Morgunblaðið - 20.11.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.1935, Blaðsíða 3
Miðvikudagiim 20. nóv. 1935. MORGUNBLAÐIÐ WHBMOIlMBMWMBlWAPW'WSWMSMWtfSiW 8 Ciani greifi gerir loftárás á Abys- sinfumenn! Mðrg hnndruð drepnir. Cianl kemst undan við illan leik. Cianí greifi. London, 19. nóv. FÚ. Fregn frá Asmara segir, að snemma í gærmorgun hafi 20 ítalskar hernaðarflugvjelar, undir stjórn Ciani greifa, tengdasonar Mussolini, gert loftárás á Abyssimumenn, er voru að gera varnarvirki sunn- anvert við Amba Alagif jall. Komu þeir þar Abyssiníu- mönnum að óvörum, en tölu Abyssiníumanna áætla ítalir 15 þúsund. Abyssiníumenn leituðu þegar skjóls, en þó telja ftalir sig hafa drepið þá í hundraðatali, og gjöreyðilagt varnarvirki þeirra á þessum slóðum. Abyssiníumenn beittu bæði vjelbyssum, og byssum sem eru sjerstaklega gerðar til þess að skjóta á flugvjelar. Skemmdist flugvjel Ciani greifa svo, að hann varð að lenda við Makale á norðurleið. Á olíugeymi einnar flugvjel- arinnar var skotið gat, en að- stoðarmaðurinn skreið út á væng flugvjelarinnar og setti hendina fyrir lekann, og komu þeir flugvjel sinni heilli til hafnar. Einn ífalskur flugmaður hlaut banasár, og margar flug- vjelarnar lítilsháttar skémmdir, en' ftalir töpuðu þó engrí þeirra, segir fregnin. Bruno, eldri sonur Mussolini. 5tarf5aðferðir Þormóðs Eyjólfssonar. Samuerkamaður segir frá. Ýmsir bafa látið í Ijósi undrun sína yfir því, að Þormóður Eyj- ólfssn skuli hafa komist í for-. mannssæti í stjóm Síldarverk- smiðja ríkisins og enn skipa það sæti. En undrunin hverfur þegar málið er athugað nánar. Fyrst bera þar til tengdir og vinátta Þormóðs við ráðandi menn Framsóknarflokksins. Næst kemur hinn „óviðjafnanlegi“ hæfileiki hans til þess að smjaðra fyrir þeim, sem völdin hafa á hverjuni tíma. Loks kemur til greina hver meistari Þormóður er í því að beita sínum starfsaðferðum. Jóhann F. Guðmundsson vei-k- stjóri í Síldarverksmiðjum rík- isins á Siglufirði skýrir í Alþ.bl. í gær m. a. frá framkomu Þor- móðs við sig. Upplýsir Jóhann þar, að Þor- inóður hafi undanfarin ár, altaf öðru hvoru, verið að fræða sig á því, að hann ætti sjer að þakka, að ekki væri fyrir löngu búið að segja honum upp verkstjórastarf- inu. Jafnframt þessu gerði Þormóð- ur hverja atrennuna á fætur annari til þéss að bola Jóhanni burtu. Næst þessu marki sínu komst hann 10. sept. 1933, er hann feklc samþykta heimild til fram- kvæmdastj. til að segja Jóhanni ipip stöðunni. Þessa lieimild vildi framkvæmdastj. ekki nota. IJm 20. sept. sáma ár var svo haldið samsæti af starfsmönnum verksmiðjanna, þar sem þeir voru staddir, Þormóður og Jóhann. í samsætinu helt Þormóður mikla lofræðu um Jóhann og störf hans í þágu verksmiðjanna. Jó- hann segir um þetta: „En þegar hann hafði sofið úr sjér túrinn, símaði hann til Lofts Bjarnason- ar, Hafnarfirði ,sem þá vai' í verksmiðjustjórninni og vildi fá liann og' Hlíðdal til þess að sam- þykkja að mjer yrði sagt upp. Lofræðan hefir að líkindum að vera sönnun fyrir því, að hann hefði ekki komið nærri uppsögu- inni?“ Þarna kemur frahi ágæt speg- ilihynd af bardagaa ðferðum Þor- móðs Eyjólfssonar. í blaðagrein, sem Þormóð- ur birti á laugardaginn, var hann svo ógætinn að brigsla Jóhanni Guðmundssyni um vín- smygl á fáeinum flöskum af áfengi, enda þótt það oi'ð hafi legið á, að Þormóður hafi átt þar sjálfur híut að. I Alþ.bl. skýrir Jóhann frá: „Það e-r ekki nema eðlilegt að Þormóði sje þetta minnisstætt, þó aldrei sje nema vegna þess að áður en flöskurn- ar voru fluttar úr skipinu, var það ákveðið okkar á milli, að hann fengi eina þeirra. Þetta get jeg að vísu ekki sannað með vitnum, en það er hjer sagt með eiðstilboði". Reykjavíknrbær árlega sviftur um hálfri miljón króna með ranglátri skaftgreiðslu 'r ikisstof nananna. Úr ræðií Magnúsar Jónssonar i efri deild í gær. Frumvarp Magnúsar Jónsson ar um aukaútsvör ríkisstofnana kom til 1. umræðu i efri deild í gær. Magnús Jónsson fylg'di frum- varpinu úr hlaði með einkar at- hyglisverðri ræðu. Hann sýndi fram á með skýrum tölum, hve afar varhugaverð væri fyrir bæjarfjelögin, stefna sú, sem mjög hefði rutt sjer braut hin síðari ár, að taka fleiri og fleiri vörur í emkasölur og síðan ieysa þessar ríkisverslanir mik- ið til undan skattgreiðslu til bæjarfjelaganna. M. J. sagði m. a. : Heilbrigðasta leiðin. Það væri í sjálfu sjer heil- brigðast, að láta þessar ríkis- stofnanir greiða alla sömu skatta og einkafyrirtæki greiða. Við það fengist rjettur saman- burður á einkarekstri og ríkis- rekstri og þá fyrst fengist rjett mynd af útkomu ríkisrekstrar- ins. En það verður að játa, að það er erfitt að koma þessu í kring, vegna þeirra breyttu hátta, sem verða við það, að þetta er tekið á eina hönd. Vafalaust mætti þó finna sann- gjarna leið, sem gæfi tilsvar- andi skattgreiðslu og einkafyr- irtækin. En það er ekki þessi hlið máls ins, sem jeg ætla að ræða í sambandi við þetta frumvarp, heldur þann lið skattgreiðslunn- ar, sem hefir raunverulega þýð- ingu, en það er aukaútsvarið, sem er aðaltekjustofn bæjar-' fjelaganna. Háski bæjarfje- laganna. Það er augljóst mál, að koma má bæjarfjelögunum á vonar- völ með því að taka fleiri og fleiri vörur í einkasölur og gera svo að segja skattfrjálsar. Með því eru tekjustofnar teknir af bæjarfjelögum og af- hentir ríkinu. Þetta var gert með lögunum frá 4. júní 1924. Má vera, að þegar þessi lög voru sett, þá hafi mönnum ekki verið ljóst að svona myndi fara. Og ekki ósennilegt að 5% gjaldið þá hafi verið hlutfalls- Sú framkoma, sem hjer er lýst og önnur álíka, er einkar samboð- in merkisbera Framsóknarflokks- ins á Siglufirði. Um hitt munu allir góðir menn sammála, að hún sje með öllu ósamboðin formanni í stjórn stærsta atvinnufyrirtæk- is íslénska ríkisins. lega svipaður því, sem hjer er lagt til í frv. mínu. Þá var út- svarsstiginn alt annar en nú og útsvörin miklu lægri. En hvor- ugt kemst nærri því, sem greið- ast myndi, ef lagt væri útsvar á eftir sömu reglum og gildir um aðra. Þegar 5% gjaldið var ákveð- ið 1924 voru hjer aðeins tvær ríkisverslanir: Vínverslunin, sem allir voru sammála um og tóbakseinkasalan, sem mjög var um deilt. En hin síðari ár hafa bæst við fleiri slíkar ríkisverslanir: Viðtækjaverslun, Rafmagns- einksala, einkasala á efnagerð- arvörum og bílaeinkasala. Og eftir margendurteknum yfirlýs- ingum stjórnarflokkanna á Al- þingi og í þlöðum eru þessar einkasölur aðeins áfangar á þeirri braut, sem farin verður, ef sömu flokkar fara áfram með völd í landinu. Hjer er því komið inn á braut, sem er algert drep fyrir bæjarfjelögin, ef gjald þessara ríkisstofnana er sett of lágt. Samanburður. Þessu næst er rjett að at- huga, hver munur er á 5% skattgreiðslu ríkisstofnana og útsvarsgreiðslu einstaklinga. Jeg mun leggja til grundvallar útsvarsgreiðslu í Reykjavík; út- koman yrði enn óhagstæðari fyrir ríkisstofnanirnar, ef Aðriij kaupstaðir væru einnig teknír með. Útsvör á fyrirtæki eru fyrst og fremst reiknuð eftir föstum skattstiga. Auk þess greiða þau umsetningargjald, án tillits til gróða eða taps. Þetta umsetn- ingargjald hefir ekki verið birt, en er mjög mismunandi. Jeg hygg, að eigi muni fjarri að át ætla gjaldir af vín- og tóbaks- verslun Í—2%, því þar er um stórfelda álagningu að ræða. Umsetningargjöld þessara versl ana yrðu því um 10—20 þús. Jeg tek til varúðar lægstu upp- hæðina. I Útkoman verður þá þessi: j Áfengisverslunin. Með 5% gjaldinu nú greiðir hún frá kr. 18.600 til kr. 25.- 000. Sje miðað við 25 þús. sýn- ir það 1/2 miljón króna ágóða. Hugsum okkur að 5 einka- fyrirtæki hefðu vínversluniná með höndum. Kæmi þá um 100 þús. gróði á hvert fyrirtæki. Hvert þessara fyrirtækja yrði að greiða í útsvar: 5510 kr. af 25 þús. og 40% af afgangi, eða kr. 35.510.00. Þetta margfald- að með 5 gerir um 178 þús. kr. Svo er bætt ofan á 10%, eða . kr. 17.800.00 = 195.800 kr. Þar •við bætist svo umsetningar- gjald, áætlað 10 þús. kr. og verður þá útsvarið samtals kr. 205.800.00. En hálfrar miljón króna gróði hjá Áfengisversluninni gefur bæjarsjóði 25 þús. kr. Tap bæjarsjóðs á því, að þessi eina vara er rekin í einka- sölu er því kr. 180.000.00. Það munar um minna! T óbakseinkasalan. Með 5% gjaldinu nú greiðir Tóbakseinkasalan í bæjarsjóð 30 þús. kr. Er því ágóði fyrir- tækisins um 600 þús. kr. Ef gert er ráð fyrir, að tó- baksheildsölunni væri, deilt nið- ur á 10 einkafyrirtæki, kæmi 60 þús. kr. ágóði í hvern hlut. Útsvar bverrar verslunar yrði: 5510 kr. af 25 þús. og 40% af 35 þús. kr., eða kr. 19.510.00. Þetta margfaldað með 10 gerir kr. 195.100.00. Þar við bætist 10%, kr. 19.500.- 00 = 214.650.00 kr. Loks kem- ur umsetningargjaldið, áætlað 10 þús. kr. Verður þá útsvarið samtals kr. 224.650.00. En 5% gjald Tóbakseinkasöl- unnar gaf 30 þús. kr. Tap bæjarsjóðs hjer verður því ca. kr. 194.500.00. Heildartap bæj- sjóðs um Vz milj. króna. Á þessum tveimur ríkiseinka- sölum nemur því tap bæjar- sjóðs kr. 374.500 móts við það, að verslunin væri rekin af skatt skyldum einkafyrirtækjum. Svipuð er útkoman að því er snertir Viðtækja'verslun ríkisirts og aðrar svipaðar einkasölur, og áætla jeg tapið þar kr. 75.- 500.00. Samtals nemur því tap bæj- | arsjóðs á þessum ríkisverslun- j um kr. 450.000.00, eða nál. J/2 miljón króna! Ef mönnum þykja þetta ótrú- lega há gjöld, má líta á raun- |Veruleg gjöld verslana, sem mestan ágóða hafa, undir inn- flutningshöftum og öllum ó- kjörum. 1 Skóverslunin Lárus G. Lúð- vígsson greiðir t. d. nú kr. 59.- 400.00 í útsvar, eða hærra en allar ríkisverslanirnar til sam- ans, með sínar hreinu tekjur, á aðra miljón króna! Hjer er nú ekki farið fram á, að bæta bæjarsjóði upp þá ca. i/2 miljón, sem hann er sviftur með þessum lagafyrirmælum, heldur aðeins lagfæringu á þessu hróplega ranglæti og mis- rjetti. Frumvarpinu 'var vísað til 2. umr. og fjarhagsnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.