Morgunblaðið - 15.11.1935, Qupperneq 7
Föstudaginn 15. nóv. 1935.
MORG lT N BLAÐI Ð
Georg konungur
af stað
heim I riki sitt.
leggur
MóðtökuaUiöfn
fer f ram i Aþenu
eftir lO daga.
Kongulóin“.
Skemtileg nýbreytni
í skemtanalífi
bæjarins.
London 14. nóv. FÚ. .
Georg . Grikkjakon-
ungur fór í dag af stað
frá Englandi^ áleiðis til
Grikklands, til þess að
taka við konungdómi
sínum þar.
Er ráðgert að hann verði 10
draga á leiðinni til Grikklands,
og tekur hann land undan
Aþenu og þar fer fyrsta opin-
bera móttökuathöfnin fram.
Hann kemur í kvöld til P'arís
og hefir þegar beðið um samtal
við Laval á meðan hann dvelur
í borginni.
Georg mælist
til vináttu
við Breta.
Nýlega var skýrt frá þeirri ný-
breýtni í skemtanalífi bæjarins, að
stofnaður væri Cabarett.
Cabarett þessi, Kongulóin, liefir
nú liaft tvær sýningar og 'hafa
þær gefist vel og aðsókn meiri eti
hægt hefir verið að sinna.
í salnum í Oddfellowhúsinu hef
ir verið komið fyrir palli eða
leilcsviði, mjög haganlega, og er
merki kabarettsins, könguló,
komið fyrir á bak við leiksviðið.
1 kvöld kl. 9 verður sýning í
Oddfellowhiisinu. Meðal nýjunga
má nefna „Sketch“ sem gerist
við „bridge“-borð og leika þeir
Alfred Andrésson og Jens Bene-
diktsson tvær frúr, en Friðfinnur
og Lárus leika eiginmenn þeirra
Aðsóknin í kvöld sýnir að menn
búast við einhverju miklu og
skemtilegu.
Það er Ólafur Ólafsson, sem
komið hefir þessari nýbreyttni
skemtanalífi bæjarins af stað.
Um leið og Georg konungur
fór frá Bretlandi ,g'if hann út
opinbera tilkynningu, þar sem
hann segir, að um leið og hann
hverfi frá Bretlandi, vilji hann
nota tækifærið til þess 'að
þakka bresku þjóðinni fyrir
gestrisni þá, sem hún hafi sýnt
honum á útlegðarárum hans.
í tilkynningunni segir hann
ennfremur, að hann muni ávalt
varðveita endurminningarnar
um dvöl sía í Bretlandi, og hina
óbrigðulu vinsemd bresku þjóð-
rarinnar, sem hann hafi mætt.
í lok boðskapar síns segir
hann:
„Taugar þaer, sem tengja
Grikkland og Bretland saman,
eiga sjer löng söguleg rök, og
jeg læt í Ijós þá einlægu von,
að þær taugar verði eins traust-
ar í framtíðinni eins og þær
hafa verið á liðnum árum.“
Filippinar
iá lýðræð-
istfórn.
Fyrsta sporið í áttina
til fullkomins
sjálfstæðis.
London 14. nóv. FÚ.
Roosevelt Bandaríkjaforseti
gaf í dag út opinberan stjórn-
arboðskap, um það, að núver-
andi stjórnskipulag á Philips-
eyjum væri úr gildi numið, og
skyldi lýðræðisstjórn sett upp á
eyjunum.
Er hjer með fyrstra sporið
stigið í áttina til þess, að eyj-
arnar fái fullkomið sjálfstæði,
og er ætlast til þess, að þær
fái það á næstu 10 árum.
Dagbók.
I.O.O.F. 1 = 11711158‘/2 = F1.
Veðrið í gær: Fyrir sunnan land
er djúp lægð en nærri kyrstæð og
fer heldur minkandi. Vindur >er A-
lægur um alt land, yfirleitt all-
hvass, og hvass á Vestfjörðum.
Hiti er víðast 4—7 st. Á SA-landi
hefir rignt jtalsvert í dag en lítið
í öðrum landshlutum. A-átt mun
haldast hjer á landi næsta sólar-
hring en verður öllu hægari á
morgun. t
VeÖurútlit í Rvík í dag: A-
kaldi. Úrkomulaust.
Munið hlutaveltu Sjálfstæðis-
manna á sunnudaginn.
Borgfirðingamót verður haldið
að Hótel Borg annað kvöld. Er
það venja Borgfirðinga, búsettra
hjer í bænum, að koma saman
einu sinni á ári til fagnaðar. Á
undanförnum árum liafa mótin
ekki verið lialdin fyr en eftir
nýár. En nú er tekin upp sú ný-
breytni að halda þau áður en
skemtanafarganið byrjar eftir
liátíðar.
Spegillinn kemur næst út um
mánaðamótin.
Togarinn Leiknir liggur á Pat-
reltsfirði fullfermdur Þýskalands-
fiski og bíður þess að leyft verði
að flytja fiskinn á markað (FÚ).
Skemtikvöld var í Mentaskólan-
um á Akureyri í fyrrakvöld.
Sjöttubekkingar sáu um undir-
búning. Ræðumenn voru: Prófess-
or Sigurður Nordal, Sigurður
Guðmundsson, skólameistari og
Sigurður Bjarnason úr Vigur. (F.
Ú.).
Sjálfstæðismenn! Munið eftir
hlutaveltu Sjálfstæðismanna næst-
komandi sunnudag. Skilið munum
á hlutaveltuna. í dag í Varðar-
húsið. '
Fjelag ungra lögfræðinga held-
ur fund kl. 8y% að ‘Hóte'l Börg í
kvöld. Umræðuefni: Frumvarp til
laga um meðferð einkamála í
hjeraði.
Hjúskapur. í gær voru gefin
saman í hjónaband af síra Bjama
Jónssyni, ungfríi Eva Jónsdóttir
og Ingólfur Jónsson forstjóri
kaupfjelagsins „Þór“ á Rangár-
völlum.
Glímufjolagið Ármann opnar í
dag skrifstofu í hinu nýja
íþróttahúsi við Lindargötu. Er
þetta til mjög mikilla bóta fyrir
hina afar fjölbreyttu starfsemi fje
lagsins. íþróttaæfingar þær, sem
fjelagið hefir \ í íþróttahúsinu,
byrja fimtudaginn 21. nóv. —
Stjórnin biður alla gamla og iýja
meðlimi, sem adla að æfa í vetur.
að gefa sig fram ú skrifstofunni
fyrir miðvikudagskvöld. Hiin er
opin daglega frá kl. 8—10 síðd.
Sími 3356.
Dansleik heldur Glímuf jelagið
Ármann í Iðnó laugardaginn 16.
nóv., kl. 10 síðd. Á dansleiknum
syngur kvartett, þar verður fim-
leikasýning o. fl. til ske'mtunar.
Eimskip. Gullfoss er væntanleg-
ur til Vestmannaeyja um hádegi
í cíag. Goðafoss fór frá Hull í
fyrradag 'áleiðis til Hamborgar.
Brúarfoss er á leið til Leitli frá
Vestmannaeyjum. Dettifoss kom
til Sauðárltróks í gær. Lagarfoss
fór frá Leith í fyrradag á leið til
Djúpavogs. iSelfoss er á leið til
Stockhólms.
Hjónaband. Síðastliðinn mánu-
dag voru gefln saman í hjónaband
af síra Árna Sigurðssyni, ungfrú
Ingunn Grímsdóttir og Sigurberg-
ur Pálsson. Heimilitungu hjónanna
er á Bergstaðastræti 53.
Sjómannakveðja. Erum á útleið
Vellíðan. Kærar kveðjur. Skip-
verjar á Gylli.
ísfisksölur. Sindri seldi J Aber-
de’en í gær, 1157 vættir, eigin afla,
fyrir 500 st.pd. Arinbjörn hersir
í Hull, bátafisk af Austfjörðum,
781 vætt, fyrir 538 ;st.pd.
Guðspekifjelagar. Fundur í
Septínu í kvöld kl.
Skemtistaður Sjálfstæðismanna
verður þess betri, sem hlutaveltan
á sunnudaginn verður fjölbreytt-
ari. Hjálpið öll til að gera þetta
að bestu hlutaveltu ársins. Sendið
muni eða tilkynnið skerf yðar í
síma 2339, í Varðarhúsinu.
Julius .Havsteen sýslumaður er
nýkominn til bæjarins,
íþróttaskóli Jóns Þorsteinssonar
(áður Miillersskólinn) tekur til
starfa í hinu nýja iOg glæsilega
íþróttahúsi við Lindargötu á
fimtudaginn kemur. - í gær var
auglýst hjer í blaðinu vetrarstarf-
semi skólans, og hefir ekki áður
þelcst hjer á landi jafn fjölbreytt
íþróttakensla og í jafn góðum sal-
arkynnum. Sjö leikfimisnámskeið
verða þar í vetur fyrir fólk á öll-
um aldri, frá þvl það er 5 ára, og
er skift í flokka eftir þroska,
telpur og konur sjer í flokkum,
og drengir og karlmenn sjer. Auk
þess er hressingarleikfimi, og al-
menn íþróttaleikfimi. Aðsókn að
skólanum er geysimikil,
það vel farið.
Jón Þorleifsson málari hefir
selt þrjú málverk á sýningu sinni
í Austurstræti 14.
Kvæðakvöld. Annað ltvöld kl.
8% síðdegis skemtir kvæðamanna
fjelagið Iðunn í Varðarhúsinu með
kveðskap margra manna. Kveð-
skapur er þjóðleg skemtun og
eitt af ,því, sem he'lt best döng-
un í þjóðinni, þegar harðindi
frost, farsóttir og liafísai' þrertgdu
sem mest að henni. Þá brynjaði
hún sig á móti öllu þessu, tog
kvað í sig þ'ann hita, sem chelt, í
lienni lífinú gegn um aldir, þegar
hvorlti var til útvarp nje sími, og
vetrarkvöldin voru löng. Þössi líf-
taugin má aldrei visna þrátt fyrir
breyttar kringumstæður. Án.
Hlutavelta Sjálfstæðismanna á
sunnudaginn verður síðasta hluta-
veltan á árinu og sú besta.
Aldar gæsir
rá gæsabúinu í Saltvík,
ungar frá í ár, aldar á grænu
túni í surnar og kornfóðri
nú í haust, verða seldar á
12 til 15 krónur stykkið.
Slátraðar, plokkaðar og
heimfluttar.
?*antið til jólanna eða ein-
hvers annars tíma.
Ennþá er nokkuð ólofað.
Sími 1618.
K. F. U. M. Fjelagai’ í Réykja-
vík, . munið bænasamkomuna í
kvöld kl. 8Í/2. — Hafnfirðingar
munið eftir bænasamkomu hjer
. 8V2.
I, O.'G. T. Konur mæti á sauma-
fundi í G.-T.-húsinu í dag, föstu-
dag 15. þ. m., kl. 4.
Hjálpræðisherinn. I kvöld kl.
8% verður helgunarsamkoma. —
Adjútant Molin stjórnar. Allir.
velkomnir. | -
Afturelding, nóv.—desember-
heftið er nú komið út. Af innihaldi
blaðsflis má nefna: Grein um
Abyssiníu. „Ekke'rt rúm“, „Vor-
dagur á veturnóttum“, „Litla
blinda stúlkan“, jsmásaga o. fl.
Blaðið er 12 síður í stóru broti.
Bjarni Gíslason skáld heldur
áfram að kynna ísland og íslensku
þjóðina erlendis. Hefir hann víða
haldið fyrirlestra og birtast út-
drættir úr þeim í blöðum, sumir
margra dálka langir. „Flensborg
Avis“ flytur t. d. 3. nóvember
heillar síðu grein um seinastá fyrir
lestur hans. í „Dybbölsposten“ og
„Hjemdal“ er 19. okt. getið um
fyrirlestur, sem hann flutti
Svenstrup, kvöldið áður, fyrir
æskulýðsf jelagið þar. „Skugga
myndir þær, sem sýndar A-oru með
fyrirlestrinum, gáfu ágæta hug-
mynd um náttúrufegurð Jslands
og þær framkvæmdir, sem þar hafa
orðið á ýmsum sviðum. Var fyrir
lesaranum þakkað af áhorfendum
fyrir hinn ágæta fyrirlestur“,
Hinn l. þ. mán. birti „Höjskole
bladet“ fjög,ra síðu grein eftir
Bjarna um þjóðskáldið Matthías
Jochumsson.
ísland í erlendum blöðum. í
Höiskolebladet 1. nóv. birtist löng
grein eftir Bjarna M. Gíslason
rithöf. um Matthías Jocliumsson,
í tilefni af aldarafmælinu. Grein-
in nefnist „Matthias Jochumsson.
„Den islandske Bjönssons“ 100
aars minde“. Greininni fylgir
mynd af þjóðskáldinu. — Bjarni
M. Gíslason hefir gert mikið að
því að skrifa fræðandi greinir í
skandinavisk blöð, aðallega dönsk, ................................
„W E C K“
Niðursuðuglösin hafa reynst
best. — Alíir varahlutir fyr-
irliggjandi í
00
BÉmss&r
/:
■nmmiiiMnniinimtiiniiiHiiiuiiiiimiiiiiiinninmimniitm
iiiiiiiiiiiiiiiniimiiiiniiniiiiniiiiiniirtuuiuinmiiiinirtiimi*
og ef
er lang' f jölisrey tt-
asta og áreiðan-
legasfa frfetta-
blaðið.
Nýir kaupendur fá blaðið
ókeypis til næstkomandi
mánaðamóta.
Hringið í síma 1600
og gerist kaupendur.
um ísland. Nýle'ga hefir hann
ferðast um Norður-Slesvík og hald-
ið þar fyrirlestra með skugga-
myndum um Islaml. í ungmenna-
fjelögum. í Flensborg Avis, 3.
nóv. er ítarleg grein, sem nefnist
„Den unge Slægt paa Island“ og
er sagt frá fyrirlestrastarfsemi,
en ault þess útdráttur úr fyrir-
lestrum hans, með myndum af
Bjarna, Korpúlfsstöðum
Fnjóskadalsbrú. (FB.).
Kirkjuriiið, nóvemberheftið, er
nýkomið út. Ritið flytur að vanda
margar fróðlegar greinar um and-
leg efni.
Ný tíðindi heitir dagblað, sem
hóf göngu sína á Akureyri í fyrra
dag. Blaðið á að koma út alla
daga vikunnar, nema á mánu-
dögum ög flytja nýjustu frjettir
innanbæjar og utan og stuttar
ópólitískar greinar um bæjarmál
og nærsveitamál. Ritstjóri er
Steindór Sigurðsson. Blaðið e'r
prentað í Pre'ntsmiðju Björns
Jónssonar. (FU.).
ísland í frakkneskum blöðum.
Le ’^Sud-Est (Valence): En Is-
lande avec Mademoiselle Thora
Fridriksson par Claude Tilly.
Sama gréin birt í „Courrier“
(Bayonné). — I Express de l’Est
(Epinal) : Reykjavík, station
d’Islande (útvarpsst.) (F.B.).
Áheit á Útskálakirkju: Frá veik
um manni 10 kr., frá N. N. 5 kr„
frá Ágúst l.kr., frá ónefndri konu
10 kr,, frá S. G. 20 kr„ frá Jóni
úr FÍóanum 20 kr. Bestu þakkir.
Sóknarnefndin.
Farsóttir og manndauði í Rvík
aimtiuniiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiimmiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit
vikuna 20.—26. október (í svig-
um tölur .næstu viku á undan):
Hálsbólga 32 (55). Kvefsótt 39
(47). Barnaveiki 0 (1). Iðrakvef
17 (9). Kveflungnabólga 0 (1).
Skarlatssótt 0 (1). Mænugótt 0
(1). Heimakoma 1 ((1). Munnang-
ur 1 (0). Kossageit 3 (0). Manns-
osr lót 5 (8). — Landlæknisskrifstof-
an. (FB.).
Farsóttir og ,manndauði í Rvík
vikuna 27. okt. til 2. nóvember (í
svigum tölur næstu viku á und-
an): Hálsbólga 39 (32). Kvefsótt
56 (39). Iðrakvef 13) (17). Heima-
koma 0 (1). Munnangúr 0 (1).
Kossageit 0 (3). Mænusótt 1 (0).
Mannslát 3 (5).. — Landlæknis-
skrifstofan. (FB.).
Útvarpið:
Föstudagur 15. nóvember.
12,00 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
19,10 Veðurfregnir.
19.30 Þingfrjettir.
19,45 Frjettir.
20,15 Bækur og menn (Vilhj. Þ.
Gíslason).
20.30 Kvöldvaka: a) Sveinbjörn
Sigurjónsson magister: Úr æfi-
sögu • Jóns Indíafara, II; b)
Steinn Steinarr: Úr „Rubaiyat“
eftir Omar Khayyam; c) Helgi
Hjörvar: Úr Eyrhyggju: Þor-
leifur kimbi; d) Bjarni Björns-
son leikari: Upplestur; e)
Kvæðalög; f) Harmónikuleikur
(Werner Tennou).