Morgunblaðið - 06.11.1935, Side 8

Morgunblaðið - 06.11.1935, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 6. nóv. 1935. u 8 'Ui'tvn cv HIJLLSAUMUR. Einnig barna- og undirfatasaumur. Salóme Jónsd., Margr. BreiðfjörS, Lokastíg 5.________ Best og ódýrust skóviðgerð hjá Jóni Jónssyni, Grímsbýr 6. Alt vel unnið. Ekkert vjelunnið. Munið Permanent í Venus, Austurstræti 5. Ábyrgð tekin á öllu hári. SAUMASTOFAN, Hafnar- stræti 22, yfir Smjörhúsinu „Irma“, saumar: Dömukjóla og kápur, barnafatnað og drengja föt. Tekur mál og sníður. Ný- tísku saumur. Vönduð vinna. Regnhlífar teknar til viðgerð- ar á Laufásvegi 4. J/a Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavikur. Sími 4562. Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Nýr beinlaus fiskur, til að steikja, í dag. Fískbúðin, Brekkustíg 8. Sími 1689. Mjög falleg kjólatau, kápu- pluss, astrakan, fóðursilki og margt fleira nýkomið. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. Sími 3571. Barnavagnar og kerrur tekn- ar til viðgerðar. Verksmiðjan .Vagninn, Laufásvegi 4. Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 11, gerir við lykkjuföll í kven- sokkum, fljótt, vel, ódýrt. Sími 2799. Saumavjelaolía, sýrulaus. — Heildsala. Smásala. Sigurþór Jónsson, Hafnarstræti 5. m Maturinn á Café Svanur, við Barónsstíg, er, sem fyr, viður- kendur fyrir gæði. Verðið get- ur ekki verið lægra. Slysavamafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti Borðið í Ingólfsstræti 16, — gjöfum, áheitum, árstillögum sími 1858. jm. m. Höfum fengið nýjan augna- brúnalit. — Hárgreiðslustofan Venus, Austurstræti 5. Sími 2637. Sel gull. Kaupi gull. Sigur- þór Jónsson, Hafnarstræti 5. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen. Klapparstíg 29. SZZ&yntuvujav Þær dömur, er hafa hugsað sjer að fá spírella lífstykki fyr- ir jól, eru vinsamlega beðnar að koma, sem fyrst. Tek mál frá 1>—2Ví> daglega. Guðrún Helgadéttir, Bergstaðastræti 14. Sími 4151. Auglýsingar Morgunblaðsins eru lesnar á morgnana. Þær gera sitt gagn samdægurs. Tvífari þekts kvikmyndaleikara hefir notað sjer af því, hvað liann líktist leikaramim mikið og tœlt stúlkur til að giftast sjer. í rjettarhöldunum var hafður um hann sterkur lögregluvörður, því „eiginkonurnar“ ætluðu að myrða hann, án dóms og laga. Heimsfrægar hárfljettur. Á -sýn- ingu, sem haídin var í San Diego í Kaliforníu nýlega, var stolið hár- fljettum úr glerskáp. Út af þessu varð uppi fótur og fit og lög- reglulið borgarinnar fe'kk ærin starfa við að elta þjófinn, Bn þetta voru he'ldur engar venju- legar hárfljettur, því það var hárkolla sú, sem Mary Pickford Ijek með á þeim tíma, er hún hlaut nafnið „kærasta alls heims- ins“. | Meiri hraði f Englandi eru nú 90 opinberir flugvellir, og méð þessum upplýsingum fylgir sú fregn, að farþegaflugvjelar, seto hingað til hefir þót.t nægja að færu með 160 km. hraða á klukku i stund, verði nú teknar úr umferð og í staðinn verði teknar í notkun ! flugvjelar, sém geta farið með 250 km. hraða á klst. PPELSINU ••••••*•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••« ••••••••••••••••••••••••••#•••••••••••••••••••••« Ti inburversliifi P. W. Jacobsen & S6b. Stofnuð 1824. Símnefni: Granfuru — Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. Selur timbur í stœrri og smærri sendingum frá Kaup- mannahöfn. — Eik til skipasmíSa. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár. ••• ••• • • • • • • • m • • • • • • • • • • l •-•- s* • • • • Best að auglýsa í Morgunblaðino. FANGINN FRA TOBOLSK. 75. og málhreyfa Englending. Hann var mjög um- hyggjusamur við hana, og allir, sem sáu þau, þótt- ust vissir um, að þau væru afar hrifin hvort af öðru. Á þriðja degi kom svar við fyrirspurnum Bruce, frá Kiev, er hafði haft samband við Moskva. Það fór eins og hann hafði búist við. Svarið var á þá leið, að Ameríkani, að nafni van Ryn, hefði komið til Moskva fjórða desember en hefði farið þaðan aftur þann ellefta. Enginn vissi hvert. Mr. Simon Aron hefði sömuleiðis komið þangað, sjötta febrú- ar, og væri líka horfinn. de Richleau hertoga hafði enginn heyrt eða sjeð. En það var gersamlega ástæðulaust að ætla, að þeir væru fangar i Kiev. „Þarna sjerðu góði minn“, sagði Bruce, er hann sýndi Richard svarið. „Það fór eins og jeg bjóst við. Getir þú sannað, að þeir sjeu í Kiev, getum vlð höfðað mál, annað er ekki hægt að gera“. Sfðari hluta dagsins fór Richard með Maríu Lou út í Schönbrun. Yeðrið var fagurt, og þau gengu lengi um í skemtigarðinum. Um kvöldið fóru þau aftur í leikhús^og á einhvern skemtistað á eftir. Þau höfðu altaf nóg að tala um, ótal atriði og æv- intýri, er þau höfðu komist í um æfina, rifjuðust upp fyrir þeim, er þau þóttust þurfa að segja hvort öðru frá. Svo voru ýmsar ráðagerðir um framtíðina. En ekki mintust þau einu orði á hjóna- band eða skilnað. María Lou komst á þá skoðun, að hún vildi lang- helst eiga Englending fyrir mann. Og Richard ákvað með sjálfum sjer, að hann vildi ekki sjá enska konu, þær ensku væru altof leiðinlegar. Fjórði dagurinn var frúbrugðinn hinum. Um morguninn sat Richard Iengi að máli við Bruce og gamlan, pólskan Gyðing. Sá síðarnefndi virt- ist vera jafn kunnugur í Kiev og Richard var í West End í London. Hann gaf þeim mjög mikils- verðar upplýsingar, sjerstaklega um Kievo- Pecher-Lavra, hið gamla klaustur, sem nú var búið að breyta í fangelsi. Því miður sagðist hann vera ósáttur við Sovjetstjómina, annars hefði hann þáð fcoð Richards um að koma með honum til Kiev. Seinna um daginn kom vegabrjef Richards, var nú búið að endurnýja það, og veitti það honum mánaðar dvalarleyfi í Rússlandi. Þá wm kvöldið bauð hann Maríu Lou enn til miðdegisverðar; en nú voru þau ekki jafn glöð í huga. Bæði voru þau að hugsa um morgundaginn, og hvað framundan væri. Þau þurftu að vakna í bítið næst morgun, svo að þau skildu siiemma um kvöldið. Um morguninn ók Bruce þeim á flugstöðina. Hann var venju fremur alvarlegur, og þegar hann kvaddi Richard, þrýsti hann hönd hans og sagði: „Farðu varlega, vinur minn. Mjer er alvara. — Stofnaðu þjer ekki í hættu. Ef þú skyldir freistast til þess, skaltu —“, alt í einu kom bros fram á varir hans, ,,þá. skaltu hafa konuna þína í huga“. Það var leiðindaveður, dimt yfir og hráslaga- legt, og var ferðin óskemtileg. Þau Ientu í Lem- berg og snæddu þar morgunverð. Veslings María Lou var hálf vesöl — hún varð að taka í sig kjark, til þess að geta haldið ferðinni áfram til enda. Það gekk þó líka að lokum, og kl. 6 stigu þau hjónin Mr. og Mrs. Richard Eatön, út úr flugvjel sinni í Kiev. i TUTTUGASTI OG FJÓRÐI KAPÍTULI Ráðabrugg í Kiev. Símon Iá á legubekk við gluggan, studdur ótal sessum. Nú var liðinn hálfur mánuður, síðan hann særðist í fótinn, og hafði honum gróið sárið von- um betur, fyrir góða aðhlynningu Maríu Lou fyrst í stað, Hann gat haltrað um við staf, en varð helst að hlífa fætinum sem mest. Svefnherbergið í þessu gistihúsi, sem Valería Petrovna hafði komið honum fyrir í ,eftir að hún fekk hann náðaðan, var heldur leiðinlegt, skugga- legt og óvistlegt. Fyrir framan hann lá frönsk skáldsaga, og við hlið hans stóð flaska með gómsætu kákasísku víni. En hvorugt virtist veita honum nokkra ánægju. Hann starði sljóum augum út á umferðamikla göt- una, sem mynti hann á iðandi býflugnaþúfu. — Þetta ys og þys stafaði víst líka af fimm daga vikunni —“ Hann heyrði, að herbergishurðin var opnuð, og: leit um öxl. ,,Richard“, kallaði hann upp, forviða. „Halló, Símon“. Richard lokaði hurðinni vendi- lega á eftir sér og gerði annari hurð, er lá inn í hliðarherbergi, sömu skil. „Hvað í ósköpunum ert þú að gera hjer?“ — Brosið, sem færðist yfir andlit Símonar duldi það ekki, að hann var himinlifandi yfir að sjá via sinn. Richard settist hjá honum. „Jæja, hvernig líður þjer í fætinu?“, spurði hann. „Ágætlega ■— en hvernig veist þú það, og ums veru mína hjer?“ „Það er nú saga að segja frá því, vinur minn„ En hvenær kemur ungfrúin hingað?“ „Hún kemur ekki fyrsta klukkuýímann. — En/ af hverju spyrðu að því? Hún hefir reynst mjer prýðilega.“ „Jeg trúi þvf vel. En jeg vil samt síður hitta hana að svo stöddu. Hvað líður hertoganum, og Rex vini okkar?“ „Þeir eru frjálsir menn! Hún sá um það alt. saman“. „Ertu viss um það, Símon?“ „Um“, Símon kinkaði kolli til samþykkis. „Þeir fóru frá Kiev í gær“. „Einmitt það. Þú fyrirgefur, að jeg spyr. En< hversvegna fórst þú ekki með þeim?“ „Jeg skal segja þjer það — jeg er í þanh veg- inn að kvænast”. Richard brosti. „Má jeg óska þjer til ham- ingju?“ Símon hló sínum sjerkennilega hneggjandi hlátri. „Ja, mig óraði aldrei fyrir, að jeg myndi kvæn- ast — en eins og þú sjer, hefi jeg skift um skoðun“. „Ágætf, gamli vinur. Þú veist, að jeg samgleðst þjer, ef alt er eins og það á að vera. Hvenær kemur þú heim til Englands með konu þína?“ „Sjáðu til — svo er mál með vexti — jeg kem alls ekki aftur til Englands. Valería Petrovna tek- ur hið nýja Rússland mjög hátíðlega. Hún vill ekki heyra það nefnt á nafnr að við setjumst a§

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.