár. Jfrerál. Lilju Hjalta-. Jtfu/ibQl(h Til peysufata, „Orkerað“ í peysuermar. Versl. Lilju Hjalta Hattar nýkomnir. mannahattabúðin. — Jeg get mælt með þessu efni, því það er hið nýjasta sem við höfum fengið. — En skyldi það ekki upplitast? — Upplitast? Ónei! Það hefir Karl-'legið þrjá mánuði í glugganum og það sjer ékkert á því. Tamdir fiskar. Mr. Harry Cavitt sem á heima í Kansas, hefir tjörn í garðinum sínum, og- í tjörninni eru fiskar, sem honum hefir tekist að temja. Með ótrúlegri þolin- mæði hefir hann kent fiskxmum að leika ýmsar listir. Piskamir jeta úr lófa húsbónda síns og þeim þykir mæta gott að láta klappa sjer á bakið, — segir am- erískt blað. Prjónandi lögregluþjónn. Enska blaðið Daily Mail, hefir haft prjónasamkepni. Nú er verðlauna- listinn tilbúinn, og efst á honum er nafn eins lögregluþjónsins í bænum, Selrik. Hann var eini karlmaðurinn, sem tók þátt í samkeppninni. Erfiði við vörusendingu. Kaup- mannahafnarbúi einn sem var staddur í Berlín á dögunum, keypti sjér þar yfirfrakka. Hann ætlaði að senda frakkann heim til sín með flugpósti. En honum reyndist það furðu erfitt, því hann varð að útfylla 21 — tutt- ugu og eina — skýrslu, áður en honum tókst að koma frakkanum af stað. Bannfært happdrætti. Hinu fræga happdrætti, „The Irish Sweepstakes1, hefir farið mjög aftur í seinni tíð. M. a. vegna þess að enskum blöðum er bann- að að hirta vinningalistann og einnig vegna þess að póststjóm- inni ensku er heimilt að opna brjef frá írlandi til að vita hvort í þeim sjeu miðar frá happdrætt- inu. T iFARMAIURIN ..OPAli býður yður hjálp sína til þess að lita alls- konar vefnað og prjón úr ull, bómull og silki. Biðjið kaupmann yðar ávalt um „Opal“-liti. Lifur og hjörtu, Nýr Mör, Nýtt Dilkakjöt, úr Borgarfirði. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. Síxni 1575. Bókaútgefendur! tek bækur og tímarit til sölu. F1 j ó t s k i 1. Helgi Guðbjartsson, fsafirði. Enskukensla. Kenni ensku. Aðal áhersla lögð < á góðan framburð. Til viðtals eftir kl. 5 daglega, Thelma Jóhannsson, Bergþórugötu 53. Lifur, hjörtu og svið. Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sími 4131.. •4»" Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. FANGIM FRA TOBOLSK.] 58. og nálgaðist bygginguna ofur hægt. Alt var kyrt í rústunum. Tunglskin var á, en stór og svört ský svifu um himininn. Til allrar hamingju var farið að snjóa, og fagnaði hertoginn því, að snjórinn myndi hylja fótaför þeirra. Hann gekk á milli trjánna, og at- hugaði höllina nákvæmlega frá öllum hliðum, en gat ekki sjeð þess nein merki að varðmenn væri þar á verði. Hægt og hljóðlega læddist hann inn í salinn. Þar var autt og einmanalegt. Herbergið, sem Leshkin hafði yfirheyrt þá í, gat verið hættulegt, ef rauðliðar væru þar enn. Hertoginn hjelt áfram dg laumaðast hljóðlega eftir ganginum. Hann hafði byssuna tilbúna, en allsstaðar ríkti sama þögnin, hvergi var lifandi veru að sjá, — og lík hermannanna voru horfin. Hertoginn varp öndinni mæðilega. Hann hafði tekið margar ákvarðanir um æfina og komist í margt misjafnt. Hann kærði sig ekki hót, þó þeir væru kyrsettir úti í eyðimörkum Síberíu, fimtán hundruð mílur frá evrópískum landamærum, að óvinirnir hefðu ótal flugvjelar og vjelbyssur til þess að vinna á þeim, en eitt var honum umhug- að um — að þau kæmust til hvíldar. Þegar Rex væri búinn að hvíla sig, og Símon gat stigið í fótinn og notað sína meðfæddu skarp- skygni, og hann sjálfur búinn að sofa út og safna kröftum, myndu þeir auðveldlega geta fundið upp ráð til þess að komast í burt. Hvernig — gat hann ekki hugsað sjer að svo stöddu, en hepnast skyldi það.. Sem betur fór var höllin mannlaus, þar gætu þau notið hinnar blessunarríku hvíldar. , í þessum hugleiðingum gekk hertoginn óhik- andi niður að hliðinu aftur og mætti hinum þar. „Alt er í lagi“, sagði hann. „Þjer þekkið höll- ina út og inn, mademoiselle. Hvar haldið þjer, að við værum öruggust?“ „1 steypuhúsinu, monsieur. Það er inst í höllinni hægra megin. Prinsinn var mikill smiður áður fyr. Staðurinn er ágætis varnarvígi — með litlum gluggum og blikklögðum veggjum“. „Þjer vísið okkur leið. Rex .— nú kemur síðasti áfanginn, svo færðu að sofa“. Með Maríu Lou í broddi fylkingar gengu þau upp að höllinni. Hún fór með þau inn í litla útbygg- . ingu. Gluggar voru þar aðeins á einum gaflinum, og dyr, sem vissu út að þaklausum gangi, er tengdi smiðjuna við aðalbygginguna. Hertoginn lýsti um herbergið með vasaljósi sínu. I einu horninu var ofn, og frá honum stóreflis reykháfur. Úti í öðru horni var hrúga af ryðguðu járnrusli. Að öðru leyti var herbergið tómt. Símoni var komið fyrir í horninu, er fjarst var glugganum. Vöfðu þau hann í ábreiðu og gáfu honum nýjan skamt af morfíni. Rex leit rjett sem snöggvast á járnverkfærin, en brátt yfirbugaði svefninn hann. Hertoginn batt Rakov, er bar sig aumlega, við bræðsluofninn og keflaði hann. Svo leit hann enn einu sinni í kringum sig, áður en hann slökti ljósið. Símon og Rex voru báðir sofn- aðir, en María. Lou sat með krosslagðar fætur á fleti sínu. Hann breiddi ábreiðurnar yfir sig og sagði blíðlega: „Við sjáum okkur borgið. í kvöld verðum við að vera án varðar, en því lofa jeg yður að bjóða yður upp á tesopa í París, áður en mán- uður er liðinn hjer frá!“ Von bráðar var hann líka steinsofnaður. Þá reis stúlkan hljóðlega á fætur og laumaðist út að dyrunum með ábreiður sínar. Þar settist hún niður, með skammbyssu sína í annari hendinni. — Hina sjálfvirku byssu hertogans hafði hún við hlið sjer. Þannig sat hún hreyfingarlaus og starði fram fyrir sig með árvökrum augum, vakti yfir hinum sofandi mönnum og vann að framhaldi sögunnar um Maríu Lou prinsessu, uns dagur rann á loft. TUTTUGASTI KAPÍTULI. Fylgsnið. í sex daga höfðust þau við í smiðjunni. Allam þann tíma sáu þau ekki nokkra lifandi sálu, nema einn tötralegan bónda. Hann var að rogast út úr' garðinum með þungt eldiviðarhlass á bakinu. Sól var komin hátt á loft, er þeir fjelagar vökn- uðu fyrsta morguninn. Jafnvel þá var ekki hlaup- ið að því að vekja Rex. Hann steinsofnaði jafnóð- um og hann var vakinn. Þau skiftu um umbúðir á. sári Símonar og gáfu honum morfín. Síðari hluta dagsins var hertoginn á verði, með-- an María Lou svaf, hún svaf vært, vafin í ábreiður.. Næsti dagur var nokkuð skemtilegri. Rex var orðinn hinn hressasti, sár hertogans var nærri heilt orðið, og Símon meira að segja farinn að gera að gamni sínu. María Lou ljek við hvern sinn fing- ur, var með rós á vanga og hin ánægðasta. Rakov einn var óánægður. Matarskamtur hans var þurt og biturt brauð, en nóg af vatni að drekka með því. Fyrstu tvo dag- ana var hann bundinn og keflaður, nema þegar hann borðaði. Þau voru áhyggjufull út úr matnum. Þau vissu„ að þau voru örugg þarna, þareð víst mátti telja að Rússarnir hjeldu þau vera í skóginum, en mat- arforðinn gat ekki varað til eilífðar. Hertoginn skamtaði jafnan, og þeim kom öllunr saman um, að Símon ætti að fá bróðurhlutann, til þess að hann styrktist fyr. María Lou bauðst til þess að fara á næstu bæi og reyna að fá mat hjá fólki, sem hún þekti, en þeir vildu með engu móti láta hana stofna sjer í slíka hættu. Þeim fanst nóg um kjark hennar og áræði við Ogpu-manninn kvöldið góða. Kuldinn var og lítt bærilegur, og þrjá fyrstu dagana kyngdi snjónum niður. En til allrar gæfu hafði hertoginn töluvert af ,,Meta“-brensIuefni, svo að þau gðátu fengið heitan mat og drykk — /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.