Morgunblaðið - 12.10.1935, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardaginn 12. okt. 1935.
.. .....................f—-mriiiiii r
IÐMRÐUR VERSLUN SKJLINCmR
Heimsverslun
með smjörogosta
Svo heitir ritgerð, er birtist í
hinu |>ýska tímariti Berichte
iiber Land'wirtschaft.
Þar er skýrt frá framleiðsln
ýmsra landa á smjöri og ostum,
svo og hver lönd kaupi aðallega
þessar vörur og hvernig fram-
þróunin hafi verið á síðustu ár-
um. Hjer skulu tilgreind nokkur
atriði úr þessari ritgerð.
Þau lönd, sem aðallega kaupa
smjör, eru: Bretland, Þýskaland,
Belgía ■ og Frakkland. Mest kaup-
ir Bretland, eða um 82% af öllu
smjöri, sem selt er, þá Þýskaland
11%, en hin löndin minna. Síð-
án 1918 hefir innflutningur af
stnjöri til Bretlands aukist um
helming, og var 1933 444,5 milj.
kg. í Þýskalandi og Frakklandi
hefir innflutningur á smjöri
minkað hin síðari árin.
Hin sömu lönd kaupa osta, og
það gerá Bandaríkin að auk.
Mest kaupir Bretland, um 56%
af o’Stunum.
Þau lönd, sem aðallega flytja
út smjör og osta, eru Danmörk,
Nýja-Sjáland og Ástralía.
Danmörk. flutti út af smjöri
1933 151,8 milj. kg. Smjörfram-
leiðslan þar hefir nær tvöfaldast
síðan 1913. En Nýja-Sjáland hef-
ir 8-fáídað ‘hana á sama tíma.
Mestan ost selja HoHand,
Nýja-Sjáland og Kanada, Nýja-
Sjáland hefir nær 5-faldað sína
■ostaframleiðslu síðan 1913, og
selur nú % a!!ra osta á heims-
markaðinum.
Sinjörneyslan, í Bretlandi hef-
ir mjög aukist, en smjörlíkis-
notkun minkað.
Á mann hefir verið notað:
1924 7,3 kg. smjör. 6,0 kg.
smjörlíki.
1933 11,8 kg. smjör, 4,25 kg.
smjörlíki.
Hin aukna smjömotkun stafar
að líkindum af því, að smjör hef-
ii lækkað í verði síðan 1930 um
2'i—45%.
Á hverja 1000 ha. koma 68,5
kýr í Nýja-Sjálandi, en 372 í
Danmörku og 393 í Hollandi.
Fyrir hverja 1000 íbúa eru á
Nýja-Sjálandi 1233 kýr, í Dan-
mörku 444 og í Hollandi 162.
í Danmörku kaupa menn feikn
öll af kjamfóðurefnum, í Nýja-
Sjálandi ekkert. Mikið meira er
notað af tilbúnum áhurði í Dan-
mörku og Hollandi, heldur en á
Nýja-Sjálandi. Þar þurfa menn
ekki heldur hús fyrir nautpen-
ing.
Þá er nokkur samanburður á
húnaði Dana og í Nýja-Sjálandi.
Að meðaltali er stærð þeirra býla,
sem hafa mjólkurframleiðslu í
Danmörku um 15—20 ha. og þar
eru um 15 kýr., í Nýja-Sjálandi
er stærð býlanna um 250 ha. og
kúatalan á býli um 40.
í Nýja-Sjálandi hefir notkun
mjaltavjela mjög aukist og nú
eru 72% af kúnum mjólkaðar
með mjaltavjelum, og er talið að
hin aukna mjólkurframleiðsla sje
mikið mjaltavjelunum að þakka,
því áður var mjög erfitt að fá
nægilega margt fólk til mjalt-
anna.
Ostur og smjör hefir fallið
mjög í verði hin síðari árin.
Þannig er ný-sjálenskt smjör nú
selt-fyrir 24—28% af því verði,
sem það var í 1928, og ostar fyr-
ir 30% af því verði, sem fjekkst
fyrir þá 1928, þetta hvorttveggja
miðað við gullgengi.
Þrátt fyrir hin ágætu skilyrði
til nautpeningsræktar á Nýja-
Sjálandi, er sagt að bændur þar
eigi mjög í bökkum að berjast
vegna hins mikla verðfalls.
Sem sakir standa virðast litlar
jlíltur til, að framleiðsla mjólkur-
afurða verði aukin að nokkrum
| mun á næstunni. Til aðal mark-
aðsiandanna berst meira af vör-
um þessum en þörf er fyrir, og
framleiðendur kvarta sáran yfir
hinu lága verði, sem vart sje
hægt að framleiða vörurnar fyrir
I að skaðlausu.
S. S.
Matvælaframleiðslan þarf
að aukast í heiminum.
Vegna viðskiftahaftanna hafa þjóðimar neyðst til að
taka upp óhagnýta og óeðlilega framleiðsluháttu. Vöru-
verð hefir hækkað, vörugæðm minkað og kaupgeta almenn-
ings rýrnað. Sterk alda rís gegn þessum faraldri, se'm lam-
ar alt viðskiftalíf heimsins.
Menn hafa vanist þeirri hugsun
á seinni árum, að allsstaðar í
heiminum sje ofmikil framleiðsla
á matvælum, og þó eru í heimin-
um miljónir atvinnulausra manna,
sem varla hafa málungi matar. —
Tveir læknar hafa á vegum heil-
brigðisnefndar Þjóðabandalagsins
gert ítarlegar rannsóknir í þessu
efni, og niðurstaða þeirra er sú,
að matvælaframleiðslan í heim-
inum sje miklu minni, en holl-
ustuhættir þjóðanna krefjast.
Síðan styrjöldinni miklu lauk
hefir orðið geysiframför í ,allri
tækni, og á þetta ekki síst við um
matvælaframleiðsluna. — Fram-
leiðslukostnaðurinn hefir minkað.
Samtímis hefir markaðurinn fyrir
framleiðsluaukann géngið saman,
vegna þess að iðnaðarlöndin í
Vestur-Evrópu, sem áður keyptu
mest af framleiðslunni úr öðrxim
heimsálfum, hafa nú horfið að því
ráði að framleiða sjálf hveiti,
sykur, kjöt, mjólkurafurðir og
ávexti. Ástæðan var talin sú að
ekki væri lengur markaður fyrir
iðnaðarvörur í öðrum héimsálfum.
Sá helmingur hnattarins, sem áð-
ur hafði framleitt iðnaðarvörur
handa hinum, tók nú að rækta
land, sem kostnaðarsamt var að
koma í rækt. Ilinn helmingurinn,
sem áður hafði matvælaframleiðsl
una með höndum, tók aftur á bóg-
inn, að framleiða iðnaðarvörur.
Hvorirtveggja urðu svo að grípa
til tollverndana til að styrkja hina
óhagkvæmu framleiðslu.
Óeðlilegir framleiðslu-
hættir.
Nú er svo komið, að þau lönd,
sem áður lifðu að langmestu leyti
af matvælaframleiðslu, hafa reynt
að bjarga sjer á iðnaðarfram-
leiðslu. Iðnaðarlöndin snúa sjer
aftur að landbúnaðarframleiðsl-
unni. Hvorttveggja er jafn óéðli-
legt og óhagkvæmt. Og nú koma
til skjalanna sjerfræðingamir,
sem fyr voru nefndir og segja
stutt og laggott: Mestur hlutinn
af íbúum jarðarinnar fær of lítið
að jeta. Framleiðið meiri mat!
Hvergi er tæknin því til fyrir-
stöðu, að framleiðsla matvæla
aukist. í Iðnaðarlöndunum í Vest-
ur-Evrópu, hefir að vísu verið
altof mikið á sig lagt, bæði pen-
ingalega og á annan hátt, til þess
að auka matvælaframleiðsluna
handa sjálfum sjer.
Menn hafa ekki íhugað
nógu vandlega, hve hlutfallslega
mjög dýr slík framleiðsla
verður. Iljer er átt við það, að
matvælaframleiðslan heima fyrir
kemur niður á meginþorra þjóð-
anna, sem sje þeim, sem áður unnu
að iðnaðarframleiðslu. Þetta hafa
menn ekki gert sjer ljóst, og
heldur ekki hitt að méð þessu
fjekk almenningur oftast matvæli,
sem bæði voru dýrari og verri, en
hægt var að fá úr öðrum heims-
álfum. Menn hafa heldur ekki
íhugað til fullnustu, að hærra
verð á matvælum táknar minni
eftirspurn eftir öðrum hlutum.
Á hinn bóginn hafa ríkisstjórn-
irnar í þeim löndum, sem fram-
leiddu matvæli, ekki hugsað um
það, hve mjög þjóðartekjur þeirra
minkuðu við það, að svo miklu var
tilkostað að koma á innanlands-
iðnaði.
íhlutun ríkjanna.
Ur mörgum löndum koma nú
mótmæli frá verslunar og sigling-
arstjettunum, yfir þeim tálmun-
um, sem ríkisstjómirnar leggja á
viðskiftin. í landbúnaðarlöndun-
um fara menn á mis við ýms þæg-
indi, sem of dýrt er að framleiða
í iðnaðarlöndunum, og í iðnaðar-
löndunum er fjöldi fólks, sem ekki
fær nægilega holt fæði, þó að á
næstu grösum sje ausið út fje til
að halda matvælaframleiðslunni
niðri. Muni þess skamt að
bíða, að allur almenningur
taki undir með verslunar- og
siglingarstjettinni um það, að
leystir sjeu þeir viðskiftafjötrar,
sem nú hindra efnalega afkomu
þeirra.
25 dollarar á mánuði
fyrir ekki neitt!
Nýjar kreppuráð-
stafanir í Kanada.
25 dollara á mánuði greiðir ríkis
stjórnin í Albertafylkinu í Kan-
ada, hverjum borgara fylkisins,
sem hefir unnið það eitt til þeirra,
að vera til og vera orðinn full-
veðja.
Aberhart heitir hinn nýji við-
skiftafræðingur og núverandi for-
sætisráðherra Albertafylkisins,
sem fundið hefir upp þetta snjall-
ræði til að ráða bót á kreppunni
og viðskiftaörðugleikum nútímans
yfirleitt.
Flokkur Aberharts er kallaður
„social-credit“-flokkurinn og á
uppruna sinn í Englandi. Upp-
hafsmaður hreyfingarinnar er
Englendingurinn Major Douglas.
Aberliart vann meirihluta í
fylkisþinginu í Alberta í kosn-
ingum, sem fram fóru fyrir
skömmu.
1 kosningaræðu lýsti Aberhart
viðskiftaástandinu á þá leið, að
það væri svipaðast þyí, að fjöldi
fólks biði á eimlestastöð, fyrir
framan lest, sem gæti flutt það
alt, en þó fengi enginn ílutning
vegna þess að engir farmiðar væri
til.
Farmiðarnir eru áðurnefndar
100 krónur (25 dollarar), sem öll-
um konum og körlum verða
greiddar mánaðarlega.
Atvinnuleysinu kveðst hann
ekki geta útrýmt, af því að vjel-
arnar spari mannsaflið og fáeinir
geti framleitt fyrir alla. En ægi-
legustu afleiðingum þess, skortin-
um, ætli hann að vinna bug á.
Til þess að afla fjárins til út-
borgunar á 25 dollurunum, verða
lagðir á nýjir skattar, veltuskatt-
ar í landinu. Skattarnir verða
lagðir á 'mismuninn á framleiðslu
og útsöluverði allra vörutegunda,
á öllum stigum framleiðslunnar.
Skattarnir verða t. d. lagðir á
korn bóndans, þegar hann selur
það malaranum, á mjölið þegar
malarinn selur ba!ka,ranum o!g
brauðið þegar bakarinn selur það
viðskiftamönnum sínum.
„Rjettlátt“ verð eiga sjerfræð-
ingar að ákveða á lífsnauðsynjar,
en þó skal þess gætt að framleið-
endur og kaupmenn fái hver
sæmilegan gróða fyrir snúð sinn.
Fyrirtæki Aberharts er ekki
enn komið í gang. Örðugleikar
verða margir á vegi hans, áður
en hann getur byrjað á útborg-
ununum.
Þess er m. a. getið í frjettum
frá Alberta að fjármagnið flýji
úr bönkum Albertafylkis." Fjár-
stjórnin þykir ekki örugg.
Ennfremur hefir Aberhart farið
fram á að fá geysistórt lán frá
kanadisku sambandsstjórninni. —
Skuldir Albertafylkis eru nú þeg-
ar miklar, en hætt er við að þær
verði meiri, þegar hin mikla út-
borgunarstarfsemi hefst.
Strfðið og
flutníngsgjöldin.
Þegar er sýnt þótti að til ófrið-
ar mundi draga milli ítala og
Abyssiníumanna fór að- verða
vart nokkurrar hækkunar á flutn-
ingsgjöldum. Síðan styrjöldin
hófst hafa flutningsgjöld liækkað
með degi hverjum. Mikil eftir-
spurn er eftir skipum í tímaleigu,
en framboðið miklu minna en
verið hefir undanfarið. Eru skipa-
eigendur ófúsir að gera ráðstafan-
ir fram í tímann, eins og oú
standa sakir, og kröfur um flutn-
ingsgjöld orðnar mjög háar.
Þessi hækkun á opnum fragt-
markaði gerir allsstaðar vart við
sig, og erum við þegar farnir a'ð
kenna á henni. Sem dæmi má
nefna að fyrir mánuði var flutn-
ingsgjald á kolum frá Englandí
til ísafjarðar 9 sh. á tonn. Alveg
nýlega hefir skip verið leigt til
Isafjarðar fyrir 12 sh. á tonn. Og
í dag væri tæpast hægt að fá skip
fyrir minna en 14 sh. á tonn.
Meðal þess, sém veldur hækk-
unum á skipaleigum, er stríðs-
vátryggingin. Hún hefir marg-
faldast. Kemur þetta afar hart
niður á iillum siglingum. Má í
þessu sambandi minna á þá fregn,
sem nýlega birtist hjer í blaðinu,
að Norðmenn hafa komið á hjá
sjer innanlands samtryggingu
um stríðsliættu og ráðgera sam-
vinnu við aðrar Norðurlanda-
þjóðir í þessum efnum.
Talið er að ítalir munu hafa
lagt tundurdufl á siglingaleiðum
í austurhluta Miðjarðarhafs og
við strendur sxnar. Hefir þetta
orðið til þess að Englendingar eru
teknir að senda flutningaskip suð-
ur fyrir Afríku í" staðinn fyrir
urn Suez.
Þá hefir kolaverð hækkað í
Englandi að verulegum mun og
hefir alt þetta áhrif til hækkunar
á flutningsgjöldum.
Hvað viðvíkur flutningsgjöld-
um hjeðan, verðúr að áætla, eftir
því, sem næst verður komist, að
flutningsgjöld til Suðurlanda hafi
þegar hækkað um ca. 25%.
Bftðfið u
Hár.
Hefi altaf fyrirliggjax/di hár vi5
íslenskan búuing.
Verð við allra hæfi.
Versl. Goðafost.
Laugaveg 5. Sími 3436.