Morgunblaðið - 24.10.1935, Síða 8
f 8
LT—
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudaginn 24. okt.
mm...“ —
1925«
SZC&tynninyav Jtaup&faMjuu?
Kenní þýsku byrjendum og
lengra komnum. SigurSur Jón-
asson, Grettisgötu 22 B. Sími
2659.___________________________
Borðið í Ingólfsstræti 16.
Glæný smálúða og rauð-
spretta. Fiskbúðin Brekkustíg
8. Sími 1689. Sent um allan bæ.
Söngkenslu hefi jeg í vetur.
Pjetur Jónsson, Ásvallagötu 8.
Hvert sem þjer flytjið, þá
verður samt altaf næst í Nýju
Fiskbúðina, Laufásveg 37, sími
4052.
Jftorðttttbbtfóft
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til
næstkomandi mánaðamóta.
í^ínno.
Húsasmiður tekur að sjer all-
ar viðgerðir bæði utan húss og
innan. Leggur dúka á eldhús-
borð og gólf. Ennfremur eikar-
parketgólf. Carl Jörgensen,
Öldugötu 17 (kjallaranum).
Sími 4257.
Munið Permanent í Venus,
Austurstræti 5. Ábyrgð tekin á
öilu hári.
Nuddlækningar, Sólveig Guð-
mundsdóttir, Ásvallagötu 9.
Sími 3254.
Höfum fengið nýjan augna-
brúnalit. — Hárgreiðslustofan
Venus, Austurstræti 5. Sími
2637.
Fornsalan, Hafnarstræti 18,
kaupir og selur ýmiskonar hús-
gögn og lítið notaða karl-
mannafatnaði. Sími 3927.
Standlampar og borðlampar
hvergi ódýrari en í Hatta- &
skermabúðinni, Austurstræti 8.
Skermagrindur seljast fyrir
hálfvirði í Hatta- & skerma-
búðinni, Austurstræti 8.
Skermar úr silki og perga-
ment, afar ódýrir. Hatta- &
skermab'úðin, Austurstræti 8.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen. Klapparstig 29.
Fornsalan, Hafnarstræti 18,
hefir til sölu, með tækifæris-
verði ágætt eikarbuffet, Toilet-
kommóðu, tvísettan klæðaskáp,
borðstofuborð og önnur borð.
Rúmstæði, barnarúm, stóla, dív-
ana nýja og gamla. Notaða
karlmannafatnaði og fleira.
Sími 3927.
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
Islensk frímerki keypt., Út
lend frímerki seld. Gísli Sigur-
björnsson, Lækjartorgi 1. Opið j
1—4 e. h. Sími 4292 og Lauga-
vegi 49 (Hraðpressan). Opið
9—7, sími 1379.
Nýtísku kirkjubygging.
Um síðustu mánaðamót var vígð
ný kirkja í Cranford, Middlesex
á Englandi. Mánuði áður var ekki
búið að leggja hornsteininn að
kirkju þessari.
Söfnuðurinn, sem Ijet byggja
kirkjuna ályktaði, að á hverju
ári færu miljónir króna í að gera
við og lagfæra gamlar kirkjur í
Evrópu. Söfnuðurinn ætlaði nú
að spara börnum og barna-barna-
börnum sínum slík útgjöld.
Gert er ráð fyrir að kirkja
þessi geti staðið í 20—30 ár, en
úr því sje hún ónothæf.
Sóknarnefndin sagði sem svo:
Við höfum engan rjett til að neyða
eftirkomendur okkar til að nota
kírkjur, sem við höfum bygt. Þeir
geta bygt hús og kirkjur, sem
eru eftir þeirra höfði.
Kirkjan, sem reist var á tæpum
mánuði, er bygð úr stáli og stein-
steypu, og er eins og flugvjelar-
skrokkur í laginu.
Stólamir eru eins og gerist
í Ieikhúsum og altarið er úr
steinsteypu og gleri, sem hægt er
að Iýsa upp, í staðinn fyrir út-
saumaðan altarisdúk.
Þá hefir verið talað um að
hafa hátalara utan á kirkjunni,
sem hvetur fólk til að koma inn
og hlýða á messu.
Frá Ameríku. Ameriska blaðið
Indianapolis Star, segir frá því
að Danir hafi bannað innflutn-
ing á amerískum bílum. Ástæð-
una fyrir þessu segir blaðið vera
þá að Dönum veitist erfitt að
halda amerískum bílum innan tak-
marka konungsdæmisins, ef þeir
aki með sæmilegum hraða.
Tímarnir batna. Amerískt blað
heldur því fram, að tímamir sjeu
nú að batna og almenn gullöld
sje að renna upp. Blaðið sýnir
íram á þetta í samtali við
flæking einn, sem segir að sigar-
ettubútarnir, sem hann finni á
götunum sje altaf að verða lengri
og Iengri.
Engin óþarfa skriffinska. ítalir
verða að takmarka innflutning til
Iandsins eins og hægt er og þetta
hefir komið niður á blöðunum.
|Hefir stjórnin sent nt tilkynningu
Tilkynning.
j Reykhúsið, GEettisgötu
50,B, sími 4467, tekur á móti
kjöti o(>- öðru til reykingar
|eins og að undanförnu, með
sanngjörnu verði.
Hjalti Lýðsson.
Lifur og hjörtu*
Nýr Mör,
Nýtt Dilkakjöt,
úr Borgarfirði.
Kjötbúðin Herðubroi
Hafnarstræti 18. Sími 1675.
til blaðanna, þar sem bannað er
að hafa blöðin stærri en 6 síður
á dag, og 8 síður á sunnudögum.
fl
fAJXOlM FRA TOBOLSK. 66.
Og þegar hann var búinn að koma þeim þar fyrir,
undir beru lofti, fór hann aftur fram í til Rex.
„Gæti jeg ekki stýrt fyrir þig um stund?“
„Það var mjer einmitt að detta í hug“, svaraði
Rex og kinkaði kolli. „Nú á tímum er hægðar-
leikur fyrir hvern og einn að stýra flugvjel, þeg-
ar hún er á annað borð komin vel af stað. Nú
læt jeg hana stíga um þúsund fet, svo að
það gerir ekkert til, þó að hún lækki á fluginu
hjá þjer.“
Hertoginn settist við hlið hans.
„Jeg tók vel eftir, hvernig þú fórst að í gær-
kvöldi, jeg held að jeg skilji meðferð hennar í
aðalatriðum.
Þegar hertoginn var tekinn við stýrinu, sagði
Rex: „Það eina, sem þú þarft að gera, er að halda
yjelinni stöðugri og gæta á vísirinn, og komp-
ásinn við og við.“
Hann horfði á hertogann um stund. Hann
komst fljótt upp á lagið með að stýra. „Þjer ferst
þetta ágætlega,“ sagði Rex síðan, og geispaði.
Nú fæ jég mjer blund. Ef eitthvað verður að,
skaltu ekki láta þjer bregða, — þú móðgast ekki
þó jeg segi það við þig — reyndu fyrir alla muni
ekki að rjetta vjelina við, vektu mig með dug-
legu sparki. Jeg mun hæglega geta ráðið við
hana í þessari hæð“. Áður en varði var Rex
farinn að hrjóta.
Brátt var hertoginn orðinn öruggur við stýrið,
og hann dauðlangaði til þess að æfa sig í smá-
listflugi, en leyfði sjer ekki slíka áhættu.
Það lýsti æ meir af degi. Langt fyrir neðan gaf
að Iíta hinar víðáttumiklu sljettur Rússlands. Um
ellefu Ieytið flugu þeir yfir annað stórfljót, er
hertoginn hjelt að væri Don. Hann vakti Rex til
þess að fá vissu fyrir að það væri rjett.
Rex hafði hrest töluvert vði svefninn, þó hann
væri sx-geispandi. Hann tók nú við stjórninni,
meðan hertoginn athugaði landabrjefið. — Það
reyndist rjett vera. Þetta var Don. Það gengdi
furðu, hve Iangt áleiðis þau voru komin — um
fímm hundruð kílómetra suður fyrir Moskva —
sex hundruð kílómetra í viðbót — og þau væru
komin að landamærum Rúmeníu. Það leit út fyrir,
að þeim ætlaði að takast að fljúga alla leið í einni
lotu. Þau höfðu hafið leit í klefanum í þeirri
von að finna eitthvað í svanginn, því að allir
voru orðnir dauðsvangir, nema María Lou — en
ekkert fundu þau ætilegt.
Rjett eftir hádegi flugu þau fram hjá borg,
sem hertoginn taldi vera Kursk. Voru þau orðin
vongóð um að ná takmarki sínu, því að nú voru
þau yfir landamærum Ukraníu, eða öllu betur,
þau voru laus við Rússland.
Flugvjelinni miðaði stöðugt drjúgum áfram
vestur á bóginn. Hreiflamir suðuðu í sífellu yfir
höfðum þeirra. Rex var stórhrifinn af vjelinni.
Hann hafði lengi verið að brjóta heilan um hvem-
ig gangverk öngsvifsvjelarinnar væri úr garði
gert. Hún var ólík öllum öðrum vjelum, sem hann
hafði sjeð.
Loks var hann búinn að skilja hana til fullnustu
og sneri sjer að vini sínum, hertoganum, og skýrði
leyndardóminn fyrir honum. Og að lokum sagði
hann:
„Hún er ári sniðug þessi vjel. Jeg hugsa, að
jeg færi mjer viðkynninguna í nyt, þegar jeg
kem heim.“
Hertoginn leit upp, og skildist honum, að Rex
hefði rjett fyrir sjer. Vjelin Var sjerstaklega hag-
lega og sniðuglega útbúin. En alt í einu varð her-
toginn þungur á brúnina, og harðir drættir komu
í kringum fríðan munn hans. Hann hafði komið
auga á annað og meira en hxna ágætu öngsvifs-
vjel, er hann leit upp. Uppi yfir þeim, lítið eitt
til hægri, flugu sex flugvjelar í röð. Hann hnipti
í Rex og benti upp fyrir sig.
„Biddu fyrir þjer,“ stundi Rex. „Heldurðu að
þessar flugvjelar hafi augastað á okkur?“
„Jeg er hræddur um það. Allar flugstvöðvar í
landinu hafa auðvitað fengið tilkynningu um dáð
okkar í Romanovsk.“
Rex hafði óðar brugðið við og beygt í suður,
úr vegi fyrir óvinunum. En alt í einu sló Símon
á öxl hans. „Ekki þessa leið, maður. Beint í norð-
ur er betra. Líttu til vinstri, Rex.“
Rex gerði það og bölvaði — því að á að giska l'
tvö hundruð metra fyrir neðan, kom önnur röð* :»
flugvjela svífandi.
Hann bjóst þegar í stað til þess að hækka flug-
ið, í von um að komast fram hjá, hátt fyrir ofan |
þá. En það var auðsjeð, að þeim voru gefnar gæt-
ur, því að nyrðri flugvjelahópuxinn tók óðara við-
bragð og hækkaði líka flugið.
„Bölvuð óhepni“. Rex var sárgramur. „Okkur
vantaði ekki nema nokkur hundruð kílómetra til
þess að vera sloppin.“
Rex hristi höfuðið. „Jeg geri mitt besta, vertu,
viss. En það sjest ekki einusinni skýjaflóki til þess
að fela sig í. Æ, hver þremillinn! Þarna kemur
nýr hópur.“
Hertoginn kom líka auga á hann. Framundan,.
hátt í lofti, kom hin þriðja röð flugvjela svífandi,.
og virtust þær í fjarska eins og smáfuglar.
„Þær eru sendar upp til þess að króa okkur.
Við getum ekki sloppið."
Nú kvað við viðvörunarskot að baki þeirra.
Símon kom aftur fram í.
„Það eru engin högl hjerna aftur í. „Hafið þið
nokkur?“
de Richleau hristi höfuðið. „Nei — jeg gætti
að því rjett eftir að við lögðum af stað. Enda gei'ir 1
það hvorki til nje frá. Við gætum hvort sem er
ekki boðið hálfri tylft flugvjela byrginn — og
þarna koma meira að segja fleiri í viðbót. Rex,
jeg held, að það sje best fyrir okkur að lenda,
áður en þeir skjóta okkur niður,“ bætti hann við,
er óviniynir tóku að skjóta á þá úr vjelbyssu
á ný.
Rex kinkaði kolli. „Bölvuð óhepni gat þetta
verið! En hvað um það — maður gefst ekki upp,
fyr en í fulla hnefana. Við skulum koma okkur
úr vegi þessa kúluvargs“. Vjelin tók snögga dýfu,
og það mátti varla seinna vera, því að vjelbyss-
urnar voru aftur byrjaðar, og þrjú fyrstu skotin
lentu á kafi í öðnim vængnum.
Símon hafði flýtt sjer að draga Maríu Lou með
sjer inn í klefann, undir eins og hann sá óvinina
nálgast. Honum var mikið niðri fyrir, er hann
sagði við hana í biðjandi róm: